Morgunblaðið - 04.12.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.12.2020, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 2020 Jólaföndur ÞRÍVÍDDARPÚSL FYRIR ALLA UM JÓLIN augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is VERÐ FRÁ 890 KR. Vefverslu n brynja.is L Opið virka daga frá 9- 18 lau fr á 10-1 6 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hvers kyns rannsóknir liggja vel fyrir þér í dag og geta skilað góðum ár- angri. Láttu það eftir þér að vera þú sjálfur og hafðu ekki óþarfa áhyggjur. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er sjálfsagt að sýna öðrum kurteisi þótt þú sért ekkert á þeim bux- unum að kynnast þeim nánar. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Munið að hvatning er betra vegarnesti en aðfinnslur. Nú er rétti tím- inn til að finna réttu lausnirnar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert algjörlega einbeittur á að komast í gegnum pappírsstaflann á skrif- borðinu þínu. Líkur eru á einhverju óvæntu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú kannt að fá merkilegar upplýs- ingar sem gætu á endanum haft breyt- ingar í för með sér. Vertu gagnrýninn en ekki harður við sjáfan þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur misst sambandið við vissa vini, ekkert persónulegt, lífið færir bara fólk í sundur. Mundu samt að hafa allt gaman græskulaust. 23. sept. - 22. okt.  Vog Sumir hlutir eru sannir af því að maður gerir þá sanna. Láttu ekki brjóta á rétti þínum, sæktu það sem er þitt af ör- yggi og festu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu það ekki setja þig úr jafnvægi þótt hlutirnir gangi eitthvað skrykkjótt fyrir sig. Ein leið til að berjast fyrir lífsreglum þínum er að lifa eftir þeim. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Oft er auðveldast að læra að elska sjálfan sig með því að elska aðra. Nú er kominn tími til aðgerða svo þú skalt bretta upp ermarnar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Góðu breytingarnar sem þú hefur verið að reyna að ná í gegn sein- ustu ár, verða loks að veruleika. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Maður getur látið drauma sína rætast, ef maður á sér drauma. Slakaðu á og gerðu það sem þér þykir skemmti- legast ef þú getur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vertu undirbúinn fyrir breytingar því þær eru til góðs þegar til lengri tíma er litið. Byrjaðu á því að loka á heim- sóknir málglaðra vinnufélaga. anum en síðan að vinna á sjúkrahús- inu og vann þar í mörg ár en fyrir rúmlega fjórum árum fór hún að vinna við skjalavörslu fyrir utanrík- isráðuneytið. Björn vann fyrst í Steinullarverksmiðjunni sem vél- virki, en 1994 fór hann að kenna við Fjölbrautaskólann á Króknum og gerir það enn. Drífa dreif sig í kirkju- kórinn og er þar enn. Síðan er hún í 20 manna kór, sem hún er mjög stolt af, en það er Kammerkór Norður- lands, en hún er einn af stofnendum kórsins. „Í Kammerkórnum er fólk alveg frá Sauðárkróki og austur á Kópasker og allt þar á milli. Við reyn- um að hittast eina helgi í mánuði, en hlíð árið 1977. Geirmundur hefur örugglega verið að spila og almenni- leg skagfirsk sveifla á ballinu. Mér leist bara svona vel á kappann að hann situr uppi með mig enn þá,“ seg- ir hún hlæjandi. Björn fór á undan Drífu suður í Vélskólann í Reykjavík, en þegar hún kom fóru þau að búa í Vesturbænum og enduðu með að vera í tólf ár fyrir sunnan. Í bænum fór Drífa í Pólífónkórinn og var einnig í Þjóðleikhússkórnum og svo í söng- hópum í Tónlistarskólanum og Björn vann í Vélsmiðjunni Héðni. Árið 1990 fluttu hjónin til Sauð- árkróks, heimabæjar Björns. Fyrst fór Drífa að kenna í Tónlistarskól- S igurdríf Jónatansdóttir fæddist 4. desember 1960 í Bolungarvík og ólst þar upp til ellefu ára aldurs, en þá flutti fjölskyldan til Akureyrar. „Það var mjög gaman að alast upp í Bolungarvík. Ég man eftir mér fyrst í þorpinu þar sem ég átti bestu vinkonu í næsta húsi. Síðan flyt ég fram í Meirihlíð, líklega 5-6 ára. Fyrsta minningin úr sveitinni var að ég var skíthrædd við beljurnar í fjós- inu og ég þurfti minn tíma til að taka þær í sátt. En eftir tvo daga tilkynnti ég öllum heima að ég væri ekkert hrædd við þær lengur.“ Sigurdríf, sem er alltaf kölluð Drífa, er mjög hláturmild og oft ískr- ar í henni þegar hún rifjar upp gamla tíma. Drífa var afar hænd að föður sínum, Jónatan, sem lést við háan ald- ur í fyrra. „Ég elti hann út um allt, enda var hann alltaf mjög léttur og kátur og mér fannst ég bara eiga hann með húð og hári og var alltaf mikil pabbastelpa.“ Árið 1971 flutti fjölskyldan til Ak- ureyrar og Drífa segir það hafa verið mikil viðbrigði. „Fólkið talaði allt öðru- vísi, næstum eins og það væri annað tungumál. Mér var boðin mjólk,“ segir hún með norðlenskum framburði, „og beðin um að ná í bekkjarýjuna en ekki borðtuskuna.“ En eins og í sveitinni nokkrum árum áður, tók það hana ekki langan tíma að venjast bænum. „Ég man ekki eftir mér öðruvísi en syngjandi,“ segir Drífa sem fór í Kór Barnaskóla Akureyrar og síðar kór Gagnfræðaskólans. „En þegar ég var 14 ára þá fór ég fyrst í svona „alvöru“ kór, en það var Kvennakórinn Gígjan á Akureyri. Ég var bara eins og litla barnið í kórnum og mér fannst ég eignast þarna 30-40 mömmur á einu bretti,“ segir hún. Drífa fór í Tónlistarskólann á Ak- ureyri og byrjaði að læra klassískan söng þegar hún var á sextánda ári. „Svo flyt ég suður til Reykjavíkur 1978 og þá fer ég í Tónlistarskólann í Reykjavík og Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lauk sjúkraliðanámi auk stúdentsprófs.“ Áður en Drífa fór suður var hún komin með kærasta. „Ég kynntist manninum mínum, Birni, á balli í Miðgarði, samkomuhúsinu í Varma- skilyrði fyrir veru í kórnum er að geta lesið nótur og að læra heima.“ Hún segir það mikilvægt fyrir tón- listarmenntað fólk úti á landi að hafa einhvern vettvang til að glíma við krefjandi verkefni. Kórinn hittist síð- ast í haust þegar þau tóku upp af- mælisdiskinn Svartar fjaðrir, en allir textarnir eru úr ljóðabók Davíðs Stefánssonar með sama nafni. „Í fyrra átti ljóðabók Davíðs 100 ára út- gáfuafmæli og kórinn átti 20 ára af- mæli, en þaðan kemur hugmyndin. Mörg laganna eru þekkt, en síðan eru sum nýsmíðar eftir tónskáld eins og Hjálmar H. Ragnarsson, Snorra Sig- fús Birgisson og Guðmund Óla Gunn- Sigurdríf Jónatansdóttir skjalavörður hjá utanríkisráðuneytinu – 60 ára Fjölskyldan Hér er fjölskyldan árið 2006, f.v.: Gunnfríður, Sigurdríf, Björn og Jónatan. Hefur alltaf verið syngjandi Barnabörnin Sigurdríf og Björn með barnabörnin Nataliu og Elísabetu 2019. Bolungarvík Pabbastelpan Drífa sparibúin um jólin í Víkinni. Til hamingju með daginn 30 ára Sigurjón Fann- ar ólst upp á Akureyri og er Akureyringur í húð og hár. Hann vinn- ur hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Helstu áhugamál Sigurjóns Fannars eru íþróttir, samvera með fjölskyldunni og ferðalög, bæði innan- og utanlands. Maki: Surudwadee Suwanarung, f. 1995, vinnur hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Barn: Daníel Leó Sigurjónsson, f. 2020. Foreldrar: Sigurður Jónsson, f. 1957, verkstjóri hjá Vegagerðinni og Sólveig Sigurjónsson, f. 1961, verkstjóri hjá Út- gerðarfélagi Akureyringa. Sigurjón Fannar Sigurðsson 30 ára Hekla Guðrún ólst upp í Þorlákshöfn og hefur búið þar alla tíð. Hún vinnur hjá JCC ehf. Hekla á þrjú al- systkini sem eru miklu eldri en hún, svo hún ólst upp eins og ein- birni og fór mikið með foreldrum sínum í útilegur og núna eru útivist og ferðalög hennar helsta áhugamál. Fjölskyldan á ættir að rekja til Önundarfjarðar og á hús á Flateyri og Hekla hefur mjög gaman af því að fara vestur. Foreldrar: María Sigurðardóttir, f. 1953, vinnur hjá Orkuveitu Reykjavíkur, og Böðv- ar Gíslason, f. 1950, fv. múrari, en kominn á eftirlaun. Þau búa í Þorlákshöfn. Hekla Guðrún Böðvarsdóttir Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.