Morgunblaðið - 09.12.2020, Page 18

Morgunblaðið - 09.12.2020, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 236-9591 , þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðandi ÍL-sjóður, þriðjudaginn 15. desember nk. kl. 09:00. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 230-8879 , þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðandi ÍL-sjóður, þriðjudaginn 15. desember nk. kl. 09:05. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 236-9586 , þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og ÍL-sjóður, þriðjudaginn 15. desember nk. kl. 09:10. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 236-9587 , þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og ÍL-sjóður, þriðjudaginn 15. desember nk. kl. 09:15. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 236-9590 , þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og ÍL-sjóður, þriðjudaginn 15. desember nk. kl. 09:20. Grænásbraut 604B, Ásbrú, fnr. 230-8875 , þingl. eig. Grænásbraut 604 ehf., gerðarbeiðendur Vátryggingafélag Íslands hf. og ÍL-sjóður, þriðjudaginn 15. desember nk. kl. 09:25. Garðbraut 15, Garði, fnr. 209-5394 , þingl. eig. Hilmar Friðrik Foss, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 15. desember nk. kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 8. desember 2020. Félagsstarf eldri borgara Bústaðakirkja Göngutúr kl. 13 frá Bústaðakirkju á miðvikudaginn. Góður göngutúr í nágrenni kirkjunnar. Hlakka til að sjá ykkur, Hólmfríður djákni. Seltjarnarnes Námskeiðin í leir og gleri eru í samráði við leiðbein- endur. Kaffikrókurinn og samveran í salnum er eingöngu fyrir íbúa Skólabrautar. ATH. á morgun fimmtudag ætlar Þjóðleikhúsið að gera aðra tilraun til að heimsækja okkur með jólaleikhúsið á hjólum. Skemmtunin verður neðan við aðstöðu félagsstarfsins á Skólabraut og hefst kl. 11. Klæðum okkur eftir veðri og njótum. Allir velkomnir. FINNA.is með morgun- nu Erlendur Haraldsson Það var mikill heiður fyrir Ís- lendinga að í framvarðarsveit al- þjóðlegrar dulsálarfræði skuli hafa verið landi þeirra en Erlend- ur og bækur hans báru hróður landsins víða þótt rannsóknir hans hafi fyrst og fremst borið vitni um gjörhygli og varúð hins sanna vís- indamanns. Erlendur fór sér að engu óðslega en var gífurlega vel skipulagður og kom mörgu í verk. Æviverkið er mikið að vöxtum. Hann var víðsýnn maður en þrátt fyrir strangan aga og eigin vís- indalega dóma var hann skilnings- ríkur við þá sem höfðu öðruvísi áhuga og afstöðu til hinna dul- rænu fyrirbæra en hann. Hann var vinsæll og til hins síðasta eft- irsóttur fyrirlesari víða um heim. Að leiðarlokum kveð ég mikinn fræðimann og góðan vin. Það var alltaf gaman að hitta Erlend og leitaði ég þá gjarnan frétta úr heimi dulsálfræðinnar sem hafði frá unglingsárum verið mikið hugðarefni mitt. En auk þessa höfum við Jóhanna konan mín átt skemmtileg samskipti og sam- vinnu við Erlend síðustu áratug- ina á sameiginlegu áhugasviði, skógrækt. Landið okkar í Mörk á Landi er nú prýtt allmörgum trjá- lundum sem ættaðir eru frá fjöl- skyldubústað Erlends við Laugar- vatn. Munu hávaxnar aspirnar á „óðalinu“ okkar sannarlega minna okkur á góðan vin og eftirminni- legan. Blessuð sé minning Er- lends Haraldssonar. Þór Jakobsson. Erlendur Haraldsson var með- al frumkvöðla í sálfræði á Íslandi. Hann kom til liðs við greinina í Háskóla Íslands skömmu eftir að nám til BA-prófs var stofnað þar og var þýðingarmikill liðsmaður í því öfluga þríeyki sem ruddi sál- fræðikennslu braut hér á landi, fyrst í heimspekideild en lengst af í félagsvísindadeild. Þeir – Er- lendur ásamt Sigurjóni Björns- syni og Magnúsi Kristjánssyni – skipulögðu námið og mótuðu það, auk þess að standa fyrir svo til allri þeirri kennslu og þjálfun sem krafist er til lokaprófs í fullgildri háskólagrein. Um árabil kenndu þeir þrír stórum hópum svo til all- ar námsgreinar til BA-prófs. Fyrstu kynslóðir íslenskmennt- aðra sálfræðinga, sem héldu til framhaldsnáms eftir próf í þessari fámennu og nýstofnuðu náms- braut, eru samdóma um að und- irbúningnum hafi í engu reynst áfátt þegar til kastanna kom úti í hinum stóra heimi. Erlendur var háskólamaður fram í fingurgóma, áreiðanlegur kennari, nákvæmur og skilvirkur í stjórnsýslu og auðvitað víðkunnur rannsakandi í sérgrein sinni, skapandi og mikilvirkur þannig að til fyrirmyndar þótti langt út fyrir raðir sálfræðinnar. Hann þótti nokkuð formlegur í umgengni en á góðri stund varð hann fræðari af bestu gerð, sem miðlaði fúslega sögum og fróðleik af ótrúlega fjöl- breyttu lífshlaupi sínu. Hann var ódeigur baráttumaður fyrir hug- sjónum sínum, fór óhræddur þangað sem hann ætlaði sér og alltaf sínar eigin leiðir. Sálfræði- deild Háskóla Íslands þakkar fyr- ir góða samfylgd með Erlendi Haraldssyni um áratuga skeið og vottar fjölskyldu hans innilega samúð. Fyrir hönd sálfræðideildar, Urður Njarðvík deildarforseti. Nú hefur fóstri minn og félagi kvatt. Þekktastur íslenskra sál- fræðinga á erlendri grund. Við Erlendur kynntumst fyrir um fjörutíu árum þegar ég hóf nám í sálfræði við HÍ. Með námi bauðst mér starf hjá Erlendi við rannsóknir í dulsálfræði. Sinnti hann þá rannsóknum í kjallara- íbúð sem hann átti við Hjarðar- haga. Eitt fyrsta verkefnið mitt var að skrifa upp viðtöl Erlendar við Indverja sem höfðu þekkt Sai Baba. Einnig að lesa apókrýfur Nýja testamentisins og bera sam- an sögur af meintum kraftaverk- um Jesú og sögur af Sai Baba. Á þessum árum eyddum við Erlendur talsverðum tíma í yfir- lestur á tölulegum gögnum úr til- raunum. Við sátum á móti hvor öðrum og lásum yfir tölur klukku- stundum saman. Annar okkar las tölur úr hrágögnum meðan hinn endurtók tölurnar í útprentun eft- ir innslátt. Svo furðulega sem það kann að hljóma, þá eru þessir dag- ar, öllu heldur heilu vikurnar, meðal minna bestu minninga frá námsárunum (enda bjórbann á þeim tíma). Við fylltum veggina í rannsókn- arsetrinu með myndum af látnu fólki sem tengdist dulsálfræði. Þarna voru auðvitað Guðmundur Hannesson, Haraldur Níelsson og Einar H. Kvaran. Einnig J.B. Rhine, Frederick Myers, Schrenck-Notzing o.fl. Af miðlum voru m.a. myndir af Indriða og Hafsteini, Evu C, Franek Kluski, Mirabelli, Einari Nielsen, Eusa- piu Paladino og D.D. Home. Innan um héngu aðrar myndir af ýmsum efnisfyrirbrigðum. Við Erlendur áttum það sam- eiginlegt að vera nýtnir. Ég var fá- tækur námsmaður og Erlendur gaf mér föt sem hann var hættur að nota. Reyndar vorum við ólíkir að mörgu leyti. Hann var kominn á fætur fyrir allar aldir, ég var ekki stuði fyrr en upp úr hádegi. Erlendur sagði eitt sinn pirraður: Rhine væri búinn að reka þig, Loftur. Hann fékk sér bolla með volgu vatni og mjólk út í, meðan ég drakk kaffi og reykti pípu. Er- lendur hafði áhuga á dulskynjun, ég var meira fyrir hugmegin. Erlendur hvatti mig til að skoða rannsóknir Kenneth Batcheldor á efnisfyrirbærum svipuðum og hjá Indriða miðli. Það fór svo að við hjónin heimsóttum Batcheldor í Englandi og ég sat fund með hon- um. Þar fór stórt borð af stað, högg heyrðust um allt herbergið, hlutir fluttust til og fyrirbæri birt- ust upp úr borðplötunni. Þessa til- raun endurtók ég síðar í Edinborg með góðum árangri en við litla hrifningu konunnar minnar. Þar endaði það. Mér eru minnisstæðir fundirnir hjá stjórn Sjóðs til rannsókna í dulsálfræði. Þar komum við sam- an Erlendur, Þór Jakobsson, Arn- ór Hannibalsson og ég sem ritari. Á þessum árlegu fundum pantaði ég pizzur; Erlendur og Þór smökkuðu margarítur meðan við Arnór guffuðum í okkur pizzum með kjötáleggi. Svo komu þeir fé- lagar til okkar í veislu í Mos- fellsbæ ásamt góðum vinum úr Ananda Marga. Þegar Erlendur var um 70 ára taldi hann að réttast að láta mig vita þegar hann færi í ferðir á fjar- lægar slóðir. Ég er farinn að eld- ast, sagði hann, betra að einhver viti hvar maður er ef eitthvað skyldi koma fyrir. Ekkert mál, sagði ég og hugsaði; skrambinn, þarf ég kannski að fara að skrifa minningargrein. Svo liðu tæp tuttugu ár. Sjáumst amígó Loftur Reimar. Erlendur Haraldsson sálfræ- ðiprófessor bar ekki með sér að vera ævintýramaður. Hann var hávaxinn og beinn í baki, fríður sýnum, grannvaxinn og samsvar- aði sér vel. Ungur hafði hann mik- ið svart hár, sem hann skipti í miðju, en með árunum þynntist það og gránaði, en hvarf þó ekki. Erlendur var hógvær og prúður í framkomu og virtist jafnvel vera hálfgerður meinlætamaður: hann var grænmetisæta og drakk að- eins blátært vatn, hvorki kaffi né áfenga drykki. En þar átti við sem annars staðar, að hann var ekki allur, þar sem hann var séður, því að hann neitaði sér síður en svo um ástir kvenna. Og þótt hann væri sjálfur óáleitinn sýndi hann festu og röggsemi, þegar að hon- um var sótt á deildarfundum, en við kenndum um árabil saman í fé- lagsvísindadeild Háskólans. Mættu þar orðskáustu menn deildarinnar fullkomnum jafnoka, og höfðum við hin gaman af. Því segi ég, að Erlendur hafi verið ævintýramaður, að hann var einn víðförlasti Íslendingur sinnar tíðar og lenti ósjaldan í hremm- ingum. Frægast var, þegar hann lagði leið sína til Kúrdistan árið 1962. Hann hafði kynnst nokkrum Kúrdum í Berlín, þar sem hann stundaði nám, fyllst áhuga á sjálf- stæðisbaráttu þessarar að- þrengdu fjallaþjóðar og ákveðið að fara austur. Í Bagdad náði hann sambandi við neðanjarðar- hreyfingu Kúrda, sem kom honum inn í Íran, og þaðan laumaðist hann til íraska Kúrdistan. Á heim- leiðinni handtók íranska lögreglan hann, en hann slapp úr haldi henn- ar og gaf út bókina Með uppreisn- armönnum í Kúrdistan árið 1964. Var hún þýdd á þýsku tveimur ár- um síðar. Erlendur varð góður vinur margra helstu leiðtoga Kúrda. Í fræðunum var Erlendur líka ævintýramaður, því að í sérgrein sinni valdi hann sér afar óvenju- legt viðfangsefni, hið yfirskilvit- lega. Hann skrifaði margar bækur um rannsóknir sínar á yfirnáttúr- legum fyrirbærum, og hafa þær komið út á helstu heimstungum, en líklega seldist best rit, sem hann samdi um indverska trúar- leiðtogann Sai Baba, en af töfra- brögðum (eða brellum?) hans ganga ótrúlegar sögur. Segir Er- lendur frá þessu öllu í endurminn- ingum sínum, Á vit hins ókunna, en þær komu út hjá Almenna bókafélaginu árið 2012. Í rann- sóknum sínum slakaði Erlendur þó aldrei á vísindalegum kröfum. Áhugi hans á Kúrdum og val við- fangsefna í sálfræði sýndu, hversu óhræddur hann var við að fara ótroðnar slóðir, um leið og hann var jafnan varfærinn og vandvirk- ur. Hugur hans var alla tíð opinn, eins og sönnum vísindamanni sæmir. Hef ég fyrir satt, að er- lendis sé hann einn nafnkunnasti prófessor Háskóla Íslands. Að honum er sjónarsviptir. Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Er til verðugra viðfangsefni en vitundin sjálf, eða hvað gerist við dauðann? Ekki þótti mér það fyrir tæpum fjörutíu árum, þegar ég var svo heppinn að njóta kennslu Erlendar í sálfræði við Háskóla Íslands. Þegar á námi mínu stóð geisaði nokkuð skörp ritdeila í Fréttabréfi skólans um gildi dul- sálarfræði. Gagnrýnendur bentu m.a. ítrekað á afhjúpanir sjón- hverfingamannsins James Randi á loddurum eins og Uri Geller og hve auðvelt getur reynst að blekkja rannsakendur. Erlendur varðist fimlega og benti á ótvírætt gildi þess að skoða hugsanlega yf- irnáttúru með bestu nálgunum okkar tíma, hinni vísindalegu að- ferð. Ég vann örlítið fyrir Erlend í náminu og íhugaði á tímabili að sækja framhaldsnám í dulsálar- fræði. En eftir að ég komst yfir rit efasemdarmanna, sem þá voru mjög vandfundin, rataði ég á bekk „vantrúargemsanna“ (eins og þeir voru kallaðir í ritdeilunni 1984). Löngu síðar (2010) var ég vissu- lega einn af þeim sem formaður Vantrúar og auðnaðist þá að fá áð- urnefndan James Randi til lands- ins til að halda hér fyrirlestur, í Háskóla Íslands. Ég hafði auðvit- að samband við Erlend og bauð honum að koma, sem hann og gerði, og það var mér mikil ánægja að kynna þessa tvo heið- ursmenn, enda fór mjög vel á með þeim. Í kjölfarið bauðst Erlendur til að halda fyrirlestur um rannsókn- ir sínar fyrir okkur í Vantrú. Mér þótti það höfðinglegt boð og kjark- að af tæplega áttræðum mannin- um. En þannig var Erlendur, hreinn og beinn, klár og keikur. Á þessum tíma var hann enn að ferðast um allan heim og kynna verk sín en ekkert varð af hug- myndinni. Það kemur þó ekki að sök því hver sem vill getur kynnt sér rannsóknir hans og viðhorf í þeim ritum sem hann lætur eftir sig. Við fáum ekki svörin við stóru spurningunum svo glatt. Hver er „hinn raunverulegi raunveru- leiki“? Þótt við köllum tegund okkar homo sapiens, hinn viti- borna mann, erum við ekki síður hinn fávísi maður, eins og Erlend- ur benti á í kaflanum „Lífssýn og lokaorð“ í bók sinni „Á vit hins ókunna“. Erlendur vitjaði mín í draumi í nótt og það er nú hluti af mínum veruleika. Andlegt og dag- legt líf eru samtvinnuð eins og tvö- föld rudraksha. Leitin heldur áfram. Reynir Harðarson. Erlendur Grétar hefur nú yf- irgefið þessa jörð. Missirinn er sár en um leið finnum við fyrir votti af undrun yfir því að maðurinn sem virtist ætla að vera eilífur sé dá- inn. Hann bjó ávallt yfir sama áhuganum og eldmóðinum til að stunda rannsóknir, hvort sem var að hefja nýjar rannsóknir eða vinna áfram með þræði úr eldri rannsóknum. Hann var alltaf spenntur og kátur þegar hann vann að nýjum bókum og þessi rannsóknaránægja hélt honum við efnið. Þess eru dæmi að fólk dragi saman seglin þegar það fer að eld- ast en Erlendur hélt áfram að ferðast og halda fyrirlestra víða um heim og safna efni í rannsókn- ir sínar og greinar. Hann hafði farið víða og til ýmissa staða sem þar sem Vesturlandabúar voru sjaldséð sjón. Hann sagði okkur að til þess að ferðalögin yrðu ekki of erfið væri lykilatriði að hafa sem minnstan farangur og þess vegna pakkaði hann alltaf þrisvar sinnum fyrir öll ferðalög og grisjaði þannig far- angurinn og hefur okkur oft verið hugsað til hans þegar við höfum burðast með þungan farangur. Erlendur var sérlundaður á margan hátt og eitt af því sem þótti vera mikið sérlyndi var að hann hætti að borða kjöt sem ung- ur maður því honum leið ekki vel af því. Án efa hefur þurft nokkra staðfestu til þess að standa við þessa ákvörðun á sínum tíma því hann þótti hafa afneitað mat en hann var í raun mikill matmaður. Hann kom mikið til okkar þegar við bjuggum á Laugarvatni og hann var sem mest í bústaðnum í Laugardal. Þegar þau Björg fóru að draga sig saman kom að því að hann vildi kynna hana fyrir okkur og mikið var hann hamingjusamur og stoltur og þau áttu svo fallega saman. Það er ekki laust við að þessi jarðbundni og duli maður hafi verið orðinn rómantískur síð- ustu árin og opnari á tilfinningar sínar. Hann hafði eitt sinn orð á því að fólk ætti alveg eins að fara á námskeið til að undirbúa dauðann eins og að undirbúa lífið og tók sem dæmi að fólk ætti að læra að sjá um þau verk sem makinn hefði séð um svo það gæti bjargað sér ef makinn félli frá. Dauðinn væri ekki síður mikilvægt verkefni en lífið, bæði fyrir eftirlifendur og þann sem fer. Þetta eru sérstakar aðstæður að ástvinur deyi í miðri Covid- bylgju og það var erfitt fyrir okk- ur að geta ekki kvatt hann. Þó er gott að vita til þess að hann hafi haft ástina sína hjá sér þessa síð- ustu daga, vikur og mánuði. Við vottum Björgu Jakobsdóttur sam- býliskonu Erlendar og Önnu og Haraldi, börnunum hans, og af- komendum þeirra okkar dýpstu samúð. Erlendur Grétar skilur eftir sig stórt skarð og vandfyllt. Guðmundur Sæmundsson og Ingibjörg Jónsdóttir Kolka  Fleiri minningargreinar um Erlend Haraldsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.