Morgunblaðið - 09.12.2020, Page 15
MINNINGAR 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020
✝ Helena BjörgGuðmunds-
dóttir, Baddý,
fæddist í Landlyst
í Vestmannaeyjum
2. maí árið 1936.
Hún lést á hjúkr-
unarheimili Hrafn-
istu 22. nóvember
2020. Foreldrar
hennar voru Sig-
rún Þórhildur
Guðnadóttir hús-
freyja, f. 16. janúar 1912, d. 20.
desember 1993, og Guðmundur
Hróbjartsson skósmiður, f. 6.
ágúst 1903, d. 20. ágúst 1975.
Systkini voru Guðrún Jónína, f.
17. apríl 1932, d. 6. september
1989, Halldóra, f. 29. nóvember
1934, d. 2. júní 2009, Konráð, f.
30. desember 1938, d. 14. nóv-
ember 2016, Sesselja, f. 8.
ágúst 1940, d. 9. janúar 1987,
þar til þau fluttu til Reykjavík-
ur 1968. Helena byrjaði ung að
syngja og söng m.a. í barnakór
KFUM og K og í kirkjukór
Vestmannaeyja frá 15 ára aldri
þar til hún flutti til Reykjavík-
ur. Hún hóf að syngja með
Pólýfónkórnum fljótlega eftir
komuna til Reykjavíkur og
söng með honum í tíu ár, einn-
ig var hún í kirkjukór Bústaða-
kirkju og síðan sungu þau
hjónin saman í kór eldri borg-
ara Vesturgötu 7, Söngfuglum,
og kór eldri borgara í Reykja-
vík Stangarhyl 4. Þau hjónin
fóru í mörg ferðalög á vegum
kóranna meðal annars til
Stokkhólms, Ítalíu og Austur-
ríkis með Pólýfónkórnum. Með
kór eldri borgara fóru þau til
Pétursborgar í Rússlandi og
Helsinki í Finnlandi. Einnig
ferðuðust þau mikið með félag-
inu Akoges innanlands og er-
lendis. Þau byggðu sér sum-
arbústað á Laugarvatni 1978.
Helena verður lögð til hinstu
hvílu 9. desember 2020 frá Ás-
kirkju að viðstöddum nánustu
ættingjum.
Lárus, f. 1. sept-
ember 1942, d. 24.
október 2016 og
Guðni, f. 6. októ-
ber 1948, d. 13.
ágúst 2000.
Baddý giftist
eftirlifandi eigin-
manni sínum, Arn-
ari Sigurðssyni frá
Hellissandi, f. 15.
nóvember 1931,
þann 27. desember
árið 1956 í Vestmannaeyjum.
Börn þeirra eru: Guðrún, f. 17.
mars 1956, Þór, f. 18. janúar
1962 og Arndís, f. 20. sept-
ember 1968. Barnabörn eru
Arnar Magnússon, Magnús
Magnússon og Helena Ólöf
Snorradóttir.
Baddý og Addi byggðu sér
hús á Bakkastíg 29 í Vest-
mannaeyjum og bjuggu í því
Amma hét Helena en var allt-
af kölluð Baddý. Helena þýðir
hin bjarta og í mínum huga var
amma bjartur ljósgeisli; kona
sem var til staðar fyrir alla og þá
sérstaklega fyrir mig og
mömmu. Sem barn var ég mikið
heima hjá ömmu og afa og var
heimili þeirra mitt annað heimili,
þau sóttu mig á leikskólann sem
lítið barn en þegar ég varð eldri
labbaði ég til þeirra og amma fór
með mig í píanótíma, horfði á
mig í fimleikum og á sumrin var
ég með þeim í sumarbústaðnum
á Laugarvatni. Þegar ég kom á
Háaleitisbrautina eftir skóla og
engin skipulögð dagskrá beið
okkar var fyrsta spurning henn-
ar: „Ertu ekki svöng, engill?“ og
svo bauð hún mér upp á weeta-
bix með sykri, te með sykri og
kruðum eða grjónagraut með
miklum kanilsykri, alltaf fullt af
sykri, allt gert til að gleðja mig,
litla sólargeislann.
Ég man sérstaklega eftir því
að vera undir borðstofuborðinu
með ömmu, hún var þá búin að
breiða stórt teppi yfir það, troða
dýnu undir og skríða á fjórum
fótum með mér inn í húsið okk-
ar. Þar lék hún við mig, stundum
sungum við, stundum las hún
fyrir mig eða við slökuðum örlít-
ið á. Ég eyddi líka dágóðum tíma
með ömmu inni í sjónvarpsher-
bergi að horfa á Animal planet
og hoppa í sófanum á meðan hún
mataði mig á peru með kjöthníf
eða mokaði upp í mig annarri
hollustu. Þetta er dásamleg
minning sem lýsir henni svo vel,
ég vildi ekki borða en hún náði
að láta mig gleyma mér um
stund og mataði mig á meðan.
Amma var hjartahlý kona
með óhefðbundnar aðferðir í
uppeldinu.
Hún hafði ekkert á móti því
að leyfa mér að hoppa, ég þurfti
mikið að hoppa enda orkumikið
barn og þegar hún kom til okkar
í Fellsmúla tók hún dýnurnar úr
rúminu hennar mömmu, raðaði
þeim þvert yfir stofuna og leyfði
mér að hoppa þangað til ég varð
þreytt, þá skottaðist ég til henn-
ar og knúsaði hana í stutta stund
og fór svo aftur að hoppa. Í
minningunni fékk ég alltaf að
gera það sem mig langaði þegar
ég var með henni en uppáhalds-
minningin mín er ljúf stund þeg-
ar hún las fyrir mig Dísu ljósálf.
Það er bók sem mun alltaf eiga
sérstakan stað í hjarta mínu, því
fyrir mér er það bókin okkar
ömmu.
Minningar mínar um ömmu
eru minningar barns um tíma
þar sem ég var í aðalhlutverki og
allt gert til að láta mér líða sem
best.
Fyrir þessar stundir verð ég
alltaf þakklát. Ég kveð þig elsku
amma mín með þakklæti fyrir
allt og bið þig að passa afa.
Þín dótturdóttir,
Helena Ólöf Snorradóttir.
Slokknað hefur á sjöunda
kertinu í sjöarma kertastjaka
Landlystarsystkina. Þessi hópur
sem samanstóð af sjö manneskj-
um sem allar voru fullkomnar í
sínum ófullkomleika. Þessi heild
sem bjó yfir svo miklum styrk og
breiðu vænghafi að þau okkar
sem þar nutu skjóls skynjuðu
áþreifanlegt öryggi sem aldrei
hverfur.
Hjartans Baddý, móðursystir
mín, hefur verið hluti af tilveru
minni alla tíð. Ef eitthvað bjátaði
á var gott að koma á Háaleit-
isbrautina til þeirra hjóna. Þar
var öruggt að þaðan yrði gengið
út með góð ráð, stuðning og góð-
an hug. Öruggt var að þvotta-
húshurðin var opin og sjaldnast
bankað á dyr áður en ruðst var
inn til þeirra hjóna. Alltaf var
hellt upp á kaffi og gætt að því
að rjúkandi dökksvart kaffið
væri fyrirmyndar spákaffi. Ofn-
inn undir eldhúsglugganum var
funheitur, kaffisopinn tekinn
með vissu, bollanum hvolft rang-
sælis og réttsælis og að endingu
krossmerki gert. Bollinn með
framtíðinni var lagður á ofninn
til þerris. Svona var þetta ára-
tugum saman, alltaf kíkt í bolla.
Ekki var það síður mikilvægt að
deila með Baddý gleðiefnum lífs-
ins því hún kunni að samgleðjast
hverju gæfuspori sem tekin
voru.
Hún Baddý var falleg kona,
svo falleg að maður gat gleymt
sér við að horfa á hana, þykkt
hárið, lakkaðar neglur, teinrétt
og tignarleg með göngulag sem
varla snerti jörðina. Baddý var
hógvær og lítillát kona, tilheyrði
stórum systkinahópi sem sum
hver þurftu meira pláss en aðrir.
Það þarf samt enginn að halda
að hógværð Baddýjar þýddi að
hún hefði ekki skoðanir og stað-
festu enda varla annað hægt eft-
ir áratuga sambúð með honum
Adda.
Þau voru mörg minningar-
brotin um æskuna í Eyjum sem
rifjuð voru reglulega upp. Sögur
af ungri stúlku sem flakkaði með
vinkonum og systrum milli staða
til að syngja í kirkju og söfn-
uðum. Þegar hún og Dóra
frænka sungu með kirkjukór
Bústaðakirkju undir tryggri
stjórn litla bróður þeirra, hans
Guðna. Það var hátíðlegt að sitja
á fyrsta í aðventu með stolti og
hlusta á þessar englaraddir og
oftar en ekki var sameinast á
eftir yfir heitu súkkulaði. Hún
frænka mín lét ekki þar við sitja,
söng með Pólýfónkórnum og
þegar aldurinn færðist yfir söng
hún með kórum eldri borgara
með honum Adda sínum.
Það er einhvern veginn að
þegar talað er um Baddý þá
fylgir Addi alltaf með. Þau voru
eining sem varð sterkari og fal-
legri eftir því sem árin liðu.
Hann Addi bar hag Baddýjar
alltaf fyrir brjósti svo aðdáunar
var vert. Eftir að Baddý veiktist
kom nýr Addi til sögunnar, mað-
ur sem gekk í öll húsverk, setti í
þvottavél, eldaði allan mat og
það sem skipti hann mestu var
Baddý. Alltaf var passað upp á
að hún væri fallega klædd og vel
til höfð. Ég vil þakka þér Addi
fyrir þann kærleik og virðingu
sem Baddý fékk frá þér allt til
hinsta dags, það er enginn einn
með Adda í liði.
Núna nálgumst við hátíð ljóss-
ins og setjum í gluggana sjö-
arma aðventuljós. Á himnum
loga þau fallega sameinuð, ljósin
okkar sjö.
Elsku hjartans Baddý mín, ég
kveð þig núna eins og þú varst
vön að kveðja mig, Guð blessi
þig engillinn minn.
Þín systurdóttir,
Gyða Björg Olgeirsdóttir.
Fjórar systur, hver annarri
glæsilegri, koma upp í huga
minn þar sem ég sit að kvöldi
dánardags elsku fallegu Baddýj-
ar frænku. Fjórar systur og þrír
bræður frá Landlyst í Vest-
mannaeyjum birtast mér og það
eru læti í þeim, fyrirgangur og
hlátur. Þau klára setningarnar
hvert fyrir annað og hlæja hátt.
Já, ég sé þau saman eins og
ég man þau fyrir fáum en um
leið mörgum árum því tíminn er
afstæður í heimi minninganna.
Ein stærsta gjöfin sem systkinin
frá Landlyst gáfu okkur krökk-
unum í fjölskyldunni var sam-
vera. Samvera systkinanna frá
Landlyst skapaði yndislegar
æskuminningar sem fylla hjarta
mitt þakklæti en um leið sökn-
uði.
Með þakklæti minnist ég
elsku Baddýjar móðursystur
minnar sem alltaf var svo gott að
koma til. Æskuheimili mitt var
stutt frá heimili Baddýjar og
Adda og því var ég ekki há í loft-
inu þegar ég tók að leggja alein
upp í ferðalög yfir til Baddýjar
frænku. Eftir að hafa bjargað
mér inn um þvottahúsdyrnar tók
frænka alltaf á móti með hlýju,
kallaði mig engil eða öðrum fal-
legum orðum og gaf eitthvað
gott í gogginn.
Einmitt þannig tók Baddý á
móti litlu stúlkunni, mér, fram á
fullorðinsár og alltaf stóðu dyrn-
ar ólæstar á þvottahúsinu. Inn
um sömu dyr hef ég gengið með
manninn minn og börn sem öll
voru svo lánsöm að fá að finna
fyrir þessari sömu hlýju og vel-
vild í hvert einasta skipti sem
inn var komið.
Eldhúskrókurinn hjá Baddý
og Adda hefur alla tíð verið stað-
urinn til að hittast yfir kaffibolla,
spjalla um daginn og veginn,
þiggja góð ráð og ekki síst að fá
að heyra sögur úr Eyjum sem
einhverra hluta vegna var ekki
hægt að fá nóg af. Gestrisnin var
alltaf slík að Baddý fannst hún
aldrei vera búin að bera nægi-
lega mikið á borð og var umhug-
að um að enginn færi úr hennar
húsi með tóman maga.
Að minnast Baddýjar er óhjá-
kvæmilegt án þess að nefna
Adda á nafn í leiðinni því nafn
annars þeirra kallar ávallt á hitt
í sömu andrá. Bæði hafa þau
reynst mér og mínum svo ein-
staklega vel í gegnum árin og
ómetanlegt að hafa átt þau bæði
að ekki síst eftir að mamma og
pabbi féllu frá. Fyrir það er ég
þeim báðum óendanlega þakklát.
Í dag kveðjum við ekki aðeins
fallega manneskju sem gegndi
sínu margbrotna hlutverki í líf-
inu heldur er einnig komið að
endalokum í sögu systkinanna
frá Landlyst sem hvert og eitt
litaði lífið með sínum eigin fal-
lega lit og blæbrigðum.
Guð blessi minningu Baddýjar
frænku.
Olga Hrönn Olgeirsdóttir.
Elsku Baddý er farin frá okk-
ur. Þar fór síðasta blómið úr fal-
legum blómvendi sem hægt er
að kalla þau systkinin frá Land-
lyst í Vestmannaeyjum. Það er
skrítið að núna eru þau öll farin,
samankomin á bjartan góðan
stað, stóri samrýndi hópurinn.
Mér finnst ég heyra lætin og
hláturinn í þeim og sérstaklega í
systrunum fjórum, þeim Gunnu,
Dóru, Baddý og Sellu.
Þær systurnar voru fyrir mér
sem eitt og ólu okkur systkina-
börnin upp líka sem stóran
systkinahóp, jú fjölskyldan er
númer eitt og því ber að sinna
eftir bestu getu, það skipti öllu.
Baddý var falleg kona enda
drottning, góð, ráðagóð og alltaf
gott að koma heim til þeirra
hjóna á Háaleitisbrautina. Þar
var alltaf heitt á könnunni, mikið
spjallað og ekki vantaði ráðin
sem mér voru gefin. Þar var nú
líka tekist á yfir kaffibollum um
lífsins málin enda er það svo
skemmtilegt í minningunni, tala
nú ekki um hvað við spáðum í
bollana. Henni Baddý minni
fannst hún nú aldrei gera nóg
fyrir mann. Það talaði hún alltaf
um, fannst hún alltaf geta gert
betur en minningin um hana er
allt önnur. Það sem mér þykir
svo vænt um var hversu góð hún
var við mig þegar ég tvítug,
nýbúin að missa mömmu og
eignaðist hana Gunnu mína,
kunni lítið og var óörugg. Oft í
viku kom hún til mín snemma á
morgnana í kaffi þegar ég var
ein heima og myrkfælin. Hún
gaf sér góðan tíma að sitja hjá
mér og kenna mér til verka sem
móðir, vera mér stuðningur og
hvetja til dáða. Ekki var það nú
ósjaldan sem hún laumaði í vas-
ann hjá manni, því alltaf vildi
hún gefa. Þegar þau hjónin fóru
utan fékk maður gjafir og á ég
nú ófáa jóladúkana sem munu og
hafa verið notaðir til margra ára.
Baddý og Addi sáu nú líka til
þess að Gunna mín ætti falleg
föt, jólakjóla, dót og dúkkur.
Baddý var hafsjór af fróðleik
enda las hún mikið og hafði gam-
an af því að segja frá góðum
bókmenntum. Hún sagði mikið
frá lífinu og uppvaxtarárunum í
Vestmannaeyjum. Síðustu árin
fann maður hvað hana vantaði
mikið, að hún átti ekki systkinin
sín lengur. Það tók á hana. Sökn-
uðurinn hjá henni var mikill. Ég
byrjaði greinina á að minnast á
systkinin frá Landlyst í Vest-
mannaeyjum og ég mun líka
enda minninguna þar. Núna ertu
komin til þeirra elsku Baddý
mín. Það var gott að vera hjá þér
þegar þú skildir við. Mér fannst
ég finna nærveru þeirra og ég
veit að þau biðu þín með opna
arma, gleði og hlýju. Núna í dag
kveðjum við þig með söknuði en
með dásamlegum minningum
sem eru dýrmætar og þær glat-
ast ekki. Fallegt var að sjá
hversu vel þinn heittelskaði eig-
inmaður hann Addi sá um þig af
ást og alúð í þínum veikindum.
Baddý var Adda sínum allt og
Addi var Baddý allt. Guð geymi
þig, elsku móðursystir mín. Bið
að heilsa til ykkar allra, þangað
til við hittumst næst.
Þín,
Þórhildur Ýr Olgeirsdóttir.
Við kveðjum í dag elskulega
móðursystur mína, Baddý.
Baddý var þriðja í hópi sjö
systkina sem kennd eru við
Landlyst í Vestmannaeyjum.
Foreldrar hennar voru Guð-
mundur Hróbjartsson, f. 1903,
frá Kúfhóli í A-Landeyjum, og
Sigrún Þórhildur Guðnadóttir,
f. 1912 í Njarðvík í Borgarfirði
eystra.
Þegar þær systur rifjuðu upp
æskuárin fannst mér ævintýra-
blær yfir þeim. Hvernig afi og
amma kynntust í Vestmanna-
eyjum og felldu hugi saman.
Afi, vélstjóri, veiktist af löm-
unarveiki 35 ára gamall. Hafði
farið veikur á sjó og farnaðist
því verr. Amma þá 26 ára,
ófrísk að Konna, Baddý á öðru
ári, mamma fjögurra ára og
Gunna sex ára. Síðar bættust
Sella, Lárus og Guðni í hópinn.
Fyrirvinnan óvinnufær. Lamað-
ur. Lærði skósmíðar og með
góðra manna hjálp var skóverk-
stæðið byggt.
Amma útsjónarsöm húsmóðir
sem eldaði svo bragðgóðan mat,
engin þvottavél fyrstu árin.
Saumaði á börnin. Vakti á nótt-
unni á aðventu við bakstur og
saumaskap. Börnin vel til fara.
Amma sem varalitaði sig allt-
af og greiddi hárið áður en afi
kom niður í mat.
Gleði og samheldni réð ríkj-
um.
Útikamarinn. Þegar mamma
hnuplaði glæsilegri klósettsetu
frá nágrannakonu og þurfti
hnípin að skila aftur. Þær syst-
ur svo nánar, sváfu í einu rúmi
austurí og hlustuðu á mýslurnar
hlaupa milli þilja. Frostrósir á
gluggum. Landlyst næstelsta
húsið í Eyjum og fyrsta fæðing-
arstofnun landsins. Keyra
pabba sinn á eins konar sér-
útbúnum kassabíl.
Það var aldrei talað um
skort, erfiðleika eða fátækt en
auðvitað hafa aðstæðurnar mót-
að líf Baddýjar.
Þegar ég hugsa um Baddý
fyllist hjarta mitt gleði og hlýju.
Mér fannst nafnið hennar svo
fallegt, Helena Björg, hugsaði
um Helenu fögru. Hárið dökkt,
þykkt og glansandi. Grannvax-
in, spengileg, létt á fæti, rösk og
drífandi. Hlý, heiðarleg, hrein-
skilin, skipulögð, óeigingjörn og
vinnusöm. Brosið og smitandi
hláturinn. Það leyndi sér aldrei
ef Baddý var í heimsókn.
Baddý var mjög söngelsk og
hafði fallega sópranrödd. Hún
byrjaði snemma að syngja ein-
söng með barnakórnum þrátt
fyrir að vera hlédræg og feimin.
Ég hef ekki tölu á þeim kórum
sem hún söng í.
Baddý starfaði sem húsmóðir
stærstan hluta ævinnar. Henni
fórst það vel úr hendi. Heimili
hennar og Adda var öllum opið.
Fagurkeri. Hún málaði, negldi,
boraði, gekk í öll verk. Allt virt-
ist svo fyrirhafnarlaust og létt.
Hún hafði mikið yndi af lestri,
útsaumi og tónlist. Hún var alla
tíð fallega til fara, jafnvel í
vinnugallanum.
Hlúði að stórfjölskyldunni.
Kvartaði aldrei þrátt fyrir þung
áföll. Máttarstólpi. Góð við
menn og málleysingja.
Kærleikur og samheldni milli
Landlystarsystkinanna var ein-
stök. Þau þurftu ung að spjara
sig og treysta hvert á annað.
Systurnar fylgdust að í barn-
eignum. Við vorum heimagang-
ar hvert hjá öðru. Mörkin
stundum óskýr en skilaboðin
skýr: Mitt er þitt og þitt er
mitt. Það hefur án efa skilað sér
í einstaklega samheldnum hópi
systkinabarna.
Addi bar Baddý á höndum
sér. Hann stóð sem klettur við
hlið hennar uns yfir lauk.
Ég kveð hana með söknuði,
þakklæti og gleði. Hún lifir í
hjörtum okkar.
Þórhildur Sigtryggsdóttir.
Með fráfalli elskulegrar móð-
ursystur minnar er komið að
ákveðnum kaflaskilum hjá stór-
fjölskyldu minni. Elskuleg
Baddý var ein af sjö systkinum
sem kenndu sig við Landlyst í
Vestmannaeyjum og nú hafa þau
öll kvatt þessa jarðvist. Baddý
var einstaklega glæsileg kona,
teinrétt, grönn og virðuleg og
ávallt var heimili hennar og
Adda opið fyrir mig og systur
mínar. Það var svo notalegt að
kíkja til hennar og Adda og sitja
og spjalla um heima og geima yf-
ir kaffibolla í eldhúsinu á Háa-
leitisbraut 25. Nú þegar ég
hugsa til Baddýjar þá heyri ég
háu röddina hennar ásamt hlátri
og rödd Dóru systur hennar og
mömmu minnar hennar Gunnu.
Þær systur voru einstaklega fal-
legar, samrýndar, háværar, ráð-
ríkar og hláturmildar og ég vil
trúa því að nú séu systkinin frá
Landlyst sameinuð í gleði, söng
og hlátri.
Ég bið góðan guð að blessa
minningu elsku Baddýjar og ég
og fjölskylda mín vottum elsku
Adda, Arndísi, Guðrúnu, Þór og
fjölskyldum þeirra okkar dýpstu
samúð.
Sigríður Bína Olgeirsdóttir.
Ég var fimm ára að fara með
foreldrum mínum í mína fyrstu
flugferð, ferðinni var heitið á
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,
sumarið 1961. Arnar bróðir
mömmu hafði kvænst inn í stóra
fjölskyldu í Eyjum, kona hans
hét Helena Björg, aldrei kölluð
annað en Baddý. Þetta var mikil
ævintýraferð að hitta Baddý,
Adda frænda og Guðrúnu
frænku sem er jafngömul mér
og allt fólkið hennar Baddýjar í
Landlyst sem er mjög tónelskt
fólk og skemmtilegt.
Baddý var grönn glæsileg
kona með fallega söngrödd. Hún
var listakokkur og bakaði bestu
randalínutertu fyrir jólin. Addi
frændi og Baddý byggðu sér fal-
legt hús í Heimaey með áræðni
og dugnaði á erfiðum tímum á
Íslandi þar sem harka og útjóna-
semi einstaklinga skiptu sköpum
um framgang þeirra í lífinu.
Addi var hörkuduglegur og
Baddý var honum sterkur bak-
hjarl en allt lék í höndunum á
henni varðandi heimilið.
Þegar þau fluttu til Reykja-
víkur á Háaleitisbrautina var oft
mikill gestagangur á fallega
heimilinu þeirra, alltaf líf og fjör
við eldhúsborðið og málefni líð-
andi stundar rædd og Addi með
pólitíkina á hreinu. Ekki má
gleyma jólaboðunum og fallega
lifandi furujólatrénu sem þau
voru með og allar kræsingarnar
á boðstólum, alltaf mikið fjör,
svo var slides-myndasýning þar
sem gamla tímann bar á góma.
Baddý fór í Pólyfónkórinn og
þar naut fallega söngröddin
hennar sín og seinna fóru þau
hjónin saman í kór Söngfugla og
seinna Kór eldri borgara. Baddý
og Addi eignuðust, auk Guðrún-
ar frænku, Þór og Arndísi en
fjölskyldan var einstaklega sam-
hent í gegnum tíðina.
Hin síðari ár var yndislegt að
fylgjast með hversu samhent
Baddý og Addi voru, keyrandi út
á Seltjarnarnes til að fylgjast
með fuglalífinu og sérstaklega
kríunum sem veitti þeim mikla
gleði. Stundum komu þau í kaffi
til okkar Stefáns og strákanna
hérna á Nesinu, en þá hurfu árin
og fólk og löngu horfnir tímar
birtust aftur ljóslifandi og auð-
vitað fylgdi pólitíkin með. Minn-
ing um yndislega konu úr Land-
lyst mun lifa og ég og fjölskyld-
an vottum Adda börnum og
fjölskyldu okkar innilegustu
samúð.
Guðrún Bryndís
Harðardóttir.
Helena Björg
Guðmundsdóttir