Morgunblaðið - 07.12.2020, Qupperneq 19
þessari setningu líka. Heiðurs-
maður, húmoristi en fyrst og
fremst einn besti félagi og bar-
áttumaður sem ég hef kynnst.
Það er okkar að taka við kyndl-
inum sem Dóri Grön bar alla
starfsævina í þágu vinnandi
fólks.
Ég votta Gretu, Evu og fjöl-
skyldu og Arnari mína dýpstu
samúð.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Það er stundum sagt að það
þurfi heilt þorp til að ala upp eitt
barn og það á svo sannarlega við
um lífið í Hraunbæ 166 þegar við
ólumst þar upp.
Íbúar stigagangsins urðu
miklir vinir. Börnin gengu milli
íbúða eins og þau byggju í þeim
öllum og stundum var kvöldmat-
ur borðaður á fleiri en einum stað
eða þar sem hann var bestur.
Þegar foreldrarnir voru í heim-
sókn hvert hjá öðru voru símarn-
ir, sem þá voru með snúru, gjarn-
an settir fram á gang og dyrnar
hafðar opnar. Stigagangurinn
var leiksvæði okkar barnanna en
segja má að hann hafi verið eins
og eitt stórt heimili og í einni
íbúðinni bjuggu Dóri, Greta og
Eva, áður en Arnar fæddist. Þau
voru hluti af stóru fjölskyldunni á
stóra heimilinu í Hraunbænum.
Við kunnum vel að meta þetta
fjölskyldumynstur og það lýsti
sér kannski best þegar eitt okkar
sagði 7 ára gamalt: mikið átti ég
góða æsku.
Sumum okkar barnanna þótti
mjög merkilegt að Dóri ætti tölvu
og væri í námi erlendis. Dóri var
góð fyrirmynd, hann var fróður,
réttsýnn og fylginn sér. Hann var
með góða nærveru, fyndinn og
skemmtilegur. Það var ekki fyrr
en við urðum eldri að við áttuðum
okkur á hvert starf hans var.
Hann var mikill baráttumaður
verkalýðsins og þar fengu per-
sónueinkenni hans að blómstra.
Stolt horfðum við á Dóra í sjón-
varpsviðtölum vegna vinnu sinn-
ar. Dóri var einn af pöbbunum
sem sköpuðu endalaust skemmti-
legar minningar á æskuárum
okkar og verður hans sárt sakn-
að.
Höggvið er nú skarð í stórfjöl-
skylduna úr Hraunbænum og er
þakklæti okkur efst í huga fyrir
ógleymanleg ár í Hraunbænum
sem færðu okkur minningar sem
aldrei gleymast.
Elsku Greta, Eva, Arnar,
Björgvin, Benedikt, Baldur og
litla Hildur María, við og fjöl-
skyldur okkar sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur,
minning um góðan mann lifir.
Fyrir hönd barnanna í
Hraunbæ 166,
Halldóra Ingvarsdóttir
(Hádína) og Ingunn
Heiða Kjartansdóttir
(Inga Sama).
Halldór Grönvold, aðstoðar-
framkvæmdastjóri ASÍ og einn
öflugasti baráttumaður fyrir
réttindum launafólks í áratugi, er
fallinn frá í blóma lífsins eftir
skammvinn og hastarleg veik-
indi. Halldór hefur verið náinn
samstarfsmaður okkar starfs-
fólks í félagsmálaráðuneytinu um
langt skeið um fjölmörg fram-
faramál á vinnumarkaði og hand-
bragð hans er víða að finna á
þeim baráttumálum sem leidd
hafa verið í lög síðustu áratugi.
Sérstaklega mætti þar nefna
lagasetningu um fæðingar- og
foreldraorlof en þess er minnst
um þessar mundir að 20 ár eru
liðin frá því að þau tóku gildi. Þá
hefur varla nokkrum lögum eða
reglum um atvinnuleysistrygg-
ingar eða eftirlit með vinnuað-
stæðum erlends starfsfólks í
landinu verið breytt án þess að
Halldór hafi þar komið nærri.
Halldór var óþreytandi í starfi
sínu og afar fylginn sér en ávallt
sanngjarn og lausnamiðaður.
Með því vann hann sér traust og
virðingu samstarfsfólks og það er
því með mikilli sorg og trega sem
við kveðjum þennan góða félaga.
Það verður mikill missir að hon-
um.
Við sendum fjölskyldu Hall-
dórs og öðrum sem eiga um sárt
að binda innilegar samúðarkveðj-
ur á erfiðri stundu og biðjum Guð
að blessa minningu hans.
F.h. félagsmálaráðuneytisins,
Gissur Pétursson.
Í minningu vinar.
Það voru mikil sorgartíðindin
þegar ég fékk fréttir af því að
Halldór Grönvold, félagi minn og
afar náinn samstarfsmaður til
margra ára, væri fallinn frá langt
um aldur fram. Dóri var mikill
hugsjónamaður og hafði bæði
djúpan skilning og brennandi
áhuga á réttindabaráttu launa-
fólks, en hann hafði helgað alla
sína starfsævi að málefnum þess.
Innsýn hans og skilningur á
gangverki vinnumarkaðarins og
mikilvægi þess að standa vörð
um bæði stöðu og sjálfstæði hins
almenna launamanns var mikil
og hæfileiki hans til að miðla
þessu til okkar sem unnum með
honum var aðdáunarverð. Þetta
innsæi hans skilaði sér við mótun
starfsmenntamála og námstæki-
færi fyrir þá sem minnsta mennt-
un hafa, uppbyggingu og þróun
fæðingar- og foreldraorlofs bæði
mæðra og feðra, stöðu erlendra
starfsmanna og baráttu gegn
hvers konar brotastarfsemi á
vinnumarkaði og misnotkun. Fá-
ir ef nokkur hefur haft eins mót-
andi áhrif á uppbyggingu og þró-
un íslenska vinnumarkaðsmód-
elsins með sín sterku tengslu við
hina norrænu samfélagsgerð,
enda var hann afar duglegur að
minna okkur á arfleifð okkar úr
hreyfingu norrænna jafnaðar-
manna. Ég naut þess að geta
unnið með Dóra undanfarna
mánuði að mótun tillagna um
vinnumarkaðsaðgerðir fyrir þá
sem misst hafa vinnuna í kjölfar
Covid-19-faraldursins og var
framlag hans að venju bæði mikið
og verðmætt. Hans verður mikið
saknað en mun jafnframt lifa
áfram í minningunni sem góður
félagi. Ég sendi Grétu, Evu og
Arnari og aðstandendum mínar
dýpstu og innilegustu samúðar-
kveðjur.
Gylfi Arnbjörnsson.
Þegar ég hóf störf hjá Alþýðu-
sambandi Íslands sl. vor var ég
sérstaklega meðvituð um að hlut-
verkum okkar Halldórs Grönvold
væri dálítið skringilega skipt,
eins og stundum vill verða þegar
kynslóðaskipti standa fyrir dyr-
um. Hann bjó yfir yfirburða-
þekkingu og menntun á sviði
vinnumarkaðsmála og tæplega
þriggja áratuga starfsreynslu
innan ASÍ. Ég var nýgræðingur
á þessu sviði og langt frá því að
komast með tærnar þar sem
hann hafði hælana. Á okkar
fyrsta fundi lagði Halldór línurn-
ar: „Ég vil að þér gangi vel í
starfi,“ sagði hann, „vegna þess
að ég vil að ASÍ gangi vel.“ Við
þetta stóð hann, hann studdi við
bakið á mér – skilyrðislaust en
ekki gagnrýnilaust – og ekki
vegna þess að ég hefði á einhvern
hátt áunnið mér tryggðina, held-
ur vegna þess að ASÍ átti tryggð
hans alla.
Halldór tileinkaði verkalýðs-
hreyfingunni starfsferil sinn og
líf. Hann gjörþekkti hreyfingu
launafólks á Íslandi og allt um-
hverfi hennar og lét einnig til sín
taka í alþjóðastarfi fyrir hönd
ASÍ. Halldór ritaði fundargerðir
miðstjórnar ASÍ nánast óslitið
frá árinu 1993 og fram í ágúst á
þessu ári, en það hlutverk gat
krafist mikillar lagni í eldfimu
umhverfi. Halldór átti ríkan þátt
í að móta þau réttindi sem launa-
fólk nýtur á Íslandi í dag og var
þekktur fyrir að mæta því af
hörku ef hann taldi að þeim rétt-
indum vegið.
Í tilfelli sumra leiðir langur
starfsaldur til stöðnunar, en það
átti sannarlega ekki við um Hall-
dór. Hann var uppfullur af hug-
myndum og eldmóði, opinn fyrir
nýjum straumum og fylgdist sér-
staklega vel með þróun verka-
lýðsmála á alþjóðavettvangi.
Eftir að hann var lagður inn á
spítala í lok ágúst sl. vorum við
reglulega í sambandi eða þar til
veikindin urðu til þess að hann
átti erfitt með að tala í síma. Á
sjúkrabeðinum las hann yfir drög
að frumvarpi til nýrra starfs-
kjaralaga sem innihélt sum af
baráttumálum hans til langs tíma
og ég veit það fyrir víst að hann
las fundargerðir af miðstjórnar-
fundum sér til skemmtunar.
Halldór var farinn að leggja
drög að starfslokum. Sú fyrirætl-
an þótti okkur á skrifstofunni
skiljanleg en um leið kvíðvænleg,
enda vissum við hreinlega ekki
hvernig við ættum að fara að án
hans. Nú höfum við víst ekki val
um annað. En verkefni okkar er
skýrt: að halda áfram með ævi-
starf Halldórs Grönvold.
Kæri félagi, takk fyrir sam-
fylgdina, farðu í friði. Við munum
gera okkar besta og starfa áfram
í þínum anda.
Gretu, Evu og fjölskyldu og
Arnari votta ég mína dýpstu sam-
úð.
Halla Gunnarsdóttir,
framkvæmdastjóri ASÍ.
Það er sárt að kveðja góðan fé-
laga allt of snemma. Halldór var
sannur baráttumaður fyrir mál-
efnum launafólks. Hafði mjög yf-
irgripsmikla þekkingu á öllu því
umhverfi og hvernig þurfti að
bæta það. Réttsýnn og einstak-
lega mikill fagmaður sem var
óstöðvandi í vinnu, samviskusam-
ur með eindæmum. Ég er afar
þakklátur fyrir að hafa fengið að
starfa með honum þau ár sem ég
hef komið að verkalýðsmálum.
Eðli máls samkvæmt þá vorum
við ekki alltaf sammála á öllum
sviðum en með samtalinu og sam-
vinnu var hægt að finna réttu
leiðina áfram. Ég vissi það að ef
ég vildi fræðast um hin ýmsu mál-
efni þá kom ég aldrei að tómum
kofunum, Halldór hafði mjög
mikla ástríðu fyrir því að segja
frá og upplýsa fólk um málefnin
og gerði það vel.
Halldór helgaði verkalýðs-
hreyfingunni sitt ævistarf og á
stóran þátt í mörgum sigrum sem
við höfum náð á undanförnum
áratugum. Ég get talið upp ótal
málefni en rétt er að nefna eitt
það stærsta sem snýr að því að
stöðva brotastarfsemi á vinnu-
markaði, en réttindabarátta og
það lykilatriði að komið sé fram
við launafólk með réttum hætti
átti hug hans allan. Hann leiddi
einnig vinnu við stuðning við at-
vinnuleitendur og að standa vörð
um þeirra hagsmuni, alþjóðamál
svo örfá dæmi séu nefnd. Halldór
fylgdist ekki bara vel með öllum
þessum málum heldur lét hann til
sín taka á öllum vígstöðvum.
Ég minnist mikils baráttu-
manns, einstaklega góðs félaga
sem kvaddi okkur allt of snemma.
Ég sendi fjölskyldu Halldórs
innilegar samúðarkveðjur á þess-
um erfiðu tímum. Blessuð sé
minning Halldórs.
Kristján Þórður Snæ-
bjarnarson, formaður RSÍ
og 1. varaforseti ASÍ.
Það er þungt að skrifa um
Dóra í þátíð. Við Eva vorum bara
unglingar þegar við tókum saman
og Greta og Dóri því verið mér
sem önnur fjölskylda í yfir tvo
áratugi.
Dóri var einstakur baráttu-
maður. Til áratuga barðist hann
fyrir bættum hag hinna vinnandi
stétta. Hann var trúr sínum gild-
um og bar jafnframt gott skyn-
bragð á samhengi samfélagsins.
Hann var hreinn og beinn og vissi
að ekki var tjaldað til einnar næt-
ur í samningum. Hann naut því
ekki einungis virðingar sinna
samherja heldur ekki síður þeirra
sem voru í forsvari vinnumarkað-
arins í heild.
Þótt hann hafi barist fyrir al-
þýðuna minnist ég hans sem bar-
áttumannsins okkar. Fjölskyldan
var í forgrunni. Hann dreif okkur
áfram með jákvæðni og einstakri
blöndu af rósemi og galsa. Við
treystum á hann og hann var
traustsins verður.
Ég lærði mikið af Dóra og það
á fjölbreyttari hátt en ég gerði
mér alltaf grein fyrir. Í mörg ár
mættum við Eva í sunnudagsmat
í Fannafoldina. Jafn oft rökrædd-
um við Dóri málefni hversdags-
ins. Nánast hvern sunnudag
heyrðist frá mæðgunum úr eld-
húsinu: „Djöfull er þetta leiðin-
legt, æi nenniði að hætta þessu!“
Ég viðurkenni að við vorum ekki
mjög áheyrilegir. Dóri naut sam-
talsins, þótt honum þætti ég eðli-
lega svolítill jólasveinn. Ég var
ekki orðinn tvítugur en þó viss
um að ég vissi allt. Hann vissi bet-
ur og smám saman áttaði ég mig
á því líka. Með aukinni gagn-
kvæmri virðingu skildum við hvor
annan betur og á endanum hætt-
um við þessu sunnudagsröfli. Ég
man ekki hvernig það gerðist en
ég veit þó að þá glöddust mæðg-
urnar.
Greta og Dóri voru fyrirmynd-
arhjón með sínar krúttlegu hefð-
ir, íhaldssemi og samheldni. Við
áttuðum okkur ekki á því hvers
vegna þau fóru ár eftir ár á sama
hótelið, sömu ströndina og sömu
veitingastaðina í sumarfríinu á
Ítalíu. Þetta var samt ekkert svo
flókið. Þarna leið þeim vel saman
og engin ástæða til að breyta því
sem gaf þeim svona mikið. Þau
breyttu þó til á endanum því í vor
fórum við öll saman til Tenerife.
Við hugsuðum það ekki þá en nú
er ómetanlegt að eiga þessar
minningar af yndisfríi með afa og
ömmu.
Þegar Benedikt, svo Baldur og
að lokum Hildur María komu til
sögunnar blómstaði Dóri sem
aldrei fyrr. Afi Dóri var uppá-
halds-Dórinn minn. Barnabörnin
fengu alltaf fyrsta sætið. Hann
var barnabarnagóður með ein-
dæmum þótt okkur Evu þætti
stundum nóg um fíflalætin.
Krakkarnir voru ósammála. Dóri
naut sín best með þeim. Afa Dóra
og þessara fíflaláta mun ég sakna
ósegjanlega.
Strákarnir eiga margar góðar
minningar um afa Dóra. Mikið
hefði ég óskað þess að þeim minn-
ingum hefði fjölgað og Hildur
María hefði líka eignast þær. Það
verður erfitt fyrir krakkana að
eiga ekki afa Dóra en þau munu
hugsa vel um ömmu sína, verða
dugleg að heimsækja hana og
veita henni lit í líf sitt.
Við vorum og erum alls ekki
undir þessi örlög búin. Að Dóri sé
farinn innan við þremur mánuð-
um eftir að hann mætti upp á spít-
ala er einfaldlega þyngra en tár-
um taki. Lífið án Dóra verður
tómlegt og skrýtið. Við kunnum
ekkert á það líf en við munum
takast á við það. Dóri sagði við
Evu á spítalanum í haust: „Við
gerum þetta saman.“ Þótt liðið sé
einum manni færra, miklu fyrr en
við gerðum ráð fyrir, þá stöndum
við sem eftir erum saman sem eitt
og gerum þetta saman. Dóri vildi
það og það gerum við fyrir hann
og fyrir okkur.
Elsku besti Dóri okkar, takk
fyrir allt.
Björgvin Ingi.
Í ár kvíði ég Þorláksmessu-
kvöldi, ekki vegna þess að ég þarf
að smakka skötuna eins og alltaf
heldur af því ég hef ekki Dóra til
að gretta mig framan í á meðan
ég borða þennan skyldubita. Dóri
sem ég vissi ekki að væri nafni
minn fyrr en ég varð eldri (af því
að fyrir mér var hann bara Dóri,
ekki Halldór Grönvold, það var
svo formlegt) var einstakur mað-
ur og ég gæti ekki verið þakklát-
ari foreldrum mínum fyrir að
hafa eignast svona góða vini eins
og Dóra og Gretu. Að hafa fengið
að alast upp með þessum vinahópi
voru algjör forréttindi. Það var
alltaf stuð og mikið hlegið og þar
lék Dóri stórt hlutverk, sérstak-
lega fyrir okkur krakkana. Hann
var alltaf til í leik með okkur þrátt
fyrir að það gæti þýtt að á hann
yrði gegnvotur eftir vatnsbyssu-
árás eða marinn eftir einhvern
hnoðleikinn.
Dóri skilur eftir sig stórt skarð
í þessum einstaka vinahópi for-
eldra minna sem ég veit að aldrei
verður hægt að fylla. Við sem eft-
ir erum munum hins vegar ylja
okkur við minningarnar um
hjarthlýja, duglega og besta Dóra
sem vildi allt fyrir alla gera. Sér-
staklega sjá til þess að allar kon-
urnar fengju sinn bjór á slaginu
klukkan 11, ég mun passa að það
gleymist ekki.
Elsku Dóra þakka ég utan-
landsferðirnar, sumarbústaða-
ferðirnar, milljón pottaferðirnar,
hátíðirnar, hláturinn og gleðina. Í
ár mun ég borða minn skyldubita
af skötu, gretta mig framan í
hvern þann sem vill horfa, hugsa
til Dóra og fara svo og fá mér
pizzu eins og hann gerði með okk-
ur.
Gretu, Evu og Arnari og fjöl-
skyldu votta ég mína dýpstu sam-
úð.
Halldóra Fanney Jónsdóttir
(Hátína).
Það er tómlegt á skrifstofu
ASÍ. Félagi Halldór Grönvold er
fallinn frá og við sem eftir sitjum
erum harmi slegin og söknum
kærs samstarfsmanns.
Það hefur verið höggvið stórt
skarð í raðir íslenskrar verka-
lýðshreyfingar. Það hefur ekki
síður verið höggvið stórt skarð í
raðir okkar starfsmanna á skrif-
stofu Alþýðusambandsins. Sterki
hlekkurinn í keðjunni sem við
treystum á og trúðum að yrði til
staðar svo lengi enn, er skyndi-
lega farinn. Halldór starfaði hjá
ASÍ í tæpa þrjá áratugi og byggði
á þeim tíma upp yfirburðaþekk-
ingu á vinnumarkaðs- og verka-
lýðsmálum. Hann lifði og hrærð-
ist í baráttu launafólks fyrir betri
kjörum í hvaða mynd sem er.
Hann var alltaf að – því það var
lífsstíll Halldórs að berjast fyrir
því sem hann taldi vera rétt og
bæta samfélagið.
Halldór var hafsjór af fróðleik
og það er sárt til þess að hugsa að
geta ekki lengur laumað sér inn á
skrifstofuna hans og ausið af
þeim viskubrunni sem hann var.
Við eigum öll okkar einstöku
minningar um góðan dreng, sem
alltaf var tilbúinn að hlusta og
koma með góð ráð. Hann gaf sér
alltaf tíma og átti alltaf svör ef
málefnið snerti vinnumarkaðinn
eða réttindabaráttu launafólks.
Það verða aðrir til að rifja upp
öll þau framfaramál sem Halldór
setti mark sitt á. Þau eru fjöl-
mörg og snerta flesta landsmenn
á einn eða annan hátt. Hann var
einnig fastur fyrir og ekki síst
þegar tekist var á um málefni sem
hann var sannfærður um að væri
verkalýðshreyfingunni til góða –
launafólki í hag.
Halldór var stríðinn og hafði
sérstakt yndi af aulahúmor og
misgóðum ferskeytlum sem hann
kastaði fram þegar síst varði. Við
munum sakna þeirra stunda þeg-
ar blik kviknaði í augum Halldórs
og grallarinn í honum vaknaði.
Það verður ekki lengur vitnað í
Útvarp Matthildi á kaffistofunni
með tilheyrandi látbragði né rifj-
aðar upp allar kommasellurnar
sem spruttu upp á 8. áratugnum
og Halldór var hluti af.
Við kveðjum góðan dreng, frá-
bæran félaga og mikinn baráttu-
mann með hlýju í hjarta og þakk-
læti fyrir samfylgdina. Fjöl-
skyldunni, Gretu, Evu, Arnari og
barnabörnunum þremur sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Missir þeirra er mestur.
F.h. samstarfsfólks ASÍ,
Maríanna Traustadóttir.
Starfsfólk Samtaka atvinnu-
lífsins kveður Halldór Grönvold
með þökk og söknuði. Í störfum
sínum fyrir Iðju, félag verk-
smiðjufólks, og Alþýðusamband
Íslands var Halldór í miklum
samskiptum við starfsfólk SA og
fyrirrennara þeirra, VSÍ og
Vinnumálasambandið. Þau sam-
skipti einkenndust af heilindum
og hlýju viðmóti.
Halldór sat í fjölmörgum
nefndum, ráðum og stjórnum f.h.
ASÍ ásamt fulltrúum SA. Hann
mætti ávallt vel undirbúinn á
fundi og við töku ákvarðana.
Hann hafði gjarnan mikið gagna-
magn í bakpokanum og möppur
undir hendi, reiðubúinn að taka
þátt í umræðu og halda á lofti
sjónarmiðum verkalýðshreyfing-
arinnar. Fáir þekktu eins vel til
umræðu á vettvangi ESB um
hagsmunamál launafólks og
dóma sem fallið höfðu um túlk-
anir á mikilvægum tilskipunum
ESB. Þau gögn hafði hann gjarn-
an í seilingarfjarlægð á fundum.
Starfsmenntamál verka- og
iðnverkafólks voru Halldóri sér-
staklega hugleikin. Hann var
ákafur talsmaður þess að veita
þeim sem falla brott úr formlega
skólakerfinu „annað tækifæri til
náms“, til að bæta stöðu þeirra á
vinnumarkaði og í samfélaginu.
Þegar Halldóri mislíkaði til-
lögur eða umræða fór það ekki á
milli mála. Þá átti hann til að
hvessa sig og tala hátt og lengi.
Enginn tók gagnrýni hans per-
sónulega enda byggði hún jafnan
á mati á staðreyndum, stefnu
verkalýðshreyfingarinnar og
málefnalegum sjónarmiðum.
Hann var rökfastur og lausna-
miðaður og náði fyrir vikið ár-
angri í störfum sínum. Þessir
persónulegu eiginleikar og þekk-
ing öfluðu Halldóri virðingar
þeirra sem áttu í samskiptum við
hann.
Við sendum Gretu Baldurs-
dóttur, eiginkonu hans, fjöl-
skyldu og vinnufélögum innileg-
ar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd starfsfólks Sam-
taka atvinnulífsins,
Halldór Benjamín
Þorbergsson.
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020
JÓN SIGURÐUR EIRÍKSSON
Drangeyjarjarl
lést 24. nóvember. Útförin fer fram frá
Sauðárkrókskirkju klukkan 13 þriðjudaginn
8. desember að viðstöddum nánustu
aðstandendum.
Streymt verður frá athöfninni á: https://youtu.be/2kfc2cdSf_o
og á fésbókarsíðu Sauðárkrókskirkju.
Sérstakar þakkir fær heilbrigðisstarfsfólk HSN á Sauðárkróki
fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Eiríkur Jónsson
Sigurjón Jónsson
Viggó Jónsson
Sigmundur Jónsson
Alda Jónsdóttir
Sigfús Agnar Jónsson
Björn Sigurður Jónsson
Ásta Birna Jónsdóttir
Brynjólfur Þór Jónsson
Jón Kolbeinn Jónsson
og fjölskyldur