Morgunblaðið - 09.12.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 1001 - VÍÐÞEKKT ÞÆGINDI
Byggt á fyrsta DUX rúminu sem var framleitt árið 1926, þetta er sannarlega það sem draumar eru byggðir á.
Systurflokkarnir Samfylking ogViðreisn keppast við að sverta
sjávarútveginn í landinu. Ólafur
Marteinsson benti á nýlegan pistil
Benedikts Jóhannessonar sem af-
bakað hefði vísitölur sjávarútvegs,
sem er fjármagnsfrek atvinnugrein,
til að gera greinina tortryggilega:
Til þess að dragafram hversu
fjármagnsfrek at-
vinnugrein sjávar-
útvegur er og
hversu mikilvægt
það er að eiginfjár-
staða sjávarútvegs-
fyrirtækja sé sterk
þá má nota samlík-
ingu Benedikts um
útgerð og íbúðar-
húsnæði, en kannski
í aðeins öðru sam-
hengi en Benedikt
býður upp á.
Það kostar um átta milljarðakróna að smíða frystitogara
eins og Sólberg ÓF frá Ólafsfirði, en
fasteignamat alls íbúðarhúsnæðis á
Ólafsfirði er um sjö milljarðar
króna. Benedikt bregður gjarnan
yfir sig blæju frjálslyndis, víðsýni og
sanngirni. En bak við grímuna er
maður sem hirðir ekki um stað-
reyndir, beitir talnabrellum til þess
að leiða upplýsta umræðu af vegi.
Hann reynir að læða inn þeimótta að útgerðarmenn séu að
eignast allt Ísland. Það er líklega af
ráðnum hug að hann notar alltaf
orðið útgerðarmenn í stað sjávar-
útvegsfyrirtækja, enda er það í takt
við skrumskælingu hans um að sjáv-
arútvegur hafi að geyma örfáa ein-
staklinga sem maka krókinn. Það er
auðvitað fjarri sanni.
Benedikt segist vera maðurfrjálslyndis, sanngirni og víð-
sýni, en er bara, þegar nánar er að
gáð, ísmeygileg útgáfa af popúl-
ista.“
Ólafur
Marteinsson
Ísmeygileg útgáfa
STAKSTEINAR
Benedikt
Jóhannesson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Umferðin á höfuðborgarsvæðina fer
hægt vaxandi þessa dagana þrátt
fyrir sóttvarnatakmarkanir en er
eftir sem áður miklu minni en á sama
tíma fyrir ári. Í seinustu viku jókst
umferðin yfir lykilmælisnið Vega-
gerðarinnar um 2,4% frá vikunni á
undan. „Svo virðist sem umferðin sé
hægt og bítandi að aukast og ljóst að
reglur um sóttvarnir hafa ekki sömu
áhrif á umferðina núna og reyndin
varð í vor. Eigi að síður mælist gríð-
armikill samdráttur,“ segir í umfjöll-
un Vegagerðarinnar, sem birtir nú
vikulega niðurstöður umferðarmæl-
inga. Sé litið á umbreytinguna frá
síðasta ári kemur í ljós að umferð á
höfuðborgarsvæðinu var 16% minni í
seinustu viku en í sömu viku í desem-
ber í fyrra.
Í greiningu Vegagerðarinnar á
þróun umferðarinnar í þriðju bylgju
veirufaraldursins kemur fram að
umferðin dróst mest saman í 42. viku
ársins, þ.e.a.s. frá 12.-18. október,
eða um rúmlega 23% „en síðan þá má
greina að samdrátturinn hafi hægt
og rólega en sveiflukennt orðið
minni og minni“, segir þar.
Í seinustu viku dróst umferðin
saman frá sömu viku í fyrra um
23,2% á Hafnarfjarðarvegi, 16% á
Vesturlandsvegi og um 11,6% á
Reykjanesbraut. omfr@mbl.is
Umferðin eykst hægt og bítandi
Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er
nú 16% minni en á sama tíma í fyrra
Morgunblaðið/Eggert
Bílar Umferðin fer jafnt og þétt
vaxandi á höfuðborgarsvæðinu.
ELKO mun á morgun opna nýja
verslun sína á Akureyri, við
Tryggvabraut 18 með aðgengi frá
Furuvöllum. Húsnæðið er um 1.000
fermetrar að flatarmáli og innréttað
frá grunni miðað við nýtt útlit versl-
anakeðjunnar. Starfsmenn verða 10
talsins í föstu starfi en búist er við
öðrum eins fjölda í hlutastörfum.
Opnun ELKO á Akureyri hefur
staðið til um nokkurt skeið en ýmsar
áskoranir hafa komið upp við að
opna nýja verslun við 10 manna sam-
komutakmarkanir, segir í tilkynn-
ingu frá fyrirtækinu. Með nýjum
sóttvarnareglum, sem taka gildi á
morgun, verður þó hægt að fjölga
viðskiptavinum í einu inni í versl-
unum. Haft er eftir Hauki Má Her-
geirssyni, verslunarstjóra á Akur-
eyri, að með opnuninni sé stigið
stórt skref í átt að því að færa þjón-
ustu og vöruúrval nær viðskipta-
vinum ELKO á Norðurlandi.
Verslunin verður opnuð klukkan
11 á morgun.
„Hugað verður að öllum sótt-
vörnum eins og best verður á kosið,
grímuskylda í verslun og viðskipta-
vinir taldir inn,“ segir Haukur Már.
ELKO opnar nýja
verslun á Akureyri
1.000 fermetra húsnæði við Tryggvabraut
Ljósmynd/ELKO
Akureyri Ný raftækjaverslun ELKO verður opnuð á morgun klukkan 11.