Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 12

Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 12
12 LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/18 hann fyrir um sérstaka stofnun (Mannréttindadómstól Evrópu) sem veitir einstaklingum möguleika á að leita réttar síns beint gagnvart ríki sem þeir telja að hafi brotið á sér mannréttindi. Ekki hefur því verið haldið fram að valdheimildir Mannréttindadómstóls Evrópu til að lýsa íslenska ríkið brotlegt gagnvart eigin borgurum, og gera því skylt að greiða þeim skaðabætur og málskostnað, fari gegn fullveldisréttindum íslenska ríkisins. Má þó ætla að sá möguleiki að þjóðaréttur myndi þróast með þessum hætti hafi ekki verið mönnum í ofarlega huga árið 1918. Annar slíkur samningur er EES­samningurinn. Þótt hann sé í raun þjóðréttarsamningur að formi til fellur hann illa að skilningi manna á þjóðarétti árið 1918, m.a. vegna hinna ríku krafna sem hann gerir til efnis landsréttar og þeirra markmiða hans að tryggja réttindi einstaklinga og aðila í atvinnurekstri, sem og úrræða til að þrýsta á um að ríki standi við þær skuldbindingar sínar gagnvart þeim. V Þegar metið er hvort EES­samningurinn samræmist hugmyndum okkar um fullveldi íslenska ríkisins nú á tímum skiptir þetta einkenni hans máli. Við það mat er gagnlegt að skoða málið út frá þeirri spurningu hverjir þeir hagsmunir eru sem kröfunni um fullveldi er ætlað að þjóna og standa vörð um. Í fyrsta lagi má líta svo á að markmið áskilnaðar um fullveldi miði að því að vernda hagsmuni hinnar íslensku ríkisheildar, þar sem landið, þjóðin og ríkisvaldið og handhafar þess eru samstiga eining sem hefur sömu hagsmuna að gæta. Þetta er í ætt við hefðbundnar hugmyndir um þjóðerni og þjóðareiningu sem mótuðu umræður í Evrópu á 19. öld, þ.m.t. á Íslandi, og höfðu áhrif á baráttu þjóðríkja fyrir sjálfstæði og fullveldi í eigin málum. Þessi sýn á fullveldið hrekkur þó skammt þegar metin er þýðing þess í samskiptum ríkja á grundvelli þjóðaréttar í samtímanum, enda forsendur, að því er varðar samskipti fullvalda ríkja á þeim vettvangi, allt aðrar en við áttu um baráttu þjóðríkja fyrir sjálfstæði og fullveldi á 19. öld. Ef einblínt er á þessa verndarhagsmuni er hættan sú að krafan um fullveldi sé notuð til að ala á tortryggni gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum, sem litið er á sem óæskileg afskipti erlends valds í nafni þjóðernis og ríkiseiningar, án tillits til raunverulegra og áþreifanlegra hagsmuna borgaranna sjálfra, m.a. gagnvart eigin ríki. Í öðru lagi má líta svo á að verið sé að vernda hags muni íslenskra handhafa ríkisvalds, þ.e. löggjafans, fram­ kvæmdar valds og dómstóla, sem eigi „rétt“ á því samkvæmt stjórnarskránni að sitja einir að völdum yfir borgurum sínum og þurfa ekki að deila þeim með erlendu eða alþjóðlegu valdi. Þessi fullveldishugmynd sver sig í ætt við hugmyndir Frakkans Jean Bodin (1530–1596) um fullveldi og rit hans Six Livres de la République (Sex bækur um ríkið) sem kom út árið 1576. Vangeta Frakkakonungs við að koma á lögum og reglu undir lok 16. aldar, m.a. vegna trúarbragðastyrjalda, var sett í samhengi við fullveldi (fr. souveraineté) konungs, sem einna helst merkir óskorað vald til að koma á lögum og reglu á tilteknu landsvæði og gagnvart því fólki sem þar býr. Í þessari hugmynd er ekkert skeytt um möguleg réttindi einstaklinga eða hópa sem reist yrðu á þeim sameiginlegu einkennum þeirra sem venjulega eru talin tengja saman þjóðir. Talið var nauðsynlegt að uppspretta valds væri aðeins hjá einum „fullvalda“ aðila. Kenning Bodin felur í sér að því er hafnað að þátttaka fjöldans gæti orðið grundvöllur að stjórn ríkisins. Hugmyndir af þessu tagi eru á vissan hátt skyldar þeirri fullveldishugmynd sem ætla má að íslenska stjórnarskráin sé reist á, að því leyti að markmiðið með fullveldi var m.a. að tryggja Íslendingum sjálfum stjórn íslenskra málefna án afskipta erlends valds. Hún á aftur á móti lítið skylt við hagsmuni ríkis (lands, þjóðar og yfirvalda) sem sérstakrar einingar og gegnir því hlutverki fyrst og fremst að skjóta hugmyndafræðilegum stoðum undir tilkall til valda. Áhersla á þessa fullveldishugmynd leiðir af sér að við skýringu stjórnarskrárinnar um heimildir til framsals ríkisvalds sé aðallega tekið mið af stöðu þeirra sem fara með völd og rétti þeirra til að hafna því að deila þeim völdum með öðrum, en síður af raunverulegum hagsmunum og réttindum borgaranna og jafnvel rétti til að eiga úrlausn mála sinna undir öðrum en innlendum yfirvöldum ef svo ber undir. Þessar tvær hliðar fullveldis sem raktar eru hafa þann ókost að fullveldið tekur ekki með beinum hætti mið af stöðu borgara hins fullvalda ríkis, óháð því hvernig ÍSLENSKA RÍKIÐ HEFUR Í RAUN Í MÁLUM TENGDUM FRAMKVÆMD EES-SAMNINGSINS BORIÐ FYRIR SIG FULLVELDISRÉTTINDI SÍN TIL AÐ NEITA EINSTAKLINGUM, Þ.M.T. LAUNÞEGUM, OG AÐILUM Í ATVINNUREKSTRI UM RÉTTINDI SEM ÞEIM BER SAMKVÆMT EES-SAMNINGNUM.]

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.