Morgunblaðið - 07.12.2020, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020
Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi,
rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það
ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita.
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
HÁTT
HITAÞOL
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
segir að það sé eðlilegt að fólk hafi
spurningar og efasemdir um þau
bóluefni sem hafa verið kynnt og séu
í framleiðslu til að takast á við Co-
vid-19. Hins vegar sé ekki tímabært
að ræða hugs-
anlegar auka-
verkanir af efninu
þar sem sér-
fræðinefnd á veg-
um Lyfjastofn-
unar Evrópu á
eftir að fara yfir
rannsóknanið-
urstöður. Mun
því ljúka fyrir lok
árs. „Eðlilegt er
að fólk hafi
spurningar og efasemdir um nýtt
bóluefni. Það er ekki búið að birta
niðurstöður á rannsóknum á bólu-
efninu og því er erfitt að ræða eða
segja nokkuð um bóluefnin fyrr en
sérfræðinefndin er búin að fjalla um
málið,“ segir Þórólfur.
Að sögn hans verða rannsóknirnar
metnar og í framhaldinu verður
bóluefnið borið saman við alvarleika
Covid-sýkingarinnar. „Þá geta menn
metið hvort það sé betra að fá Covid-
sýkinguna eða verra heldur en að fá
bóluefni,“ segir Þórólfur.
Hann bendir á að ekkert sé slakað
á kröfum í rannsóknum á bóluefn-
unum þótt ferlið sem alla jafna taki
tíu ár hafi tekið innan við ár núna.
Farið var í gegnum öll nauðsynleg
stig líkt og venjulega þegar ný bólu-
efni eru rannsökuð. „Þó liggur alveg
ljóst að það er bara hægt að sjá bráð-
ar aukaverkanir en ekki lang-
tímaaukaverkanir ef einhverjar eru.
En hve lengi ætlum við að bíða til að
sjá langtímaaukaverkenir á bóluefn-
inu? Er það í fimm ár eða tíu ár? Þá
er þessi faraldur löngu genginn yf-
ir.“
Aðspurður segir Þórólfur að það
sé afar fátítt að langtímaaukaverk-
anir af bóluefnanotkun komi fram.
Frægt nýlegt dæmi er af auka-
verkunum í formi drómasýki sem
komu fram hjá börnum og ungling-
um í tengslum við bólusetningu gegn
svínaflensu. Að sögn Þórólfs er enn
margt á huldu varðandi tengslin
milli bóluefnisins og drómasýkinnar.
Ekki síst þar sem tengslin komu ein-
ungis fram í sumum löndum. „Ef við
berum saman langtímaaukaverkanir
af Covid-sýkingum og bóluefninu ár-
ið 2009 þá eru þær miklu miklu al-
gengari af Covid-sýkingum,“ segir
Þórólfur.
Spilin verða lögð á borðið
Að sögn Þórólfs verða spilin lögð á
borðið þegar rannsóknum á bóluefn-
inu lýkur og aukaverkanir kynntar
ef einhverjar eru. Einnig verður far-
ið yfir alvarlegar aukaverkanir Co-
vid-sýkingarinnar. „Svo þarft þú að
taka ákvörðun um það hvort þú vilt
eiga á hættu að fá Covid og þær al-
varlegu aukaverkanir sem tengjast
þeim eða hvort þú vilt taka bóluefnið.
Við vitum hins vegar ekkert um
neinar aukaverkanir fyrr en búið er
að fara yfir rannsóknirnar. Ef það
verða alvarlegar aukaverkanir, þá
gæti komið upp sú staða að menn
myndu ekki telja það áhættunnar
virði að nota þetta bóluefni. Fyrstu
fregnir um bóluefnið gefa hins vegar
ekki í skyn að neinar alvarlegar
aukaverkanir séu til staðar,“ segir
Þórólfur.
Betra en inflúensubóluefni
Tvö þeirra bóluefna sem búið er að
kynna eru með 90-95% virkni og eitt
þeirra með 70% virkni. Bóluefni sem
notað er í barnabólusetningum er
alla jafna með hærri virkni eða allt
að 99% virkni. Til samanburðar er
hins vegar mun lægri virkni í hefð-
bundinni inflúensubólustetningu. Að
sögn Þórólfs er virkni þeirra bólu-
efna 40-80%. „Það þarf alltaf að
breyta bóluefni við inflúensu frá ári
til árs því inflúensan breytist alltaf.
Bóluefnið passar misvel við inflúens-
una sem gengur og því getur virknin
verið frá 40-80%,“ segir Þórólfur.
Eðlilegt að efast
um bóluefni
Langtímaaukaverkanir afar fátíðar
Þórólfur
Guðnason
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Þorri almennings hefur almenna
skynsemi til að bera. Ég gef mér því
að flestir mæti í sprautu þegar bólu-
efnið gegn kórónuveirunni er komið.
Auðvitað geta því fylgt einhver
óþægindi sem þó eru mjög léttvæg í
samanburði við
aðalatriði máls-
ins, sem er að
brjóta þessa
óværu á bak aft-
ur,“ segir Krist-
inn Tómasson
geðlæknir.
Nokkur um-
ræða hefur skap-
ast um fyrirhug-
aða bólusetningu.
Sumir óttast
aukaverkanir, aðrir telja þetta
óþarfa, einstaklingsfrelsi er viðbára
sumra og svo mætti áfram telja. Öll
þessi sjónarmið segir Kristinn mega
ræða fram og til baka, en í sínum
huga sé þó bólusetning sem allra
flestra nauðsynleg. Lyfin sem eru að
koma á markað gefi sömuleiðis góðar
væntingar, svo sannarlega sé tilefni
til bjartsýni.
Góður árangur Íslendinga
„Þær ráðstafanir sem gerðar hafa
verið á Íslandi vegna veirunnar hafa
sannað sig. Nú verðum við að stíga
skrefið til fulls og fá sem flesta í
sprautu,“ segir Kristinn. Til marks
um árangur Íslendinga í baráttu við
veiruna bendir hann á að dánartíðnin
á hverja milljón íbúa í New Jersey sé
um 1.900 manns og um 1.400 í Belg-
íu. Á Íslandi sé þetta hlutfall um 79 á
hverja milljón.
„Hér búum við að starfi heilbrigð-
isyfirvalda sem í mörg ár hafa verið
að útbúa og þróa viðbragðsáætlanir
vegna heimsfaraldra, sem geta verið
af ýmsum stofnum. Sjálfur sótti ég í
mínu fyrra starfi, sem yfirlæknir
Vinnueftirlits ríksins, tugi ráðstefna
um þessi efni. Veit því að góð þekk-
ing hefur verið til staðar sem
gagnast vel í núverandi ástandi.
Ég tel því allar líkur á því að kór-
ónuveiran verði lögð að velli með
bóluefninu sem væntanlegt er.“
Endurhæfing er
risastórt verkefni
Ætli fólk sér til lífs og leiks í fram-
tíðinni fer það í bólusetningu og mál-
ið er ekki flókið, að mati Kristins
sem kveðst þó hafa áhyggjur af því
fólki sem hefur veikst af Covid-19 og
ekki náð vopnum sínum að nýju.
Fregnir víða að hafi borist af fólki
sem eigi í langvarandi erfiðleikum
með að ná þrótti að nýju eftir að hafa
veikst. Öndunarfærasýkingar séu
þar efst á blaði.
„Endurhæfing þessara sjúklinga,
ásamt ýmsum fyrirbyggjandi ráð-
stöfunum, eru risastórt viðfangsefni
heilbrigðiskerfisins á næstunni og
raunar samfélagsins alls. Þá eru
andlegar afleiðingar langvarandi
lokana og samkomutakmarkana ekki
teknar með. Margir hafa í einveru
sóttkvíar verið mjög illa staddir and-
lega. Einnig eigum við eftir að sjá
hvaða áhrif takmarkanir í skóla- og
íþróttastarfi hafa á þroska og fé-
lagsmótun barna og af því hef ég
sem geðlæknir nokkrar áhyggjur,“
segir Kristinn.
Samningar við Pifzer
undirritaðir í vikunni
Samningar um kaup Íslands á
bóluefni gegn kórónuveirunni af
lyfjaframleiðandanum Pfizer verða
undirritaðir nú í vikunni. Búist er
svo við að lyfið fái markaðsleyfi þann
29. desember næstkomandi og þá
kemur skammtur til Íslands sem á
að duga 115 þúsund manns. Bólu-
setningin gæti þá hafist af fullum
krafti strax þegar nýtt ár er gengið í
garð. Um framkvæmd þess hefur
heilsugæslan meðal annars verið í
samstarfi við sveitarfélög. Þar hefur
meðal annars verið rætt um að bólu-
setning fari fram í skólum og íþrótta-
húsum, rétt eins og þær byggingar
eru nýttar þegar fólk gengur að
kjörborði.
Bólusetning mikilvæg
og óþægindin léttvæg
Óværan brotin á bak aftur Óttast andlegar afleiðingar
AFP
Sprauta Hjúkrunarfræðingar á Royal Free-sjúkrahúsinu í London hófu um
helgina þjálfun fyrir bólusetningar sem hefjast af krafti eftir helgina. Allt
er klárt og efasemdarröddum um gagnsemi lyfsins er svarað kröftuglega.
Kristinn
Tómasson
Alls greindust fjögur ný smit kór-
ónuveirunnar innanlands á laug-
ardag. Allir fjórir voru í sóttkví við
greiningu. „Við þurfum að sjá hvort
það er einhver fylgni í þessum töl-
um. Maður er hóflega bjartsýnn,“
segir Rögnvaldur sem vonast til að
þróunin verði með svipuðum hætti
áfram. Að hans sögn er hugsanlegt
að létt verði á aðgerðum ef fram
heldur sem horfir. „Þá er ég mjög
bjartsýnn og þá verður til svigrúm
til að létta á. Við þurfum þó að sjá
framhald á þessu.“
Segir Rögnvaldur að vonir séu
bundnar við að fólk hafi farið eftir
tilmælum sóttvarnayfirvalda um
helgina. „Maður er smeykur þar
sem fólk er mikið að hittast á að-
ventunni. Maður er hræddur um
hvernig helgarnar koma út,“ segir
Rögnvaldur.
Fjögur smit greind-
ust innanlands
Vonast til þess að hægt verði að aflétta
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sýnataka Alls voru rúmlega 1.000 sýni tekin á laugardag vegna Covid-19.
BÓLUEFNI GEGN KÓRÓNUVEIRUNNI