Morgunblaðið - 09.12.2020, Síða 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020
✝ Valur Pálssonfæddist á Siglu-
firði 2. september
1932, sonur
hjónanna Páls Ein-
arssonar, f. 1901, d.
1965, frá Geirakoti í
Flóa og Hermínu
Halldórsdóttur, f.
1905, d. 1984, frá
Seyðisfirði. Valur
lést á Landspít-
alanum 23. nóv-
ember 2020.
Valur ólst upp á Siglufirði í
miðju síldarævintýrinu, en flutt-
ist ungur til Reykjavíkur þar
sem faðir hans opnaði rakara-
stofu og síðar raftækjaversl-
unina Luktina á horni Njálsgötu
og Snorrabrautar. Árið 1953, að
loknu námi í Verslunarskóla Ís-
lands, hélt Valur til framhalds-
náms í viðskiptafræðum við Col-
umbia-háskólann í New York
þar sem hann lauk námi 1957.
Heim kominn rak hann Luktina í
samstarfi við föður sinn, og sjálf-
ur eftir hans dag. Síðan söðlaði
hann um og vann um árabil fyrir
Jóhann Ólafsson og co. Valur hóf
svo störf hjá Hafskip 1982 og síð-
Grími Stígssyni og eiga þau dótt-
urina Áshildi; og Steinunn Vala,
f. 1992, í sambúð með Jakobi van
Oosterhout. 2) Karl Steinar, f.
1963, yfirlögregluþjónn, kvænt-
ur Erlu Dögg Guðmundsdóttur,
f. 1982. Dætur hans og Gyðu Ol-
geirsdóttur eru Sigríður Bára og
Auður Edda. 3) Hermann, f.
1965, lýðheilsufræðingur,
kvæntur Þóru Magneu Magn-
úsdóttur, f. 1966. Börn þeirra
eru Erna Hrund, í sambúð með
Jóni Kristófer Sturlusyni, synir
hennar og Aðalsteins Kjart-
anssonar eru Tinni og Tumi; og
Magnús Valur, í sambúð með
Rannveigu Hafsteinsdóttur. 4)
Sigurður Valur, f. 1973.
Valur og Erna reistu sér hús í
Álftamýri 29 og bjuggu þar frá
1966 allt fram til ársins 2006 er
þau fluttu á Strandveg í Garða-
bæ. Síðan 2018 hafa þau búið í
Mörkinni við Suðurlandsbraut.
Útför Vals fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 9. des-
ember 2020, klukkan 13. Vegna
sóttvarnareglna er athöfnin ein-
ungis opin nánustu aðstand-
endum en streymt verður frá
henni á slóðinni
https://tinyurl.com/y6kcurur
Virkan hlekk á streymi má
nálgast á
https://www.mbl.is/andlat
ar Eimskip og vann
þar fram á eft-
irlaunaaldur. Þá
settist hann aftur á
skólabekk og lauk
prófi frá Leiðsögu-
mannaskólanum og
starfaði svo við
leiðsögn allt fram á
allra síðustu ár,
mest fyrir Guð-
mund Jónasson.
Valur var virkur
í ýmsum félagsmálum og var
m.a. formaður skíðadeildar ÍR í
áratug, meðan uppbygging fé-
lagsins í Hamragili stóð sem
hæst.
Valur kvæntist árið 1960
Ernu Maríusdóttur, f. 1941, dótt-
ur Maríusar Helgasonar, f. 1905,
d. 1985, og Sigríðar Carlsdóttur
Berndsen, f. 1910, d. 1978, og
eignuðust þau fjóra syni: 1) Páll,
f. 1960, rithöfundur og útgáfu-
stjóri, kvæntur Nönnu Hlíf
Ingvadóttur, f. 1970. Dætur hans
og Höllu Kjartansdóttur eru Álf-
rún, f. 1983, gift Viktori Bjarka
Arnarsyni og eiga þau tvö börn,
Höllu Elísabetu og Arnar Pál;
Védís, f. 1990, í sambúð með
Mig langar með þessum orðum
að minnast pabba og þakka hon-
um fyrir allt sem hann var mér.
Hann var mín aðalfyrirmynd,
kenndi mér og sýndi í verki hvað
það skipti miklu máli að sýna öll-
um virðingu, kurteisi og hjálp-
semi.
Pabbi var alltaf til staðar þeg-
ar eitthvað kom upp á hjá mér
eða mínum. Í uppvextinum áttu
íþróttir hug minn allan. Ég fékk
alltaf að vera ég sjálfur og hann
og mamma sáu til þess að ekkert
skorti.
Góð skíði og bestu fótbolta-
skórnir. Eina skilyrðið var að ég
ætti að hugsa vel um búnaðinn –
maður minn hvað skórnir og skíð-
in voru vel pússuð.
Þau mamma fóru með okkur
bræður út um allt land og það er
varla til sá staður á landinu sem
ég hef ekki komið með þeim á. Í
þeim ferðum fékk ég sýnikennslu
í hvernig ganga skal um landið.
Pabbi lagði ríka áherslu á að við
myndum skila staðnum í betra
ástandi en þegar við komum að.
Sá sem á eftir kemur á líka að fá
að njóta.
Þetta er eitt af því sem ég hef
tileinkað mér frá pabba. Pabbi
var alltaf að og þegar hann komst
á eftirlaun dreif hann sig aftur í
skóla. Hann skellti sér í Leið-
söguskólann og byrjaði að leið-
segja erlendum gestum um land-
ið okkar. Í því, eins og í öllu öðru,
varð hann mjög eftirsóttur og
fékk að velja sínar ferðir hjá
Ferðaskrifstofu Guðmundar Jón-
assonar. Pabbi hvatti okkur
bræður til að fara í þetta sama
nám og auðvitað gerði ég það.
Líklega hefur hann sjaldan verið
jafn stoltur af mér og daginn sem
ég útskrifaðist úr Leiðsöguskól-
anum. Leiðsögnina áttum við
saman og ég naut þess að tala við
pabba um landið okkar; hvað það
er einstakt, skrítið og stórkost-
legt. Við hittumst nokkrum sín-
um með hópa í ferðum okkar um
landið og ég fann hvað hann var
vel liðinn alls staðar. Ég fékk
gjarnan að heyra: „Nú, ert þú
sonur Vals? Það er nú góður mað-
ur.“
Ég er konunni minni óendan-
lega þakklátur fyrir að breyta
fyrirhuguðu nafni sonar okkar
þar sem hún lá á skurðarborðinu í
október árið 1991. Við vorum fyr-
ir löngu búin að ákveða nafn ef
barnið yrði drengur. Þóra mín
skipti um skoðun um leið og
barnið kom í heiminn og tilkynnti
mér að sonur okkar ætti að fá
nafnið Valur. Því varð úr að ný-
fæddi drengurinn okkar var
skírður Magnús Valur. Þeir fé-
lagarnir áttu eftir að verða mjög
nánir vinir enda var pabbi mikill
barnakarl; barnabörnin og lang-
afabörnin voru hans ríkidæmi. Af
þeim var hann stoltastur.
Góða ferð pabbi minn. Takk
fyrir mig og mína. Við sjáumst
aftur síðar.
Hermann B. Valsson.
Elsku faðir minn og bræðra
minna. Við söknum þín alltaf og
hugsum til þín og við vitum að þú
hugsar til okkar allra og mömmu.
Pabbi minn var góður alltaf,
hann stríddi aldrei eða það sagði
hann alla vega. Hann ólst upp á
Siglufirði, hann var fyrsta barn
ömmu og afa og fæddist 1932.
Kallinn hann var frábær. Ég man
eftir því að við fórum í fiskbúðina
Hafið og þá sagði pabbi: Ég ætla
að fá 800 grömm af gellum og
saltfiski, – mér fannst það gott,
alla vega stundum.
Þegar ég var heima hjá
mömmu og pabba fengum við
okkur alltaf koníak á morgnana
um helgar, ég, kallinn og frúin.
Alltaf á sumrin þá var pabbi dug-
legur að grilla fyrir okkur kjöt,
svo fengum við okkur smá í glas.
Við áttum góðar stundir saman
þegar ég var lítill í Stóra-Langa-
dal og seinna í Suðursveit. Svo
fórum við oft saman til útlanda,
síðast til Kanaríeyja. Þegar við
vorum þar vorum við duglegir að
borða, við fengum okkur brunch
og eitthvað gott, svo á kvöldin
klæddum við okkur upp fyrir
kvöldmatinn.
Elsku pabbi, takk fyrir allt og
allar gömlu og góðu minningarn-
ar. Ég vona að þér líði vel og ég
bið að heilsa Helga pabba, ömmu
Sí, ömmu Hermínu og afa Páli.
Guð geymi þig og ég vona að
þið passið okkur öll.
Þinn sonur,
Sigurður Valur (Siggi Valur).
Elsku pabbi, það er óraun-
verulegt og sárt að hugsa til þess
að geta ekki lengur átt skemmti-
leg samtöl við þig um lífið og til-
veruna. Þú varst svo skemmtileg-
ur viðmælandi. Þú elskaðir að
heyra hvað væri að gerast og
kynnast nýjum hlutum, sérstak-
lega ef það tengdist ferðalögum
og náttúru. Það er því ekki að
undra að svo margar góðar minn-
ingar eru því tengdar. Minningar
um fjölmargar ferðir okkar fjöl-
skyldunnar um landið og síðar ut-
anlands.
Sammerkt þeim öllum hvað
þær voru skemmtilegar, þú dug-
legur að fræða okkur um stað-
hætti, menningu og fróðlega
hluti. Þið mamma svo samrýnd
og elskuðuð hvort annað og nutuð
þess að vera saman og í hópi
góðra vina.
Það er líka svo margt sem þú
kenndir mér og leiðbeindir. Þú
hafðir unun af því að veiða og
varst fyrirtaks veiðimaður, þolin-
móðari en flestir og því fiskinn
með afbrigðum. Kenndir okkur
að lesa ána og skilja hvernig fisk-
urinn hegðar sér í straumvötnum
og hvar hann gæti legið. Eða þeg-
ar við nenntum ekki að veiða og
lögðumst í grasbala, tókum strá í
munn, horfðum upp í himininn og
töldum fugla. Í Stóra-Langadal,
sem var auðvitað uppáhaldsstað-
urinn okkar, urðu líka til margar
góðar minningar.
Skíðamennskan var fyrirferð-
armikil hjá okkur og þú vannst af
mikilli hugsjón við að byggja upp
skemmtilegt svæði til að skíða á
og njóta skemmtilegrar útiveru
og smá keppni í bland. Minningin
er sú að það boðaði gott skíðaár
ef hægt væri að fara fyrir áramót
í fjallið, helst fyrir jól. Lögleg af-
sökun frá jólaboðum og jólastússi
var að fara á skíði í desember, af-
sökun frá öllum boðum nema á
annan í jólum því þá var gleði
með Glaðheimum og það var að-
alheimboð ársins, ekki spurning.
Eftir áramót voru svo allar helg-
ar nýttar í fjallinu, líka þegar nær
glórulaust veður var úti því aldrei
var útilokað að logn væri í
Hamragili, að minnsta kosti væri
þess virði að kanna það. Það var
líka ökuferðin sjálf sem var
gæðastund, yfirleitt öll fjölskyld-
an með nesti og samverunnar
notið í botn.
Það var mikil hvatning frá þér
þegar ég fór fyrst utan í nám, þú
studdir mig með ráðum og dáð og
talaðir skemmtilega um þinn
námstíma í New York. Það hefur
svo sannarlega verið ævintýri lík-
ast og ég var svo heppinn að fá að
ganga með þér um borgina 40 ár-
um síðar, sem þá var í fyrsta
skipti sem þú komst aftur þangað
eftir útskrift. Það var hreint
magnað hvað þú rataðir og
mundir af sögum og lýsingum frá
eftirminnilegum tíma í þínu lífi.
Mér er ofarlega í huga gleðin
og virðingin sem þú sýndir öllum
og komst alltaf til dyra með bros
á vör og tilbúinn að hjálpa ef þess
væri nokkur kostur.
Þú varst líka góður í að finna
lausn á deilum eða vandamálum;
lausnamiðaður mannasættir væri
líklega góð lýsing. Þú kenndir
mér nefnilega það mikilvægasta
og það er að sýna ávallt virðingu
fyrir mönnum og málefnum. Þú
varst svo fordómalaus og svo
langt á undan þinni samtíð.
Það er svo margt sem ég vil
þakka þér fyrir að hafa sýnt mér
og kennt.
Far í friði elsku pabbi. Þinn
sonur,
Meira: mbl.is/andlat
Karl Steinar.
Elsku afi, ég viðurkenni það að
ég var ekki undirbúin undir það
að skrifa um þig minningargrein
alveg strax. Hvernig skrifar mað-
ur minningarorð um mann sem
maður er ekki tilbúinn að kveðja,
mann sem var alltaf til staðar,
sem ég gat alltaf hlegið með, rök-
rætt við og átt svo skemmtilegar
stundir með? Ég er svo þakklát
fyrir lífið með þér, ég er svo
þakklát fyrir að þú hafir síðasta
árið gefið smá skít í kórónuveir-
una og stolist til að faðma mig af
og til þegar það mátti. Afafaðmur
var engum líkur; bumban beint
út í loftið og faðmlagið svo þétt-
ingsfast að maður missti smá
andann en það var allt í góðu því
afaknús var það allra besta.
Börnin mín munu alltaf muna
eftir afa La, sem var fyrsta gælu-
nafnið sem ég man eftir að litlu
krakkarnir hafi gefið þér. Þetta
nafn á sér sögu í fjölskyldunni
nema nú var það Tumi sem átti
erfitt með að segja r og kallaði
þig bara afa La. Það er voða
skrítið að koma heim í Mörkina
og sjá afa La ekki í dyragættinni,
það er voða tómlegt án tuðandi
afans, laukilmsins í loftinu frá
eldamennskunni þinni og grjóna-
grautnum sem mun alltaf vera sá
allra besti, bara að standa nógu
lengi yfir honum og hræra eins
mikið og þú getur og hræra svo
aðeins meira, það var þitt ráð. Ég
held því fram að það hafi líka ver-
ið þolinmæðin þín sem var lykill-
inn að þessum dásamlegu kræs-
ingum sem þú reiddir fram, fyrir
utan kakósúpuna í Álftamýrinni
þarna um árið, ég mun seint
gleyma henni.
Allar minningarnar sem ég á
með ykkur ömmu í Álftamýrinni,
á Strandveginum og nú í Mörk-
inni, nú geymi ég þær í hjartanu
og held fast utan um þær á erf-
iðum tímum. Nú þarf ég að læra
að lifa lífinu án afa sem er frekar
tómlegt og ég þekki ekki það líf
en ég veit að þú vakir yfir mér og
passar upp á mig, Tinna og Tuma
sem elskuðu afa sinn svo heitt.
Tinni er nú búinn að útbúa minn-
ingarkassa um afa La og Tumi
vinnur hart að því að verða töfra-
maður svo hann geti töfrað afa
La aftur heim til okkar. Þú varst
og verður alltaf kletturinn okkar
sem var alltaf til staðar, sama
hvað gekk á.
Það síðasta sem ég sagði við
þig nokkrum tímum áður en þú
kvaddir þennan heim var að þú
þyrftir engar áhyggjur að hafa af
ömmu, ég myndi passa upp á
hana fyrir þig. Svo lofaði ég að
taka til í geymslunni líka, þá óm-
aði fallegi hláturinn og þú sagðir
að ég fengi leyfi til að gera allt
sem ég vildi við geymsluna og
innihald hennar. Ég lofa að
standa við mitt alltaf, ég sé um
ömmu og geymsluna.
Takk fyrir allt elsku afi minn,
ég elska þig alltaf.
Þín afadóttir,
Erna Hrund.
„Ertu ekki hress?“ Svona
byrjuðu öll símtöl og samtöl við
afa. Það skipti afa nefnilega mjög
miklu máli að allir væru hressir.
Afi var alltaf hress. Bjartur,
blíður og góður. Það voru engir
staðir betri að kúra á en bumban
hans afa, sem ég átti alveg út af
fyrir mig fyrstu sex ár lífs míns.
Svo fór hann að safna til að koma
okkur öllum fyrir. Afaknús voru
bestu knúsin, löng og þétt. Ég
mun sakna þess að sjá þig taka á
móti mér og mínu fólki með út-
breiddan faðminn.
Það er sárt að syrgja einhvern
sem maður þekkir ekki tilveruna
án. Landslag lífsins breytist mik-
ið þegar heilt fjall hverfur. Það er
einmitt raunin með afa Val sem
var kletturinn í lífi okkar allra.
Alltaf til staðar. Alltaf traustur.
Afi kenndi mér margt og mik-
ið. Besta ráðið var samt að njóta
lífsins. Skíði á veturna og golf á
sumrin. Dýrmætar stundir í
Hamragili og á ferðalögum, þar
sem ferðabarinn góði var aldrei
langt undan. Meira að segja í
ítölsku ölpunum þegar ég fór
óharðnaður unglingur í mann-
dómsvígsluferð og naut mín í
botn í brekkunum með ömmu og
afa og vinum þeirra.
„Ánægður með þig!“ var líka
setning sem ósjaldan kom fram í
okkar samtölum. Hann var stolt-
ur af öllum okkar afrekum,
stórum sem smáum, og naut sín
best þegar hann var umvafinn
fólkinu sínu. Glettnin, sumir vilja
kalla það stríðni, var aldrei langt
undan og þreyttist hann ekki á að
fussa yfir nýjustu tískustraumum
í fata- og hárvali okkar barna-
barnanna, alltaf með glettið blik í
augunum. „Á ég að kaupa handa
þér nýjar buxur?“ sagði hann
brosandi og benti á glænýjar göt-
óttar gallabuxur barnabarnsins
sem ranghvolfdi augunum yfir
tískublindu afa síns.
Afi var til fyrirmyndar í svo
mörgu. Hann var til dæmis eini
langafinn sem leikskólakennar-
arnir vissu til að sækti barna-
barnabarnið sitt reglulega í leik-
skólann. „Nei“ var ekki til í
orðabókinni hans þegar kom að
okkur barnabörnum og barna-
barnabörnum. Á hans mæli-
kvarða var enginn ísskammtur of
stór og komumst við afkomendur
smáir sem stórir fljótt upp á lag
með það.
Ég mun sakna þess að fá bestu
gúllassúpu í heimi og spagettí
með kjötsósu sem allt annað
bliknar í samanburði við. Afi var
mikill ástríðukokkur og fór mik-
inn í eldhúsinu þegar þannig lá á
honum. Vikulegur kvöldmatur
hjá ömmu og afa var ávallt til-
hlökkunarefni, kræsingar á borð-
um og góður skammtur af hress-
leika í hversdeginum.
Elsku afi. Afi sem leyfði alltaf
öllum öðrum að eiga sviðið. Hóg-
vær, stríðinn, ljúfur, greiðvikinn,
ráðagóður og kunni að hlusta.
Það er þyngra en tárum taki
að þurfa að kveðja þig elsku afi.
Við Viktor Bjarki og krakkarnir
pössum ömmu og Sigga Val og
biðjum fyrir kveðju í drauma-
landið fagra.
Þín
Álfrún.
Afi sagði oft að hann hefði
fengið mig í sextugsafmælisgjöf
en ég fæðist tveimur dögum eftir
sextugsafmælið hans þegar hann
er að jafna sig eftir hjartaaðgerð.
Hefði ég fæðst strákur hefðum
við verið alnafnar. Samband okk-
ar byrjaði þó brösuglega. Ég
flutti fjögurra ára til Íslands frá
Svíþjóð og þekkti lítið þá stóru
fjölskyldu sem beið eftir okkur
hér með eftirvæntingu. Ég fór í
baklás þegar ég hitti fyrst afa Val
og neitaði að tala við hann, gat
varla horft framan í hann ef hann
ávarpaði mig. Ekki veit ég hvers
vegna en líklega fannst mér eitt-
hvað óþægilegt við alla þessa at-
hygli sem hann sýndi mér. Mig
minnir að ég hafi verið sjö ára
þegar hann spurði mig einhverr-
ar hversdagslegrar spurningar
sem ég svaraði loksins ómerki-
lega stutt og man hversu ánægð-
ur hann var að hafa loksins fengið
eitthvað upp úr mér. Sambandið
styrktist eftir það og ég var farin
að leggja mig á stóru bumbunni
hans, sem var betri en nokkur
koddi, stuttu seinna. Ég er þakk-
lát fyrir að hann lét mig aldrei
líða fyrir að hafa verið svona erf-
ið.
Afi Valur var maður sem var
óhræddur við að sýna tilfinningar
sínar. Hann var óendanlega stolt-
ur af niðjum sínum og sýndi öllu
því sem maður tók sér fyrir hend-
ur áhuga og stuðning. Ég man
hvað það var gaman að fá afa á
tónleika.
Sama hversu vel það gekk eða
á hversu háu stigi spilamennskan
var þá var hann fyrstur til þess að
knúsa mann, svo fast að maður
fann fyrir faðmlaginu lengi á eft-
ir, og lét manni líða eins og maður
hefði sigrað heiminn í örstutta
stund. Það var mikilvægt fyrir
unga feimna manneskju sem átti
erfitt með að koma fram að finna
fyrir þeim stuðningi og því mun
ég aldrei gleyma. Hann varð oft
meyr við minnstu hluti sem sneru
að barnabörnum hans og manni
fannst það stundum furðulegt
hvað það var stutt í tárin, hann
var einlæglega stoltur og þakk-
látur fyrir það sem lífið hafði gef-
ið honum. Hann hafði mikinn og
einlægan áhuga á barnabörnum
sínum og gekk í öll verk. Hann
var alltaf boðinn og búinn að
hjálpa þeim ef á þurfti að halda,
sama hvort það var að sækja eða
skutla í tónlistarskóla, hjálpa til
við flutninga eða kenna manni á
skíði. Hann hafði alltaf tíma og
naut þess að hjálpa til.
Það var alltaf stutt í grínið og
háværan dillandi hláturinn sem
endaði oftast með tárum. Hann
var maður sem smitaði út frá sér
með gleði, var vinmargur og
kunni að njóta lífsins. Maður sér
það greinilega þegar maður flett-
ir í gegnum myndaalbúm þeirra
ömmu hvað þau nutu alls þess
sem lífið hafði upp á að bjóða.
Vinahóparnir óteljandi og ferða-
lögin fjöldamörgu eru vel skjal-
fest og minna mann á hvað hann
átti gleðiríkt líf.
Ég mun alltaf sakna afa Vals
en er full þakklætis fyrir að hafa
haft slíkan stólpa og hjartahlýjan
mann í lífi mínu.
Steinunn Vala Pálsdóttir.
Afi Valur var einn af þeim sem
eru alltaf með bros í auga. Hann
var mikill húmoristi og fljótur að
sjá spaugilegu hliðarnar á öllum
málum. Þegar ég hugsa um afa
kemur fyrst upp í hugann hlát-
urinn hans og flissið í ömmu sem
fylgdi. Amma og afi kunnu að
skemmta sér og sínum. Þau voru
höfðingjar heim að sækja og vin-
mörg alla tíð. Afi var einn af þess-
um öfum sem gera allt fyrir
barnabörnin. Mér er mjög minn-
isstætt þegar afi var einu sinni
mættur upp í listaháskóla með bíl
fullan af efni og verkfærum fyrir
barnabarnið og samnemendur
mínir áttu varla til orð yfir þess-
um frábæra afa. Þannig var afi,
alltaf til staðar fyrir alla og sér-
staklega fyrir okkur barnabörn-
in. Afi gat allt, hann kenndi okkur
á skíði og golf, fór með okkur á
hestbak og í veiði. Afi og amma
nutu þess að ferðast og voru dug-
leg að bjóða okkur barnabörnun-
um með sér. Þær eru ótalmargar
minningarnar af ferðalögum með
ömmu og afa, með smurt tómata-
og eggjabrauð og flatkökur með
hangikjöti og nóg af smjöri í
nesti.
Þær eru eftirminnilegar bíl-
ferðirnar austur á Reynivelli í
Suðursveit, ró yfir öllum, nóg af
nesti og regluleg stopp til að
skoða náttúruperlurnar og fá sér
einn ís eða tvo. Í Suðursveitinni
var síðan eins og tíminn stæði
kyrr, við fórum í berjamó, böð-
uðum dúkkur í læknum og æfð-
um okkur í púttinu með ömmu á
meðan afi bakaði lummur og und-
irbjó kvöldmatinn.
Eins og ég nefndi áðan gat afi
nefnilega allt og samvinna ömmu
og afa í eldhúsinu var til fyrir-
myndar og örugglega einn lyk-
ilþáttur í þeirra farsæla hjóna-
bandi. Minningarnar úr
bústaðnum í Suðursveit eru
minningar sem ylja manni innst
að hjartarótum en við barnabörn-
in töldum alltaf niður dagana að
komast í sveitina með afa og
ömmu.
Síðasta ferðalagið sem við fór-
um í með afa var á Siglufjörð í
sumar, á æskuslóðir afa til að
fagna 60 ára brúðkaupsafmæli
hans og ömmu. Og þar sat afi við
borðsendann, á sínum stað, með
öllu fólkinu sínu, rjóður með sitt
bros og blik í auga. Einn daginn
sest ég aftur við veisluborðið hjá
þér afi. Þangað til verður tómlegt
við borðsendann.
Védís Pálsdóttir.
Móðurbróðir okkar hann Val-
ur er látinn. Fjölskylduminning-
ar birtast okkur ljóslifandi. Álfta-
Valur Pálsson