Lögmannablaðið - 2016, Qupperneq 21

Lögmannablaðið - 2016, Qupperneq 21
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/16 21 UMFJÖLLUN lagaheimild og þó siðareglurnar ættu sér sannarlega lagastoð væru þær ekki birtar í stjórnartíðindum og uppfylltu því ekki skilyrði til þess að takmarka frelsi hans til tjáningar. Loki hrl. lagði áherslu á þá alvar legu stöðu sem Anna hefði verið í vegna athafna borgaryfirvalda, en umrædd skýrsla Hörpu og Kristins hefði vofað yfir mannorði hennar og framtíð og haft áhrif á heilsu hennar. Hefði það kallað á mjög kröftug andmæli. Þá teldi Loki hrl. að brýnir þjóð­ félags legir hagsmunir stæðu til þess að unnt væri að ræða um áreiðanleika og vinnubrögð sálfræðinga í ljósi þess hversu mikilvægar ákvarðanir væru oft byggðar á rannsóknum þeirra og ályktunum. Loki hrl. kvaðst standa við að skil­ greining sálfræðinganna á einelti væri víðáttuvitlaus. Hann upplýsti einnig að með tilvísun í nornaveiðar hefði hann átt við athafnir sem væru fallnar til þess að menn yrðu taldir sekir um eitthvað sem þeir ekki gerðu og að vinnubrögð sálfræðinganna hafi ekki stuðst við aðferðafræði sálfræð­ innar né viðurkenndar aðferðir við sönnunarfærslu. Þá hefðu svo litlar staðreyndir legið fyrir við mat þeirra á málinu að útilokað hefði verið fyrir þau að álykta um einelti nema með beitingu fjörugs ímyndunarafls eða með yfirskilvitlegum gáfum. Harkaleg gagnrýni ekki brot gegn siðareglum Siðanefndin taldi að ákvæði I. kafla siðareglnanna um góða lögmanns hætti almennt kæmu fyrst og fremst til greina í málinu. Nefndin tiltók sérstaklega að lög um lögmenn og siðareglur veittu henni fullnægjandi lagagrundvöll til að gera athugasemdir við framgöngu Loka hrl. eða til að minna hann á skyldur sínar og að með slíkum athugasemdum væri tjáningarfrelsi lögmannsins ekki settar skorður. Siðanefnd féllst á að rétt væri að meta orð Loka hrl. í því samhengi sem þau hefðu verið sett fram. Sál­ fræðingarnir Harpa og Kristinn yrðu að sæta því að rannsóknaraðferðir þeirra sættu harkalegri gagnrýni og andmælum. Þá væri eðlilegt að lögmaðurinn brygðist við af festu fyrir hönd umbjóðanda síns. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að Loki hrl. hefði gengið mjög langt í orðavali, sem á köflum væri miður smekklegt og lögmönnum ekki til eftirbreytni, þá yrði vart talið, með hliðsjón af samhenginu sem ummæli voru sett fram í, að hann hefði gengið svo langt að heiður lögmannsstéttarinnar hafi beðið hnekki, sbr. 2. gr. siðareglnanna. Orða­ val hans hefði heldur ekki falið í sér fullyrðingar sem Loki hrl. hefði mátt vita að væru beinlínis ósannar, sbr. 1. gr. reglnanna. Önnur ákvæði voru ekki talin eiga við. Þannig taldi nefndin að hafna bæri því að beita Loka hrl. viðurlögum sam­ kvæmt lögum um lögmenn. Hvaða ákvæði siðareglna ná til samskipta lögmanna við matsaðila? Siðanefndin taldi að ákvæði er litu að skyldum lögmanns við umbjóðanda sinn gætu ekki komið til greina í málinu. Þá næði ákvæði V. kafla reglnanna ekki til sálfræðinganna, en þar kemur fram í 34. gr. að lögmaður skuli sýna gagnaðilum umbjóðenda sinna fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu og þá tillitssemi sem samrýmanleg sé hagsmunum umbjóð­ endanna. Siðanefndin tiltók að ákvæði V. kafla gætu bæði náð til samstarfsmanns Önnu, sem kvartaði undan framgangi hennar, og borgaryfirvalda. Hins vegar taldi siðanefndin að þótt sálfræð ingarnir hefðu verið fengnir af Reykjavíkurborg til að aðstoða við úrlausn málsins, væri ekki unnt að líta á þau sem gagnaðila í skilningi siðareglnanna „frekar en aðra þá sem fengnir [væru] til matsstarfa af ýmsu tagi á vegum gagnaðila“. Má draga af þessu þá ályktun að lögmönnum sé veitt talsvert svigrúm til gagnrýni á verk og aðferðir mats manna almennt til þess að vernda hagsmuni umbjóðenda sinna – svig rúm sem takmarkist fyrst og fremst af ákvæðum I. kafla siðareglnanna – enda nái ákvæði V. kafla reglnanna, um skyldu gagnvart gagnaðila, ekki til slíkra aðila. Eva Halldórsdóttir hdl. Nöfn málsaðila eru uppdiktuð af höfundi, enda eru úrskurðir Úrskurðarnefndar lögmanna ætíð nafnlausir.

x

Lögmannablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.