Morgunblaðið - 07.12.2020, Page 25

Morgunblaðið - 07.12.2020, Page 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020 Útsölustaðir: Flest apótek, heilsuhillur stórmarkaða. Enzymedica býður uppá öflugustu meltingarensímin á markaðnum einungis eitt hylki með máltíð getur öllu breytt. Meltingarónot, uppþemba, vanlíðan, röskun á svefni og húðvandamál eru algengir fylgifiskar þegar gert er vel við sig í mat og drykk. ■ Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og öll efnaskipti líkamans. ■ Betri melting, meiri orka, betri líðan! ■ 100% vegan hylki. ■ Digest Basic hentar fyrir börn Gleðilega meltingu Börn Karls eru Jónas Þór, f. 18.11. 1990, ökukennari á Akureyri; tvíburarnir Ólína Ann og Stefanía Ann, f. 3.10. 1995, námsmenn í Dan- mörku, og Olga Kristín, f. 22.7. 2008, nemi við Grunnskólann á Hvammstanga. Stjúpbörn Karls eru Eðvarð Þór Helgason, f. 9.4. 1987, vélstjóri og vélaverkfræðingur; Ár- sæll Kristófer Ársælsson, f. 6.12. 1992, smiður, búsettur á Reykja- skóla í Hrútafirði, í sambúð með Svövu Karen Jónsdóttur, f. 8.10. 1984; Kristján Ársælsson, f. 5.5. 1994, verktaki á Hvammstanga, í sambúð með Fríðu Mary Halldórs- dóttur, f. 24.12. 1994, hárgreiðslu- konu. Barnabarn er Ísabella Lind Eðvarðsdóttir, f. 14.7. 2016. Systkini Karls eru Gunnlaugur Frosti Guðmundsson, f. 14.7. 1966, verktaki og fv. bóndi á Söndum, en núna búsettur á Mýrum 3, kvæntur Guðrúnu Hálfdánardóttur hús- freyju. Foreldrar Karls eru Guðmundur Karlsson, f. 27.10. 1931, d. 16.5. 2017, smiður og byggingarfulltrúi, og Erla Stefánsdóttir, f. 27.6. 1929, húsfreyja og bóndi á Mýrum 3 í Hrútafirði, en býr núna á dval- arheimili. Karl Guðmundsson Ingibjörg Jóhannsdóttir húsfreyja á Þverá og síðar Efra-Núpi, Núpssókn Páll Guðlaugsson bóndi á Þverá og síðar Efra-Núpi, Núpssókn Jónína Pálsdóttir húsfreyja og bóndi á Mýrum Stefán Ásmundsson bóndi á Mýrum Erla Stefánsdóttir húsfreyja og bóndi á Mýrum 3 í Hrútafirði Guðlaug Gestsdóttir húsfreyja í Snartartungu, síðar ekkja í Reykjavík Ásmundur Einarsson bóndi í Snartartungu í Bitrufirði, Strand. síðar á Mýrum við Hrútafjörð Margrét Elísabet Benediktsdóttir húsfreyja í Hnausakoti, síðar á Staðarbakka Guðmundur Gíslason hreppstjóri og bóndi í Hnausakoti í Miðfirði, síðar Staðarbakka Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja á Staðarbakka í Miðfirði, dó ung Karl Guðmundsson bóndi á Staðarbakka í Miðfirði og frumbyggi á Laugarbakka og bifvélavirki Magdalena Guðrún Einarsdóttir húsfreyja á Svertingsstöðum og Hvammstanga Guðmundur Sigurðsson bóndi Svertingsstöðum í Miðfirði og kaupfélagsstjóri á Hvammstanga Úr frændgarði Karls Guðmundssonar Guðmundur Karlsson bóndi, smiður og byggingafulltrúi á Mýrum 3 í Hrútafirði „ÉG VERÐ FRAMEFTIR Í KVÖLD. HANN VILL KENNA MÉR KRULLU.” „ÉG HELD AÐ ÉG SÉ AÐ FÁ MINNIÐ AFTUR! SPYRÐU MIG AÐ ÞVÍ HVER SIGRAÐI Á HM Í KNATTSPYRNU KARLA ÁRIÐ 2033.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þið fáið sömu hugmyndina. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann SÆDÝRASAFN HVAÐ EIGUM VIÐ MIKIÐ AF TARTARSÓSU? ÉG VIL FÁ SMÁKÖKUNA MÍNA NÚNA! PABBI, VISSIRÐU AÐ MOLDARGÓLF GERIR DJÖFLINUM AUÐVELDARA MEÐ AÐ TEYGJA SIG UPP, GRÍPA Í LAPPIRNAR Á ÞÉR OG DRAGA ÞIG TIL HELJAR!? HELGA! VIÐ FLÍSALEGGJUM Á MORGUN! Ólafur Stefánsson skrifaði á Boðn-armjöð 29. nóvember og kallar „Kvart“: Við eflumst í árstíðabaslinu, þótt áfram við skrælumst á hnaslinu. Það er nóvembernauð, nagað hvert brauð, í sótthemju síbyljudraslinu Skýringar. Hnasl = lélegur við- urgjörningur. Skrælast = draga fram lífið. Sótthemja = sóttvarnir. Síbylja = óstöðvandi tal. Annað skýrir sig sjálft Þann sama dag skrifaði Friðrik Steingrímsson: „Snjótittlingarnir bíða á þakinu meðan konan gefur þeim kornið, enda les hún þeim pist- ilinn ef þeir frekjast. Þessi varð til þegar hún gaf þeim í morgun“: Krílin litlu kornsins bíða þó komin séu langan veg, líkast munu lær’ að hlýða af langri reynslu eins og ég. Magnús Halldórsson segir svo frá: „Samstarfskona mín bakaði vöfflur, önnur rétti mér skál með rjóma og bað mig að þeyta. Efasemdir voru hvort ég gæti þeytt og sinnt gæslu. Ég fullyrti að enginn vandi væri fyrir karlmann að gera þrennt í einu. Lauk vísunni fyrr en þeytingu“: Úti í laug er allt í sóma, una börn þar laus við sút. Það er hægt að þeyta rjóma, þó að maður horfi út. Philip Vogler Egilsstöðum svar- aði: Þykir hérna þraut að gera þrennt í einu. Eitt með Magga er enn á hreinu: annar finnst ei betri í neinu. Ólafur Stefánsson átti síðasta orð- ið: Sumum verður ei neitt úr neinu næsta oft þá grípur fát. En þegar hann gerir þrennt í einu þá er samstarfskonan mát. Guðrún Bjarnadóttir yrkir: Rímorðið er mest við Mekku, múslimunum þakkir fel. Ég verð að nota Bröttubrekku, bara því hún stuðlar vel. Hólmfríður Bjartmarsdóttir hélt áfram: Mér finnst líka ef ég fer til Mekka að finna Alla á réttum stað að vínleysið sé bölvuð brekka en bara verð að hafa það. Hallmundur Kristinsson yrkir á feisbók: Ég á í bölvuðu basli og bjástri hvern einasta dag í þessu djöfulsins drasli sem drullast aldrei í lag! Til að gera ekki vini sína áhyggju- fulla tekur Hallmundur fram, að of- anritað sé einungis rímsins vegna! Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af snjótittlingum og þrennt í senn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.