Morgunblaðið - 15.12.2020, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020
Danmörk
OB – Midtjylland...................................... 1:1
Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á sem
varamaður hjá OB í hálfleik. Aron Elís
Þrándarson er meiddur.
Mikael Anderson lék fyrstu 64 mínút-
urnar með Midtjylland.
Staðan:
Midtjylland 12 7 3 2 20:13 24
Brøndby 12 8 0 4 24:18 24
AGF 12 6 3 3 23:16 21
SønderjyskE 12 6 3 3 21:16 21
Randers 12 6 1 5 20:12 19
København 12 6 1 5 21:20 19
AaB 12 5 4 3 15:15 19
Nordsjælland 12 4 4 4 21:16 16
OB 12 4 3 5 17:19 15
Vejle 12 4 2 6 18:24 14
Horsens 12 1 3 8 9:22 6
Lyngby 12 0 3 9 12:30 3
Ítalía
Reggina – Venezia................................... 1:2
Bjarki Steinn Bjarkason og Óttar Magn-
ús Karlsson sátu allan tímann á vara-
mannabekk Venezia.
C-deild:
Padova – Triestina .................................. 0:0
Emil Hallfreðsson lék fyrstu 83 mínút-
urnar með Padova.
Spánn
Celta Vigo – Cadiz .................................... 4:0
Staðan:
Real Sociedad 13 7 5 1 23:6 26
Atlético Madrid 11 8 2 1 21:4 26
Real Madrid 12 7 2 3 19:12 23
Villarreal 13 5 7 1 16:12 22
Sevilla 11 6 1 4 13:9 19
Granada 12 5 3 4 15:20 18
Cádiz 13 5 3 5 11:17 18
Barcelona 11 5 2 4 21:11 17
Celta Vigo 13 4 4 5 17:20 16
Real Betis 13 5 1 7 15:24 16
Eibar 13 3 6 4 9:10 15
Valencia 13 3 5 5 19:19 14
Athletic Bilbao 12 4 2 6 14:14 14
Elche 11 3 5 3 9:11 14
Alavés 13 3 5 5 11:14 14
Getafe 12 3 4 5 9:14 13
Real Valladolid 13 3 4 6 14:20 13
Levante 12 2 5 5 13:16 11
Huesca 13 1 8 4 12:20 11
Osasuna 12 3 2 7 10:18 11
EM kvenna
Milliriðill 2 í Kolding:
Holland – Þýskaland ............................ 28:27
Ungverjaland – Rúmenía .................... 26:24
Staðan:
Noregur 4 4 0 0 138:93 8
Króatía 4 3 0 1 101:103 6
Holland 4 2 0 2 106:110 4
Þýskaland 4 2 0 2 104:114 4
Ungverjaland 4 1 0 3 97:108 2
Rúmenía 4 0 0 4 83:101 0
Danmörk
GOG – Ringsted ................................... 28:22
Viktor Gísli Hallgrímsson varði ellefu skot í
marki GOG.
Tvis Holstebro – SönderjyskE........... 32:29
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði ekki fyr-
ir Tvis Holstebro.
Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk
fyrir SönderjyskE.
Efstu lið: GOG 28, Aalborg 25, Tvis Hol-
stebro 24, Bjerringbro-Silkeborg 21,
Skjern 19, Kolding 17, SönderjyskE 17.
Svíþjóð
Hallby – Kristianstad.......................... 37:34
Teitur Örn Einarsson skoraði sex mörk
fyrir Kristianstad en Ólafur Andrés Guð-
mundsson var ekki í leikmannahópnum.
Efstu lið: Malmö 23, Ystad IF 23, Alings-
ås 21, Skövde 19, Lugi 19, Kristianstad 18,
Sävehof 17, IFK Ystad 15.
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor
Gísli Hallgrímsson átti stórleik í
marki GOG þegar liðið fékk Ring-
sted í heimsókn í dönsku úrvals-
deildinni í handknattleik í gær.
Leiknum lauk með 28:22-sigri
GOG en Viktor Gísli varði ellefu
skot og var með 50% markvörslu.
Jafnræði var með liðunum til að
byrja með og leiddi GOG með
tveimur mörkum eftir fimmtán
mínútna leik, 7:5. Þá hrökk Viktor
Gísli í gang og hann varði hvert
skotið á fætur öðru. GOG leiddi
12:9 í hálfleik og liðið jók forskot
sitt jafnt og þétt í síðari hálfleik
með landsliðsmarkvörðinn fremst-
an í flokki. GOG er með 28 stig í
efsta sæti deildarinnar eftir fimm-
tán leiki og á leik til góða á Aalborg
sem er í öðru sætinu með 25 stig.
Viktor lokaði
markinu
áhöldum og ég er ánægður með að
hafa komist í úrslit í stökki líka.“
sagði hann.
Erfitt að koma til baka
Árangur Jónasar er sérstaklega
eftirtektarverður þar sem hann hefur
þurft að gera löng hlé á æfingum á
árinu vegna sóttvarnaaðgerða hér-
lendis, en hann náði þó að æfa ágæt-
lega síðustu vikurnar fyrir mótið.
„Það var erfitt að koma til baka eftir
að hafa misst út nokkrar vikur í æf-
ingum. Síðustu vikur hef ég samt sem
áður náð að æfa nokkuð vel og ég náði
að komast í fínt stand fyrir mótið og
það gekk vel sem betur fer. Ég veit
ekki hversu mikið hinir hafa fengið að
æfa á árinu en ég er mjög sáttur við
að ég náði að skila mínu.“
Íþrótta- og ólympíusamband Ís-
lands gaf út lista í október með
íþróttafólki sem stefndi markvisst að
þátttöku í Ólympíuleikunum í Tókýó
sumarið 2021. Jónas viðurkennir að
það sé langsótt að hann verði með í
Tókýó en Ólympíuleikarnir í París
2024 séu raunhæft markmið.
Ætlar sér á stærstu mótin
„Lokamarkmiðið er að vera með á
Ólympíuleikum og ég mun gera allt
hvað ég get til að ná því markmiði.
Það verður erfitt að komast til Tókýó
þar sem það eru bara tvö sæti eftir og
þau fást á Evrópumótinu á næsta ári.
Það eru mjög margir góðir fim-
leikamenn sem munu berjast um þau
sæti. Það er fínn séns á að ég komist á
leikana 2024 ef ég er duglegur að æfa.
Ég þarf að vera öruggari á öllum
áhöldum og svo þarf ég að bæta erf-
iðleikastigin líka, en ég er tilbúinn að
leggja það á mig,“ sagði Jónas.
Hann ætlar sér stóra hluti á næsta
ári í flokki fullorðinna þótt Ólympíu-
leikarnir í Tókýó séu langsóttir. „Það
er Evrópumót í Sviss í apríl og svo er
heimsmeistaramót í Japan í október.
Ég set stefnuna þangað. Markmiðið
þegar kemur að HM snýst helst um
íslenska landsliðið. Við viljum standa
okkur vel á HM og með því komast á
næsta HM eftir það,“ sagði Jónas.
Tilfinning
sem erfitt
er að lýsa
Jónas Ingi Þórisson fyrstur í úrslit
í fjölþraut á EM og sjöundi í stökki
Ljósmynd/FSÍ
Markmið Jónas Ingi Þórisson hefur sett stefnuna á að komast á Ólympíu-
leika eftir að hafa náð mjög góðum árangri í Tyrklandi um helgina.
FIMLEIKAR
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Jónas Ingi Þórisson braut blað í ís-
lenskri fimleikasögu um helgina þeg-
ar hann vann sér inn sæti í úrslitum í
fjölþraut og í stökki á Evrópumóti
unglinga í áhaldafimleikum í Tyrk-
landi. Er hann fyrsti Íslendingurinn
sem fer í úrslit í fjölþraut á slíku móti
í unglingaflokki. Jónas hafnaði að lok-
um í 17. sæti í fjölþraut með 72.630
stig og í sjöunda sæti í stökki með
13.366 stig.
„Ég er mjög sáttur. Þetta var frá-
bær upplifun og gekk mjög vel,“
sagði Jónas í samtali við Morg-
unblaðið. „Ég er fyrsti Íslending-
urinn sem kemst í úrslit í fjölþraut í
unglingaflokki. Það var mjög sérstök
tilfinning og það er erfitt að lýsa
henni,“ bætti hann við. Jónas, sem er
18 ára, var að keppa á sínu síðasta
móti í unglingaflokki og var hann
staðráðinn í að standa sig vel. „Ég hef
vitað í langan tíma að þetta er síðasta
mótið í unglingaflokki og ég vissi að
ég ætti möguleika á að fara í úrslit,
svo ég hef æft vel. Markmiðið var að
fara í úrslit í fjölþraut og sem flestum
Sigríður Hauksdóttir, landsliðs-
kona í handknattleik, hefur fram-
lengt samning sinn við HK til ársins
2023. Sigríður er fyrirliði HK og
hefur hún verið einn besti leik-
maður liðsins síðustu ár en hún hef-
ur skorað 31 mark í 14 lands-
leikjum. Þegar keppni var frestað í
október í Olísdeildinni var Sigríður
markahæst hjá HK með 16 mörk í
þremur leikjum. Þá skoraði hún 84
mörk í 19 leikjum með HK á síðustu
leiktíð en liðið var í fjórða sæti
deildarinnar þegar keppni var hætt
í mars vegna kórónuveirunnar.
Landsliðskona
framlengdi við HK
Morgunblaðið/Eggert
Skot Sigríður Hauksdóttir í lands-
leik gegn Spáni síðasta sumar.
María Finnbogadóttir og Snorri
Einarsson eru skíðafólk ársins
2020, en þetta kom fram í frétta-
tilkynningu SKÍ í gær. María
keppir í alpagreinum í svigi en hún
náði þeim merka áfanga á árinu að
vinna sitt fyrsta alþjóðlega FIS-mót
í St. Lambrecht í Austurríki. Snorri
tók virkan þátt í heimsbikarmóta-
röðinni í skíðagöngu á árinu en
hann náði sínum besta árangri og
besta árangri sem íslenskur skíða-
göngumaður hefur náð þegar hann
hafnaði í 18. sæti í 30 km frjálsri
göngu í heimsbikarnum í Noregi.
María og Snorri
sköruðu fram úr
Skíðaganga Snorri Einarsson er
fremsti skíðagöngumaður landsins.
Viðureignir stórliðanna Barcelona og París SG
eru eitt það áhugaverðasta sem kom upp úr kúl-
unum hjá UEFA í gær þegar dregið var til sextán
liða úrslita Meistaradeildar karla í fótbolta. Þar
koma upp í huga ótrúlegir leikir liðanna í keppn-
inni árið 2017 þegar PSG vann þann fyrri 4:0 en
Barcelona þann síðari 6:1.
Evrópumeistarar Bayern München mæta Róm-
verjunum í Lazio og áhugaverður slagur gæti ver-
ið í uppsiglingu milli Atlético Madrid og Chelsea.
Óútreiknanlegt lið Atalanta mætir brokkgengu
liði Real Madrid í öðrum áhugaverðum slag.
Þá kemur þýska liðið Leipzig til Englands í
þriðja sinn á einu ári og mætir Liverpool eftir að
hafa slegið Tottenham út í 16-liða úrslitum Meist-
aradeildarinnar snemma á þessu ári og haft betur
gegn Manchester United í riðlakeppninni á dög-
unum.
Leikir og dagsetningar eru sem hér segir:
16. febrúar og 10. mars:
RB Leipzig – Liverpool
Barcelona – París SG
17. febrúar og 9. mars:
Porto – Juventus
Sevilla – Borussia Dortmund
23. febrúar og 17. mars:
Lazio – Bayern München
Atlético Madrid – Chelsea
24. febrúar og 16. mars:
Borussia Mönchengladbach – Manchester City
Atalanta – Real Madrid
Spila Rúnar og Ögmundur?
Íslensku landsliðsmarkverðirnir Rúnar Alex
Rúnarsson og Ögmundur Kristinsson gætu komið
við sögu í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en
einnig var dregið til þeirra í gær.
Rúnar lék fjóra leiki með Arsenal í riðlakeppn-
inni en lið hans dróst gegn Benfica frá Portúgal.
Ögmundur fékk engin tækifæri með Olympia-
cos í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en lið hans
varð þar í þriðja sæti í sínum riðli og færðist því
yfir í Evrópudeildina þar sem það mætir PSV frá
Hollandi.
Tottenham fer til Austurríkis og Leicester til
Tékklands en stórleikir umferðarinnar eru vænt-
anlega einvígi Real Sociedad, sem nú er efst á
Spáni, og Manchester United. Þessi lið mætast í
32 liða úrslitum.
Wolfsberger – Tottenham
Dynamo Kíev – Club Brugge
Real Sociedad – Manchester United
Benfica – Arsenal
Rauða stjarnan – AC Milan
Royal Antwerpen – Rangers
Slavia Prag – Leicester
Salzburg – Villarreal
Braga – Roma
Krasnodar – Dinamo Zagreb
Young Boys – Leverkusen
Molde – Hoffenheim
Granada – Napoli
Maccabi Tel-Aviv – Shakhtar Donetsk
Lille – Ajax
Olympiacos – PSV Eindhoven
Leikirnir fara fram 18. og 24.-25. febrúar.
Verður sama dramatík og 2017?
Barcelona mætir París SG Leipzig í þriðja sinn á einu ári til Englands