Morgunblaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það vekur oftfurðu hvetafsamt er að ráðast í fram- kvæmdir hér á landi. Borgarbúar þekkja þetta úr kerfinu í Reykjavík sem búið er að flækja svo mjög í seinni tíð að það getur hæglega vald- ið töfum á framkvæmdum. Þetta er ekki vegna þess að Reykjavík sé skyndilega orðin svo stór, hún er það ekki, miklu frekar vegna þess að búið er að flækja málin að óþörfu og virðist ástæðan sú að stjórnmálamenn hafi ýtt ábyrgðinni frá sér og byggt upp bákn sem vex þannig að upphaflegur tilgangur þess týnist. Það átti að þjóna al- menningi en er farið að þjóna sjálfu sér. En þetta á ekki aðeins við um borgina. Þórdís Kolbrún, R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra, nefndi það í grein í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins um liðna helgi að það væri „almennt áhyggjuefni hve við Íslendingar virðumst gjarnir á að flækja hlutina í hnútum regluverks og óskilvirkrar málsmeðferðar. Og það er dá- lítið einkennileg tilhneiging hjá þjóð sem oft er bendluð við kæruleysi, skjótar „redd- ingar“ og óþol gagnvart flækjum. OECD-skýrslan um byggingariðnað og ferðaþjón- ustu varpaði skýru ljósi á þessa „flækjuhlið“ á okkar ágæta samfélagi. Annað dæmi var rakið á fundi hjá Samorku nýlega, þar sem bent var á að ein og sama opinbera stofn- unin getur þurft að koma allt að 10 sinnum að sömu fram- kvæmdinni á hinum ýmsu stigum leyfisveitinga og um- sagna.“ Skýrslan sem ráðherrann nefndi er hin fróðlegasta og verður vonandi til þess að ráð- ist verður í úrbætur. Í henni eru tillögur um einföldun leyf- isveitinga og málsmeðferð- arinnar sem er undanfari þeirra, til dæmis skipulags- gerð og mat á umhverfisáhrif- um. Fram kemur að talsvert sé um tvíverknað, sömu gögn séu lögð fram ítrekað, sömu aðilar komi oft að sama máli, umsagnar- og kynningarferli taki langan tíma, auk þess sem ógagnsæi hái ferlinu. Umfjöllun í skýrslunni um samanburð við löggjöf ná- grannaþjóða er þó ekki síst það sem athygli vekur, en þar segir að matsferlið á Íslandi sé óþarflega flókið og að dæmi sé um tvöfalt samráð um matsáætlun og að mats- skýrsla sé lögð fram tvisvar, sem tíðkist ekki í öðrum lönd- um. Þá séu kæru- heimildir mun víð- tækari hér á landi en í nágranna- löndunum. Nefnt er sem dæmi að framkvæmd hafi farið 17 sinnum í umsagn- arferli og að hver stofnun fjalli um hana 10 sinnum. Jafnvel áköfustu áhugamönn- um um skrifræði hlýtur að blöskra þetta vinnulag. Þá kemur fram að á Norð- urlöndum séu dæmi um að sett séu sérlög sem gangi framar lögum um mat á um- hverfisáhrifum og gætu verið heppileg leið fyrir stórar inn- viðaframkvæmdir. Það ferli sem sett hefur verið upp með almennri lög- gjöf hér á landi og er ætlað að tryggja að framkvæmt sé í sátt við umhverfið og íbúa á þeim svæðum sem fram- kvæmdir eiga sér stað hefur því miður ítrekað verið mis- notað til að reyna að koma í veg fyrir framkvæmdir sem eiga fullan rétt á sér. Allar kæruleiðir eru fullnýttar og eins og lýst er í fyrrnefndri skýrslu er lagaumhverfið hér á landi þannig að það býður upp á slíka misnotkun, ólíkt því sem þekkist erlendis þar sem erfiðara er að misnota kerfið til að flækjast fyrir framkvæmdum. Sérlög um einstakar framkvæmdir geta verið leið út úr þessu og ef til vill heppilegasta leiðin þegar um stórar og þjóðhagslega mikilvægar framkvæmdir er að ræða sem ná yfir mikið landsvæði og mörg sveitar- félög. En þó að þessa leið verði tvímælalaust að skoða í slík- um tilvikum breytir það því ekki að einfalda verður ferli framkvæmda almennt. Til- gangurinn með því er ekki að horft sé fram hjá umhverfis- sjónarmiðum, náttúruvernd, heldur eingöngu að tryggja að eðlilegt jafnvægi sé á milli allra sjónarmiða og að hægt sé að hefja þær framkvæmdir sem ráðast á í án óhóflegra og ástæðulausra tafa. Fjar- stæðukennt er að hér á landi, þar sem tiltölulega fáir búa í tiltölulega stóru landi, skuli vera flóknara regluverk og meiri möguleikar á töfum við framkvæmdir en í mun fjöl- mennari og þéttbyggðari löndum. Fyrrnefnd ábending ráðherrans felur vonandi í sér að þetta mál verði sett ofar- lega á dagskrá ríkisstjórn- arinnar. Íslendingar mega ekki við því að flókið reglu- verk við framkvæmdir tefji þá nauðsynlegu uppbyggingu at- vinnulífs og innviða sem fram undan er. Íslendingar hafa gengið allt of langt í að flækja framkvæmdir} Flóknara Ísland Í slendingar búa að ríkulegri menningu sem hefur fylgt okkur um aldabil. Þjóðlög og rímur hafa ómað síðan á 12. öld og hugvit þjóðarinnar á sviði tón- listar er botnlaust. Tónlistin vekur at- hygli um víða veröld, safnar verðlaunum og við- urkenningum. Þátta- og kvikmynda- framleiðendur flykkjast til landsins og allir vilja upplifa andagiftina sem Íslandi fylgir. Með mik- illi fagmennsku hefur tónlistarmönnum tekist að koma Íslandi á kortið sem tónlistarlandi – eitthvað sem við Íslendingar vissum auðvitað fyrir löngu. Við erum einnig mikil bóka- og sagnaþjóð. Ís- lendingasögurnar, Halldór Laxness og hið ár- lega jólabókaflóð er einstakt fyrirbæri og raun- ar hefur jólabókaflóðið aldrei verið stærra en nú! Eflaust eru margir sem finna fyrir valkvíða enda munu jólin ekki duga til að lesa allt sem okkur langar. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi frumvarp mitt um stuðningskerfi við útgáfu bóka á íslensku. Ákvörðunin markaði þáttaskil í íslenskri bókmenntasögu og tölurnar tala sínu máli. Útgefnum titlum fjölgar – sérstaklega í flokki barnabóka – og bóksala fyrir jólin er um 30% meiri en á sama tíma í fyrra. Á árinu hafa margir listamenn orðið fyrir miklu tekju- tapi, enda listviðburðir bannaðir meira og minna síðan í mars. Stjórnvöld hafa stutt við listafólk með ýmsum hætti, t.d. með 10 stuðningsaðgerðum sem kynntar voru í októ- ber. Ein þeirra var vitundarvakning um mikilvægi menn- ingar og lista og um helgina var kynnt áhuga- vert verkefni í þá veru, sem miðar að því færa þjóðinni listviðburði heim að dyrum! Almenningi um allt land býðst að senda vinafólki eða ættingjum sínum landsþekkt listafólk, sem bankar upp á 19. og 20. desember til að skemmta þeim opnar. Alls verða heim- sóknirnar 750 talsins og yfir 100 listamenn taka þátt í verkefninu. Það er unnið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og ég vona að sem flestir fái notið þessarar glæsilegu gjafar. Við erum lukkuleg þjóð. Við megum ekki gleyma því að við eigum ofgnótt af bókum, hríf- andi tónlist, myndlist og hönnun sem hlýjar þegar frostið bítur í kinnar. Við eigum að standa vörð um íslenska menningu og listir, styðja við listamennina okkar og setja íslenska list í jólapakkana. Miðstöð hönnunar og arki- tektúrs hefur birt yfirlit á vefsíðu sinni yfir verslanir sem selja íslenska hönnun, og þar er sko af nægu að taka. Bæk- ur og leikhúsmiðar eru ekki amaleg gjöf heldur, ekki síst þegar viðburðaþyrst þjóðin losnar úr Covid-klónum! Það bærist eitthvað innra með manni þegar ró leggst yf- ir heimilið á aðfangadagskvöld, allt heimilisfólk satt og sælt, ljúfir jólatónar óma og maður kúrir með jólabók í hönd. Þessi stund rammar inn hamingjuna hjá mér um jól- in. Ég segi því hiklaust – íslensk menning og listir eru jóla- gjöfin í ár! Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Sælustund á aðfangadagskvöld Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Andrés Magnússon andres@mbl.is Flestir líta svo á að kaldastríðinu hafi lokið um ogupp úr falli Berlínarmúrs-ins árið 1989 og hér á Ís- landi ekki síðar en árið 2006 þegar Bandaríkjamenn pökkuðu saman suður á Miðnesheiði án mikillar við- hafnar. Það var þó ekki svo að rúss- neski björninn hefði misst allan áhuga á umsvifum og yfirráðum í ná- munda við norðurskautið þó Sovétið hefði fallið. Á þetta var minnt í grein í breska tímaritinu The Spectator um liðna helgi, en hana skrifaði sagn- fræðingurinn og stjórnmálaráðgjaf- inn Francis Pike. Mikil uppbygging Rússa Pike bendir á að allt frá 2013 hafi Rússar varið verulegum fjármunum til uppbyggingar á sjö flotastöðvum við Norður-Íshafið, en það sé liður í pólitískri stöðutöku. Um það hafi ut- anríkisráðherrann Sergei Lavrov rætt opinskátt og sagt norður- siglingaleiðina slagæð flutningaleiða Rússa. Sú stefna nýtur blessunar Vladí- mírs Pútíns Rússlandsforseta, sem hélt til Pétursborgar í liðnum mánuði til þess að hleypa af stokkunum nýj- um ísbrjóti af stærri gerðinni, en að- eins mánuði þar á undan var tekinn í gegn 33.000 tonna kjarnorku- ísbrjótur. Ekki verður látið þar við sitja, því smíða á þrjá 70.000 tonna ís- brjóta, sem bætast við þá 37 risaís- brjóta sem fyrir eru. Það er ekki bara upp á sportið, en þessi ísbrjótafloti á bæði að halda siglingaleiðum opnum og að vera til aðstoðar við flotastöðina í Múrmansk, en þaðan gerir rúss- neski sjóherinn út 37 herskip og ann- að eins af kafbátum. Strandlengja Rússa norður við Íshaf, frá Hvítahafi austur að Ber- ingssundi, er um 25.000 km löng, en lengst af skipti hún ekki miklu máli, hvorki í efnahagslegu né hernaðar- legu tilliti. Það kann hins vegar að vera að breytast með hnattrænni hlýnun. Ísþekjan á Íshafinu hefur minnkað mikið frá lokum gamla kalda stríðsins og vera kann að innan kynslóðar verði stór hafsvæði þar ís- laus árið um kring. Ekki má heldur gleyma hinu, að jarðvísindamenn telja að Norður-Íshafið kunni að geyma hartnær fjórðung af olíu- og gasauðlindum jarðar, auk alls kyns málma og annarra verðmætra efna. Nú eru þjóðir heims alls ekki á eitt sáttar um nýtingu slíkra auð- linda. Um það er deilt bæði á alþjóða- vettvangi og meðal ríkja Norð- urskautsráðsins, en þar eiga sæti Bandaríkin, Danmörk, Finnland, Ís- land, Kanada, Noregur, Rússland og Svíþjóð, en þar trompa þjóðréttarleg sjónarmið jafnan fögur orð um um- hverfisvernd. Aðrar þjóðir seinar til leiks Til þessa hafa Bandaríkin ekki mótmælt hinum nýju landakröfum Rússa um of, en segja má að þau hafi haldið sig fjarri Íshafinu í um þrjá áratugi, allt til 2018 þegar flotadeild með flugmóðurskipinu Harry S Truman hætti sér á svo norðlægar slóðir í útsýnisferð með sinn eina stóra ísbrjót. Bandaríski utanríkisráðherrann Mike Pompeo hefur þó verið mjög áhugasamur um norðurslóðir, líkt og bæði Íslendingar og fleiri norðlægar þjóðir þekkja. Ekkert bendir hins vegar til þess að komandi stjórn Joes Bidens horfi jafnlangt fram á veginn í norðurátt. Evrópusambandið (ESB) kemur varla við sögu í þessu nýja kalda stríði, því það hefur ekki einu sinni áheyrnaraðild að Norðurskauts- ráðinu (öfugt við t.d. Indverja og Kín- verja). Danir hafa reynt að ota sínum tota, en hafa ekki roð við Rússum. En hvað með Kínverja? Þeir eru víðsfjarri norðurhjara, en eru mjög áhugasamir um bæði siglingaleiðir og nýtingu náttúruauðlinda þar norður frá. Hin einstaklega metnaðarfulla áætlun þeirra um Belti og braut, inn- viðauppbyggingu í um 70 löndum til þess að greiða fyrir viðskiptum og vöruflutningum frá (og jafnvel til) Kína, nær líka norður í Íshaf. Það skýrir mikla fjárfestingu þeirra í Grænlandi (sem aftur orsakaði sér- kennilegt kauptilboð Donalds Trumps á landinu). Gleymum ekki að Kínverjar hafa einnig boðið gríðarmikla fjárfestingu á Íslandi, Finnlandi og víðar, fyrst og fremst með boði þeirra um að löndin taki þátt í fyrrnefndu verkefni um Belti og braut. Því var tekið kurt- eislega af íslenskum stjórnvöldum, sem hafa undanfarin ár haft erindið til skoðunar í þar til gerðri skúffu í utanríkisráðuneytinu. Sennilega með það fyrir augum að hafna því hvorki né taka. Eftir sem áður leynir sér ekki að á norðurslóðum er löngu hafið nýtt kapphlaup um yfirráðasvæði, en til þessa eru varla aðrir en Rússar komnir til leiks þó Kínverjar boði komu sína. Það er umhugsunarefni fyrir Íslendinga og aðrar Norður- landaþjóður, granna okkar á Græn- landi og vinina í vestri. Kalt stríð kraumar á norðurslóðum AFP Norðurhjari Sumir sjá hér aðeins líflausar auðnir, en aðrir greiðar leiðir, auð- lindir og mikilvægt umráðasvæði. Það á ekki aðeins við um þennan hvítabjörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.