Morgunblaðið - 07.12.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.12.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020 STOFNAÐ 1956 Ísafold 41 fundarstóll m. örmum 5.415 kr. m.vsk Tilboðsverð Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is 3 Fjöldi áklæða í boði Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoð-arframkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins, skrifaði pistil í Viðskiptablaðið í liðinni viku um erfiða stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og benti á að hagtölur sýndu hve alvarleg efna- hagsstaðan væri vegna kór- ónuveirufaraldurs- ins: „Samdráttur í landsframleiðslu mælist nú meiri en í bankahruninu, at- vinnuleysi hefur aldrei mælst hærra og nú stefnir í að 30 þúsund manns verði án atvinnu um ára- mótin. Áhrif kreppunnar hér heima eru þung í sögulegum og al- þjóðlegum samanburði. Því skýtur skökku við að laun á Íslandi séu ekki aðeins ein þau hæstu í heimi heldur séu launahækkanir mun hærri en þær sem við sjáum meðal flestra vestrænna ríkja. Á öðrum ársfjórðungi hækkuðu laun hér á landi um 6,5% milli ára en til sam- anburðar hækkuðu laun að með- altali um 1,9% á hinum Norð- urlöndunum. Á sama tíma er atvinnuleysi hér eitt það hæsta í Evrópu. Ekki alls kostar ósvipað þeim atvinnuleysistölum sem við sjáum í syðri hluta álfunnar.    Fyrir vinnuaflsfreka atvinnu-grein eins og ferðaþjónustu kemur hár launakostnaður beint niður á áfangastaðnum Íslandi, sem er í beinni samkeppni um ferðamenn við önnur lönd.“    Ásdís lýsir þarna grafalvarlegristöðu en vandinn er sá að við- semjendur SA og fleiri fulltrúar launþega á vinnumarkaði láta sem hér ríki enn góðæri. Launahækk- anirnar sem Ásdís nefnir halda áfram eins og ekkert hafi í skorist og því miður er fyrirsjáanlegt að þeim muni fylgja meira atvinnu- leysi og auknir erfiðleikar fjöl- skyldnanna í landinu. Ásdís Kristjánsdóttir Samhengi hlutanna STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Gert er ráð fyrir að Vestmanna- eyjabær verji á næsta ári rösklega einum milljarði króna til ýmissa framkvæmda og verkefna, utan lög- bundins rekstrar bæjarfélags, skv. fjárhagsáætlun sem samþykkt var fyrir helgina. Þar má nefna bygg- ingu slökkvistöðvar, endurbyggingu ráðhússins, ljósleiðaravæðingu og framkvæmdir við aðstöðu fyrir ný- sköpunar- og frumkvöðlastarf. Þá er gert ráð fyrir að verja hartnær 300 milljónum króna til heilsuefl- ingar, umhverfisbóta, spjaldtölvu- væðingar í grunnskólunum, átaks í ferðamálum og fleira. Samkvæmt fjárhagsáætlun verða tekjur Vestmannaeyjabæjar á næsta ári um 6,7 ma. kr. og gjöldin svipuð. Niðurstaða ársins er jákvæð um rétt rúmar 100 millj. kr. og að handbært fé í lok næsta árs verði um 2,6 ma. kr. Þetta sagði Íris Ró- bertsdóttir bæjarstjóri sýna sterka stöðu bæjarins. Vestmannaeyjabær þurfi þó að mæta ýmsum áskor- unum, því framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hafa lækkað töluvert milli ára. Þá er ekki er gert ráð fyr- ir loðnuvertíð í útsvarstekjunum. Sömuleiðis hafi þrýstingur á aukna fjárfestingu bæjarins aukist, til þess að viðhalda og efla atvinnustig. sbs@mbl.is Fjárfesta fyrir milljarð kr. í Eyjum  Ljósleiðari og nýsköpun  Ekki er gert ráð fyrir loðnuvertíð í áætlun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vestmannaeyjar Tekjur bæjarsjóðs áætlaðar um 6,7 ma. á næsta ári. Norræna fer í sína síðustu ferð í bili frá Seyðisfirði í næstu viku því hún fer í tveggja og hálfs mánaðar við- gerð og endurbætur í skipa- smíðastöð í Danmörku. Búið er að taka á leigu annað skip til að flytja vörur á meðan en skipið er ekki með aðstöðu til að flytja farþega. Frijsenborg, skipið sem Smyril line, hefur tekið á leigu til að leysa vöruflutningahlutverk Norrænu er nýlegt skip, svokallað RO/RO-skip, það er að segja flutningatækjunum er ekið um borð og frá borði. Skipið er í eigu danskrar útgerðar en siglir undir ítölskum fána. Skipið kemur í fyrstu ferð til Seyðisfjarðar 5. janúar og siglir síðan vikulega á milli Seyð- isfjarðar, Þórshafnar og Hirtshals, þar til Norræna kemur úr slipp. Fær andlitslyftingu Norræna gegnir mikilvægu hlut- verki í flutningi vara til og frá Aust- urlandi og Norðurlandi. Almennur varningur er fluttur til landsins með skipinu en uppistaðan í útflutn- ingnum er ferskur fiskur og ekki síð- ur lax sem kemur bæði frá laxeldis- fyrirtækjunum á Austfjörðum og Vestfjörðum. Norræna fer ekki aðeins í hefð- bundna viðgerð heldur fær skipið andlitslyftingu og klefum verður fjölgað. Það verður gert með því að byggja yfir efstu hæð skipsins. Með breytingunni fást 50 tveggja manna káetur, auk nýs útsýniskaffihúss. Lítið er að gera í farþegaflutn- ingum vegna kórónuveirufaraldurs- ins. Linda Gunnlaugsdóttir, fram- kvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi, segir að vonandi verði allt komið á fulla ferð aftur þegar skipið kemst í gagnið á ný, í byrjun mars. helgi@mbl.is Flutningaskip leysir Norrænu af hólmi  Norræna frá fram í mars vegna endur- bóta og viðgerða Frijsenborg Danskt-ítalskt flutn- ingaskip siglir með vörurnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.