Morgunblaðið - 15.12.2020, Side 13

Morgunblaðið - 15.12.2020, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2020 JÓLASERÍUR afsláttur 50% Inni- og útiseríur við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA Andrés Magnússon andres@mbl.is Bóluefni gegn næsta heimsfaraldri gæti verið tilbúið innan „100 daga eða minna“ frá því að ný veira er greind, að sögn Sir Jeremy Farrar, sem er forstjóri Wellcome-rann- sóknarsjóðsins í Bretlandi og einn af fremstu vísindaráðgjöfum ríkis- stjórnarinnar þar í landi. Hann segir vísindamenn hafa lært mikið á síð- ustu mánuðum og með góðri skipu- lagningu og fjárfestingu megi bregð- ast mun hraðar við heldur en menn hafa til þessa talið mögulegt. Vísindamenn um heim allan hafa skiljanlega haft hugann mjög við kórónuveiruna að undanförnu, en ekki þó hana einvörðungu, því marg- ir hafa varað við því að upp kunni að renna öld heimsfaraldra eftir því sem veirur stökkbreytast, menn þrengja meira að lífríki ýmissa dýra- tegunda og nútímatækni gerir ver- um kleift að breiðast út heimshorna á milli á nokkrum klukkustundum. Til þessa hefur það tekið mörg ár að þróa ný bóluefni og í mörgum til- vikum hefur það ekki auðnast á ára- tugum. Þróun bóluefna gegn kór- ónuveirunni hefur hins vegar aðeins tekið um 11 mánuði frá því hún var greind þar til bóluefnið var notað. Sir Jeremy telur vel mögulegt að stytta þann tíma enn frekar. „Sú staðreynd að fyrstu kórónu- veirubóluefnin byggjast á nýrri tækni, RNA, er byltingarkennd,“ segir hann. „Þessar tækniframfarir þýða að það er sennilegt að við get- um í framtíðinni byggt upp bólu- efnisgrunna óháð tilteknum veirum, þar sem hryggjarstykkið er vel þekkt gögn um öryggi þeirra [til notkunar í mönnum]. Það gæti stytt þessa 11 mánuði í 100 daga eða minna,“ segir hann og bætir við að ekki sé útilokað að menn geti verið með tilbúið bóluefni á innan við mán- uði eftir að nýrrar veiruógnar verð- ur vart. Þetta er ekki úr lausu lofti gripið, því fyrstu bóluefnin gegn kórónu- veirunni voru hönnuð á aðeins nokkrum vikum eftir að Yong-Zhen Zhang, prófessor í Shanghai, birti raðgreiningu sína á erfðaefni veir- unnar í janúar. Það er þó aðeins nú fyrst sem þessi tvö bóluefni, frá Moderna og Oxford-háskóla, eru að komast í notkun eftir að hafa undir- gengist próf í tæpt ár. Miklu myndi muna ef stytta mætti prófunartím- ann og nota bóluefni til þess að kæfa heimsfaraldur í fæðingu. Við þróun á bóluefnum gegn kór- ónuveirunni hafa menn sparað tíma með því að fara í öll þrjú stig lyfja- prófana samtímis. Þá flýttu fyrri rannsóknir á SARS-veirunni, sem er náskyld kórónuveirunni, mikið fyrir. Vísindamenn telja að með réttum undirbúningi og fjárfestingu megi stytta þróunina til mikilla muna. Þar á meðal er að hefja gerð tilrauna- bóluefna gegn 50-100 líklegustu sjúkdómsvöldum úr dýrum, sem valdið gætu heimsfaraldri, og koma upp birgðum af þeim. Gera 1. og 2. stigs prófanir á bóluefnum á mönn- um áður en nokkur faraldur hefur breiðst út, svo aðeins sé 3. stigið eft- ir. Afla tugþúsunda sjálfboðaliða fyrir 3. stigs próf fyrirfram, svo þau geti hafist um leið og nýr faraldur hefst. Loks þyrfti að koma upp framleiðslugetu á bóluefnum víða um veröld, svo auðvelt verði að dreifa þeim þegar á reynir. Hér er ekki um tómar framtíðar- vangaveltur að ræða. Mönnum er þörfin ljós, hér og nú, en ekki mikið að vanbúnaði. Rétt er einnig að hafa í huga að reynslan af gerð bóluefna við árleg- um inflúensufaraldri er ekki ósvipað hugsuð. Á hverju ári er gert nýtt bóluefni á gömlum grunni, sem er breytt til þess að bregðast við gena- flökti veirunnar. Grunninn þekkja menn hins vegar vel og treysta, enda margreyndur. Miklar framfarir í gerð bóluefna  Vísindamenn telja að margfalt megi stytta þróun bóluefna  Bóluefni innan 100 daga eða minna möguleg  Vonast til að kæfa megi framtíðarfaraldra í fæðingu  Kallar á skipulag og fjárfestingu AFP Kentucky Hjúkrunarfræðingurinn Beth Sum við háskólasjúkrahúsið í Louisville fær bóluefni frá Pfizer í gær. AFP Bayern Þjóðverjar eiga ekki bóluefni enn, en eru samt í óðaönn að koma upp aðstöðu til fjöldabólusetninga, líkt og í þessari sýningarhöll í Nürnberg. Bóluefni vantar » Marburg-veiran er skyld ebóla og hefur allt að 88% dánartíðni. » CCHF-veiran hefur allt að 40% dánartíðni og berst til manna frá mítlum og búgrip- um. » MERS er önnur kórónuveira með 35% dánartíðni. Hún get- ur smitast manna á milli og hefur breiðst út til 27 landa frá 2012. » H5n1-inflúensa er ein gerð „fuglaflensu“ með um 60% dánartíðni. Hún berst trauðla milli manna, en það gæti breyst, því veiran stökkbreyt- ist ört. » Nipah-veiran brýst reglulega út á Indlandi og í Bangladess en dánartíðnin er á milli 40- 75%. Kjörmannakosning til embættis for- seta Bandaríkjanna stóð enn yfir þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöld, en ekkert benti til annars en að hún gengi fyrir sig án óvæntra atvika. Kjörmenn í þeim ríkjum þar sem Donald Trump Bandaríkjafor- seti hefur dregið kosningaúrslit í efa kusu Joe Biden án þess að nokkur skærist úr leik. Þegar 55 kjörmenn Kaliforníurík- is kusu Joe Biden og Kamölu D. Harris varaforsetaefni hans í gær- kvöld fór heildarkjörmannatala hans yfir 270, helming kjörmanna, sem er tilskilinn til þess að ná kjöri. Þrátt fyrir boðuð mótmæli í ýms- um höfuðborgum Bandaríkjanna kom ekki til neinna vandræða við at- kvæðagreiðslu kjörmanna í ríkjun- um 50, sem er jafnan formleg af- greiðsla á orðnum hlut sem litla athygli vekur. Áhugi á kjörinu var hins vegar meiri nú en endranær, fyrst og fremst í ljósi mótmæla for- setans sem hefur freistað þess að fá kosningunum í liðnum mánuði hnekkt í sumum ríkjum, þar sem hann telur að brögð hafi verið í tafli. Dómstólar hafa hvarvetna hafnað þeim kærum, síðast Hæstiréttur Bandaríkjanna á föstudag. AFP/Getty Kosið Kjörmenn í Atlanta, höfuðborg Georgíu, klappa eftir að hafa gengið til atkvæða og allir kosið Joe Biden forseta og Kamölu Harris varaforseta. Joe Biden formlega kjörinn forseti  Kjörmannakosning í Bandaríkjunum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.