Morgunblaðið - 07.12.2020, Side 10

Morgunblaðið - 07.12.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020 Vefuppboð nr. 513 Rauðarárstígur 12-14, sími 551 0400 · www.uppbod.is JÓLAPERLUR vefuppboð til 9. desember Stórval Forsýning á verkunum hjá Fold uppboðshúsi og á vefnum uppbod.is Fold uppboðshús kynnir Jóhannes S. Kjarval Tryggvi Ólafsson Svavar Guðnason Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Umferð um íslenska flugumferð- arstjórnarsvæðið er um þessar mundir aðeins um 30-40% af því sem gerist við eðlilegar að- stæður. Ráðstafanir vegna Co- vid-19 eru ástæða þessa, þó ekki hafi tekið fyrir samgöngur að öllu leyti. Mikið er nú um flug til og frá til dæmis Arabísku furstadæmunum og Indlandi til Bandaríkjanna og Kanada. Þeg- ar flugvélar á þessum leiðum fara vestur um haf er flogið yfir Evrópu, norður yfir Íslandi og Grænlandsjökul og þaðan til vesturs. Þetta er svokölluð Stór- baugsleið. Frá Norðurpól til suðurs „Stjórn flugumferðar yfir Norður-Atlantshafið er starf- semi sem munar mjög um, segir Ásgeir Pálsson, fráfarandi fram- kvæmdastjóri Isavia ANS ehf. Fyrirtækið, sem er í eigu Isavia ohf., starfrækir meðal annars flugstjórnarmiðstöðina á Reykjavíkurflugvelli, en þaðan er umferð á flugstjórnarsvæði Íslands stýrt. Svæðið er 5,4 milljónir ferkílómetra; nær um 330 kílómetra suður fyrir land- ið, að Norðurpólnum og úr vestra frá Noregi til austur- strandar Kanada. „Þegar best lætur fara um 800 flugvélar á dag um flug- stjórnarsvæðið, en meðaltalið er sennilega um 550. Nú er þetta minna og verður uns Bandaríkin og Evrópa opnast að nýju,“ seg- ir Ásgeir sem lét af störfum fyr- ir skemmstu. Að baki er 46 ára ferill við flugleiðsöguþjónustu og skyld verkefni, en Ásgeir verður þó viðloðandi Isavia ANS til áramóta. Tekjur á ári 7 ma. kr. „Það er alls ekki sjálfgefið að flugumferðarstjórnin á þessu stóra svæði haldist hér á Íslandi til allrar framtíðar. Til þess að svo megi verða þarf öfluga for- ystu og frumkvæði. Upplýsingar til dæmis úr ratsjár- og móttöku- stöðvum og frá flugvélunum sjálfum eru send til flugstjórn- armiðstöðva, en með gagnaflutn- ingsleiðum nútímans geta þær landfræðilega í raun verið hvar sem er. Margar þjóðir, til dæmis Bretar, Kanadamenn, Írar og Danir hafa sýnt áhuga á því að ná þessari starfsemi til sín og hefur kallað á talsverða baráttu af hálfu okkar Íslendinga,“ segir Ásgeir og heldur áfram: „Tekjunar sem stjórn flug- umferðar hér á Norður- Atlantshafinu skilar okkur eru um sjö milljarðar króna á ári að meðaltali. Auðvitað verða þær miklu minni í ár, af skiljanlegum ástæðum. Flugfélögin greiða Isavia ANS fyrir þjónustu eftir því hve langir ferlar véla þeirra eru innan flugstjórnarsvæðisins . Því munar mjög, um greiðslur til dæmis frá félögum sem er á ferðinni milli Mið-Austurlanda og Bandaríkjanna. Flug milli heimsálfa nú er í vaxandi mæli tekið í einum legg og á minni vélum en áður. Stóru breiðþot- unum sem tóku kannski 500-600 farþega fækkar. Í stað þeirra eru að koma minni þotur, sem henta betur fyrir beinar teng- ingar milli áfangastaða.“ Kosovo, Grænland og Færeyjar Flugleiðsagan á Íslandi hef- ur tekið að sér ýmis önnur verk- efni. Þar má nefna að Isavia ANS hefur með höndum stjórn flug- umferðar á flugvellinum í Syðri- Straumsfirði á Grænlandi. Einn- ig sinntu Íslendingar flug- leiðsöguþjónustu í mörg ár á Pristina-flugvelli í Kosovo. Þá er aðflugi að Vogaflugvelli í Fær- eyjum stjórnað frá Reykjavík. Fyrirtækið og starfsfólk þess annast einnig ýmis verkefni fyrir flugvelli á Íslandi, svo sem við- hald og eftirlit með aðflugsbún- aði, ljósabúnaði og fleiru. „Breytingar á flugumferð og þjónustu við hana á þessum 46 árum sem ég hef starfað á þess- um vettvangi eru miklar. Fyrstu árin starfaði ég í flugturninum í Keflavík og þá, í miðju kalda stríðinu, fóru orrustuvélar frá Varnarliðinu allt að 200 sinnum á ári til móts við sovéskar vélar sem komu inn í íslenska flug- stjórnarsvæðið. Þessu lauk með falli Berlínarmúrsins, en nú er þetta flug raunar hafið aftur þó í mun minna mæli sé áður var. Nú er fylgst er með flugi hern- aðarlegs eðlis í gegnum radsjár- stöðvarnar sem eru hver á sínu horni landsins og eru jafnframt mikilvægar fyrir flugumferð- arstjórn,“ segir Ásgeir sem bætir við að frá degi til dags sé flug- umferðin yfir Atlantshafið sí- breytileg vegna háloftavindanna, sem eru vestanlægir. „Í flugi til Norður-Ameríku reyna flugstjórar eftir megni að forðast þessa vinda og sæta lags, en nýta sér þá í flugi til austurs. Gjarnan eru þessir vindar á 200 kílómetra hraða og farþegar með Icelandair þekkja vel að flugið til Íslands heim frá Banda- ríkjunum tekur gjarnan hálftíma til klukkustund skemmri tíma en ferðin vestur.“ Útflutningur sem fáir þekkja Ásgeir Pálsson kveðst láta af störfum hjá Isavia ANS afar sáttur. Vel hafi tekist til við að byggja upp starfsemi við stjórn flugs yfir Norður-Atlanshafinu, sem samanlagt veitir um 300 manns atvinnu og gjaldeyristekj- urnar eru miklar. „Ég hef stundum sagt að stjórn flugsins yfir hafið sé sú út- flutningsgrein okkar sem fæstir þekkja og það er gaman að hafa tekið þátt í uppbyggingu hennar. Einnig er tækniumhverfi i þess- arar greinar spennandi og er í stöðugri þróun og breytist hratt.“ Ásgeir Pálsson lætur af störfum eftir 46 ár við flugleiðsöguþjónustu og alþjóðleg verkefni Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flug Ekki sjálfgefið að flugumferðarstjórnin á Norður-Atlantshafi haldist hér á Íslandi, segir Ásgeir Pálsson um um mikla hagsmuni sem eru undir Forysta og frumkvæði í flugmálunum  Ásgeir Pálsson er fæddur árið 1951 og var ráðinn sem flugumferðastjóri hjá Flug- málstjórn 1975. Deildarstjóri og yfirflugumferðastjóri 1991. Varð 1995 framkvæmdastjóri flugumferðarsviðs Flugmála- stjórnar og svo fram- kvæmdastjóri hjá Isavia ANS og fyrirrennurum í tæp 26 ár.  Formaður skipulagsnefndar Alþjóðaflugmálastofnunar- innar (ICAO) fyrir Norður- Atlantshaf (North Atlantic Sys- tems Planning Group) í 20 ár og lengi fulltrúi Íslands í flug- umferðarnefnd NATO. Hver er hann? Morgunblaðið/Sigurður Bogi Loftrák Hvert liggur leiðin í dag? Rúmlega 10 milljónir króna söfn- uðust í góðgerðarátakinu Notum netið til góðra verka sem lág- vöruverðsverslunin Nettó stóð fyrir í nóvember. Átakið fól í sér að 200 krónur af hverri pöntun úr netversl- uninni runnu til góðgerðarmála. Það kom svo í hlut viðskiptavina að velja málefni til að styrkja og bárust yfir 2.000 tillögur. Í heild hefur Nettó veitt um 44 milljónum króna til góð- gerðarmála í ár, segir í tilkynningu. Meirihluti styrkjanna rennur til samtaka eins og Fjölskylduhjálpar Íslands og annarra samtaka sem sjá um matargjafir. „Á sama tíma styðj- um við önnur brýn málefni eins og Ljósið og Píeta-samtökin,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs Sam- kaupa. Söfnunarféð úr Notum netið til góðra verka var veitt ýmsum góð- gerðarfélögum við hátíðlega athöfn í Nettó Mjódd fyrir helgi í tilefni Nettódagsins. Fulltrúar flestra góð- gerðarsamtakanna mættu til að veita þeim viðtöku en sökum Co- vid-19-faraldursins var umfangið minna en síðastliðin ár. Söfnun Ásgerður Jóna Flosadóttir frá Fjölskylduhjálp Íslands, til vinstri á myndinni, tekur við styrk frá fulltrúa Nettó, við athöfn í Mjóddinni. 44 milljónir frá Nettó  Góðgerðarátak gegnum netverslun skilaði 10 milljónum til hjálparstarfs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.