Morgunblaðið - 07.12.2020, Page 15

Morgunblaðið - 07.12.2020, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020 Gluggaþvottur Þegar horft er á heiminn þarf rúðan að vera hrein, svo myndin sé skýr. Kristinn Magnússon Mikill styr stendur um frumvarp um- hverfis- og auðlinda- ráðherra um að gera miðhálendi Íslands að þjóðgarði. Náttúru- verndarfólk fagnar hugmyndinni, en sveitarstjórnarmenn eru því andsnúnir, telja að freklega sé gengið á rétt sveitar- stjórna til að fara með stjórnsýslu- og skipulagsvald á landi sveitarfélags. Samt er ekki langt síðan þær höfðu engan laga- legan rétt á hálendinu, enda var það utan sveitarfélagamarka fram til 1998. Samkvæmt Grágás var hálend- inu skipt niður milli landsfjórðung- anna. Hver íbúi viðkomandi fjórð- ungs átti þar rétt til veiða svo og beitarrétt á þeim hluta þess, sem tengdist fjórðungnum. Að öðru leyti gilti hin almenna evrópska regla um ferðamenn, að þeim væri heimilt að nýta landsins gæði á leið sinni um hálendið, veiða sér til matar, tína ber og æja hestum sín- um, eins og tíðkaðist á miðöldum. Réttur fjórðunganna færðist hins vegar smám saman yfir til hreppanna, sem „eignuðust“ sér- staka afrétti inni á hálendinu og stýrðu beit með ítölu búfénaðar inn í þá. Heiðarbýli voru oft byggð til að fylgjast með fénu. Þau urðu stundum að lögbýlum. Þannig myndaðist eignarréttur á landi sem var í raun almannaeign. Eignar- hald á þessum afréttum var því frá upphafi frekar óljóst. Hæstiréttur hafnaði til dæmis ávallt kröfum um viðurkenningu á eign- arrétti hálendissvæða, hvort sem um væri að ræða íslenzka ríkið, sveitarfélög eða ein- staklinga og félög þeirra. Hugtakið hálendi Ís- lands var ekki til fyrr en á 19. öld. Í umræð- unum á Alþingi um há- lendið 1919 kom Gísli Sveinsson, þingmaður Vestur-Skaftfellinga, með þá skilgreiningu á mismunandi svæðum hálendisins, sem enn er notuð. Næstu áratugina var lítið fjallað um hálendið. Einstaka sinnum komu upp deilur um veiðirétt, bæði til silungsveiði í vötnum og rjúpna- veiði í afréttum, sem oftar en ekki leiddu til sýknu veiðimanna á þeim forsendum að um almenningsland væri að ræða. Þegar fyrsta stórvirkjun lands- manna, Búrfellsvirkjun, var í und- irbúningi, hugsuðu sveitarstjórnar- menn sér gott til glóðarinnar. Það hlyti að vera hægt að ná einhverj- um gjöldum af ríkinu vegna þeirra „fasteigna“ sem ætti nú að byggja inni á hálendinu. Þeir höfðu erindi sem erfiði og fengu sveitarstjórnarlögum breytt 1961. Það gerði sveitarfélögum sem áttu notkunarrétt á afrétti, þar sem mannvirki stórra virkjana voru reist, kleift að leggja fasteignagjöld á gjaldskyld byggingarvirki. Búr- fellsvirkjun og Álverið í Straums- vík voru framkvæmdir sem öll þjóðin stóð að. Eðlilegra hefði verið að fasteignagjöld af þessum mann- virkjum hefðu frekar runnið í Jöfn- unarsjóð sveitarfélaga. Árið 1990 vildi umhverfis- ráðherra láta skilgreina miðhálendi Íslands sem sérstakt stjórnsýslu- svæði. Stjórn þess skyldi kjörin á Alþingi til fjögurra ára í senn og hafa sömu skyldur og sveitar- stjórnir. Þetta stjórnsýslusvæði hefði að vísu enga fasta íbúa, en væri fyrir allan almenning í land- inu. Páll Líndal, ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins, ráðlagði að taka styttra skref, þar sem bú- ast mætti við mikilli andstöðu sveitarstjórnarmanna. Umhverfisráðherra skipaði því fyrst nefnd fulltrúa skv. tilnefningu allra þingflokka á Alþingi, tiltek- inna ráðuneyta og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga í október 1990 til að gera skýrslu um mið- hálendið, sem lögð skyldi fyrir Alþingi fyrir lok kjörtímabilsins. Eins skyldi hún undirbúa frumvarp til laga um tilhögun stjórnsýslu á hálendi Íslands og verndun þess. Nefndin ræddi hvort ætti að framlengja mörk sveitarfélaga, sem liggja að hálendinu, þannig að landinu öllu yrði skipt niður milli sveitarfélaga. Þessi hugmynd var hvorki talin raunhæf né fram- kvæmanleg, jafnvel þótt öræfa- og jöklasvæði yrðu undanskilin. Nefndin var sammála um að öræfi, jöklar og almenningar væru utan byggðar og því utan sveitarfélaga. Eina skynsamlega leiðin var talin sú að koma byggingar- og skipu- lagsmálum hálendisins undir eina sameiginlega stjórn. Eiður Guðnason, umhverfis- ráðherra 1991-1994, lagði síðan fram frumvarp til laga um stjórn skipulags- og byggingarmála á miðhálendi Íslands á Alþingi vorið 1992. Sveitarstjórnamenn voru lítt hrifnir og féllu þung orð í garð umhverfisráðherra, sem var gerður afturreka með frumvarp sitt um „Eiðshrepp“. Eftir þessar hrakfarir tókst þó að stofna skipulagsnefnd fyrir há- lendið á grundvelli lagabreytingar á skipulagslögum 1993. Sveitar- stjórnarmenn gátu sætt sig við þá ráðstöfun, þar sem það var mjög skýrt, að ekki væri um neina stjórn á hálendinu að ræða, heldur fag- nefnd sem væri til ráðgjafar um skipulagsmál þess. Á vorþingi 1998 var hins vegar frumvarp félagsmálaráðherra Páls Péturssonar um breytingar á sveitarstjórnarlögunum samþykkt, sem fól í sér að öllu landinu, að jöklum undanskildum, yrði skipt niður milli sveitarfélaga. Voru þessi viðbótarlönd sveitarfélaganna gjarnan nefnd tertusneiðarnar. Samhliða þessum breytingum var samþykkt frumvarp um þjóð- lendur ríkisins. Með þjóðlendu- lögunum var gert ráð fyrir að ríkið öðlaðist eignarhald á öllu landi, sem ekki var áður talið eignarland og utan sveitarfélaga, og eignaðist öll hlunnindi og nýtingarrétt á auðlindum innan þeirra. Eftir sem áður skyldu þjóðlendurnar lúta stjórn viðkomandi sveitarfélags skv. hinum nýju sveitarstjórnar- lögum. Í þjóðlendulögunum var gert ráð fyrir að skipuð yrði sérstök nefnd, Óbyggðanefnd, sem skyldi falið að skera úr um hvaða landsvæði væru almenningslönd og féllu þannig undir þjóðlendur og hver væru eignarlönd. Í langflestum tilvikum sættu landeigendur sig ekki við úrskurði Óbyggðanefndar og upp- hófust miklar deilur og mála- rekstur sem enn sér ekki fyrir endann á. Þess ber þó að geta að ríkið hefur haft betur í flestum þessara mála. Af framansögðu má álykta að forfeður vorir hafi skilgreint há- lendið sem almenning, er fólkið í landinu hefði jafnan aðgang að. Það var ekki gert ráð fyrir því að því yrði skipt niður milli margra sveitarfélaga, sem fengju hvert stjórnvald yfir sínum skika. Það má því segja að með stofnun þjóð- garðs á miðhálendinu sé komið til móts við þau markmið að miðhá- lendi Íslands verði sértækt stjórn- sýslusvæði, eins og stefnt var að 1990. Eins og komið hefur fram í frétt- um munu virkjunarkostir falla und- ir rammaáætlun, en með miðhá- lendisþjóðgarði er væntanlega komið í veg fyrir að farið verði í margar Hvalárvirkjanir á miðhá- lendinu fyrir tilstilli einstakra sveitarstjórna. Vonandi bera alþingismenn gæfu til að samþykkja frumvarp um- hverfis- og auðlindaráðherra um stærsta þjóðgarð í Evrópu á miðhálendi Íslands. Eftir Júlíus Sólnes » Vonandi bera alþingismenn gæfu til að samþykkja frum- varp umhverfis- og auðlindaráðherra um stærsta þjóðgarð í Evr- ópu á miðhálendi Ís- lands. Júlíus Sólnes Höfundur er fv. umhverfisráðherra. Hálendisblús Nýlega var Dag- ur B. Eggertsson borgarstjóri í út- varpsviðtali í þætt- inum Reykjavík síðdegis á Bylgj- unni og voru orð hans þar oftar en ekki uppfull af alls kyns rangfærslum, hvort sem það var með vilja gert eða af því að hann veit ekki betur. Hann m.a. fullyrti að fyrrverandi flugmálastjóri, Þorgeir Pálsson, hefði kallað eftir nýjum vara- flugvelli því Reykjavíkur- flugvöllur væri of lítill. Þetta er rangt því Þorgeir Pálsson sagði í samtali við mbl.is hinn 9. nóv- ember 2019 að borgarstjóri drægi ekki upp rétta mynd af skýrslu um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar. Hann sagði jafnframt að borgarstjóri léti ógert að nefna margvíslega fyrirvara sem gerðir væru við Hvassahraun sem flugvallar- stæði sem kæmi í veg fyrir að hægt væri að taka ákvörðun um byggingu flugvallar á þeim stað. Tilefni þessara ummæla var við- tal við borgarstjóra í Morgun- blaðinu í byrjun nóvember sama ár. Borgarstjóri sagði jafnframt í viðtalinu að hinar nýju 737 MAX-flugvélar Icelandair gætu alls ekki notað Reykjavíkur- flugvöll. Þessi fullyrðing hans er alröng. Þær geta það og gera, og reyndar stærsti hluti flota fé- lagsins, sem þá taldi yfir 30 flug- vélar, getur einmitt notað Reykjavíkurflugvöll sem vara- flugvöll og gerir. Fimm farþega- þotur komast fyrir á Egilsstaða- flugvelli og Akureyrarflugvelli, þ.e. á hvorum fyrir sig, en mun fleiri komast hins vegar fyrir á Reykjavík- urflugvelli. Þó ekki eins margar í dag og áður eftir að hindranir voru sett- ar á malbik fyrrver- andi brautar 06/24 sem kölluð var neyðarbrautin eftir að henni var lokað þökk sé Degi B. Eggertssyni. Á neyðarbrautinni hefðu komist fyrir nokkrar far- þegaþotur líka ef á þyrfti að halda. Vert er í því sambandi að benda á að flugvellir geta lokast ekki eingöngu vegna veðurs eins og dæmin sýna. Ingvar Tryggva- son, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflug- manna, hefur ítrekað bent á þetta og eins það að það sé al- vörumál að setja fram rang- færslur og afvegaleiða um- ræðuna eins og borgarstjóri hefur gert. Í viðtalinu sem tekið var við borgarstjóra á Bylgjunni, sem fyrr er vitnað í, talaði hann í hringi um sjúkraflugið eins og t.d. að lendingarstaður skipti minna máli en aðrir þættir og setti svo fram óskiljanlegar full- yrðingar um að flutningstími væri langur. Hver einasta mín- úta skiptir máli þegar verið er að flytja alvarlega veika eða slasaða einstaklinga á milli landshluta. Steininn tók þó úr þegar borgar- stjóri fullyrti að það tæki marga klukkutíma að kalla út sjúkra- flugvél. Slíkt er rakalaust bull eins og framkvæmdastjóri Flug- félagsins Mýflugs útskýrði í sama þætti næsta dag. Borgar- stjóri hóf því næst að tala um umbúnað innanlandsflugs og að hann yrði betri annars staðar. Dagur B. Eggertsson hefur ver- ið manna duglegastur sjálfur að þrengja skipulega að flugvellin- um svo hann á stærstan þátt í því að „umbúnaður“ innanlandsflugs skuli ekki vera betri en hann er í dag. Seinna í viðtalinu deleraði borgarstjóri um að þyrlur myndu leysa sjúkraflug af. Því er til að svara að þó að þær séu vissulega frábærar þar sem flug- vélum verður ekki komið við henta þær ekki eins í sjúkra- flutninga á milli landshluta þar sem tíminn skiptir máli. Má nefna hversu hægfleygari þær eru og eins hitt að þær eru ekki búnar jafnþrýstibúnaði eins og flugvélarnar, líkt og fagfólk í fluginu hefur ítrekað bent á. Ef flugvöllurinn færi úr Vatnsmýr- inni gætu þyrlur Landhelgis- gæslunnar ekki lent við spítala eða nálægt honum þegar lág- skýjað væri eða slæmt skyggni vegna þess að þá væri ekki leng- ur til staðar til þess nauðsyn- legur blindflugsbúnaður flugvall- arins. Í slíkum veðurskilyrðum þyrftu þær að lenda í Keflavík eða á einhverjum öðrum flug- völlum. Er ekki mál að rang- færslum um flugvöllinn í Vatns- mýrinni linni hjá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra? Eftir Vigdísi Hauksdóttur » Þorgeir Pálssonsagði í samtali við mbl.is að borgar- stjóri drægi ekki upp rétta mynd af skýrslu um öryggis- hlutverk Reykja- víkurflugvallar. Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og borgarfulltrúi Miðflokksins. Rangfærslur borgarstjóra um flugvallarmál

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.