Morgunblaðið - 15.12.2020, Side 2

Morgunblaðið - 15.12.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020 Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI, TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI? Fjölmör stuttnáms í handve g keið rki. Skráning og upplýsingar á www.handverkshusid.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Vegagerðin sendi út viðvörun til veg- farenda í gærmorgun vegna tjöru- blæðinga á þjóðveginum frá Borgar- firði, ofan Bifrastar, og allt norður í Skagafjörð. Bárust allnokkrar til- kynningar frá bílstjórum sem fengu tjöruslettur utan á ökutækin. Þá sendi lögreglan á Norðurlandi vestra frá sér tilkynningu þar sem fram kom að tjón hefði orðið á bifreiðum í gær vegna þessa, sem og eitt um- ferðaróhapp sem mátti rekja til þessara aðstæðna. Var því brýnt fyr- ir ökumönnum að aka varlega og sýna annarri umferð tillitssemi. G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar, segir það vissulega óvanalegt að blæðingar sem þessar, sem kallaðar eru vetrar- blæðingar, komi upp í desember. Það hafi þó gerst áður, eftir hlýinda- kafla og bleytu líkt og undanfarið. „Þetta vill gerast þegar hefur skipst á frost og þíða á vegunum og miklar rigningar,“ segir G. Pétur og bendir á að við umferð, sérstaklega þyngri ökutækja, í þessum aðstæð- um sé hætta á að tjara þrýstist upp úr klæðingunni. Slík blæðing eigi sér ekki stað í malbiki, aðeins klæðing- um. Aðspurður segir hann þessa kafla ekki tengjast gölluðu slitlagi sem upp kom sl. sumar á Kjalarnesi og víðar. Sumarblæðingar verði meira við hita og sól og þunnt tjöru- lag myndist. Að vetri komist tjaran upp úr klæðingunni, sem fyrr segir. „Það hefur verið erfitt að sjá upp- tökin á þessu og ekki hægt að benda á einhverja verri vegarkafla en aðra. Þyngri ökutæki geta hent þessum klessum af sér og þær dreifst víðar en ella,“ segir G. Pétur. Ef tjaran veldur sannanlegu tjóni á ökutækjum, og ekki hefur verið varað við ástandinu, þá bætir Vega- gerðin það. Að sögn G. Péturs er þó algengast að Vegagerðin fái reikn- inga fyrir tjöruþvotti og greiði þá með bros á vör. bjb@mbl.is Blæðingar í desember  Varað við tjöruklessum frá Borgarfirði í Skagafjörð Ljósmynd/Aðsend Blæðing Tjöruklessur á þjóðveg- inum í Hrútafirði í gær. Skammt er til jólanna og löngu tímabært fyrir flesta að huga að því að kaupa jólagjafir. Heimsfaraldurinn hefur hins vegar sett svip sinn á jólaverslunina líkt og annað, og er því brýnt að setja upp grímur, líkt og þessar konur á Skólavörðustíg gerðu á dögunum. Morgunblaðið/Eggert Grímuklædd í jólagjafakaupunum Fátt hefur verið um svör við fyrir- spurnum sveitar- stjórnar Rangár- þings ytra síðustu 1-2 ár um hvort til standi að endur- nýja eða fjarlægja tvær vindmyllur í Þykkvabæ, að sögn Ágústs Sig- urðssonar sveitarstjóra. Önnur myll- an skemmdist í eldi fyrir rúmum þremur árum. Málið var rætt á síðasta sveitar- stjórnarfundi í Rangárþingi ytra og var lögð fram fyrirspurn um hvort búið væri að fara fram á eða sækja um leyfi fyrir niðurrifi vindmyllunnar sem eyðilagðist í bruna og hver bæri ábyrgð á vindmyllunum í dag. Í svari sveitarstjóra segir m.a.: „Haft hefur verið samband við skráða eigendur og óskað eftir upplýsingum. Jafnframt hefur eigendum verið bent á að standi ekki til að koma myllunum í nothæft stand þá sé nauðsynlegt að fjarlægja þær. Eigendur hafa ekki sótt um leyfi til endurnýjunar eða nið- urrifs þrátt fyrir umleitanir sveitar- stjóra og byggingarfulltrúa um að svo verði gert.“ Fram kemur í svarinu að þing- lýstur eigandi samkvæmt þjóðskrá og ábyrgðaraðili sé Elýsa ehf. Þegar greint var frá bruna í annarri myll- unni í Þykkvabæ í júlí 2017 kom fram að eigandi mannvirkjanna væri fyrir- tækið Biokraft. aij@mbl.is Endurnýjun eða niðurrif? Tjón Eldur í vind- myllunni 2017. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Hagstofan ætlar að ráðast í töku manntals og húsnæðistals 1. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í bréfi sem Hagstofan hefur sent sveitarstjórnum á landinu þar sem óskað er eftir að sveitarfélögin veiti ýmsar upplýsingar um búsetu ein- staklinga o.fl. Framvegis tekið á hverju ári Manntöl eru viðamikil verkefni hagstofa, og var síðast unnið mann- tal á árinu 2011. Þá hafði ekki verið ráðist í manntal í 30 ár en það var gert á árinu 1981. Manntalið árið 2011 var í fyrsta sinn gert með rafrænum hætti. Nú er ráðgert að framvegis verði tekið manntal á hverju ári. Í bréfi Hagstofunnar til sveitar- félaga kemur fram að manntalið muni gefa upplýsingar um íbúa- fjölda, menntun, atvinnuþátttöku og stöðu mannfjöldans á vinnu- markaði, sem og um fjölskyldur og heimili. „Auk þess verða birtar yfir- gripsmiklar tölur um húsnæði landsmanna, fjölda íbúða, sumar- húsa, íbúðarhúsnæði sem stendur autt og annað um húsnæðisaðstæð- ur landsmanna á manntalsdegi. Nær allar þessar upplýsingar verða birtar fyrir hvert og eitt sveitarfé- lag en ekki aðeins stærri land- svæði,“ segir í bréfinu. Bent er á að vel heppnað manntal verði ómetanlegt gagn í allri starf- semi sveitarfélaganna og grunnur að áætlanagerð og ákvarðanatöku fyrir þau, ríkisvaldið, fyrirtæki og íbúana. Við gerð manntalsins ætlar Hag- stofan að telja fólk til heimilis þar sem það býr að staðaldri, fremur en þar sem það er með skráð lögheim- ili. Nokkuð vanti upp á að hægt sé að ákvarða búsetu allra hjá íbúða- skrá Þjóðskrár Íslands. Færst hafi í vöxt að fólk sé ekki skráð á tiltekið heimilisfang í sveitarfélögum og sömuleiðis séu ekki til miðlæg gögn um heimilislausa eða þá sem eiga í húsnæðisvanda og sveitarfélögin hafa auga með. Manntal tekið meðal landsmanna 1. janúar  Manntöl voru seinast gerð á árunum 2011 og 1981 Alls var búið að sækja 182.872 ferða- gjafir til Íslendinga 9. desember sl. eða um 914 milljónir kr. af þeim 1,5 milljörðum kr. sem gert var ráð fyrir til ferðagjafar í fjáraukalögum árs- ins. Þar af var búið að nýta 657 millj- ónir kr. til kaupa á þjónustu hjá þeim fyrirtækjum sem geta tekið við ferðagjöf skv. lögunum sem sett voru í júní sl. sem hluti af aðgerða- pakka stjórnvalda. Þetta kemur fram í nefndaráliti atvinnuvega- nefndar við frumvarp ferðamála- ráðherra um framlengingu á gildis- tíma ferðagjafa til 31. maí næstkomandi. Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. omfr@mbl.is 657 milljónir nýttar Morgunblaðið/Ómar Við Seljalandsfoss Lagt er til að hægt verði að nýta ferðagjöfina til 31. maí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.