Lögmannablaðið - 2016, Síða 10

Lögmannablaðið - 2016, Síða 10
10 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/16 UMFJÖLLUN ÓLÖF NORDAL INNANRÍKIS RÁÐHERRA tók við annasömu embætti innanríkis- ráðherra 4. desember 2014. Mörg mikilvæg verkefni, sem eru á hennar borði þessa dagana, snúa að dóms- og réttarkerfinu og má þar til dæmis nefna frumvarp um millidómstig. Þyrí Steingrímsdóttir ritstjóri Lögmanna- blaðsins ræddi við Ólöfu og byrjaði á því að spyrja hana um gamla dóms- málaráðuneytið. Meiri aðgreining heppilegri Á borði innanríkisráðuneytis eru málefni sem heyrðu áður undir dóms­ málaráðuneytið. Margir sjá eftir því ráðuneyti og telja að málefni tengd dóms­ og réttarkerfinu fái ekki nægilegt rými í sameinuðu ráðuneyti. Er þetta réttmæt gagnrýni? Ég var ekki hlynnt þessum breyt ingum þegar þær voru gerðar í þinginu á sínum tíma og hef þá skoðun að sjálfstætt dómsmálaráðuneyti sé skyn­ samlegt. Ég vil samt ekki ganga svo langt að segja að þessi málaflokkur sé á einhverjum hrakhólum hér í ráðuneytinu. Þvert á móti þá eru umfangsmikil mál á döfinni sem snúa að dómsmálum. Hins vegar eru verkefnin sem innanríkisráðuneytið fæst við ósamkynja, ef svo má segja, og það hefur að vissu leyti áhrif á störf ráðherra. Til dæmis er samgönguhlutinn gríðarlega fjár frekur og svo er fjöldi verkefna varðandi ferðaiðnaðinn, svo ekki sé talað um útlendingamálin. Á sama tíma erum Viðtal við Ólöfu Nordal innanríkisráðherra: Vil gjarnan skilja við þetta ráðuneyti með millidómstigið frágengið Ljósmynd: Ernir Eyjólfsson

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.