Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 16

Lögmannablaðið - 2016, Blaðsíða 16
16 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/16 UMFJÖLLUN Helmingur með yfir 700 þúsund krónur á mánuði Fulltrúar voru spurðir út í heildar­ mánaðarlaun og fengust svör hjá 124 einstaklingum. Þar kemur fram að 18% (23 af 124) fulltrúa eru með yfir 900 þúsund krónur, 4% (5 af 124) með 801­900 þúsund krónur og 30% (37 af 124) eru með laun á bilinu 701­ 800 þúsund krónur. Þá eru 19% (24 af 124) með 601­700 þúsund krónur og 21% (26 af 124) með á bilinu 501­600 þúsund krónur. Helmingur fulltrúa eru því með laun yfir 700 þúsund krónum á mánuði. Starfsaldur og laun Talsverð fylgni er á milli starfsaldurs og launa hjá fulltrúum. Í hópi þeirra sem eru með innan við þriggja ára starfsaldur hefur rúmur helmingur (26 af 51) 600 þúsund krónur eða meira í laun á mánuði og af þeim hafa 6% (3 af 51) yfir 900 þúsund krónur. Í hópi þeirra fulltrúa sem eru með 3­5 ára starfsaldur eru 81% (30 af 37) með yfir 600 þúsund krónur í mánaðarlaun og 11% eru með yfir 900 þúsund krónur. Helmingur (11 af 22) fulltrúa sem eru með 6­10 ára starfsreynslu eru með laun yfir 800 þúsund krónur og 58% (7 af 12) þeirra sem eru með meira en 11 ára starfsreynslu eru með laun yfir 900 þúsund krónur á mánuði. Konur með lægri laun Að gefnum þeim forsendum að meðallaun þeirra sem eru milli 301­ 400 þúsund krónur í mánaðarlaun séu 350 þúsund krónur o.s.frv. þá kemur í ljós að karlar eru með að meðaltali 737 þúsund krónur í mánaðarlaun á meðan konur eru með 677 þúsund krónur og er kynbudninn launamunur því 60 þúsund krónur eða 8%. Þess má geta að í síðustu launakönnun VR árið 2015 mældist kynbundinn launamunur 9,9% í heildina en meðal 8% kynbundinn launamunur hjá fulltrúum með hdl. réttindi LAUNAMUNUR MILLI KARLA og kvenna í starfi fulltrúa á lögmannsstofum er 8% en karlar eru að meðaltali með 60 þúsund króna hærri mánaðarlaun en konur. Þessi munur verður ekki skýrður með því að konur vinni færri stundir en karlar og heldur ekki með því að karlar hafi lengri starfsreynslu. Lögmannablaðið gerði könnun meðal fulltrúa á lögmannsstofum dagana 9.-23. febrúar sl. Í þessu tölublaði verða laun fulltrúa til umfjöllunar en síðar munu aðrir þættir könnunarinnar verða birtir.1 1Könnunin var send til allra lögmanna sem skráðir eru sem fulltrúar á lögmannsstofum, alls 226 manns. Könnunin nær hins vegar ekki til þeirra löglærðu starfsmanna sem ekki eru með lögmannsréttindi. Svarhlutfall í könnuninni var 61%. Mánaðarlaun fulltrúa Starfsaldur og laun

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.