Morgunblaðið - 07.12.2020, Page 22

Morgunblaðið - 07.12.2020, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is ÝmislegtHúsviðhald Húsaviðhald. Tek að mér ýmis smærri verkefni fyrir jólin. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Seltjarnarnes Gler og leir í samráði við leiðbeinendur. Jóga í saln- um á Skólabraut kl. 10 fyrir íbúa Skólabrautar og kl. 11 fyrir íbúa utan úr bæ. Ath. Kaffikrókur er eingöngu fyrir íbúa Skólabrautar eins og sakir standa. Munum að halda virkni, hreyfum okkur, (t.d. morgun- leikfimi á Rás 1 á morgnana), borðum hollt, lesum og hlustum á tónlist, horfum á sjónvarp og viðhöldum hreinlæti og sóttvarnir. ✝ Teitur Gylfasonfæddist í Mos- fellssveit 22. sept- ember 1961. Hann lést á líknardeild Landspítalans 21. nóvember 2020. Foreldrar hans eru Steinunn K. Theo- dórsdóttir, f. 17. nóvember 1932 í Reykjavík, d. 19. maí 2020, og Gylfi Pálsson f. 1. febrúar 1933 á Ak- ureyri. Systkini Teits eru Kristín, f. 1953, Þóra, f. 1957, Snorri, f. 1958, Kári, f. 1960, búsettur í Danmörku, og Trausti, f. 1964. Eiginkona Teits er Soffía Ingi- björg Friðbjörnsdóttir, f. 4. febr- vinnsluskólanum og MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. Teitur var 11 ára þegar hann fór í sveit á Göngustöðum í Svarfaðardal og kynntist Soffíu, eftirlifandi konu sinni. Þegar hann var 15 ára fór hann í sveit að Valdarási í Húnavatnssýslu og var þar í tvö sumur. Teitur var 17 ára þegar hann fór fyrst í brú- arvinnu, vann hann við brúar- smíði í fjögur sumur. Hann vann í frystihúsi Dalvíkur sem verka- maður og einnig sem verkstjóri í fjögur ár. Árið 1985 hóf Teitur störf hjá Sjávarafurðadeild Sam- bandsins, sem heitir í dag Iceland Seafood, og vann þar alla tíð síð- an. Árið 1989 giftist hann Soffíu og bjuggu þau um tíma á Dalvík en lengst af á höfuðborgarsvæð- inu, að frátöldum sex árum þeg- ar fjölskyldan bjó í Japan. Útför hans fór fram í kyrrþey. úar 1962 á Dalvík. Foreldrar hennar voru Lilja Rögn- valdsdóttir og Frið- björn Adólf Zop- honíasson. Dætur þeirra eru Nanna, f. 1983, og Embla, f. 1988. Eiginmaður Nönnu er Elmar Geir Unnsteinsson og börn þeirra Þór- dís Yrja, f. 2012, og Styrmir Orri, f. 2017. Teitur ólst upp í Mosfellssveit, lauk grunnskólaprófi frá Gagn- fræðaskólanum í Mosfellssveit og stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Sund. Síðar lauk hann fiskiðnaðarprófi frá Fisk- Ég á erfitt með að trúa því að elskulegur pabbi minn sé fallinn frá eftir stutta en erfiða baráttu við illskeytt krabbamein. Við viss- um allt frá greiningu meinsins að á brattann væri að sækja en vonin er sterk og í hana hélt ég fast al- veg fram á síðasta dag. Eftir stöndum við mæðgur og reynum að átta okkur á tilverunni án hans. Pabbi var einstakur maður. Hann var hjartahlýr, gáfaður og með sterka réttlætiskennd. Það voru mikil forréttindi að fá að eiga hann sem föður og ég á margar góðar minningar um okk- ur saman. Hann var óþrjótandi viskubrunnur, vissi margt um fugla, fiska, stjörnur og náttúr- una. Hann var fljótur að taka eftir og benda mér á skemmtileg fyr- irbæri í umhverfi okkar. Ég var ekki há í loftinu þegar ég var farin að þekkja ýmsar fuglategundir og sumar þeirra af söngnum einum. Sagnagleðin einkenndi líka pabba og hann gat stytt okkur systrum stundir í löngum bílferð- um milli Dalvíkur og Reykjavíkur með sögum af tröllum, álfum og huldufólki. Sagan um „Trunt, trunt og tröllin í fjöllunum“ var sögð með svo miklum tilþrifum að við tókum bakföll af hlátri í bak- sætinu. Hann hafði unun af því að sanka að sér þekkingu og miðla henni. Hann átti það til að fá ár- áttu fyrir einhverju tilteknu efni og lesa um það endalaust sér til fróðleiks og ég dáðist oft að getu hans til að leggja hin ótrúlegustu smáatriði á minnið. Hann var duglegur að ganga á fjöll áður en golfið átti hug hans á sumrin og fórum við feðgin í ófáar göngur saman upp á tinda Ís- lands. Sumarið 2015 gengum við Laugaveginn með góðum hópi úr vinnunni hans og var það yndis- legur tími sem við fengum að eiga saman. Síðar fórum við í aðra ferð upp í Kverkfjöll og keyrðum Sprengisandsleið heim. Þetta eru dýrmætar minningar, við gátum ýmist spjallað í marga klukku- tíma eða setið saman í þögninni og notið þess eins að eiga stund saman. Skemmtilegast þótti mér þó þegar hann fór á flug og fræddi mig um allt mögulegt, sú tilfinning að hann væri að opna fyrir mér nýjar víddir hvarf mér aldrei. Pabbi var einstakur faðir en hann var líka frábær afi, alltaf einlægur og hlýr í garð barnanna. Þórdís fæddist 2012 og hann tók afahlutverkið strax alvarlega. Þau áttu afar fallegt samband og urðu fljótt bestu vinir. Þau ár sem við hjónin bjuggum erlendis var pabbi duglegur að heimsækja okkur, en við Elmar vissum alltaf að aðalhvatinn bak við heimsókn- ir hans var sterk tenging hans við afabarnið sitt. Þau hurfu inn í sinn eigin heim, byggðu heilu borgirnar úr kubbum, lásu ósköp- in öll af bókum og gáfu fuglunum að borða. Styrmir fæddist 2017 og þótt tími þeirra saman hafi verið stuttur þá var hann líka góður enda átti pabbi alltaf tíma aflögu fyrir börn sín og barnabörn. Ég vona að ég eigi eftir að vera börn- um mínum jafn góð móðir og pabbi var mér góður og kær faðir. Sorgin er djúp en ég veit að með tíð og tíma verður hún bæri- legri. Á meðan ég bíð einbeiti ég mér að þakklætinu fyrir að hafa verið dóttir Teits og sendi honum kveðju mína með hverjum fugli sem verður á minni leið. Nanna Teitsdóttir. Elsku pabbi. Mér finnst ég vera allt of ung til að missa þig. Ég á svo erfitt með að sjá fyrir mér lífið án þín. Mér líður eins og Atlas að reyna að halda uppi himninum en ég finn að ég er að þreytast og eina sem mig langar að gera er að sleppa takinu og leyfa himninum að falla. Ég veit að án þín verða sigrarnir aldrei jafn sætir og sorgin verður alltaf sársaukafyllri. Þú varst uppá- haldsferðafélagi minn, en ein uppáhaldsminningin mín úr ferðalagi var þegar við fórum saman á kajak á Havaí og það synti risaskjaldbaka við hlið kaj- aksins og við sátum þarna alveg þögul að fylgjast með henni. Orð fá því ekki lýst hvað ég er þakklát fyrir ferðina okkar til Lapplands og hvað það særir mig að við munum ekki fara saman í eyðimerkurferðina okkar sem við töluðum spennt um á meðan við reyndum að ylja okkur við arin- inn í Nellim. Við gátum setið sam- an í marga klukkutíma og okkur skorti aldrei umræðuefni, hvort sem það var sagnfræði, fuglateg- undir eða einfaldlega lífið. Það sem þú kenndir mér mun ávallt fylgja mér, og þá sérstaklega þetta: Gáfur, fegurð og styrkleiki skipta engu máli ef maður er ekki góð manneskja í grunninn. Jette, vinkona þín, sagði svo fallega: „Nú hefur stórt tré í skóginum fallið,“ en að mínu mati var það stærsta tréð sem féll. Þín dóttir, Embla. Teitur bróðir minn er allur. Við erum báðir fæddir í Eyrar- hvammi í Mosfellssveit, hann þremur árum eldri, en við vorum yngstir sex systkina. Hann hafði mikla þolinmæði gagnvart litla bróður sínum sem stundum elti hann eins og skugg- inn. Oftar en ekki fékk ég að fylgja með og fannst spennandi þegar ævintýri æskunnar voru á næsta leiti. Veiðiferðirnar voru eftirminni- legar. Ein ferð í Húnavatn þar sem við Teitur vorum með föður okkar. Teitur var alla tíð afar fisk- inn. Einn morgun á Brandanes- inu lentum við aldeilis í góðri veiði. Á um klukkustund veiddum við tæplega 50 sjóbleikjur. Teitur stóð þar fremstur í flokki. Hann hafði einfaldlega töframátt veiði- mannsins. Á unglingsárum treystum við Teitur enn meir bræðraböndin því sumarið 1978 réð ég mig sem kaupamann að Valdárási í Fitjár- dal. Teitur hafði verið þar tvö sumur á undan mér. Þetta sumar hóf hann störf við brúarsmíði. Aðra hvora helgi átti hann frí og kom þá heim að Valdarási og gisti með mér í risherberginu. Það var stoltur litli bróðir sem gekk í sveitastörfin með stóra bróður sínum. Stundum fór Teitur á sveitaböllin í nágrenninu. Kom þá fyrir að hann vakti mig upp á nóttunni eftir heimkomu, ögn slompaður þar sem hann reytti af sér brandara og sagði gamansög- ur. Fannst mér þetta svo spenn- andi að ég var farinn að vaka eftir honum þegar halla tók sumri. Sumarið 1981 elti ég Teit í brú- arvinnuflokkinn og naut ég þess að starfa honum við hlið. Ég ný- liði en hann einn af reynslubolt- unum. Hann var mikils metinn af strákunum í flokknum, kenndi þeim að meta almennilegt rokk og var sem áður hrókur alls fagn- aðar. Þetta sumar gripu örlögin og ástin hressilega inn í líf Teits. Þegar við vorum að brúa Svarf- aðardalsá hjá Dalvík kynntist hann Sossu sem síðar varð lífs- förunautur hans. Teitur gjörsam- lega kolféll fyrir henni og um jólin það ár flutti hann til Dalvíkur þar sem þau hófu búskap. Skipti Teit- ur algjörlega um gír og gerðist Dalvíkingur inn að beini. Þau eiga dæturnar Nönnu og Emblu. Aflaklóin Teitur gerði fiskinn að ævistarfi. Fyrst í frystihúsinu á Dalvík og síðar sem þátttakandi í fisksölu og útflutningi á erlenda markaði í áratugi. Japansárin voru Teiti og fjölskyldu hans mót- andi, hreinlega framandlegt að heimsækja þau eftir heimkomu frá Japan. Húsgögn, myndir og málverk, allt svo töfrandi frá austrænum slóðum. Árin liðu, samgangur varð minni með árunum en fyrir rúm- um tveimur árum hafði Teitur samband við mig og tjáði mér að hann ætlaði að taka húsið hjá sér í gegn og hvort ég vildi ekki sjá um raflagnirnar. Aftur sameinuð- umst við bræður í verki. Mikið var spjallað en samræðurnar orðnar dýpri en á unglingsárun- um. Hann hafði nýlokið lestri ævi- sögu Stalíns og rakti hana fyrir mér eins og honum einum var lag- ið á meðan dregnir voru vírar í rör og raflagnarefni sett á sinn stað. Í lok mars sl. hringdi hann í mig og sagði mér að hann hafði greinst með krabbamein sem hann tókst á við af æðruleysi og hugrekki allt til loka. Vertu kært kvaddur Teitur en minningin um um góðan bróður lifir um ókomna tíð. Trausti. Teitur Gylfason Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, OLGA HAFBERG, lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík þriðjudaginn 1. desember. Útförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 8. desember klukkan 13. Vegna aðstæðna verður einungis nánasta fjölskylda viðstödd, en athöfninni verður streymt á slóðinni https//www.sonik.is/olga. Aðstandendur vilja þakka starfsfólki hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir einstaka umhyggju og alúð. Olga Guðrún Snorradóttir Rúnar Ástvaldsson Engilbert Ó.H. Snorrason Sigrún Tómasdóttir Jón H.B. Snorrason Þóra Björnsdóttir Hlynur Hafberg Snorrason Alma Björk Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sambýliskona mín, dóttir, móðir, systir, tengdamóðir og amma, HERDÍS HÓLMSTEINSDÓTTIR geðhjúkrunarfræðingur, lést á Landspítala 2. desember. Útförin verður auglýst síðar. Baldur Garðarsson Hólmsteinn Steingrímsson Gestur Baldursson, Ása Baldursdóttir, Pétur Gunnarsson, Davíð Arnar Baldursson, Helga Hólmsteinsdóttir Steingrímur Hólmsteinsson og barnabörn María Jónsdóttir frá Kirkjulæk í Fljótshlíð hefur kvatt þetta líf eftir 102 ár. Hún hélt skírri hugsun og glöðu fasi fram til hins síðasta. Hún var eftirminnileg mann- kostakona og óvenjulega fjölhæf- ur snillingur. Hennar er sárt saknað af öll- um sem henni kynntust og finnst hún hafi farið of snemma. Þegar við Ólöf kona mín fórum um sýsluna okkar Maríu komum við oftar en ekki til hennar á Kirkjuhvoli. Þá tók hún okkur María Jónsdóttir ✝ María Jóns-dóttir fæddist 15. apríl 1918. Hún lést 4. nóvember 2020. María var jarð- sungin 20. nóv- ember 2020. með útbreiddan faðminn, hlýjum orðum og glaðlegu brosi. Frá henni streymdi lífsgleði. Hún hafði aldrei orð á því í okkar eyru að heilsa og kraftar væru farin að dvína. María var mikil listakona, hug- myndarík og fjöl- breytt voru lista- verkin sem spruttu fram af höndum hennar. Hún var alltaf að, jafnvel eftir að hún átti óhægt með að hreyfa sig og var að miklu leyti bundin við rúm og hjólastól. Hún hélt áfram þrátt fyrir fötlun sína að skapa listaverk, hvert á fætur öðru. Það var ótrúlegt að fylgjast með vinnubrögðum hennar. Veggirnir á herberginu hennar voru þaktir listaverkum af fjölbreyttri gerð og efnum. At- hyglisverð voru listaverkin sem skreytt voru með grjóti í mörgum litum, sem hún sótti í eyrar Þver- ár og Markarfljóts og hafði mulið í smátt með hamri og litaði mynd- ir sínar með. Það var frumleg hugsun og fáséð list. Klippimynd- ir af dýrum gerði hún fríhendis og voru þau ótrúlega eðlileg. Ég á listaverk eftir Maríu, sem prýða Suðurengi hjá höfðinu af Surtlu frá Herdísarvík, einni þekktustu sauðkind Íslendinga. Það eru Kýrnar á Kirkjulæk með fjósið og Þríhyrning í baksýn og kindur í fögrum sauðalitum hjá fjárhús- unum á Kirkjulæk og Vest- mannaeyjar í fjarska. Ærnar eru allar klæddar í reyfi úr ekta ís- lenskri ull. Á einum vegg er svo mynd af hestinum Hvítingi hnar- reistum á grænni grund, máluð í sterkum litum. María var snjöll kvæðakona. Hún hélt fornri hefð á lofti í anda föður síns, Jóns bónda Lárusson- ar að Hlíð á Vatnsnesi, sem var landsþekktur kvæðamaður. Hann kenndi börnum sínum og öðrum að kveða. María fór í 6 vikna tónleikaferð með föður sín- um, Sigríði systur sinni og Pálma bróður sínum suður á land, þegar hún var aðeins 10 ára gömul. Þau kváðu fyrir fullu húsi margsinnis og öfluðu með því fjár, sem létti kaupin á jörðinni Hlið. Tveimur árum síðar fóru þau María og Pálmi ásamt föður sínum og kváðu nokkrar tvísöngsstemmur inn á hljómplötu. Jón faðir Maríu kvað fyrir kónginn á Alþingishá- tíðinni við góðar undirtektir og María kvað ásamt afkomendum sínum fyrir Viktoríu drottningar- efni Svía. Þau kváðu einnig í Vesturheimi við góðar undirtekt- ir. María hafði unun af því að kenna öðrum að kveða. Hún var tónviss, raddfögur og þróttur raddarinnar óvenjulegur hjá svo fullorðinni konu. Mér þykir lík- legt, að enn fegurri hljómar ber- ist frá upphæðum, þegar rödd Maríu bætist í kórinn. Við þökkum starfsfólkinu á Kirkjuhvoli fyrir einkar hlýja umhyggjusemi í garð Maríu og allra annarra vistmanna á Kirkjuhvoli. Sigurður Sigurðarson dýralæknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.