Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 36

Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 36
36 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/18 Í mars 2018 komu starfssystur Félags kvenna í lögmennsku (FKL) frá New York í heimsókn til Íslands. Blásið var til málþings undir yfirskriftinni „Jafnréttisparadísin Ísland“ og var sú fyrirsögn ekki síst valin vegna þeirra fyrirfram gefnu hugmynda sem gestir okkar höfðu um stöðu jafnréttismála hér á landi. Stjórnarkonur fylgdu svo gestunum í nokkra daga og voru ráðuneyti og Alþingi sótt heim auk Reykjavíkurborgar og Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Gestir okkar voru mjög ánægðir með móttökurnar og mynduðust góð tengsl okkar á milli. Í lok maí var svo komið að því að endurgjalda heimsóknina og fóru félagskonur FKL í heimsókn til systurfélags okkar í New York­borg og New York­fylki. Þátttakendur í ferðinni voru auk undirritaðrar, Þorbjörg Inga Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður og Elín G. Einarsdóttir, lögfræðingur á Mannréttindaskrifstofu Íslands. Sátu með dómara á „bekknum“ Við fengum frábærar móttökur og byrjuðum á því að heimsækja saksóknaraembættið í Bronx. Það var mikil upplifun þar sem við fórum með saksóknurum hjá embættinu í „arraignment court“ og fylgdumst með þegar sakborningar komu fyrir dómara eftir að hafa verið handteknir. SYSTRAFÉLAG KVENNA Í LÖGMENNSKU SÓTT HEIM Í Bronx. FKL vann kokteilkeppnina með glæsibrag.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.