Morgunblaðið - 09.12.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Fæst í verslunum okkar
á Selfossi og í Ármúla 42
KINDAsögur
2. BINDI
að Fjallabaki. Páll segir að á miðju
sumri, þegar faraldurinn hægði á sér,
hafi útlendingum fjölgað. Komum
þeirra hafi fækkað að nýju og allt
farið í lás þegar tvöföld skimum var
tekin upp við komuna til landsins 19.
ágúst sl.
Klárum gönguna alla leið
Páll segir að strangir verkferlar
hafi gilt í skálunum allt þetta ár;
hólfaskipting, stýring á salerni, eld-
hús og gistirými, tveggja metra regla,
grímuskylda síðari hluta sumars og
spritt um allt. Skálaverðir og farar-
stjórar hafi staðið sig eins og hetjur
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Verulegur samdráttur varð í gisti-
nóttum í skálum Ferðafélagsins á
Laugaveginum í sumar. Nokkuð sem
mátti búast við í kjölfar kórónuveiru-
faraldursins, að
sögn Páls Guð-
mundssonar
framkvæmda-
stjóra. Hann segir
hins vegar sér-
staklega ánægju-
legt hversu vel
gestir hafi tekið
tilmælum um per-
sónulegar smit-
varnir. Niðurstaðan sé sú að ekkert
smit hafi komið upp í skálunum, né
annars staðar á vettvangi Ferða-
félagsins, sem sé eftirtektarverður
árangur í nábýlinu á fjöllum því þrátt
fyrir allt hafi þúsundir gesta gist í
skálum Ferðafélagsins.
Í stað 14 þúsund gistinátta eins og
sumarið 2019 voru gistinæturnar í
skálunum á Laugaveginum um sex
þúsund á liðnu sumri. Samdrátturinn
nemur um 60% og segir Páll að
Ferðafélaginu hafi tekist að aðlaga
starfsemina að þessum samdrætti.
Íslendingar voru um 70% gesta í
sumar, sem er kúvending frá árunum
á undan þegar útlendingar voru um
og yfir 90% skálagesta í Friðlandinu
og skilaboðin frá sumrinu séu að
hægt sé að ná árangri með því að
fylgja sóttvarnareglum.
„Við erum að tala um mikinn fjölda
fólks í ferðum og fjallaverkefnum og
allt þetta fólk á mikið hrós skilið. Það
er hægt að ná árangri í baráttunni við
veiruna með því að fylgja sóttvarna-
reglum. Um leið vitum við að smit
getur komið upp hvenær sem er og
hjá hverjum sem er. Við bönkum því í
borðið og segjum 7, 9, 13. Nú þegar
stutt er eftir á tindinn skiptir máli að
sýna þrautseigju og dug og klára
gönguna alla leið,“ segir Páll Guð-
mundsson.
Fækkun í fjallaskálum
Ekkert smit á vettvangi Ferðafélagsins Strangir verkferlar
Páll Guðmundsson Ljósmynd/Ferðafélagið-Erla
Af Dýjadalshnúk Ferðafélagið skipuleggur margvísleg fjallaverkefni.
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
„Við erum himinsæl með þetta sam-
starf,“ segir Steingrímur Birgisson,
forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Fyrir-
tækið mun um komandi áramót taka
við umboði á Íslandi fyrir húsbíla-
keðjuna Touring Cars, TCR, sem er í
hópi þeirra stærstu á húsbílaleigu-
markaðnum, var með á bilinu 80 til 90
bíla á Íslandi þegar mest var. Sá floti
bætist við þá upp undir 150 bíla sem
Bílaleiga Akureyrar á og leigir út.
Steingrímur segir að forsvars-
menn Touring Cars hafi af fyrra
bragði haft samband við Bílaleigu
Akureyrar og óskað eftir viðræðum
um samstarf. Þeim lauk svo með und-
irritun á samstarfssamningi sem
gildir að minnsta kosti til næstu fimm
ára.
„Við erum afskaplega ánægð og
stolt með þessa miklu viðurkenningu
á okkar góða starfi, en við höfum
starfrækt húsbíladeild hjá okkur um
langt skeið, eða í 45 ár.“
Góð viðbót við reksturinn
TCR er ein af stærri húsbílakeðj-
um heims, með starfsstöðvar í 12
löndum, á fjöldann allan af húsbílum
og hefur yfir að ráða góðum hópi
fastra viðskiptavina.
„Þetta er virkilega góð viðbót við
okkar rekstur og styrkir mjög okkar
starfsemi í tengslum við útleigu á
húsbílum,“ segir Steingrímur og
bætir við að starfsfólk Bílaleigu
Akureyrar muni í kjölfar samstarfs-
ins eiga þess kost að sækja námskeið
á vegum TCR, t.d. varðandi almenna
afgreiðslu, þjónustu við viðskiptavini,
viðhald bílanna og allt sem þeim við-
kemur og hafi þannig aðgang að yfir-
gripsmikilli þekkingu á þessu sviði.
„Fyrirtækið hefur verið starfandi
um langt skeið og starfsfólk býr yfir
mikilli alþjóðlegri reynslu sem við
fáum aðgang að.“
Þá bætir hann við að um þekkt
vörumerki sé að ræða, einkum í Evr-
ópu, og með samstarfinu náist einnig
innkaupasamband varðandi varahluti
og viðhald sem og kaup á bílum.
Húsnæði dugar en
bæta þarf við starfsfólki
Samstarfið kalli ekki á miklar
breytingar á húsbíladeild Bílaleigu
Akureyrar, en fyrirtækið á um það
bil 150 húsbíla. Húsnæði sé fyrir
hendi sem ekki þurfi að gera breyt-
ingar á, en fyrir liggur að umsvif
muni aukast og að bæta þurfi við
starfsfólki eftir því sem eftirspurn
eykst aftur á næstu árum.
Steingrímur segir að starfsemi
húsbíladeildar hafi vaxið í áranna rás.
Einkum hafi útleiga á slíkum bílum
aukist undanfarin fjögur til fimm ár.
Erlendir ferðamenn voru svo gott
sem einu viðskiptavinir fyrirtækisins
í húsbíladeildinni, en á liðnu sumri
brá svo við að Íslendingar þeystu um
landið í miklum mæli á húsbílum sem
þeir tóku á leigu.
„Fólk fór lítið sem ekkert til út-
landa og landsmenn voru hvattir til
að ferðast innanlands. Það var greini-
legt að landsmenn tóku þann bolta á
lofti og óku um landið, m.a. í tölu-
verðum mæli á húsbílum sem þeir
leigðu,“ segir hann.
Hagkvæmur ferðamáti
Steingrímur telur að ferðaþjón-
ustan verði komin í svipað horf og
fyrir kórónuveiru eftir nokkur ár,
2023 til 24.
„Þetta mun taka tíma en við verð-
um vel undirbúin og með góðan flota
af húsbílum sem og öðrum bílum auð-
vitað. Það hefur færst í vöxt að er-
lendir ferðamenn kjósi að ferðast um
landið í húsbíl. Það er hagkvæmt,
þeir eru þá með ökutæki og gistingu
klára og geta ráðið hvert leiðin liggur
hvern dag,“ segir hann. Bílarnir eru
misstórir, algengast er að leigja
tveggja manna bíla en þeir eru líka til
stærri, fjögurra manna og upp í bíla
sem hafa gistirými fyrir sex manns.
Semja við stóra húsbílakeðju
Bílaleiga Akureyrar gerir samstarfssamning við húsbílakeðjuna Touring Cars Allt að 90 húsbílar
bætast við 150 bíla flota sem fyrir er Mikil viðurkenning á okkar starfi, segir Steingrímur Birgisson
Ljósmynd/Bílaleiga Akureyrar
Húsbílar Floti Bílaleigu Akureyrar telur nú um 150 húsbíla en með samningi við Touring Cars bætast við allt að 90 bílar. Hér er einn við Foss á Síðu.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Forstjóri Steingrímur Birgisson stýrir Bílaleigu Akureyrar. Hann segir
samninginn við Touring Cars afar mikilvægan fyrir bílaleiguna.