Morgunblaðið - 07.12.2020, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.12.2020, Qupperneq 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020 Ómar Ingi Magnússon og Viggó Kristjánsson halda áfram að gera það gott með liðum sínum í þýsku 1. deildinni í handbolta. Ómar Ingi skoraði níu mörk fyrir Magdeburg í 30:25-sigri á Lemgo í gær. Gísli Þorgeir Kristjánsson bætti við þremur mörkum fyrir Magdeburg og Bjarki Már Elísson gerði fimm fyrir Lemgo. Viggó skoraði sjö mörk fyrir Stuttgart sem þurfti að sætta sig við 25:30-tap fyrir Wetzl- ar. Viggó er í öðru sæti yfir marka- hæstu menn með 83 mörk og Bjarki Már í fjórða sæti með 70 mörk. Fóru á kostum í Þýskalandi Ljósmynd/Stuttgart Tvö Viggó Kristjánsson er í öðru sæti yfir markahæstu menn. Nokkrir leikmenn sem hafa verið fastakonur í íslenska landsliðs- hópnum í knattspyrnu undanfarin ár íhuga nú að gefa ekki kost á sér í komandi landsliðsverkefni sam- kvæmt heimildum mbl.is og Morg- unblaðsins. Framtíð landsliðsþjálf- arans Jóns Þórs Haukssonar er í óvissu þessa dagana eftir óviðeig- andi ummæli hans í garð leikmanna liðsins þegar sæti í lokakeppni EM 2022 var fagnað í Búdapest í síð- ustu viku. Stjórnarmenn KSÍ munu funda í vikunni og taka ákvörðun um framtíð hans. bjarnih@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ísland Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Íhuga að gefa ekki kost á sér ENGLAND Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Harry Kane, framherji enska knatt- spyrnufélagsins Tottenham, skoraði mark númer 250 á ferlinum þegar liðið vann 2:0-sigur gegn Arsenal í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á Tottenham Hotspur-vellinum í Lundúnum í gær. Son Heung-min kom Tottenham yfir strax á 13. mínútu með frábæru skoti rétt utan teigs og Kane tvöfald- aði forystu Tottenham með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þar við sat. Kane hefur skorað 202 mörk fyrir Tottenham frá því hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2009. Þá hefur hann skorað 32 mörk fyrir enska landsliðið, níu fyrir Millwall þar sem hann var á láni árið 2012, tvö fyrir Leyton Orient þar sem hann var á láni árið 2011 og tvö fyrir Leicester þar sem hann var á láni ár- ið 2013. Þá var þetta mark númer 100 sem Harry Kane skorar á heimavelli Tottenham í öllum keppnum en framherjinn er einungis 27 ára gam- all og á því nóg eftir. Kane og Son mynda eitt besta sóknarparið í heimsfótboltanum í dag en Son hefur skorað tíu mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er næst markahæstur á meðan Kane hefur skorað átta mörk í deildinni. Saman eru þeir með ellefu mörk á milli sín, það er að segja þar sem þeir hafa skorað eftir stoðsendingu frá hvor öðrum. Aðeins Alan Shearer og Chris Sutton, Blackburn tímabilið 1995-96, og Ryan Fraser og Callum Wilson, Bournemouth 2018-19, hafa skorað fleiri mörk á milli sín á einu tímabili. Shearer og Sutton skoruðu þrettán mörk á milli sín og Fraser og Wilson tólf, en Kane og Son hafa enn þá fimm mánuði til þess að gera enn betur. Á meðan gengur ekkert hjá Ars- enal sem er án sigurs í síðustu fjór- um leikjum sínum í ensku úrvals- deildinni en síðasti sigurleikur liðsins var gegn Manchester United á Old Trafford 1. nóvember. Þá hefur liðið aðeins skorað eitt mark í síðustu fjórum leikjum en í fyrstu ellefu leikjum tímabilsins hef- ur Arsenal skorað tíu mörk. Neita að tapa á Anfield Sigurganga Englandsmeistara Liverpool á heimavelli sínum Anfield hélt áfram þegar liðið fékk Wolves í heimsókn í gær. Leikmenn Liverpool voru í miklu stuði gegn slökum Úlfum og unnu af- ar sannfærandi 4:0-sigur. Mohamed Salah kom Liverpool yfir á 24. mínútu en hann hefur nú skorað 82 mörk í ensku úrvalsdeild- inni frá því hann gekk til liðs við Liv- erpool frá Roma sumarið 2017. Þá hefur hann lagt upp önnur 29 mörk í deildinni og Egyptinn hefur því komið að 111 mörkum fyrir Liver- pool í ensku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann skorað 52 mörk á Anfield í ensku úrvalsdeildinni en aðeins Lionel Messi, Barcelona, og Robert Lewandowski, Bayern München, hafa skorað fleiri mörk á heimavöllum sínum frá 2017. Messi hefur skorað 63 mörk og Lew- andowski 59 mörk. Þá voru þeir Georginio Wijnaldum og Joel Matip einnig á skotskónum fyrir Liverpool en fjórða mark meistaranna reyndist sjálfsmark hjá Nélson Semedo, bakverði Úlfanna. Liðið er ósigrað á Anfield í 64 leikjum en Liverpool hefur unnið 53 þeirra og gert ellefu jafntefli. Þá hef- ur Liverpool skorað 169 mörk í þess- um 64 leikjum og aðeins fengið á sig 42 mörk. Í síðustu 32 leikjum sínum hefur liðið unnið 31 þeirra á Anfield en 64 leikir án taps er næstbesti heima- vallaárangur í sögu efstu deildar Englands. Aðeins Chelsea hefur gert betur en liðið lék 86 heimaleiki án þess að tapa frá 2004 til 2008. Enn einn endurkomusigurinn Manchester United heldur áfram að snúa leikjum sér í vil en liðið vann 3:1-sigur gegn West Ham á London- vellinum á laugardaginn eftir að hafa verið 1:0-undir í hálfleik. Portúgal- inn Bruno Fernandes kom inn á í hálfleik og sneri leiknum við. Portú- galinn hefur verið magnaður fyrir United síðan hann kom til félagsins frá Sporting fyrir 68 milljónir punda í janúar 2020. Fernandes hefur skorað 22 mörk og lagt upp önnur 14 í 38 leikjum fyr- ir United í öllum keppnum. Hann er að fá nýjan samning hjá félaginu sem mun gera hann að ein- um launahæsta leikmanni félagsins og á hann það svo sannarlega skilið. Óstöðvandi sóknardúett Tottenham AFP Sigur Ekkert fær stöðvað þá Harry Kane og Son Heung-min þessa dagana.  Liverpool skoraði fjögur fyrir framan 2.000 stuðningsmenn á Anfield Spánn Barcelona – Ademar León ..................36:25  Aron Pálmarsson skoraði 1 mark fyrir Barcelona Danmörk Aalborg – Lemvig ................................24:20  Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aal- borg. Mors – Holstebro ..................................26:27  Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 1 mark fyrir Holstebro. GOG – Bjerringbro/Silkeborg ..........34:33  Viktor Gísli Hallgrímsson varði 4 skot í marki GOG. Frakkland Aix – Nimes ...........................................30:17  Kristján Örn Kristjánsson skoraði 3 mörk fyrir Aix. Þýskaland Füchse Berlín – Melsungen.................32:30  Arnar Freyr Arnarsson skoraði 2 mörk fyrir Melsungen. Guðmundur Guðmunds- son þjálfar liðið. Flensburg – Göppingen.......................30:23  Janus Daði Smárason skorarði 2 mörk fyrir Göppingen. Hannover-Burgdorf – Balingen.........25:29  Oddur Gretarsson skoraði 3 mörk fyrir Balingen Wetzlar – Stuttgart..............................30:25  Viggó Kristjánsson skoraði 7 mörk fyrir Stuttgart en Elvar Ásgeirsson ekkert. Nordhorn – RN Löwen ........................24:29 Alexander Petersson skoraði ekki fyrir Lö- wen og Ýmir Örn Gíslason var ekki í hópi. Magdeburg – Lemgo............................30:25  Ómar Ingi Magnússon skoraði 9 mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist- jánsson 3.  Bjarki Már Elísson skoraði 5 fyrir Lemgo. B-deild: Emsdetten – Bietigheim......................28:23  Aron Rafn Eðvarðsson varði 11 skot í marki Bietigheim. Hannes Jón Jónsson þjálfar liðið. Hüttenberg – Aue.................................26:16  Sveinbjörn Pétursson varði 2 skot í marki Aue. Arnar Birkir Hálfdánsson skor- aði ekki. Svíþjóð Ystad – Kristianstad ............................30:28  Teitur Örn Einarsson skoraði 2 mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Andrés Guð- mundsson 1. Noregur Bækkelaget – Drammen .....................29:33  Óskar Ólafsson skoraði 7 mörk fyrir Drammen EM kvenna í Danmörku D-riðill: Þýskaland – Noregur...........................23:42  Þórir Hergeirsson þjálfar norska liðið. Pólland – Rúmenía ................................24:28 Staðan: Noregur 4, Þýskaland 2, Rúmenía 2, Pólland 0. A-riðill: Slóvenía – Frakkland............................17:27 Svartfjallaland – Danmörk...................19:28 Staðan: Danmörk 4, Frakkland 4, Svart- fjallaland 0, Slóvenía 0. B-riðill: Tékkland – Rússland ............................22:24 Spánn – Svíþjóð .....................................23:23 Staðan: Rússland 4, Svíþjóð 3, Spánn 1, Tékkland 0. C-riðill: Holland – Serbía....................................25:29 Serbía – Ungverjaland..........................26:38 Króatía – Holland..................................27:25 Staðan: Króatía 4, Ungverjaland 2, Serbía 2, Holland 0. HANDBOLTI Landsliðskonan Ingibjörg Sigurðar- dóttir fagnaði í gær norska meistara- titlinum í fótbolta er lið hennar Vålerenga vann sannfærandi 4:0- sigur á Arna-Bjørnar í lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar. Ingibjörg kom Vålerenga í 2:0 á 17. mínútu með sínu fimmta marki á tímabilinu, en hún hefur aldrei skor- að eins mikið á einu tímabili. Með sigrinum fullkomnaði hún góða knattspyrnuviku en Ingibjörg lék all- an leikinn er Ísland vann Ungverja- land ytra í undankeppni EM síðast- liðinn þriðjudag, 1:0, en sigurinn tryggði íslenska liðinu sæti á loka- móti EM á Englandi sumarið 2022. Meistaratitillinn er sá fyrsti hjá Vålerenga en Lillestrøm er meistari síðustu sex ára. Ingibjörg gekk í raðir norska félagsins frá Djurgården í Svíþjóð fyrir tímabilið og lék 16 af 18 leikjum liðsins í deildinni á leiktíðinni og var í lykilhlutverki. Tímabilið er ekki búið hjá Våler- enga því liðið mætir danska liðinu Brøndby í 32-liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu og fer fyrri leikurinn fram 10. desember í Noregi. Þá mæt- ast Vålerenga og Lillestrøm í úrslita- leik norska bikarsins þremur dögum síðar. Ljósmynd/Vålerenga Meistarar Vålerenga fagnar fyrsta Noregsmeistaratitlinum í gær. Ingibjörg skoraði og fagnaði meistaratitli Spánn Fuenlabrada – Valencia ......................61:68  Martin Hermannsson skoraði 11 stig, tók 2 fráköst og gaf 3 stoðsendingar fyrir Valencia. Juventud Badalona – Zaragoza..........88:81  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 6 stig, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar hjá Zaragoza. Andorra – Real Betis ...........................72:55  Haukur Helgi Pálsson skoraði 5 stig, tók 10 fráköst og gaf 3 stoðsendingar hjá An- dorra. Þýskaland Chemnitz – Frapport Skyliners .........70:83 Jón Axel Guðmundsson skoraði 15 stig, gaf 5 stoðsendingar og tók 2 fráköst hjá Frap- port. Litháen Pieno Zvaigzdes – Siauliai ..................87:64  Elvar Már Friðriksson skoraði 15 stig, tók 3 fráköst og gaf 2 stoðsendingar hjá Si- auliai. Bretland Deildabikarinn, undanúrslit Leicester Riders – Cardiff Met A. ......67:27  Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 10 stig, tók 8 fráköst og gaf 3 stoðsendingar með Leicester. KÖRFUBOLTI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.