Lögmannablaðið - 2016, Síða 11

Lögmannablaðið - 2016, Síða 11
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/16 11 UMFJÖLLUN við svo með þessar grunnstoðir sem áður féllu undir dómsmálaráðuneytið og mér finnst að til lengri tíma litið sé heppilegra að hafa meiri aðgreiningu. Þetta eru umfangsmikil mál en þjóðfélagið verður að vera tilbúið til að fjárfesta í grunnstoðum. Ef við ætlum að reka hérna gott samfélag þá skipta þær ofboðslega miklu máli og það skiptir einnig máli að þær fái svolítið að vera í friði. Frumvarp um millidómstig tilbúið Þú nefndir mál á döfinni og ert þá væntanlega að vísa í millidómstigið. Hvar stendur það núna? Millidómstigið er eitt af þeim málum sem er tekið fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna. Nú erum við að sjá til lands og frumvarpið er tilbúið. Þetta er stórt og mikilvægt framfaramál sem er gott fyrir réttarkerfið í landinu. Ég bind miklar vonir við að vel takist til og vona einnig að það náist samkomulag á þinginu. Þetta er mál sem horfir langt inn í framtíðina. Gagnrýni hefur verið sett fram um frumvarpið og m.a. hefur LMFÍ skilað inn umsögn ásamt fleirum. Hefur verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem þar komu fram? Við höfum tekið tillit til þeirra athugasemda sem okkur þótti vera til bóta. Við unnum frumvarpið í upphafi með mjög góðri nefnd undir forystu Kristínar Edwald hæstaréttarlögmanns. Okkur fannst síðan mikilvægt, til að framganga málsins yrði sem best, að hafa samráð við ýmsa aðila og það gekk vel. Nú er frumvarpið komið á það stig að Alþingi og allsherjarnefnd tekur það til meðhöndlunar á næstu dögum. Ég er mjög spennt fyrir þessu máli og hlakka til að fá að tala fyrir því á Alþingi. Ég myndi svo gjarnan vilja skilja við þetta ráðuneyti með millidómstigið frágengið. Ef lagasetningin gengur í gegn, hvenær tekur millidómstigið við? Frumvörpin miða við 1. janúar 2018. Það þarf að gefa rúman tíma fyrir undirbúning og ég legg því ekki áherslu á tiltekinn dag. Erum við að tala um gildistöku á 100 ára afmæli Hæstaréttar árið 2020? Nei, það er ekki svo langt að bíða. En árið 2018 verður mjög gott ár og mér fyndist gaman ef við Íslendingar gætum unnið að einhverju góðu framfaramáli, á hundrað ára afmæli fullveldisins. Reyndi á alla innviði eftir hrun Síðustu ár hefur dómskerfið verið fjársvelt og margir telja að meira fjármagn þurfi að koma inn í allt kerfið. Hvað segir þú um það? Við erum auðvitað að koma úr mjög erfiðu tímabili þar sem reyndi verulega á alla innviði í landinu og ekki síst á þessar grunnstoðir sem þurfa að vera í lagi. Við höfum verið að bæta í og ég veit að menn taka eftir því sem þegar hefur verið gert. Nú þegar hafa verið tekin stór skref með stofnun embættis héraðssaksóknara en þar með lauk ákveðinni vinnu er varðar sakamálalöggjöfina sem var samþykkt á Alþingi árið 2010. Skilningur fjárveitingavaldsins var mjög góður hvað þetta varðar og við erum mjög ánægð með það. Erum við að sigla lygnan sjó á ný? Það er að birta til og ég held að við sjálf höfum ekki gert okkur grein fyrir því hve miklum árangri íslenska þjóðin hefur náð eftir þetta mikla efnahagshrun. En það reynir hins vegar á agann og mér finnst það hafa verið erfiðast fyrir þjóðarsálina. Við höfum oft komið okkur í vandræði, í bjartsýni og agaleysi. Við erum ung þjóð og högum okkur oft í samræmi við það, erum ungæðisleg en það er líka hluti af sjarmanum. Mikilvægi minnihluta Alþingis Nú ert þú ráðherra sem situr ekki á Alþingi. Eiga ráðherrar kannski ekki að vera þingmenn? Margar tillögur hafa komið fram í þinginu í gegnum tíðina um að ráðherrar eigi ekki að sitja á Alþingi. Hugsunin hefur þá verið sú að eftir að ríkisstjórn tekur við og hefur valið sér ráðherra þá hætti þeir þingmennsku. Sjónarmið um þetta hafa verið þvert á flokka og línur. Ég hef verið þeirrar skoðunar að menn megi ekki gleyma mikilvægi minnihluta á Alþingi. Það má leiða að því líkum að þeir sem veljast til ráðherrasetu séu reyndir þingmenn og forystumenn sem eiga gott með allt „debat“ í þinginu. Ef að mikil ágreiningsmál eru uppi í þinginu, Andri Árnason hrl. Edda Andradóttir hrl., LL.M. Finnur Magnússon hdl., LL.M. Halldór Jónsson hrl. Lárus L. Blöndal hrl. Sigurbjörn Magnússon hrl. Simon David Knight Stefán A. Svensson hrl., LL.M. Vífill Harðarson hrl., LL.M. Borgartúni 26 IS 105 Reykjavík +354 580 4400 www.juris.is Andri Árnason hrl. Halldór Jónsson hrl. Lárus L. Blöndal hrl. Páll Ásgrímsson hdl., LL.M. Sigurbjörn Magnússon hrl. Stefán A. Svensson hrl., LL.M. Vífill Harðarson hdl., LL.M. Borgartúni 26 IS 105 Reykjavík +354 580 4400 www.juris.is Andri Árnason hrl. Halldór Jónsson hrl. Lárus L. Blöndal hrl. Páll Ásgrí sson hdl., LL.M. Sigurbjörn Magnússon hrl. St fán A. Svensson hrl., LL.M. Vífill Harðarson hdl., LL.M.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.