Morgunblaðið - 07.12.2020, Side 29

Morgunblaðið - 07.12.2020, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is 71% SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ STÓRKOSTLEGA VEL GERÐNÝ MYND FYRIR FJÖLSKYLDUNA FRÁROBERT ZEMECKIS. SPLÚNKUNÝ GR ÍNMYND FRÁBÆR NÝ JÓLA TEIKNIMYND MEÐ ÍSLENSKU TALI FYRIR ALLA FJÖSLSKYLDUNA. Með enga tengingu við tíðarandann nefnist nýútkomin breiðskífa tvíeyk- isins BRRóðir BIG, þ.e. þeirra Brr the Beat Maker og Bróður BIG, gefin út af Birthday Boy Records. Bróðir BIG, réttu nafni Birkir Kristján Guð- mundsson, var upphaflega einn á ferð, áður en Brr the Beat Maker, réttu nafni Bjarni Rafn Ragnarsson, kom til sögunnar og við bættist eitt R í Bróður. Eysteinn Ey- vindsson hannaði umslag plötunnar og Kéz LcF letrið, blaðamaður nefnir við Birki að það sé nokkuð spaugilegt, einhvers konar sveitasæla þar á ferð. „Platan er svolítið tvískipt,“ svarar Birkir. „Á fyrri partinum er ég að fjalla um svolítið mikilvæg málefni sem getur verið svolítið þungt og erf- itt … bætir upp fyrir allt þetta erfiða. Plötukóverið er þannig að allt er voðalega fallegt framan á en allt voðalega ljótt aftan á,“ segir Birkir en á afturhliðinni má sjá mengun, dýr flutt til slátrunar og hunda að grafa upp beinagrind, svo eitthvað sé nefnt. Flóttafólk og vegan-skilaboð – Hvaða erfiðu umfjöllunarefni eru á neikvæðu hliðinni? „Til dæmis fjallar lagið „Dúfa“ um stríð og flóttafólk og lagið „Sjúkt ástand“ fjallar um hvað við komum illa fram við dýr, vegan-skilaboð í því,“ svarar Birkir. Einnig komi við sögu ill meðferð fólks á öðru fólki og tveir vinir hans sem nú eru látnir. „Mig langaði með þessari plötu að koma frá mér mikilvægum málefnum, hingað til hef ég aðallega verið að leika mér með orð,“ segir Birkir. Héð- an í frá muni hann svo einbeita sér að því að gera skemmtilega tónlist. En hvað skyldi þá vera á jákvæðri hlið plötunnar? „Það er bara eitthvað skemmtilegt, skemmtilegt rapp með góðu vibe-i,“ svarar Birkir. Fyrsta lagið á þeirri hlið heiti „Eina leiðin“ sem snúist um að taka af skarið og gera sitt sem sé eina leiðin. „Svo eru þetta bara skemmtilegar rappvísur og ekki mikill alvarleiki.“ – Þið vinnið saman, þið Brr the Beat Maker, hvernig rapp aðhyllist þið? Í hvað sækið þið innblástur? „Við erum báðir hreinræktaðir hipphopp-hausar og höfum hlustað á allt hipphopp síðustu 30 ár. Ég fæ oft þennan „old school“-stimpil á mig en ég yrði móðgaður ef fólk færi að kalla þessa plötu „old school“ því sándið á henni er svo nýtt. Mér finnst ekkert „old school“ við þetta þótt trommu- takturinn sé kannski þetta týpíska „boom bap“ hipphopp,“ svarar Birkir. Innblásturinn komi úr öllum áttum og líka frá annars konar tónlist en hipphoppi. Góðir gestir Friðrik Þór Jóhannsson sá um upp- tökustjórn og hljóðblöndun plötunnar, Bróðir BIG um rappið, DJ Bricks um svokallað plötuklór og Fonetik Simbol masteraði. Góðir gestarapparar koma við sögu og bera skrautleg nöfn eins og rappara er siður: Kött Grá Pjé, Vi- vid Brain, Peter Overdrive, Morg- unroði, M.V. Elyahsyn úr Regni, Holy Hrafn, MC Bjór og Stelpurófan úr Krakk & Spaghettí. Um hljóðfæraleik á plötunni sáu hljómborðsleikarinn Magnús Jóhann Ragnarsson, tromm- arinn Magnús Trygvason Eliassen og bassaleikarinn Zakarías Herman Gunnarsson. Geisladiskar og bolir verða til sölu á samfélagsmiðlum hjá Bróður BIG og Brr eða með tölvu- pósti á brodirbig@gmail.com og verða vínylplötur framleiddar eftir pönt- unum. Plötuna má svo finna í staf- rænni útgáfu á netinu og meðal ann- ars á Spotify. helgisnaer@mbl.is Ljósmynd/Geirix Rímnaflæði Rapparinn Bróðir BIG sést hér einbeittur á tónleikum. Jákvæðar og neikvæðar hliðar  Breiðskífa dúósins BRRóður BIG, Með enga tengingu við tíðarandann, fjallar um ólíkar hliðar til- verunnar  „Ég yrði móðgaður ef fólk færi að kalla þessa plötu „old school“,“ segir Bróðir BIG Dóttir hafsins heitir skáldsaga fyrir ungmenni eftir Kristínu Björgu Sigurvinsdóttur, sem er hennar fyrsta skáldsaga og fyrsta bókin í þríleik sem hún nefnir Dulstafi. Hún segist lengi hafa gengið með það í maganum að skrifa bók og reyndar lagt drög að henni þrettán ára gömul. „Ég byrjaði að skrifa tólf ára gömul og það var eitt af mínum helstu áhugamálum. Þegar ég var þrett- án ára skrifaði ég fyrstu útgáfu af sögunni og hélt svo áfram að skrifa næstu bækur í þríleiknum alveg þar á síðasta ári í mennta- skóla. Þá fór lífið einhvern veginn á fullt og svo byrjaði svo í lög- fræði. Ég varð að einbeita mér að fullu að lögfræðinni. enda mjög krefj- andi nám og á meðan lagði ég skrifin nánast alveg til hliðar. Það var ekki fyrr en ég var búin að vinna sem lögfræðingur í tæp tvö ár að ég tók þetta gamla handrit upp úr skúffunni og las það aftur. Það kom mér svona líka skemmti- lega á óvart og ég ákvað að endur- skrifa alla bókina en byggja hana samt á hugmyndunum úr gamla handritinu.“ Dóttir hafsins segir frá Elísu, unglingsstúlku sem býr í sjávar- plássi á Vestfjörðum. Kristín segir að Vestfirðir hafi orðið fyrir valinu þar sem veigamikil atburðarás eigi sér stað í Norður-Íshafi og henni hafi fundist Vestfirðir passa svo vel inn í sögusviðið. Elísa segir hún að sé að einhverju leyti byggð á henni sjálfri. „Þegar ég skrifaði bókina 13 ára þá studdist ég við hvernig ég sjálf hefði mögulega brugðist við í aðstæðum og reyndi að setja mig í hennar spor.“ — Þegar Elísa „týnist“ kemur vel í ljós að raun hugsar allt þorp- ið um hana, enda standa allir meira og minna jafnir, en sam- félagið í sjónum er býsna ólíkt. „Já, ég vildi hafa þau ólík. Ég vildi ekki einfaldlega færa menn- ingu manna neðansjávar heldur vildi ég búa til eitthvað nýtt og öðruvísi, hafa aðrar reglur og hefðir. Eftir því sem maður kynn- ist marþjóðinni betur var það ein- mitt mín von að lesandi sæi að undir hörðu yfirborði leyndist hlýja og traust vinátta.“ arnim@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Byrjaði ung„Ég byrjaði að skrifa tólf ára gömul og það var eitt af mínum helstu áhugamálum,“ segir rithöfundurinn Kristín Björg Sigurvinsdóttir. Elísa leggur á djúpið  Dóttir hafsins er fyrsta bók í þríleik Kristínar Bjargar Sigurvinsdóttur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.