Morgunblaðið - 09.12.2020, Síða 28
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Eins hryllileg og spænska veikin var
fyrir rúmlega 100 árum er fræðibókin
Spænska veikin eftir Gunnar Þór
Bjarnason spennandi saga í hæsta
gæðaflokki. „Mig langaði til þess að
skrifa aðgengi-
lega bók fyrir al-
menning en ekki
stóra, þykka
strangfræðilega
bók sem endaði
ólesin uppi í hillu,
ef hún næði þá
svo langt,“ segir
sagnfræðing-
urinn.
Sagan er grípandi strax á fyrstu
blaðsíðu og heldur lesandanum við
efnið allt til loka. Gunnar Þór segist
hafa lagt áherslu á að draga fram ein-
staklinga og hlutskipti þeirra og færa
þá nær nútímanum. „Að finna per-
sónur og fylgja þeim eftir var heil-
mikið mál,“ segir hann, en ítarleg til-
vísana-, heimilda- og nafnaskrá ber
þess greinileg merki.
Bókin hittir ekki síður í mark
vegna þess að hún kemur út í öðrum
heimsfaraldri, en það er tilviljun, því
undirbúningur hófst fyrir rúmum
fjórum árum. „Hún á samt kannski
aldrei meira erindi en núna,“ segir
Gunnar Þór, sem tók sér frí frá
spænsku veikinni í um tvö ár til að
skrifa aðra bók en hófst aftur handa í
fyrra. „Það var mjög sérstakt að vera
í faraldri fyrr og nú alla daga,“ segir
hann um lokafráganginn samfara
kórónuveirufaraldri á líðandi ári.
Gerólíkar aðstæður
Áður hafa komið út tvær bækur
eftir Gunnar Þór frá sama tímabili,
önnur um fyrri heimsstyrjöldina og
hin um fullveldið 1918. Hann segir að
þess vegna hafi hann þekkt vel til
heimilda auk þess sem hann hafi
grúskað í persónulegum heimildum
eins og dagbókum Hannesar Thor-
steinssonar. Lýsingar hans gefi góða
mynd af lífinu eins og það var og
sama megi segja um ýmsar aðrar
heimildir eins og læknaskýrslur og
fleira. „Það er ákveðin jafnvægislist
að segja sögu samhliða því að nýta
fræðilegar heimildir, en það er það
sem ég lagði áherslu á að gera; að búa
til aðgengilega, grípandi sögu, sem
fólk hefði gaman af að lesa.“
Ýmislegt er líkt með spænsku
veikinni og kórónuveirufaraldrinum,
en Gunnar Þór leggur áherslu á að
aðstæður þá og nú séu gerólíkar.
Samt megi draga ýmsan lærdóm af
sögunni. „Það sem hafði mest áhrif á
mig var að lesa og kynna mér sam-
hjálpina, hvernig nágrannar hjálpuðu
þar sem þess var þörf,“ segir hann og
vísar meðal annars í frásögn af konu
sem gaf kornabarni brjóst vegna þess
að móðir barnsins var á spítala.
„Hörmungarnar drógu fram það
besta í fólki.“
Lýsingar á persónulegum sótt-
vörnum ríma vel við boðskapinn í
kórónuveirufaraldrinum nema hvað
orðfærið var gjarnan skemmtilegra.
Fólk var hvatt til að forðast kossa-
flens og samöndunarnálægð, en
Gunnar Þór bendir á að til að byrja
með hafi landsmenn ekki gert sér
grein fyrir hvað veikin var alvarleg
og afleiðingarnar ekki látið á sér
standa. Fólk hafi verið mjög með-
vitað um sóttvarnir næstu árin á eftir
og ætla megi að sama hugarfar ríki í
kjölfar kórónuveirufaraldursins.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Spenna Gunnar Þór Bjarnason vildi skrifa „aðgengilega, grípandi sögu, sem fólk hefði gaman af að lesa,“ og gerði það.
Hörmungar og samhjálp
Yfirgripsmikið verk Gunnars Þórs um spænsku veikina
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 344. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Undanfarna daga hafa samtöl mín við leikmenn liðsins
leitt mig að þeirri niðurstöðu að erfitt verði að end-
urheimta nauðsynlegt traust á milli mín sem þjálfara
og einstakra leikmanna. Liðið og árangur þess er það
sem skiptir öllu máli og nú stendur það frammi fyrir
mikilvægum undirbúningi fyrir EM. Við slíkar aðstæður
er skynsamlegast fyrir alla aðila að nýr þjálfari taki við
og hefji undirbúning fyrir þetta mikilvæga mót,“ segir
Jón Þór Hauksson, fráfarandi landsliðsþjálfari kvenna í
knattspyrnu, m.a. í yfirlýsingu í gær. »22
Erfitt hefði verið að endurheimta
traust á milli þjálfara og leikmanna
ÍÞRÓTTIR MENNING
Menningarhúsið Hof á Akureyri stendur fyrir tónleika-
röðinni Í Hofi og heim í desember og janúar og fara tón-
leikarnir fram á sviði Hamraborgar fyrir framan gesti í
sal en fjöldi þeirra er og verður í samræmi við gildandi
sóttvarnareglur. Tónleikarnir eru sýndir í streymi á
vefnum mak.is og geta því allir notið þeirra. Annað
kvöld, 10. desember, kl. 20 verða haldnir tónleikar og á
þeim koma fram söngkonan Þórhildur Örvarsdóttir og
Alexander Edelstein píanóleikari. Munu Þórhildur og Al-
exander „færa okkur hugljúfa vetrarstemningu með
tónlist úr ýmsum áttum“, eins og segir í lýsingu á tón-
leikunum á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is.
Hugljúf vetrarstemning í Hofi