Morgunblaðið - 07.12.2020, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 07.12.2020, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020 ✝ Gissur Sigurðs-son fréttamað- ur fæddist 7. des- ember 1947 í Hraungerði í Flóa. Hann lést á Land- spítalanum 5. apríl 2020. Foreldrar hans voru Stefanía Giss- urardóttir og séra Sigurður Pálsson vígslubiskup og var Gissur næstyngstur sjö systk- ina. Níu ára gamall flutti Gissur með fjölskyldu sinni á Selfoss og átti þar heima fram undir tví- tugt. Á unglingsárum starfaði Gissur við hin ýmsu störf til sjós og lands, stundaði flugnám og isfréttir í um aldarfjórðung. Vakti þar eftirtekt og naut hylli fyrir skemmtilega pistla og frá- sagnargleði í morgunþættinum Í bítið. Til hliðar við fréttamennsk- una kom hann meðal annars að gerð fræðslu- og kynning- arefnis. Þá brá leikaranum Giss- uri fyrir sem vofu Hauks Mort- hens söngvara í myndinni Úr öskunni í eldinn sem sýnd var í sjónvarpi árið 2000. Gissur lætur eftir sig fjögur börn sem eru Guðbjörg útgef- andi, Gissur Páll söngvari, Jón Grétar, kvikmynda- og þátta- gerðarmaður, Hrafnhildur, myndlistarmaður og sýning- arstjóri. Fósturdóttir Gissurar er Helga Auðardóttir sálfræð- ingur. Útför Gissurar hefur ekki farið fram en verður auglýst síðar. aflaði sér réttinda sem einka- flugmaður. Hinn 1. október 1970 hóf Gissur störf sem blaða- maður á Alþýðu- blaðinu og starfaði þar í tæplega fjög- ur ár. Var svo um skeið ritstjóri Sjáv- arfrétta, en kom til starfa á Dag- blaðinu í byrjun árs 1976. Gissur varð fréttamaður á Ríkisútvarp- inu árið 1981 og gat sér þar orð meðal annars fyrir mannlífs- og sjávarútvegsfréttir. Hann færði sig svo yfir á Bylgjuna 1997 og starfaði þar fram á síðasta ár. Sagði þar morgun- og hádeg- Gamla Alþýðublaðið var eins konar grunnskóli í blaða- og fréttamennsku. Þangað kom til starfa ungt fólk, sem áhuga hafði á að starfa á því sviði. Sumum tókst. Öðrum ekki. Þeim, sem tókst, buðust aðrir starfsvettvangar þar sem betur var hægt að borga en hægt var á Alþýðublaðinu. Þannig urðu blaðamenn á Alþýðublaðinu sumir fréttastjórar á Morgun- blaðinu eða efnisstjórnendur þar, aðrir berandi sjónvarps- og út- varpsfréttamenn bæði í Ríkisút- varpi, Ríkissjónvarpi og á öðrum útvarps- og sjónvarpsstöðvum og enn aðrir sem urðu áberandi í öðr- um störfum í fjölmiðlaheiminum. Á Alþýðublaðinu nam þetta unga fólk af mönnum eins og Sigvalda Hjálmarssyni, Vilhelm, frænda mínum, Kristinssyni, Sigurjóni Jóhannssyni, Ómari Valdimars- syni, Bjarna Sigtryggssyni, Helga E. Helgasyni, Helga Daníelssyni, Freysteini Jóhannssyni og - síðast en ekki síst - af Gísla J. Ástþórs- syni, sem stýrði blaðinu hin síðari ár mín þar þótt þess væri ekki getið í haus blaðsins. Mikill og traustur félagi, betur að sér í öll- um atriðum blaðamennsku en flestir ef nokkrir samferðamenn hans. Einn af þeim ungu mönum, sem komu til starfa á Alþýðu- blaðinu á meðan ég starfaði þar, var Gissur Sigurðsson. Við vorum að huga að nýráðningum. Ólafur, eldri bróðir Gissurar, traustur og vel metinn fréttamaður, hafði þá samband við okkur og sagði að Gissur, bróðir hans, væri á lausu. Við þóttumst vita, að hann myndi ekki skorta fréttamannseðlið fremur en bróðurinn og réðum hann á stundinni. Næstu árin á eftir var hann mikill og góður samstarfsmaður sem vann sér fljótt álit og helgaði sig síðan því starfi, sem hann hóf á Alþýðu- blaðinu, og gat sér hvarvetna mjög gott orð. Ekki bara hjá þeim, sem hann stundaði vinnu hjá, heldur einnig og ekki síður hjá þeim, sem hann starfaði fyrir - fólkinu í landinu. Ég á margar og góðar minningar frá þeim árum, sem við Gissur störfuðum saman á Alþýðublaðinu. Ekki bara um hann heldur allt það góða fólk, sem með okkur vann. Enginn þeirra mun enn starfa við fjölmiðl- un nema ef væri Sigtryggur Sig- tryggsson. Fyrir u.þ.b. fimm árum töluð- um við Gissur um að boða til starfsmannafundar með öllum þessum gömlu starfsfélögum á Al- þýðublaðinu. Við vorum búnir að velja stund og stað - en svo kom eitthvað upp á, svo ekkert af því varð. Nú er það líklega orðið allt of seint. Of margir horfnir yfir móðuna miklu og aðrir ekki fundaviljugir. Þeir, sem eftir eru, verða að láta sér nægja að orna sér við minningarnar. Það geri ég nú, þegar ég kveð minn gamla starfsfélaga. Orna mér ekki bara við minninguna um hann heldur okkar gamla vinnustað og alla þá, sem þar voru daglegir félagar, oft á erfiðum stundum. Ég sendi afkomendum Gissur- ar og starfsfélögum hans öllum, gömlum og nýjum, einlægar sam- úðarkveðjur. Góður og gegn blaða- og fréttamaður er fallinn frá. Að honum er eftirsjá. Sighvatur Björgvinsson, fyrrv. ritstjóri Alþýðublaðsins. Gissur Sigurðsson vaknaði fyr- ir allar aldir, við fyrsta hanagal. Hann var morgunmaður þjóðar sinnar sem hafði skannað landið og miðin þegar aðrir fóru á fætur. Hann var fréttamaður af bestu gerð, forvitinn sagnaþulur sem kunni þá list að gæða mál sitt töfr- um sagnamannsins og segja þjóð sinni frá atburðum líðandi stund- ar. Morgunstund gaf honum gull í mund og sjálfsagt hefur hann byrjað daginn við sólarupprás með bleksvörtu kaffi. Þræðir Gissurar lágu víða. Hann ávann sér trúnað og vináttu manna um land allt. Málrómurinn var djúpur og magnaður og þegar mikið lá við og alvarleg tíðindi bar að garði dýpkaði röddin. Errin urðu fleiri í framburðinum. Fólkið lifði sig inn í atburði dagsins. Hann las aldrei fréttir. Hann sagði þær. Oft fékk maður á til- finninguna að hann væri að tala við mann sjálfan í eldhúsinu heima. Svo þegar þannig viðraði í dauðum sjó fréttanna ískraði allt af hlátri og atburðirnir fengu á sig mynd ævintýranna. Afrek hans sem fjölmiðla- manns liggja stærst í því að hafa mótað Í bítið á Bylgjunni, sem mesta áheyrn hefur haft sem morgunútvarp hér um langa hríð. Gissur átti vinsældum að fagna sem útvarpsmaður og það lá alltaf spenna í loftinu: „Hvað segir hann í dag?“ Það var oft fár og elding í orðum meistarans. Bítið varð skemmtilegt og andi hans sveif yf- ir vötnunum og gerir enn og þótt hann hafi verið kominn á aldur þá vildu þeir Bylgjumenn halda í hann, því að röddin og andinn höfðu segulafl. Gissur var sjóari í eðli sínu. Hann reri sem unglingur eina ver- tíð frá Stokkseyri og þráði sjóinn eftir það. Hann ætlaði að verða sjómaður. Hann var alltaf í vertíð- arstemningu, friðlaus í aflahrot- um fréttanna, og fljótur að gera að og koma aflanum frá sér. Gissur fæddist í Hraungerði, en ólst einn- ig upp á Selfossi. Foreldrar hans byggðu heimili sitt um þjóðbraut þvera. Heimilið stóð öllum opið. Þar komu margir en í borðstofu Stefaníu Gissurardóttur voru allir jafnir og hver og einn var þar heiðursgestur. Margir áttu erindi við föður hans, prestinn og vígslu- biskupinn. Börnin drukku í sig fróðleikinn frá doktor Sigurði Nordal og séra Friðriki Friðriks- syni. Einnig sögur bænda, sjó- manna, nágranna og vina. Æskuheimili Gissurar í Hraun- gerði og Selfossi var háskóli í mannlegum samskiptum. Það gerði Gissur djarfan og skilnings- ríkan um mannlega reisn og rétt fólksins. Hann var lausastur allra manna við að gera sér mannamun og þrátt fyrir að bera þá sigurkór- ónu að vera talinn skemmtilegast- ur allra var hann líka maður sem undi vel einn og með sjálfum sér. Í mögnuðu viðtali á jóladag á Bylgjunni, þar sem Heimir Karls- son ræddi við Gissur um líf hans og skoðanir, kom fram djúp þekk- ing hans og virðing fyrir auðlind- um lands og sjávar. „Við eigum svo gríðarlegar auðlindir að á Ís- landi er varla hægt að klúðra framtíðinni,“ sagði hann í lokin. Á sprengidaginn síðasta kvöddumst við hinstu kveðju í Seljakirkju. Ég var ræðumaður en nú var það Gissur Páll sonur hans sem fyllti kirkjuna af söng eins og amma söngvarans gerði svo oft. Að lok- um söng Gissur Páll Hamraborg- ina við slíkt lófatak að aldrei ætl- aði fögnuðinum að linna. „Einn straumur, sem líður, ein stund, sem þver! Streymandi mannhaf sem kemur og fer, ég hverf þér í opna arma.“ (E. Ben.) Minningin lifir um góðan dreng. Guðni Ágústsson. Mig langar að biðja Morgun- blaðið að birta fáein minningarorð um vin minn Gissur Sigurðsson á afmælisdegi hans. Það var í októberbyrjun 1970 sem undirritaður hóf störf sem blaðamaður á Alþýðublaðinu sál- uga, sem þá var til húsa í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu. Ég var kynntur fyrir ungum manni sem var að hefja sinn blaðamannsferil þennan sama dag. Hann hét Giss- ur Sigurðsson frá Selfossi. Á þess- um árum var ekki algengt að menn kysu að gera blaðamennsku að ævistarfi. En það átti fyrir okk- ur Gissuri að liggja. Við vorum báðir „fréttakallar“ af gamla skól- anum, vildum segja fólki fréttir og ekki var verra að skúbba í leiðinni! Ritstjórn Alþýðublaðsins var í þá daga blanda af reynsluboltum og yngra fólki. Ritstjórarnir, Gísli J. Ástþórsson og Sighvatur Björgvinsson, voru samtaka um að gefa út gott blað þótt útgáfan væri oftar en ekki auralítil. Þetta voru afar skemmtileg ár og var það ekki síst Gissuri að þakka. Hann smitaði svo sannarlega út frá sér með gríni og sinni léttu lund. Áður en varði skildi leiðir. Ég fór á Moggann árið 1974 og Gissur hélt á önnur mið um svipað leyti. Síðar, eða árið 1981, lá leið hans í útvarpið og varð fréttamennska í útvarpi hans sérgrein eins og al- þjóð veit. Hvert mannsbarn þekkti rödd Gissurar og treysti fréttunum sem hann færði lands- mönnum þegar þeir vöknuðu á morgnana. Hann varð rödd Bylgjunnar rétt eins og kollega hans Broddi Broddason á RÚV. Þátttaka Gissurar „Í bítinu“ á Bylgjunni er eftirminnileg. Hann kom í þáttinn á hálfa tímanum, spjallaði við Heimi og Gulla, sagði sögur og hló sínum sjarmerandi hlátri. Það hafa verið erfiðir tímar á Íslandi undanfarið og þá leitar fólk efrir fréttum til hefðbund- inna miðla, hvort sem það eru dagblöð, útvarp, sjónvarp eða netmiðlar. Ég er viss um að marg- ir sakna þess að Gissur hafi ekki verið til staðar til að færa þeim fréttirnar á tímum veirunnar með sinni traustvekjandi röddu. Þótt langt sé um liðið síðan við Gissur unnum saman á Alþýðu- blaðinu héldum við alltaf sam- bandi. Við höfum annað slagið farið út að borða saman til að halda upp á starfsafmæli okkar beggja. Ég heyrði í honum í síma fyrir síðustu jól og þá hafði hann glímt við veikindi. Við sammælt- umst um að hittast á þessu hausti og halda upp á 50 árin. Það hefði orðið skemmtistund eins og alltaf þegar við Gissur hittumst. En ekkert varð af þeim vinafundi, því miður. Það er mikill missir að Gissuri Sigurðssyni fréttamanni. Blessuð sé minning hans. Sigtr. Sigtryggsson. Ég hitti hann fyrst fyrir meira en 60 árum við brúarsporðinn á Ölfusárbrúnni, Tryggva- skálamegin. Hann var dökkur yf- irlitum, stóreygur og blikkaði augunum hægt. Örlítið útskeifur og breyttist það ekki með árun- um. Ég spurði hver hann væri og sagðist hann heita Gissur og pabbi sinn væri presturinn. „Og þetta er hann Lubbi,“ sagði Giss- ur síðan og kynnti mig þar með fyrir hundinum sínum. Þannig hófst vinasamband okkar Gissur- ar sem stóð í hartnær 64 ár eða meðan báðir lifðu. Það er reyndar merkilegt að svo sterk tengsl mynduðust á milli okkar því áhugamál sem gripu mig sterkum tökum sem strák og ungling, íþróttir og veiðar, létu Gissur ósnortinn með öllu. Gissur var alinn upp á miklu menningarheimili og bar þess merki alla tíð. Foreldrar hans voru séra Sigurður Pálsson vígslubiskup og Stefanía Gissur- ardóttir, vel gert og greint fólk. Mikill gestagangur var á heim- ilinu og öllum tekið sem höfðingj- ar væru. Stefanía hláturmild og skellti sér á lær en Sigurður hæg- látur og dagfarsprúður. Alltaf höfðu þau tíma fyrir okkur strák- ana og ekki oft sem presturinn þurfti að gefa okkur alvarlegt til- tal en kom þó fyrir. Við grínuð- umst með það eftir slíkt tiltal að við værum eins og heilagir menn. Við héldum síðan hvor sína leiðina á lífsins braut eins og gengur en alltaf hélst sambandið heilt og tært. Á menntaskólaárunum eftir að ég hafði kynnst konu minni varð þetta nokkurs konar þríeyki og var sambandið milli okkar þriggja sterkt. Hin seinni ár styrktist sambandið enn frekar. Það varð fljótlega ljóst að Gissur átti auðvelt með að koma hugsun sinni vel frá sér svo gaman var á að hlýða. Það varð og hans starfs- vettvangur ef svo má segja og naut hann vinsælda sem útvarps- og fréttamaður. Gissur naut þess vel að vera á mannamótum og ræða við fólk og var gjarnan hrók- ur alls fagnaðar og ekki skemmdi það stemninguna ef glóði vín á skál. Þá gat nú orðið verulega skemmtilegt. Ef „veika kynið“ var einnig til staðar og blakti pils- faldur færðist nú oft fjör í leikinn. Anna talaði stundum til okkar eins og værum við smástrákar, misákveðin eftir tilefninu, og hafði Gissur oft gaman af því þó að oftast tæki hann tiltalinu af al- vöru og íhugaði það og ræddi áminninguna við Önnu af alvöru. Eins og þessi fáu orð bera með sér var og er það ekki meiningin að rekja hér ævi Gissurar eða ótalmargar skemmtilegar og ógleymanlegar samverustundir heldur að minnast góðs vinar og sterkrar og fölskvalausrar vin- áttu allt frá okkar fyrsta fundi. Gissur lenti í ýmsu í lífsins ólgusjó eins og gengur en alltaf skilaði hann sér upp á ströndina aftur. Við viljum minnast Gissurar sem trausts og góðs vinar og þakka allar þær skemmtilegu stundir sem við áttum saman. Þín verður saknað hér á okkar bæ um jól og á öðrum stórum stundum í lífi okk- ar, sem þú gjarnan tókst þátt í á liðnum áratugum. Gissur hefði ekki viljað einhverja viðkvæmni eða væmni og því er þetta minn- ingarkorn skrifað í þessum dúr. Þakka þér allar stundirnar, kæri vinur. Þínir vinir, Einar Sigfússon, Anna K. Sigþórsdóttir. Gissur Sigurðsson, góður fé- lagi okkar, er fallinn frá. Við æskufélagar hans upplifðum það á liðnum áratugum að Gissur var vinur vina sinna. Við kynntumst honum er hann flutti að Selfossi 9 ára gamall. Oft hefur verið haft á orði að vináttubönd æskuára séu tryggust allra, vari lengst og sú varð raunin með vináttu okkar. Við félagar hans áttum sam- neyti við hann á ýmsum sviðum eftir að við lukum prófi frá Mið- skólanum á Selfossi, sumir við Menntaskólann að Laugarvatni og aðrir á öðrum sviðum. Hann varð snemma þjóðkunnur sem fréttamaður hjá öllum helstu fjöl- miðlafyrirtækjum landsins, enda var hann mjög fundvís á fréttir, hvað væri frétt og hvað ekki. Sér- staklega voru fréttaumfjallanir hans um aðalatvinnuveg þjóðar- innar, sjávarútvegsmál, vandaðar og ítarlegar, enda hafði hann verið til sjós í nokkurn tíma eftir að námi hans í menntaskóla lauk og þekkti því þar vel til. En þótt al- varan væri ávallt aðalmálið í fréttaumfjöllunum hans var þó oft stutt í gamansemina, sem lands- mönnum hugnaðist vel og aflaði honum mikilla vinsælda. Á langri starfsævi sem fréttamaður naut hann sín alltaf ótrúlega vel, allt fram á sinn síðasta vinnudag, þótt hann væri orðinn alvarlega veik- ur. Við félagar hans höfum hist reglulega síðustu 30 árin, yfirleitt með því að snæða mánaðarlega saman hádegisverð og taka stöð- una á því sem mest ber á góma hverju sinni. Þá höfum við eflt okkar vinskap enn betur og farið í helgarferðir út á land einu sinni til tvisvar á ári til að spjalla saman og rifja upp eftirminnilegar og góðar minningar og þar fór félagi okkar Gissur fremstur í flokki. Ferðin til London í tilefni af sjötugsafmæl- um okkar er þar efst í minni. Í þessum félagsskap okkar naut Gissur sín vel, enda hafði hann það á orði að í fámennum vinahópi eða hjá börnum sínum og barnabörnum liði sér best utan vinnunnar þar sem hann væri þar eiginlega allra persóna. Gissur var afskaplega góður sögumaður, kunni þær margar og hafði gaman af að segja okkur frá lífsreynslu sinni, og nutum við frásagna hans vel. Hann var gleðigjafi á slíkum samverustundum og þótti gaman að fá sér í tána með okkur og taka flugið um menn og málefni. Hann þoldi ekki blekkingar eða tvö- feldni og fór aldrei í manngrein- arálit. Allir voru jafnir fyrir hon- um, háir sem lágir. Hann gat reiðst yfir framkomu einhverra sem höfðu stundað ómerkilegheit eða blekkingar og það þoldi hann illa sem fréttamaður. En allar voru okkar samræður slíkar að við urðum aldrei sundur- orða eða ósammála, málin voru bara leyst. Það er til vitnis um þá góðu vináttu og samkennd sem einkenndi okkar samband. Með andláti Gissurar verða samkomur okkar öðruvísi en áður. Við félagar vottum börnum Giss- urar og fjölskyldu hans samúð. Brynjólfur Á. Mogensen, Helgi Bjarnason, Jón Ólafsson, Ólafur Hjaltason, Örlygur Jónasson. Gissur Sigurðsson Elsku bróðir okkar, frændi, fóstbróðir og vinur, AUÐUNN GESTSSON, blaðasali og skáld, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 11. desember klukkan 13 að viðstöddum nánustu aðstandendum. Útförinni verður streymt á https://www.facebook.com/groups/audunngestsson Gerður og Heiður Gestsdætur og aðrir aðstandendur Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, amma og langamma, HULDA A. GARÐARSDÓTTIR húsmóðir, lést í faðmi fjölskyldunar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 28. nóvember. Aðstandendur vilja þakka starfsfólki HSS fyrir einstaka umhyggju og alúð. Böðvar Valdimarsson Rósa A. Reynisdóttir Leó S. Reynisson Líney E. Reynisdóttir Steinunn E. Reynisdóttir Ástkær faðir okkar, bróðir, tengdafaðir, afi og langafi, GRÉTAR KÉRÚLF INGÓLFSSON, fyrrverandi skipstjóri, lést á sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 2. desember. Bálför og jarðsetning fer fram síðar. Guðrún Margrét Grétarsdóttir Kolbrún Grétarsdóttir Jóhann Albertsson Jón Kérúlf Grétarsson Friðrik Ragnar Grétarsson Guðmundur Ingi Grétarsson Sara Lind Dagbjartsdóttir Gerður Ósk Grétarsdóttir Ólafur Þór Ingimundarson Pétur Hafsteinn Ingólfsson Jóna María S. Kjerúlf barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.