Lögmannablaðið - 2016, Síða 26

Lögmannablaðið - 2016, Síða 26
26 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 01/16 UMFJÖLLUN Forsendur Hæstaréttar um hlustanir óljósar að mati saksóknara Björn Þorvaldsson tók fyrstur til máls og hafði framsögu um dóminn. Hann hljóp í skarðið í forföllum Arnþrúðar Þórarinsdóttur kollega síns. Björn hóf mál sitt á að segja stuttlega frá aðdraganda málsins. Dómurinn varðaði fyrsta kafla ákæru gegn sakborningum og meinta markaðsmisnotkun þeirra í störfum þeirra fyrir Landbankann á 11 mánaða tímabili frá nóvember 2007 til október 2008. Var meginákæruefnið að sakborningar hefðu með umfangs­ miklum kaupum á eigin bréfum bankans á þessu tímabili komið í veg fyrir eða tafið fyrir lækkun á verði á hlutabréfum Landsbankans. Eftir að hafa rakið stuttlega atvik málsins gerði Björn forsendur Hæsta ­ réttar um símahlustanir að umfjöll ­ unarefni sínu. Minntist hann sér­ staklega á að Hæstiréttur hefði látið liggja á milli hluta þó að fram hefði komið í málinu að hlustað hefði verið á símtöl sakborninga við verjendur sína, enda hefðu þau símtöl ekki verið á meðal gagna málsins. Hann sá þó ástæðu til að árétta að við framkvæmd símahlustana væri ekki hægt að haga málum öðru vísi; það væri hlustað þar til í ljós kæmi að um væri að ræða verjanda, og þá væri hætt að hlusta. Hins vegar hefðu verið gerð þau mistök í þessu máli að láðst hefði að eyða þessum símtölum þegar í stað. Þessu næst vék Björn að forsendum Hæstaréttar um að það bryti gegn rétti sakborninga til réttlátrar máls­ meðferðar þegar hlustað væri á síma Ólögmætar símhlustanir og bannregla leidd fram með gagnályktun - skiptar skoðanir um dóm Hæstaréttar í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans ÞAÐ BRÝTUR GEGN rétti sakborninga til réttlátrar málsmeðferðar þegar lögregla hlustar á síma þeirra skömmu eftir að þeir hafa gefið skýrslu þar sem þeir hafa réttarstöðu sakborninga og því óskylt að svara spurningum um meinta refsiverða hegðun, jafnvel þótt hlustað sé á grundvelli dómsúrskurðar. Þessu sló Hæstiréttur föstu í dómi sínum í máli nr. 842/2014, er kveðinn var upp 4. febrúar síðastliðinn, í máli er varðaði markaðsmisnotkun tilgreindra starfsmanna Landsbankans í aðdraganda fjármálahrunsins. Fjórir ákærðu voru allir sakfelldir í Hæstarétti og höfðu brot gegn rétti þeirra til réttlátrar málsmeðferðar engin sýnileg áhrif í málinu. Framangreindur dómur Hæstaréttar var til umræðu á þéttsetnum hádegisverðarfundi Lögfræðingafélagsins er haldinn var á Nauthóli þriðjudaginn 1. mars síðastliðinn. Frummælendur á fundinum voru þau Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, og Helga Melkorka Óttarsdóttir, hrl. hjá LOGOS lögmannsþjónustu. Fundarstýra var Þóra Hallgrímsdóttir, sérfræðingur hjá lagadeild Háskólans í Reykjavík. Skemmst er frá því að segja að frummælendur og fundarmenn höfðu ólíkar meiningar um þýðingu dómsins og aðferðarfræði Hæstaréttar.

x

Lögmannablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (2016)
https://timarit.is/issue/411929

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (2016)

Gongd: