Morgunblaðið - 09.12.2020, Síða 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 2020
„HANDJÁRNIN ERU BARA VARÚÐAR-
RÁÐSTÖFUN. SÍÐAST ÞEGAR VIÐ
HITTUMST REYNDIR ÞÚ AÐ TAKA Í
HÖNDINA Á MÉR”
„VILTU KOMA Í BÍÓ, LJÚFAN?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að sjá framtíðina
saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
EKKI ABBAST UPP
Á MIG, LÚÐI
ÞÚ MUNT SJÁ EFTIR
ÞVÍ! SKILURÐU MIG?
JEBB, ÉG ER
HARÐUR NAGLI
JAMM, ÞÚ
LÉST SKO
SPEGILINN
HEYRA ÞAÐ
ÞAÐ ER ENGINN
JAFNTRYGGUR
OG BESTI VINUR
MANNSINS!
KANNSKI EKKI!
austan og rjúpu fyrir vestan. „Við
förum félagarnir, ég og Helgi vinur
minn Magnússon, og þetta er
ómissandi þáttur í tilverunni.
Síðan er ég í bridshóp sem spilar
ca. tvisvar í mánuði og makker
minn er Helgi veiðifélagi minn.“
Einnig eru þau Sigríður í hjóna-
hópi sem hittist mánaðarlega yfir
vetrarmánuðina og fer árlega sam-
an í skíðaferð til Akureyrar eða
Siglufjarðar og í aðra útivist. „Það
er gaman að vera í góðra vina hópi
og ekki verra ef hægt er að vera á
skíðum á meðan.“
Fjölskylda
Eiginkona Sævars er Sigríður
Halldórsdóttir, f. 5.5. 1963, sér-
kennari. Sævar var áður kvæntur
Köllu Karlsdóttur, f. 3.6. 1962.
Börn Sævars eru 1) Sandra María
Sævarsdóttir, f. 15.4. 1983, við-
skiptafræðingur í Reykjavík, gift
Steinari B. Aðalbjörnssyni mark-
aðsfræðingi; 2) Karl Fannar Sæv-
arsson, f. 3.12. 1987, mannfræð-
ingur í Reykjavík, í sambúð með
Valgerði Árnadóttur teymisstjóra;
3) Sylvía Rut Sævarsdóttir, f. 6.10.
1994, lögfræðinemi í Reykjavík,
maki Marinó Freyr Jóhannesson,
sjómaður á Akranesi; 4) Halldór
Gauti Sævarsson, f. 7.1. 1998, nemi
í Reykjavík, maki Sigurlín Elfa
Aðalsteinsdóttir, nemi í Reykjavík.
Alsystkini Sævars eru 1) Stein-
ar Helgason, f. 22.9. 1957; 2) Guð-
jóna Harpa Helgadóttir, f. 10.2.
1964; 3) Berglind Helgadóttir, f.
21.4. 1966; 4) Arnar Þór Helgason,
f. 13.7. 1975. Samfeðra systir Sæv-
ars er Eyrún Helgadóttir, f. 3.1.
1955.
Foreldrar Sævars eru hjónin
Helgi Hörður Guðjónsson skip-
stjóri, f. 1.4. 1933, d. 11.3. 2011, frá
Reykjavík og Guðlaug Dagmar
Jónsdóttir sjúkraliði, f. 7.10. 1936 í
Barðastrandarsýslu. Þau bjuggu
lengst af í austurbæ Kópavogs en
síðast í Reykjavík.
Sævar
Helgason
Hansína Marie Senstius
verkakona og húsfreyja í Reykjavík
Benedikt Sæmundsson
sjómaður í Gerðahreppi
Guðjóna Benediktsdóttir
húsfreyja í Teigsskógi og Norður-
Reykjum, Mosfellsbæ
Jón Zophonías Guðmundsson
bóndi í Teigsskógi við Þorskafjörð
Guðlaug Dagmar
Jónsdóttir
sjúkraliði í Reykjavík
Guðlaug Dagsdóttir
húsfreyja í Bæ, Árnesi, Strandasýslu
Guðmundur Stefánsson
bóndi í Miðhúsi, Gufudalssókn
Helga Jónsdóttir
húsfreyja í Botni í Tálknafi rði
Guðmundur Björnsson
búfræðingur í Bíldudal
Steinunn Þorbjörg Guðmundsdóttir
verkakona og rithöfundur í Reykjavík
Guðjón Valdimar
Þorsteinsson verkstjóri í Reykjavík
Andrea Þorgerður Jónsdóttir
húsfreyja í Dalabyggð og Reykjavík
Þorsteinn Jónsson
bóndi á Bugðustöðum í Dalabyggð
Úr frændgarði Sævars Helgasonar
Helgi Hörður Guðjónsson
skipstjóri í Reykjavík.
Hlývindi“ heitir góð bók umljóð og laust mál eftir
Stephan G. Stephansson þar sem
Baldur Hafstað rýnir í textana, –
og verður að fara fljótt yfir sögu
og stytta hér í Vísnahorni. Fyrst
er „Hugur og hjarta“. „Á þessa
vísu,“ segir Baldur, „mætti líta
sem einkunnarorð Stephans G.
Þetta er ákall eða hvatning:
menn haldi vöku sinni og rækti
vináttu og frændsemi. Náttúran
er persónugerð – og morgunn og
kvöld renna saman við æsku og
elli“:
Láttu hug þinn aldrei eldast eða
hjartað –
vinur aftansólar sértu,
sonur morgunroðans vertu.
„Fjölskyldulífið“. Stephan segir
í skýringum: „Var við slíkt stadd-
ur“ – „hugsanlega á hann við
sjálfan sig og eigin fjölskyldu, en
í ranni hans voru sex börn þegar
hér var komið og sennilega oft
ástæða til að þagga niður í
þeim.“ – Baldur varpar því fram,
að sennilega hafi engin vísa verið
ort með jafnmörgum sögnum í
lýsingarhætti nútíðar:
Strákarnir stríðandi lemjandi –
stelpurnar skríðandi, emjandi –
kerlingin klagandi naggandi –
karltötrið agandi, þaggandi.
„Framþróun“. „Vísuna yrkir
Stephan aðeins 23 ára. Hún segir
sína sögu um hug hans til kristni
og guðstrúar svo snemma á æv-
inni, löngu áður en Íslendingar
kynnast raunsæisstefnunni. Hugs-
anlega má setja titil vísunnar í
samband við þróunarkenningu
Darwins.
Í æsku tók ég eins og barn
alheimskunnar trúna.
Með aldrinum varð ég efagjarn.
Engu trúi ég núna.
„Leikslokin“ – „er skemmtilegt
dæmi um vísun í „biblíu“ Steph-
ans, þ.e. edduna þar sem sagt er
frá brúnni sem farið er yfir á leið
til Heljar. Hugsunin er ljós: Það
er alveg sama hvernig við veltum
fyrir okkur heims- og trúmálum:
við deyjum öll.“
Hvert sem hallast hugans skeið
heims um galla og trúna,
fara allir eina leið
yfir Gjallarbrúna.
„Baslhagmennið“. Einyrkinn og
landneminn getur á engan treyst
nema sjálfan sig og lætur engan
stjórna sér. – „Galdur vísunnar
birtist í hinni óvæntu stefnu sem
síðasta braglínan tekur“:
Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, prestur,
smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Rýnt í Stephan G. Stephansson
Kärcher
B 95 RS
Gólfþvottavél
Kärcher
KM 70/20 C
Sópur
Kärcher
ProPuzzi 400
Djúphreinsivél
Kärcher
HDS 10/20 4 M
Háþrýstidæla