Morgunblaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020 Eggert Aðskotahlutur Endurnar á Reykjavíkurtjörn fóru að öllu með gát eftir að tjarnarbotninn tók óvæntum breytingum um helgina. Parísarsam- komulagið 2015 um stöðvun á frekari mengun andrúmslofts- ins með brennslu jarð- efnaeldsneytis hlaut almenna blessun flestra ríkja heims. Samkvæmt því skyldu þau hin sömu hafa sett sér bindandi markmið um samdrátt í losun ekki síðar en 2020 þegar Kyótó-skuldbindingin er útrunnin. Jafnframt skyldi fyrir þann tíma gengið frá bindandi leikreglum samkvæmt loftslagssamningi Sam- einuðu þjóðanna til að ná yfirlýst- um markmiðum. Vegna Covid- faraldursins var fyrirhuguðu 26. ársþingi loftslagssamningsins frest- að um ár, en það skal nú halda í Grimsby að ári undir skammstöf- uninni COP-26. Undirbúningsnefnd undir forystu António Guterres, aðalritara Sameinuð þjóðanna, kemur saman á fimm ára afmæl- isdegi Parísarsamkomulagsins þann 12. desember nk. til að móta stefnu fyrir þingið að ári. Guterres: „Mannkyn í stríði við náttúruna“ Í ræðu sinni í Columbia- háskólanum í New York 2. desem- ber sl. sem bar yfirskriftina „ástand jarðar“ dró Guterres upp afar dökka mynd af þróun loftslagsmál- anna. „Mannkynið er í stríði við náttúruna. Það ber feigðina í sér. Náttúran svarar alltaf fyrir sig og nú gerir hún það í ört vaxandi mæli. Líffjölbreytni hrakar. Milljón teg- undir eru í hættu að deyja út. Vistkerfi hverfa fyrir augum okkar – athafnir okkar sjálfra eru ástæðan fyrir ófarnaðinum. En það þýðir um leið að mannlegt átak getur náð að stöðva hann.“ Í ræðu sinni dró Guterres fram þau auðsæju hættumerki sem magnast nú frá ári til árs: Gróð- ureyðing af viðarhöggi og skógar- eldum, stækkun eyðimarka, nið- urbrot kóralrifja, ofveiði í höfum sem eru að fyllast af plasti og mengun sem drepur árlega langt- um fleiri en nú er ógnað af veiru- faraldrinum. Þrátt fyrir efnahags- samdrátt í yfirstandandi Covid-kreppu stefnir árið 2020 í að verða eitt af þremur heitustu árum hingað til á heimsvísu og losun gróðurhúslofts heldur áfram að aukast. Losun CO2 er nú 62% meiri en hún var um 1990 þegar drögin voru lögð að loftslagssamningnum í aðdraganda Ríó-ráðstefnunnar. Gu- terres skoraði á þjóðir heims að leggja refsitoll á kolefnislosun og hætta byggingu mengandi orku- vera. Síðast en ekki síst dró hann fram efnahagslegan ójöfnuð þar sem fátæk ríki og lágtekjuhópar verða harðast úti vegna mengunar og afleiðinga loftslagsbreytinganna. Valdaskiptin í Hvíta húsinu vekja vonir Í framhaldi af Parísarsamþykkt- inni fyrir 5 árum hafa fjölmörg ríki sett sér róttæk markmið í lofts- lagsmálum með stefnu á samdrátt í losun kolefnis í áföngum og hlut- leysi innan fárra áratuga. Meira að segja Kína er í þeim hópi og setur markið við 2060, en Ísland og önn- ur norræn lönd ekki seinna en 2040. Afstaða Trumps sem sagði Bandaríkin frá Parísarsam- komulaginu hefur sett mikið strik í reikninginn og varð m.a. til þess að fjöldi stórra ríkja hefur ekki enn boðað ákveðna stefnu um sam- drátt, í þeim hópi eru Indland, Rússland, Indónesía og Brasilía. Með falli Trumps og kjöri Bidens sem forseta er að vænta gjör- breyttrar áherslu af hálfu Banda- ríkjanna með tilnefningu Johns Kerrys sem forystumanns í lofts- lagsmálum. Hann var hér gestur á Arctic Circle í Hörpu haustið 2019 og ef marka má orð hans og fram- göngu þar er mikils af honum að vænta í þessum efnum. Ekki mun af veita miðað við þá dökku mynd sem við blasir og aðalritari SÞ dró upp í kröftugu ávarpi sínu. Vandi sem lengi hefur blasað við Eftirstríðsárin með nýfrjáls- hyggjuna í efnahagsmálum skila þeim hörmulega arfi sem nú blasir við og Guterres dró skýrt fram í ræðu sinni. Framsýnir vökumenn sáu í hvað stefndi, m.a. talsmenn Rómarklúbbsins um 1970 með skýrum rökum í ritinu Endimörk vaxtarins, sem kom út hjá Menningarsjóði í íslenskri þýðingu 1974. Þar var dreginn fram í for- mála sá viðsjárverði „heimsvandi“ sem höfundarnir töldu sig greina: „niðurníðsla umhverfisins, stofn- anakreppa, skriffinnska, taumlaus vöxtur borga, óstöðug atvinna, firr- ing æskulýðs, afneitun æ meiri hluta fólks á því sem til gildis hef- ur verið talið.“ Í riti mínu „Vistk- reppa eða náttúruvernd“ sem út kom 1974 sagði ég m.a. (s. 30): „Talið er að vegna brennslu líf- rænna efna, sem mynduðust á liðn- um jarðöldum, aðallega kola og ol- íu, hafi hlutur koldíoxíðs í andrúmsloftinu aukizt um 11% frá miðri síðustu öld og muni tvöfald- ast á næstu 20 árum.“ Afleiðingin yrði hækkað hitastig í neðstu loft- lögunum. Þessi losun og sá vandi sem fylgdi varð æ skýrari næstu árin og tilefni loftslagssamnings SÞ 1992. Kyótóbókunin frá 1997 hefur dugað skammt til að stemma stigu við síaukinni losun C02 og hlýnun andrúmsloftsins. Par- ísarsamkomulagið 2015 fól í sér viðurkenningu flestra þjóðríkja heims á þeim gífurlega stigvaxandi vanda sem nú blasir við nema við sé brugðist. Á COP-26 í Skotlandi að ári verður reynt að ganga frá reglum (ratchet mechanism) sem gilda eiga fyrir alla þá sem form- lega gerast aðilar að bindandi samningi. Unga fólkið á vaktinni Styrjöld mannkyns gegn eigin umhverfi sem aðalritari Sameinuðu þjóðanna lýsti í ræðu sinni á eftir að sverfa æ harðar að komandi kynslóðum nema hart sé brugðist við. Þar eygja margir von í því æskufólki sem nú er að vaxa úr grasi og gerir sér ljósan þann eld sem á því mun brenna að óbreyttu. Sjálfur hefur Guterres minnt á lýs- andi fordæmi Gretu Thunberg en við hlið hennar standa nú milljónir æskufólks um víða veröld sem bera fram kröfuna um lífvænlega fram- tíð. Eftir Hjörleif Guttormsson » Guterres: „Athafnir okkar sjálfra eru ástæðan fyrir ófarn- aðinum. En það þýðir um leið að mannlegt átak getur náð að stöðva hann.“ Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Nú reynir á samstöðu gegn mengun andrúmsloftsins Í stað þess að fara í stórar breytingar á Gróf- arhúsinu, sem áætlað er að kosti um 4,5 milljarða, eigum við að verja grunn- þjónustuna. Það er mikið hægt að gera fyrir 4,5 milljarða. Nú er fullkomið tækifæri til að endur- skoða áætlanir um að ráð- ast í endurgerð á Grófar- húsinu. Mun ég fyrir hönd Sjálfstæðisflokks leggja til í borgarstjórn í dag að hætt verði við end- urgerðina þegar við af- greiðum fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Leikvellir Það er fátt skemmti- legra en að heyra þegar börn eru að leik á leik- völlum. Þeir hafa sann- arlega verið vel nýttir um alla borg síðan í vor. Það er magnað að sjá hvað jafn lítið svæði og leikvellir eru oftast geta iðað af miklu lífi. Ef við myndum end- urnýja þrjátíu leikvelli í öllum hverfum borgarinnar fyrir samtals 600 milljónir gætum við samt átt veg- legan afgang eftir af þeim peningum sem áætlað er að verja í Grófarhúsið. Mun ég því einnig leggja til í dag að við endurnýjum þrjátíu leikvelli. Allir út að leika Í haust, á óteljandi gönguferðum mínum um nær- umhverfið, hef ég mætt þvílíkum fjölda fólks á öllum aldri; unglingum sem sitja og horfa á hafið, ungum börnum með foreldrum sínum í leikjum, fólki að hjóla, hlaupa, labba. Fólki á öllum aldri að njóta þess að vera í náttúrunni, njóta þess að hreyfa sig. Við vit- um öll hversu mikilvæg hreyfing er fyrir bæði lík- ama og sál. Því búum við vel hérna í Reykjavík, stígakerfið okkar er gott og það tengir okkur með einföldum hætti við frábæra náttúru. Höldum öll áfram að hreyfa okkur og vera úti. Gerum nær- umhverfið sem best með því að endurnýja leikvelli í öllum hverfum borgarinnar, verjum grunnþjón- ustuna og skuldsetjum borgina okkar ekki um of. Fjárfestum í gleði og leik Eftir Valgerði Sigurðardóttur Valgerður Sigurðardóttir »Nú er full- komið tæki- færi til að end- urskoða áætlanir um að ráðast í endur- gerð á Grófar- húsinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. valgerdur.sigurdardottir@reykjavik.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.