Morgunblaðið - 07.12.2020, Page 6

Morgunblaðið - 07.12.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 Fæst í verslunum okkar á Selfossi og í Ármúla 42 FRÁBÆR ÞRÍLEIKUR Bjarna Harðarsonar AL LA R Þ RJ ÁR 9.9 90 , Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is 66 starfsmenn bílaleigunnar Hertz verða endurráðnir. Gengið verður frá síðustu ráðningunum í þessari viku, en umræddu starfsfólki hafði áður verið sagt upp í september- mánuði. Þetta segir Sigfús Bjarni Sigfússon, forstjóri Hertz, í samtali við Morgunblaðið. Líkt og hjá öðrum ferðaþjónustu- fyrirtækjum var tekjufall Hertz al- gjört í kjölfar faraldurs kórónu- veiru. Segir Sigfús að fyrirtækið hafi því neyðst til að ráðast í hóp- uppsögn. Alls starfa á áttunda tug starfsfólks hjá fyrirtækinu, en nær öllum var sagt upp í kjölfar farald- ursins. Að sögn Sigfúsar eru bjart- ari tímar fram undan. „Það er miklu bjartara yfir öllu. Maður finnur fyr- ir rosalegri bjart- sýni á markaðn- um. Það er ljós við enda gang- anna,“ segir Sig- fús og bætir við að vonir séu bundnar við að ferðaþjónustan taki við sér á næsta ári. Þá hafi fregnir af bólu- efni jákvæð áhrif á markaðinn. 140 starfsmenn þegar mest lét Aðspurður kveðst hann þó eiga erfitt með að spá fyrir um hvenær á næsta ári ferðamenn byrja að ferðast hingað til lands. „Það er al- veg rosalega erfitt að spá í þetta. Maður veit ekki hvaða lönd taka við sér fyrst þannig að það er mjög erf- itt að gera áætlanir,“ segir Sigfús. Hann segir að stjórnendur bíla- leiga viti síðastir af ferðalögum komandi mánaða. Af þeim sökum eigi hann erfitt með að spá fyrir um fjölda ferðamanna á næsta ári. „Í áætlun Íslandsbanka er gert ráð fyrir um 800 þúsund ferðamönnum. Fólk bókar auðvitað flug fyrst og svo tekur hitt við sér þegar nær dregur,“ segir Sigfús sem gerir ráð fyrir að starfsmönnum muni fjölga í sumar. Þegar mest lét voru 140 manns starfandi hjá Hertz. Eftir endurráðningu er starfsmannafjöld- inn 74. Margir bílar í Covid-leigu Ljóst er að fjöldi þeirra sem leigja bíla um jólin verður umtals- vert minni en síðustu ár. Þó er Hertz með margar bifreiðar í lang- tímaleigu. „Það er mikið hjá okkur í langtímaleigu, enda eru svo miklu fleiri í landinu en hafa verið. Við er- um náttúrulega með margar bifreið- ar í svokallaðri Covid-leigu. Hins vegar er það svo að jólatraffíkin er eiginlega engin miðað við síðustu ár.“ 66 starfsmenn Hertz endurráðnir  Forstjóri fyrirtækisins kveðst mjög bjartsýnn  Vonir bundnar við að ferðaþjónustan taki við sér snemma á næsta ári  Starfsmönnum gæti fjölgað í sumar  Margir með bifreiðar í langtímaleigu Sigfús Bjarni Sigfússon Morgunblaðið/Árni Sæberg Bílar Fjölmargar bifreiðar eru nú í langtímaleigu vegna faraldursins. Fyrstu tölur benda til þess að nýjar umsóknir um atvinnuleysisbætur í nóvember hafi verið færri en í októ- ber, að sögn Unn- ar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnu- málastofnunar. Hún tekur fram að ekki sé búið að vinna úr upplýs- ingunum og því of snemmt að segja til um hvert at- vinnuleysið var í nóvember og leggja mikið út af þeim. Sérstaklega spurð að því hvort fregnir af bóluefni hafi dregið úr uppsögnun eða stuðlað að ráðn- ingum segist Unnur engar upplýs- ingar hafa um það, enn sem komið er. Reynist fyrstu upplýsingar um nýskráningu atvinnuleysis í nóv- ember gefa rétta mynd af þróuninni sýnir það að þótt atvinnuleysi haldi áfram að aukast eykst það ekki eins hratt og í mánuðinum á undan. Unn- ur segir að þótt atvinnuleysi sé mik- ið núna sé það í grunninn árs- tíðabundið atvinnuleysi sem aukist á haust- og vetrarmánuðum og nái há- marki í janúar en fari þá að minnka aftur. Almennt atvinnuleysi fór í 9,9% í október og þá fjölgaði verulega hópi þeirra sem eru í minnkuðu starfs- hlutfalli þannig að heildaratvinnu- leysi á landinu var 11,1% í mán- uðinum. Var það heldur meira en reiknað hafði verið með. Tölur um nóvember liggja ekki fyrir en Vinnu- málastofnun spáði í byrjun nóv- ember að það myndi halda áfram að aukast, yrði 11,9% í nóvember og 12,2% í desember. helgi@mbl.is Færri bætast á atvinnuleysisskrá  Enn ekki vitað um áhrif bóluefnis Unnur Sverrisdóttir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Við finnum að farið er að gæta veru- legrar þreytu meðal hjúkrunarfræð- inga og annarra heilbrigðisstarfs- manna sem hafa staðið vaktina í erfiðum bylgjum Covid á árinu. Sjaldnast hefur skapast neitt svig- rúm til þess veita starfsfólkinu frí til hvíldar eftir þessar erfiðu vinnutarn- ir. Slíkt getur haft erfiðar afleiðing- ar,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, for- maður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, í samtali við Mogunblaðið. Þótt vænta megi bóluefnis við kór- ónuveirunni á næstu vikum er sigur ekki unninn. Páll Matthíasson for- stjóri Landspítalans segir í pistli sem hann birti á vef sjúkrahússins fyrir helgina að fram undan séu krefjandi tímar. Tryggja verði ör- yggi og sóttvarnir, því smitandi veira leynist um samfélagið allt. Jafnvel þeir sem gæti sín mest og best eigi á hættu að smitast. Fara þurfi varlega, sérstaklega nú á næstu vikum þegar búast megi við meiri umgengni manna á milli en í annan tíma. Far- sóttanefnd Landspítala fylgist því grannt með framvindunni og mikil- vægt sé að fara eftir þeim einföldu en góðu ráðum um smitvarnir sem gefin hafi verið út. Álagi á Landspítalanum hefur, að sögn Guðbjargar Pálsdóttur, meðal annars verið mætt með mikilli yfir- vinnu. Þar hafi starfsfólk lagt sig allt fram við að tryggja sem besta þjón- ustu við sjúklinga og tekið starfið fram yfir eigið fjölskyldulíf. Vinnan hafi líka verið þyngri en ella vegna þeirra sóttvarnaráðstafana sem gerðar hafi verið. „Á meðan bylgjurnar hafa verið í hámarki þarf áfram að veita sjúkum og slösuðum þjónustu. Þegar þær eru gengnar yfir hafa heilbrigðis- stofnanir farið af stað með fulla starfsemi, eins og til dæmis valkvæð- ar aðgerðir og þá þarf að sinna þeim sjúklingum. Því verður nú, þegar virðist vera að sjá til lands í faraldr- inum, að fylgjast með líðan starfs- fólks og veita því stuðning. Langvar- andi vinnuálag getur endað í vítahring og skapar hættu á kulnun í starfi. Við viljum koma í veg fyrir slíkt,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir. Þreyta eftir álagið og veruleg hætta á kulnun  Sjaldan svigrúm, segir formaður FÍH  Fylgst með líðan Morgunblaðið/Ómar Landspítali Þunginn í Covid hefur verið á sjúkrahúsinu í Fossvogi. Guðbjörg Pálsdóttir Páll Matthíasson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hagsmunasamtök heimilanna telja það óréttmætt að þvinga neytendur í viðskipti við einkafyrirtæki í einok- unarstöðu með því að krefjast auð- kenningar með rafrænum skilríkjum svo þeir geti sótt réttindi sín á grundvelli laga. Segja samtökin dæmi um að einstaklingar hafi orðið fyrir alvarlegum réttarspjöllum af þessum ástæðum. Kemur þetta fram í umsögn sam- takanna um drög að frumvarpi til laga um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda sem fjár- málaráðuneytið hefur kynnt í sam- ráðsgátt stjórnvalda. Spurður um dæmi um réttarspjöll af þessum ástæðum nefnir Guð- mundur Ásgeirsson, sérfræðingur hjá Hagsmunasamtökum heim- ilanna, leiðréttinguna svokölluðu þegar skuldarar fengu endur- greiðslu á hluta fasteignalána sinna. Gert hafi verið að skilyrði að fólk staðfesti umsókn með rafrænum skilríkjum. Segist hann vita um fólk sem ekki hafi fengið leiðréttingu af því það var ekki með rafræn skilríki. Segir Guðmundur að hópur fólks hafi ekki rafræn skilríki. Það geti bæði verið vegna skorts á nauðsyn- legri tækniþekkingu, til dæmis hjá eldra fólki, en einnig vegna þess að fólk kæri sig ekki um að vera þving- að í viðskipti við eina fyrirtækið sem starfar á þessum markaði, Auðkenni hf. Sjálfur segist hann vera í síðar- nefnda hópnum. Ekki nóg að gera aðgengilegt Í umsögn sinni gera Hagsmuna- samtökin einnig athugasemdir við það ákvæði frumvarpsins að nóg sé að gera gögnin aðgengileg í rafrænu pósthólfi, svo það hafi sömu réttar- áhrif og formleg birting með ábyrgðarsendingu eða stefnuvotti. Réttaráhrif slíkrar birtingar þurfi að vera háð því skilyrði að viðkom- andi einstaklingur hafi raunverulega móttekið umrædd gögn, svo sem með því að opna tilkynningu í raf- rænu pósthólfi, eða smella á hnapp til að staðfesta móttöku. Guðmundur segir að þetta geti skipt máli við birtingu á stefnu og tilkynningu frá sýslumanni um fjár- nám og nauðungarsölu. Ef fólk hafi ekki fengið örugglega til sinnar vit- unar slíkar tilkynningar kunni það að tapa dómsmálum sjálfkrafa vegna þess að það hafi ekki vitað af stefnu og því ekki tekið til varna. Einnig kunni fólk að lenda á vanskilaskrá vegna árangurslauss fjárnáms með tilheyrandi afleiðingum eða jafnvel missa húsnæði sitt. „Þetta eru ekki léttvægir hlutir. Það er rík ástæða fyrir því að í lög- um eru strangar reglur um birtingu á stefnum og öðrum slíkum tilkynn- ingum,“ segir Guðmundur. Getur leitt til réttarspjalla  Hagsmunasamtök heimilanna vara við afleiðingum þess að krefja fólk um auðkenningu með rafrænum skilríkjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.