Lögmannablaðið - 2016, Side 24
24 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/16
Á LÉTTUM NÓTUM
ÞAÐ VAR BJARTUR og fallegur föstu
dagur 18. desember 2015 þegar hið
árlega Jólasnapsmót LMFÍ í innan
hússknattspyrnu fór fram. Að þessu
sinni voru skráð til leiks fimm lið
sem voru KF Þruman, Cato lögmenn,
LOGOS, Lögmenn Árborg og loks
Opus lögmenn. Liðin voru mis fjöl
menn en áttu það þó sameiginlegt
að öll voru þau skipuð karlkyns þátt
takendum. Engin kona tók þátt að
þessu sinni og lék grunur á að þær
vildu frekar sækja Slippbarinn þennan
dag.
Sem fyrr var kappið ekki látið
bera fegurðina ofurliði. Þannig sáust
glæsileg tilþrif hjá hinum vöskum
piltum og voru menn almennt á því
að allir hefðu þeir örugglega verið
mjög efnilegir hér áður fyrr. Ríkjandi
meistarar, Cato lögmenn, hugðust selja
sig dýrt. Það sama átti við um Opus
lögmenn sem höfðu harma að hefna
frá síðasta móti. Hjá LOGOS vantaði
tvo máttarstólpa, þá Erlend Gíslason
og Benedikt Árnason. Grunur lék á að
þeir hefðu farið á Slippbarinn. Önnur
lið voru meira með til þess að gleðja
félagsmenn og áhorfendur.
Leiknar voru tvær umferðir en
liðin fóru misjafnlega af stað. Það
kom fljótlega í ljós að Opus lögmenn
ætluðu að leggja allt í sölurnar. Þannig
var liðið með fullt hús stiga eftir fyrri
umferð, eða 12 stig samtals. Í 2.
3. sæti eftir fyrstu umferð voru Cato
lögmenn og KF Þruman með 5 stig
hvort. Í seinni umferð hertu Opus
menn tökin og höfðu að þessu sinni
mikla yfirburði, unnu sjö leiki og
gerðu eitt jafntefli. Lögmenn Árborg
sýndu góða takta í seinni umferð og
höluðu inn verðskulduð stig. Þá gáfust
Cato menn ekki upp og áttu feikilega
góðan endasprett sem dugði þó ekki
til þar sem yfirburðir Opus voru
miklir. LOGOS náði því takmarki að
vera fyrir ofan fáliðaða KF Þrumu sem
að þessu sinni rak lestina.
Úrslitin urðu því sem hér segir:
1. sæti með 22 stig, Opus lögmenn.
2. sæti með 15 stig, Cato lögmenn.
3. sæti með 7 stig, Lögmenn Árborg.
Það var samdóma álit þeirra sem
tóku þátt að leikmenn hefðu almennt
Jólasnapsmót LMFÍ í
innanhússknattspyrnu árið 2015