Morgunblaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020
✝ Ásta Marta Ró-bertsdóttir
fæddist í Reykjavík
26. september 1973.
Hún lést 27. nóv-
ember 2020.
Foreldrar henn-
ar eru Kristjana
Guðjónsdóttir, f.
1955, og Róbert
Scobie, f. 1954.
Fósturfaðir hennar
frá fimm ára aldri
er Guðlaugur Stefánsson, f. 1952.
Eiginkona Róberts er Helena
Óskarsdóttir.
Systkin Ástu sammæðra eru
Ásta námi í margmiðlunar-
hönnun frá Borgarholtsskóla og
námi í ferðamálafræði frá sér-
hæfðum skóla í Brussel. Þá
stundaði hún auk þess nám í
tölvu- og markaðsfræðum við há-
skóla í Árósum í Danmörku og
Liverpool á Englandi.
Ásta sinnti ýmsum störfum,
m.a. tengdum ferðaþjónustu, og
vann til dæmis við markaðsstörf
hjá Flugfélagi Íslands og Íshest-
um.
Útför Ástu verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag, 15. des-
ember 2020, klukkan 13 að við-
stöddum nánum ættingjum og
vinum.
Streymt verður frá athöfninni
á youtubesíðu kirkjunnar. Stytt
slóð á streymið er: https://
tinyurl.com/y6ep8w9q/. Virkan
hlekk á streymið má einnig nálg-
ast á: https://www.mbl.is/andlat/.
Eva Hrund Guð-
laugsdóttir, f. 1982,
og Guðjón Ingi Guð-
laugsson, f. 1987.
Systkin Ástu
samfeðra eru Lydia
Grace Scobie, f.
1993, og Christ-
opher Steven Sco-
bie, f. 1995.
Börn Ástu eru: 1)
Guðlaugur Victor
Pálsson, f. 30. apríl
1991. Sonur hans er Axel Aron, f.
7. júní 2017. 2) Kristjana Marta
Marteinsdóttir, f. 13. maí 2001.
Eftir grunnskólanám lauk
Ég var 25 ára gamall, nýkom-
inn úr háskólanámi í London og
þóttist aldeilis kunna á heiminn.
Ég fór á ball og hitti þar sæta
stelpu sem ég varð skotinn í. Eitt-
hvað sá hún líka við mig. Það varð
ekki aftur snúið. Við urðum kær-
ustupar, giftum okkur, eignuð-
umst tvö yndisleg börn og höfum
búið saman síðan í yfir 40 ár.
En kærastan átti fimm ára
dóttur. Stúlkan litla var eitthvert
fallegasta barn sem ég hef augum
litið. Þannig er hún og verður
ávallt í minningunni, fósturdóttir
mín, Ásta Marta; falleg utan sem
innan.
Við urðum fljótt góðir vinir.
Hún átti sinn pabba sem hún leit-
aði eftir og þótti vænt um. Aldrei
datt mér í hug að taka það frá
henni. Ég var bara Gulli pabbi og
það nægði mér vel. Hún bar ávallt
virðingu fyrir mér sem pabba og
sýndi mér mikla hlýju.
Það væri þó ekki sannleikanum
samkvæmt að segja að Ásta hafi
ávallt verið auðvelt barn, sérstak-
lega ekki þegar kom fram á ung-
lingsárin. Hún var opin og þurfti
oft mikla athygli, gat verið fyrir-
ferðarmikil en í senn tilfinninga-
rík. En skemmtileg var hún, hlát-
urmild og oft hinn mesti prakkari.
Hún var félagslynd, vinmörg og
hæfileikarík.
Áður en lengra er haldið kýs ég
að fara fáeinum orðum um sjúk-
dóminn alkóhólisma sem stráfellir
fólk í blóma lífsins í tugatali á ári
hverju.
Ásta háði langa og stranga bar-
áttu við sjúkdóminn, fór í ótal
meðferðir og náði inn á milli góð-
um árangri. Hún var greind og
skynsöm, vissi allt um sjúkdóminn
og allt það mikla sem hún hafði að
lifa fyrir. Hún vildi lifa og ætlaði
aldrei að gefast upp, hafði þá von
að þegar hún hefði náð tökum á
þessum fjanda ætlaði hún að ger-
ast ráðgjafi og reyna að hjálpa
öðrum. Við foreldrarnir, börn
hennar og systkin höfðum líka
alltaf von; hún gaf okkur hana.
Það sárasta er að nú er vonin
slokknuð.
Fyrir mér er Ásta, einnig eftir
að fullorðinsárum var náð, litla
stúlkan með stóra hjartað. Eflaust
hefur hún erft frá mörgum gjaf-
mildið og hjartahlýjuna. Fyrst
kemur mér í hug móðuramman,
Ingibjörg Sigurðardóttir. Rétt
eins og amman mátti Ásta ekkert
aumt sjá og vildi ávallt hjálpa, en
sem barn var Ásta augasteinn
Ingu ömmu og Guðjóns afa. Þá vil
ég sérstaklega nefna Fanneyju
frænku, en hún átti eftir að reyn-
ast Ástu ómetanlega allt til hins
síðasta þegar sjúkdómurinn hafði
því miður rænt hana flestum vin-
um. Guð blessi þig fyrir það,
Fanney mín.
Ásta skilur eftir sig svo margt
fallegt. Fyrst skulu nefnd yndis-
legu börnin hennar, Guðlaugur
Victor og Kristjana Marta. Hún
gaf þeim lífið, fegurðina, hjarta-
lagið og allt það dásamlega í fari
þeirra. Ásta var mamman sem átti
þessi dásamlegu börn, afreksfólk í
íþróttum, sem hún var svo stolt af,
vildi og reyndi að gera allt fyrir
eftir fremsta megni, en var van-
máttug sökum þess sjúkdóms sem
hún bar.
Gullmolinn hans Guðlaugs Vic-
tors, Axel Aron, 3ja ára; fagur
sem foreldrarnir og amman, fjör-
ugur en prúður, hefur yljað lang-
ömmu og langafa á erfiðum tíma.
Ásta bjó börnum sínum fallegt
heimili bæði í Reykjavík, tvívegis í
Danmörku og í Englandi. Þar ríkti
gestrisni, hlýja og smekkvísi. Ég
minnist margra heimsókna okkar
til þeirra þegar þau bjuggu í Árós-
um.
Ásta mín var falleg utan sem
innan. Hún færði mér kærleika.
Líf hennar var erfitt og átti hún
skilið allt annað og betra. Sárt er
að vonin er slokknuð. Við hlýjum
okkur við ótal góðar minningar og
treystum því að hún sé ekki lengur
í kvölinni.
Meira: mbl.is/andlat
Guðlaugur (Gulli) pabbi.
Ásta stóra systir okkar var bæði
mikil félagsvera og tilfinningavera.
Hún hefði átt auðveldara með þessi
skrif heldur en við tvö sem almennt
erum hlédrægari, og fengum við
stundum að heyra það frá henni
fyrir að vera ekki opin eins og hún!
Í minningunni var þessi fé-
lagslegi þáttur stór hluti af Ástu.
Hún var alltaf með vini hjá sér eða
í símanum að tala við vini sína. Vin-
ir hennar skiptu hana miklu máli.
Það var víst þannig að þegar hún
var lítil og nýlega byrjuð í skóla
þurfti hún svo mikið að segja að
hún var sett við hlið kennarans til
að hún gæti nú örugglega tjáð sig.
Við eigum margar góðar minn-
ingar um Ástu, þar á meðal feng-
um við að heimsækja sveitina þar
sem Ásta átti margar góðar stund-
ir, meðal annars var hundur á bæn-
um sem gat sungið og vakti mikla
kátínu gesta. Ásta bauð okkur líka
einu sinni til Kulusuk þar sem við
fengum að kynnast grænlenskri
menningu og ýmislegt sem kom
okkur spánskt fyrir sjónir.
Það var í eðli hennar að vera
gestrisin, m.a. þegar við komum til
Íslands á sumrin í æskunni, en þá
áttum við heima í Belgíu. Það er
einnig minnisstætt þegar hún bauð
okkur í afmæli Kristjönu Mörtu
þegar hún átti heima í Danmörku
sem og þegar hún bauð okkur að
vera hjá sér í Danmörku jólin 2008.
Ásta var mikið fyrir tónlist,
þ. á m. Wham, Bon Jovi og Celine
Dion, og ólumst við upp við að
heyra allar helstu perlur níunda
áratugarins á háum styrk. Minn-
isstæð er sagan um Guðjón þegar
hann var pínulítill og bankaði á
hurðina hjá Ástu þar sem tónlistin
var í botni og kallaði hátt: „Ásta,
hækka!“ Það sem hann meinti þó
var að Ásta ætti að lækka!
Okkur litlu systkinunum þótti
Ásta mikill töffari, enda fylgdi hún
öllum helstu tískustraumum þess
tíma.
Jólin skiptu hana alltaf miklu
máli og þau munu ekki verða eins
án hennar. Hún kepptist við að
gefa stærstu og flestar gjafirnar og
voru jafnvel fleiri en ein gjöf frá
þér undir trénu frá „Sveinka“.
Jólakortin voru svo falleg, alltaf
eins og ritgerðir og einlægar og
fallegar hugsanir á bak við orðin.
Þú varst líka alltaf að gefa af þér og
settir vellíðan annarra alltaf í for-
gang. Eitthvað sem kom svo sterkt
fram yfir jólahátíðarnar. Alltaf eig-
um við eftir að minnast þín þegar
Last Christmas með Wham verður
spilað um jólin og hugsa um mesta
jólabarnið. Þú varst svo skipulögð
og alltaf farin að undirbúa jólin
langt á undan öðrum!
Við eigum engin orð yfir hve
Ásta skilur eftir sig yndisleg börn
og barnabarn sem hún dýrkaði út
af lífinu.
Elsku Ásta, það brýtur okkur í
litla mola að þú sért farin frá okk-
ur. Við eigum eftir að sakna þín
mikið. Minningin um þig mun lifa í
tónlistinni, jólunum og börnunum
þínum. Við vildum að við gætum
gefið þér annað líf. Auðveldara líf.
Meiri hamingju og minni sárs-
auka því svona góðhjörtuð mann-
eskja á betra skilið en þann harða
húsbónda fíknisjúkdóms sem
stýrði lífi hennar svo mjög og
svipti hana öllum lífsgæðum. Við
óskum engum að þurfa að ganga í
gegnum þessa hörmung. Þú ósk-
aðir þess svo heitt að losna úr
fíkninni og barðist svo hart en
fíknin gleypti því miður alltaf
meira og meira af systur okkar.
Hvíl í friði, elsku Ásta Marta.
Þín systkin,
Eva Hrund og Guðjón Ingi.
Elsku Ástan mín. Fallegi eng-
illinn minn, það eru engin orð sem
geta lýst því hversu erfitt það er
að sitja hér heima með tárin í aug-
unum að skrifa minningarorð um
þig. Ég er enn hálffrosin yfir
skyndilegu andláti þínu og orðin
snúast í hringi í hausnum á mér.
Ég vildi óska þess að ég hefði
komið með í bústaðaferðina okkar
í október með ykkur Láru til að
fara enn betur yfir stöðu okkar í
lífinu, börnin okkar, barnabörn,
líðan okkar, fortíðina, nútíðina og
framtíðina. Við fylgdumst ávallt
hver með annarri því við náðum
þrjár svo vel saman strax í byrjun
og slitnaði aldrei sá vinskapur
þrátt fyrir að hittast ekki nógu oft.
Við unnum saman og sá ég strax
hversu mikinn kraft og dugnað þú
áttir. Þú varst mjög opinn per-
sónuleiki og sýndir alltaf mikla
hlýju og kærleika.
Ég vildi að ég hefði getað sagt
þér hversu góð manneskja þú
varst, því ég held að stundum haf-
ir þú ekki vitað það, góðmennskan
og hjálpsemin alltaf til staðar. Ég
hefði viljað segja þér svo margt og
það nístir hjarta mitt að hafa ekki
tök á því.
Minningar okkar í gegnum tíð-
ina lifa í hjarta mínu, afmælis-
veislur, brúðkaup, Liverpool-
heimsóknir, Sálarböll, söngur,
þrif, matseld og plön. Það var ynd-
islegt að fylgjast með þér þegar
eitthvað var fram undan, varst
með allt planað upp á hár hvernig
hlutirnir áttu að vera. Það sem ég
tók fyrst eftir í þínu fari var
hversu opin og hreinskilin þú
varst og man ég eftir því þegar
börnin okkar stækkuðu hversu
mikið þau erfðu þann eiginleika
frá okkur sem er einn besti eig-
inleiki í fólki sem til er. Þú varst
svo endalaust stolt af börnunum
þínum og barnabarni og talaðir
alltaf svo mikið um þau.
Lífið er ekki alltaf dans á rós-
um, oft tengt erfiðleikum sem erf-
itt er að sigrast á, en það eru mörg
brostin hjörtu af sorg og stórt
skarð sem þú skilur eftir þig sem
ekki verður fyllt. Lífið er oft
ósanngjarnt en það besta sem við
eigum eru minningarnar og mun-
um við halda þeim vakandi í hjarta
okkar um þig elsku besta Ástan
mín.
Elsku Gulli, Kristjana Marta
og aðrir aðstandendur, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð vegna
fráfalls Ástu Mörtu. Hún er eng-
illinn okkar sem vakir yfir okkur
öllum og mun án efa hugsa vel um
aðra engla í sumarlandinu fallega.
Falleg sál nú farin er,
bið Guð um hana að geyma.
Sorgin situr í hjarta mér,
ég aldrei mun þér gleyma.
Frið þú finnur loksins nú,
mín elsku kæra vina.
Á himni uppi ert það þú,
sem passar alla hina.
(Benjamín Steinarsson)
Þín vinkona,
Kristrún Kristinsdóttir.
Ásta Marta
Róbertsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Vertu sæl engill á jörðu.
Guð geymi þig.
Enginn lái öðrum frekt,
einn þó nái falla.
Hver einn gái að sinni sekt,
syndin þjáir alla.
(Skáld Rósa)
Stefán S. Steinólfsson.
Ástkær móðir okkar, amma og langamma,
MARGRÉT GEIRSDÓTTIR
frá Hallanda í Flóa,
lést þriðjudaginn 1. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu
Dagmar Inga Kristjánsdóttir
Margrét Geirrún Kristjánsdóttir
Eygló Kúld Eiríksdóttir
Margeir Kúld Eiríksson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi okkar,
RAGNAR JÓHANNESSON
sjómaður frá Vestmannaeyjum,
lést í faðmi fjölskyldu sinnar á
dvalarheimilinu Hraunbúðum, fimmtudaginn
10. desember. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn
19. desember klukkan 11 og verður streymt beint á vef
Landakirkju, landakirkja.is. Vegna fjöldatakmarkana verða
aðeins nánasta fjölskylda og vinir í útförinni.
Hólmfríður Sigurðardóttir
Ragnheiður A. Georgsdóttir Einar Þ. Waldorff
Linda Kristín Ragnarsdóttir Miguel Ribeiro
Sigurður Ingi Ragnarsson Guðfinna E. Sigurðardóttir
Ragnar Þór Ragnarsson Hildur Vattnes Kristjánsdóttir
Zindri Freyr Ragnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
STELLA FANNEY GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Súðavík,
lést 10. desember á Hrafnistu í Reykjavík.
Útför fer fram frá Súðavíkurkirkju
föstudaginn 18. desember. Í ljósi aðstæðna eru einungis
nánustu aðstandendur viðstaddir.
Jón G. Björnsson Guðbjörg Sigurðardóttir
Margrét M. Björnsdóttir
Kristín Björnsdóttir Hafsteinn Eiríksson
Guðrún S. Björnsdóttir Guðlaugur Valtýsson
Steinunn K. Björnsdóttir Kári H. Kristinsson
Ástkær móðir okkar, amma, langamma
og langalangamma,
STELLA SIGURGEIRSDÓTTIR,
lést sunnudagskvöldið 12. desember á
heimili sínu.
Útför hennar fer fram frá Höfðakapellu
21. desember að viðstöddum vinum og fjölskyldu.
Gunnar Tryggvason og börn
Ingibjörg Tryggvadóttir og börn
Erna Björk Guðmundsdóttir og börn
Elskuleg móðir mín,
RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Deildartungu,
Birkigrund 63, Kópavogi,
lést föstudaginn 11. desember.
Útför hennar fer fram í kyrrþey en
minningarathöfn verður síðar þegar fleiri
munu geta komið saman.
Björn Friðgeir Björnsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR LÁRUSSON
rafvélavirki,
lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar
7. desember. Útför hans verður gerð frá
Siglufjarðarkirkju laugardaginn 19. desember klukkan 15 að
viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Streymt verður frá
athöfninni, hlekk þess efnis má finna á Facebook-síðu
Siglufjarðarkirkju.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarkort
MND-félagsins á heimasíðu mnd.is.
Björk Vilhelmsdóttir
Lárus Ingi Guðmundsson
Vilhelm Már Guðmundsson Karla Garcia
Brynjar Guðmundsson Hrönn Ólína Jörundsdóttir
og barnabörn
Hinsta kveðja
frá Hollvinum
Húna II.
Hollvinir Húna II eru fé-
lagsskapur áhugafólks sem hefur
það að markmiði að viðhalda og
vernda eikarbátinn Húna II. Fé-
lagar vinna þar launalaust og var
Gunnar Árnason einn þeirra sem
lögðu á sig ómælda vinnu og sat
jafnframt í stjórn Hollvina Húna
Gunnar Árnason
✝ Gunnar Árna-son fæddist 1.
mars 1938. Hann
lést 13. nóvember
2020.
Útför Gunnars
fór fram 23. nóv-
ember 2020.
II, þar til yfir lauk.
Áhugi Gunnars og
ósérhlífni var okkur
hinum hvatning og
aldrei baðst hann
undan verkum.
Gunnar var vinnu-
samur og ungur
stundaði hann sjó-
mennsku, en sneri
sér síðan að akstri
flutningabifreiða út
starfsævina.
Við kveðjum þennan góða fé-
laga með þakklæti fyrir samveru-
stundirnar og handtökin hans öll.
Fjölskyldu hans vottum við okk-
ar dýpstu samúð.
F.h. Hollvina Húna II
Þorsteinn
Pétursson.