Morgunblaðið - 07.12.2020, Blaðsíða 32
Karlakórinn Fóstbræður, undir stjórn Árna Harðarsonar,
hefur sent frá sér tvöfaldan hljómdisk sem ber heitið
Cantico. Á honum eru ný verk eftir íslenska höfunda,
Hreiðar Inga Þorsteinsson og Viktor Orra Árnason, sem
samin voru fyrir kórinn á 100 ára afmæli hans árið
2016 og valin meistaraverk 20. aldarinnar sem
karlakórar um allan heim sækja í. Eru það verk eftir
Benjamin Britten, Gustav Holst, Samuel Barber,
Randall Thompson, Francis Poulenc og Camille
Saint-Säens. Flytjendur, ásamt kórnum, eru Benedikt
Kristjánsson tenór og Steinunn Birna Ragnarsdóttir
píanóleikari auk kammerhópa sem hljóðfæraleikarar úr
Sinfóníuhljómsveit Íslands skipa.
Fóstbræður gefa út tvöfaldan disk
MÁNUDAGUR 7. DESEMBER 342. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Tottenahm og Liverpool sitja áfram í toppsætum ensku
úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar.
José Mourinho og lærisveinar hans fengu Arsenal í
heimsókn á Tottenham Hotspur-völlinn og unnu ná-
granna sína 2:0. Harry Kane og Son Heung-min skoruðu
mörk Tottenham sem tapaði síðast deildarleik 13. sept-
ember og virðist til alls líklegt á tímabilinu. Þá skoruðu
Englandsmeistarar Liverpool fjögur mörk gegn Wolves
þegar liðin mættust á Anfield en Liverpool er ósigrað í
síðustu 64 deildarleikjum sínum á Anfield. »27
Baráttan harðnar á toppi ensku
úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Um þessar mundir eru sjö ár síðan
Sunna Pam Olafson-Furstenau kom
sjálfseignarstofnuninni Icelandic
Roots (IR) á koppinn í þeim tilgangi
að safna saman upplýsingum um
sögu og ættir Íslendinga og ís-
lenskra vesturfara, veita aðgang að
þeim gegn gjaldi og styrkja þannig
málefni, sem tengjast Vesturheimi
og Íslandi. „Við höfum veitt yfir
102.000 dollara í styrki frá upphafi
og þar af um 7.500 dollara í Vest-
urheimi og um 5.000 dollara á Íslandi
í ár,“ segir hún, um 13 milljónir
króna, og leggur áherslu á að IR
komi öllum að notum, jafnt Íslend-
ingum sem öðrum.
Á árlegri Íslendingahátíð í Mount-
ain í Norður-Dakóta (August the
Deuce) sameinast fjölskyldur, ætt-
ingjar og vinir af íslenskum ættum.
George A. Freeman byrjaði með
ættfræðisetur í tengslum við hana
2003, veitti gestum og gangandi upp-
lýsingar um ættartengsl og þess
háttar. „Ég gekk til liðs við hann og
við notuðum gagnagrunn Hálfdáns
Helgasonar, sem ég fékk síðan til af-
nota fyrir IR 2013,“ segir Sunna. Ís-
lendingum á ferðalagi hafi verið
hjálpað við að komast í samband við
ættingja í Norður-Dakóta og Mani-
toba og upplýsingagjöfin hafi gengið
mjög vel. Þegar hún hafi verið beðin
um að fara í fyrirlestraferð um Ís-
land með erindi sem hún nefndi „The
Love of Iceland in America“ 2012
hafi hún opnað netsíðuna ice-
landicroots.com til að blogga um
ferðina og fræða jafnframt lesendur
um Ísland, söguna og íbúa landsins.
„Ég hef skrifað yfir 300 blogg, en nú
sér sérstakur hópur sjálfboðaliða hjá
IR að mestu um skrifin,“ segir hún
og áréttar að hún eigi ekki IR, allt
starf sé unnið af sjálfboðaliðum og
allur hagnaður renni til góðra mála.
Hlaðvarp ungs fólks í janúar
Sjálfboðaliðar IR eru ekki aðeins í
Norður-Ameríku og á Íslandi heldur
einnig til dæmis í Ástralíu og Bras-
ilíu. Sunna segir að þar á meðal séu
17 ættfræðingar og fimm tæknimenn
auk sagnfræðinga, kortagerðar-
manna, sérfræðinga í upplýsinga-
tækni og svo framvegis. Í ættfræði-
grunninum, sem allir geti keypt
aðgang að, séu um 707.000 nöfn og
um 2.000 manns bætist við mánaðar-
lega. Upplýsingar séu af ýmsum
toga og þar á meðal megi finna 1.558
kirkjugarða og yfir 26.000 staði, sem
tengist fólkinu. „Hópar sjálfboðaliða
vinna ómetanlegt starf á hverjum
degi,“ segir hún.
Ýmislegt er sér til gamans gert
hjá IR og þar er til dæmis boðið upp
á spjall, mismunandi námskeið og
viðburði. Þar má nefna líkamsrækt-
arverkefnið „Fótspor til gamans“,
sem dró að sér 136 manns, en IR er
með um 600 áskrifendur. „IR er ekki
einungis nöfn og tölur heldur svo
mikið meira,“ segir Sunna og leggur
áherslu á að áskrift sé ekki nauðsyn-
leg til að taka þátt í ýmsum verk-
efnum. „Líkamsræktarverkefnið var
sérstök fjáröflun, stóð yfir í átta vik-
ur og var frábært. Margir voru með
vegna þess að þeir eru hreyknir af ís-
lenska upprunanum og við söfnuðum
5.289 dollurum.“
Sunna lítur björtum augum til
framtíðarinnar og nefnir að eftir ára-
mót fari ungt fólk af stað með hlað-
varp (e. podcast), þar sem fjöl-
breytnin verði í fyrirrúmi. „Við
höldum bara áfram að bæta við og
eflast eins og við getum.“
Icelandic Roots Netfundur sjálfboðaliða á Zoom í heimsfaraldri. Sunna Furstenau er önnur til vinstri í efstu röð.
Öflugir sjálfboðaliðar
IR hefur styrkt íslensk málefni vestan hafs og austan í sjö ár