Morgunblaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18, laugardaga 11-14 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Frumvarp heilbrigðisráðherra til breytinga á sóttvarnalögum er með- al þeirra þingmála sem samkomulag er um milli þingflokka á Alþingi að fresta fram yfir áramót. Tilgangur þess er fyrst og fremst að skýra ákvæði laganna um opinberar sótt- varnaráðstafanir á grundvelli reynslunnar af faraldri kórónuveir- unnar. Frumvarpið er nú til umfjöllunar í velferðarnefnd. Að sögn Helgu Völu Helgadóttur, formanns nefnd- arinnar, er staðan sú að unnið er þessa dagana að afgreiðslu stórra og þungra mála út úr nefndinni sem verður að afgreiða fyrir áramót, svo- kallaðra dagsetningarmála. Hins vegar var það að sögn hennar mat sérfróðra að það dygði að afgreiða þetta mál í fyrstu viku eftir áramót. Þingið kemur saman eftir jólaleyfi til þingfundar 18. janúar en þing- nefndir hefja störf viku fyrr. Dr. Páll Hreinsson, sem vann í september sl. álitsgerð að ósk ráð- herra um valdheimildir sóttvarna- læknis og heilbrigðisráðherra til op- inberra sóttvarnaráðstafana, lagði áherslu á að áður en ráðist yrði í heildarendurskoðun sóttvarnalaga væri rétt að bæta strax úr helstu ágöllum sem á lögunum eru, m.a. til að tryggja að sóttvarnayfirvöld hafi allar nauðsynlegar valdheimildir. Umboðsmaður Alþingis taldi í bréf- um til ráðherra í október sl. að tilefni væri til þess að hugað væri að því hvort gildandi lagaheimildir vegna sóttvarnaráðstafana væru fullnægj- andi og að „sem allra fyrst verði […] lagt mat á í hvaða mæli er þörf á að bæta úr atriðum sem eru meira að- kallandi en önnur og tillögur um lausnir í því sambandi verði þá lagð- ar fyrir Alþingi eins fljótt og kostur er“. Halli ríkissjóðs til 2025 þrjár milljónir á hvern íbúa landsins Fjölmargar umsagnir hafa borist velferðarnefnd um frumvarpið á um- liðnum dögum. Samtök atvinnulífs- ins vilja að fram fari óháð rannsókn á faraldrinum hér á landi, á afleið- ingum hans og hvernig tekist hafi til um sóttvarnir og að beðið verði með heildarendurskoðun sóttvarnalaga þar til þetta heildarmat liggur fyrir. „Spurningar sem svara þarf fjalla um hvaða ákvæði í reglugerðum um takmörkun á samkomum skiluðu mestum árangri til að fækka smitum og hverjar höfðu síður áhrif. Eins hvort rétt sé að vinnustaðir lúti sömu reglum og almennar sam- komur. Í fyrra tilvikinu kemur fólk saman til starfa dag eftir dag, oftast sömu einstaklingarnir en utan- aðkomandi ekki. Í síðara tilvikinu kemur saman fólk úr ýmsum áttum án innbyrðis tengsla,“ segir m.a. í umsögn SA. Bent er á að efnahags- samdrátturinn hér á landi vegna far- aldursins og tengdra aðgerða verði meiri en í samanburðarríkjum og ríkisfjármálaáætlunin gefi til kynna að hallarekstur á árunum 2020-2025 verði yfir 1.000 milljörðum kr. eða sem svarar þremur milljónum kr. á hvern íbúa. Gagnrýna SA að þegar aðgerðir eru ákveðnar, s.s. með takmörk- unum á samkomum, hafi verið vísað til ólíkra mælikvarða og erfitt hafi verið að sjá samhengi á milli mæli- kvarðanna og sóttvarnaaðgerða hverju sinni. Aðeins gróf lýsing en engin töluleg viðmið hafi verið gefin út opinberlega við mótun tillagna sóttvarnayfirvalda. Skortur á við- miðum hafi margvíslega ókosti, skapi óvissu og skerði getu almenn- ings til að skilja nauðsyn aðgerða sem gripið er til o.fl. „Þá eykur það hættu á að aðgerðir séu óþarflega háðar persónulegu mati og tilfinn- ingu fárra einstaklinga fremur en samþykktum stöðlum, gagn- reyndum viðmiðum og raungögn- um.“ Vilja samtökin taka upp töluleg viðmið þar sem rýmkun eða þreng- ing takmarkana miðist við þróun ákveðinna mælikvarða. Viðvörunar- kerfið með litakóðunum gefi engar upplýsingar um undir hvaða kring- umstæðum mismunandi sóttvarna- aðgerðum kunni að verða beitt. Þá segja SA mikilvægt að ákvarðanir um viðamikla takmörkun á gang- verki samfélagsins verði ekki teknar af heilbrigðisráðherra einum að fengnum tillögum sóttvarnalæknis. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Frekari umfjöllun og afgreiðsla frumvarps um breytingar á sóttvarnalögum færist yfir á næsta ár. Talið duga að afgreiða sóttvarnamálið eftir áramót  Talið brýnt í álitsgerðum að bæta strax úr helstu ágöllum Meirihluti ríkja heims hefur gripið til sóttvarna í baráttunni við heimsfar- aldurinn, sem ganga gegn lýðræðinu eða mannréttindum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu IDEA, fjölþjóð- legu lýðræðisstofnunarinnar, sem að- setur hefur í Svíþjóð. Niðurstaðan var sú að af 162 ríkj- um heims hefði 61% gripið til tak- markana sem væru annaðhvort „ólöglegar, úr meðalhófi, ótímasettar eða óþarfar“ hvað varðaði a.m.k. eitt svið góðrar lýðræðisvenju. Athygli vekur að þetta átti við 43% þeirra ríkja sem að öllu jöfnu njóta viðurkenningar sem lýðræðisríki, en síður kemur á óvart að það átti við um 90% þeirra ríkja sem lúta einræði eða harðstjórn. Indland, fjölmennasta lýðræðisríki heims, er í efsta sæti þeirra ríkja sem áhyggjum valda, en þar er þróunin talin óheillavænleg í níu flokkum af þeim 22 sem stofnunin lagði mat á, en þar á meðal er ferðafrelsi, tjáning- arfrelsi og prentfrelsi. Þetta átti við um Alsír og Bangladess í átta flokk- um, en Kína, Egyptaland, Malasía og Kúba viku lýðréttindum til hliðar í sjö flokkum. Voru mörg þeirra þó ekki þekkt að virðingu fyrir mannréttind- um fyrir. Meðal Evrópuríkja var Rússland efst á blaði vandræðaríkja, þar sem veiruviðbrögðunum þótti áfátt í sex flokkum, líkt og segja má um Sádi- Arabíu, Búrma, Jórdaníu, Srí Lanka og Simbabve. Á meðal helstu lýðræðisríkja á Vesturlöndum voru Bandaríkin gagnrýnd sérstaklega, en þar var tal- ið að félaga- og samkomufrelsi væri ábótavant í faraldrinum, en einnig væri framkvæmd sóttvarnareglna lítt samræmd eða fyrirsjánleg. Fimm ríki Evrópusambandsins voru sett í skammarkrók IDEA: Búlgaría í fimm flokkum, Ungverja- land í tveimur og Pólland, Slóvakía og Slóvenía í einum flokki hvert. Algengasta aðfinnslan fólst í höml- um á tjáningarfrelsi, sem lagðar hafa verið á í nafni baráttu gegn „upplýs- ingaóreiðu“, óhóflegri valdbeitingu við að framfylgja sóttvörnum eða uppsetningu sóttkvíarbúða fyrir veika, spillingu varðandi útboð og ásakanir í garð innflytjenda um að þeir bæru ábyrgð á faraldrinum. Ísland í toppmálum Nokkur lönd voru hins vegar talin til sérstakrar fyrirmyndar að þessu leyti í skýrslunni. Þar var Ísland fyrst nefnt, ásamt Finnlandi, Nýja- Sjálandi, Noregi, Suður-Kóreu, Taívan, Úrúgvæ, Kýpur, Japan, Senegal og Síerra Leóne. Bretland, Frakkland, Ítalía, Kan- ada, Spánn og Þýskaland voru ekki nefnd meðal landa í fremstu röð lýð- réttinda í heimsfaraldrinum, en voru á hinn bóginn ekki heldur nefnd vegna áhyggna af ástandinu þar. IDEA lagði mat á viðbrögð gegn veirunni í nánast öllum ríkjum heims, út frá lýðræði og mannréttindum, óháð því hversu vel þau kynnu að reynast út frá sóttvarnasjónarmið- um. Kórónuveiran ógnar lýðræðinu  61% ríkja heims hefur gripið til sóttvarna í trássi við lýðræði og mannréttindi  Ísland best í heimi  Rannsókn IDEA segir 43% lýðræðisríkja hafa gengið lengra en gott þykir en 90% einræðisríkja Lýðræðið í kórónuveirufaraldri Ríki sem sveigt hafa af braut lýðræðis og mannréttinda Heimild: IDEA Engin Aðfinnslur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Fjögur smit kórónuveirunnar greindust innanlands í fyrradag og voru 144 í einangrun vegna smits. Fækkaði þeim um 19 á milli daga. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almanna- varna að þróunin hefði verið í rétta átt í faraldrinum, en að lítið þyrfti til þess að afturkippur kæmi á ný. Greint var frá því í gær að íslensk stjórnvöld biðu þess að Lyfjastofnun Evrópu komist að niðurstöðu um hvort leyfa skuli bóluefni Pfizers og BioNTech, en heilbrigðisráðuneytið hefur gert samning við Pfizer um skammta sem duga 85.000 manns. Sagði Óskar Reykdalsson, for- stjóri heilsugæslunnar á höfuðborg- arsvæðinu, að heilsugæslan hygðist klára skipulagningu bólusetningar í þessari viku og að hægt yrði að bólu- setja fólk hérlendis með mjög stutt- um fyrirvara. ragnhildur@mbl.is Geti bólusett með stuttum fyrirvara  Fjögur innanlandssmit í fyrradag Nýgengi innanlands: 35,5 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa 4 ný inn an lands smit greindust sl. sólarhring 100 80 60 40 20 0 144 eru með virkt smit og í einangrun Fjöldi inn an lands- smita frá 30. júní Heimild: covid.is 75 4 16 99 86 21 júlí ágúst september október nóvember desember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.