Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 2018, Blaðsíða 25
LÖGMANNABLAÐIÐ TBL 04/18 25 þegar þeir aðstoða við skipulagningu eða framkvæmd viðskipta fyrir umbjóðanda sinn hvað varðar kaup og sölu fasteigna eða fyrirtækja, sjá um umsýslu peninga, verðbréfa eða annarra eigna umbjóðanda síns, opna eða hafa umsón með banka-, spari- eða verðbréfareikningum, útvega nauðsynlegt fjármagn til að stofna, reka eða stýra fyrirtækjum eða stofna, reka eða stýra fjárvörslusjóðum, fyrirtækjum og áþekkum aðilum. Þannig teljast lögmenn og aðrir lögfræðingar, í þessum tilvikum, til tilkynningarskyldra aðila, en í þann hóp falla þeir aðilar sem taldir eru upp í 1. mgr. 2. gr. pþl. Þar með kviknar skyldan til að uppfylla allar sömu kröfur og pþl. gera til annarra tilkynningarskyldra aðila, svo sem fjármálafyrirtækja, þegar við á. Skyldur tilkynningarskyldra aðila lúta einkum að því að kynnast umbjóðendum sínum með því að framkvæma á þeim áreiðanleikakönnun og staðreyna deili á þeim, áður en samningssamband við þá stofnast, og reglubundnu eftirliti með samningssambandinu eftir það, sbr. II. og III. kafla laganna. Með því að uppfylla þær skyldur aukast líkurnar á að tilkynningarskyldir aðilar geti uppfyllt grundvallarskyldu sína skv. pþl., þ.e. að tilkynna um grunsamleg viðskipti til lögreglu, skv. V. kafla laganna. Þannig ber lögmönnum og lögfræðingum, skv. 1. mgr. 17. gr. pþl., að tilkynna til lögreglu um öll þau viðskipti sem grunur leikur á að rekja megi til peningaþvættis. Gildir þetta einkum um viðskipti sem eru óvenjuleg, mikil eða flókin, með hliðsjón af venjubundinni starfsemi viðskiptavinar eða virðast ekki hafa fjárhagslegan eða lögmætan tilgang. Starfsemi lögmanna útsett fyrir peningaþvætti En hvernig getur tilkynningarskyldan farið saman við þagnarskyldu lögmanna? Er eðlilegt að gera þá kröfu til lögmanna að þeir séu svo gagnrýnir á umbjóðendur sína og afli sér t.a.m. upplýsinga um uppruna fjármuna sem þeim eru faldir til varðveislu og tilkynni til lögreglu ef einhver grunur vaknar um ólögmætan uppruna fjármuna? Þetta eru eðlilegar spurningar, en staðreyndin er sú að starfsemi tilkynningarskyldra aðila, þ.m.t. lögmanna, er svo útsett fyrir tilraunum til peningaþvættis að nauðsynlegt þykir að víkja þagnarskyldunni til hliðar í fyrrgreindum tilfellum. Markmiðið er augljóst og mikilvægt hagsmunamál á alþjóðavísu, þ.e. að torvelda brotamönnum að nýta sér ágóða af brotastarfsemi og þar með draga úr hvatanum til að leggja út í slíka starfsemi. Þrátt fyrir ofangreint er tilkynningarskyldunni þó vikið til hliðar við athugun lögmanna á lagalegri stöðu umbjóðenda sinna eða þegar þeir koma fram fyrir þeirra hönd í dómsmáli eða í tengslum við dómsmál, sbr. 4. mgr. 17. gr. pþl. Undanþágan á þó ekki við ef lögmaðurinn tekur þátt í peningaþvættinu, ef hin lögfræðilega ráðgjöf er veitt í þeim tilgangi að þvætta peninga eða ef lögmaðurinn veit að skjólstæðingur hans leitar eftir lögfræðilegri rágjöf í þeim tilgangi að þvætta peninga. Lögmannafélag Íslands hefur sett leiðbeinandi reglur fyrir lögmenn um varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem hafa að geyma lágmarksviðmið þau sem félagið telur að félagsmenn ættu að setja í starfsemi sinni og lúta að helstu skyldum lögmanna skv. pþl. Ekkert eftirlit hefur hins verið með því að lögmenn uppfylli þær skyldur, umfram það eftirlit sem LMFÍ gerir ráð fyrir að eigendur lögmannsstofa viðhafi, skv. hinum leiðbeinandi reglum. Ástæðan er einföld, – löggjafinn hefur ekki skilgreint hver skuli fara með eftirlitið. Úr því verður bætt með nýjum lögum, en skv. frumvarpi til þeirra er gert ráð fyrir að ríkisskattstjóri fari með það eftirlit. Var þetta eitt af þeim atriðum sem hinn alþjóðlegi framkvæmdahópur FATF (e. Financial Action Task Force) gerði athugasemd við með útgáfu skýrslu um úttekt á vörnum Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Í frumvarpi til nýrra pþl. er gert er ráð fyrir að skipaður verði stýrihópur sem mun leiða og samræma þær aðgerðir sem grípa þarf til vegna aðgerða gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Er hópnum ætlað að vera samráðsvettvangur þeirra stjórnvalda sem aðkomu hafa að málaflokknum. Hópnum eru ætluð fjölmörg verkefni en m.a. er gert ráð fyrir að hann gefi út leiðbeiningar, sinni fræðslu og hafi reglulegt samráð, hvort sem er við opinbera aðila eða tilkynningarskylda aðila. Ekki er gert ráð fyrir að LMFÍ eigi sinn fulltrúa í stýrihópnum, þrátt fyrir að félagið hafi fyrr á árinu sent dómsmálaráðherra áskorun þess efnis. Nú þegar má sjá á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins upplýsingar um fræðsluefni en tveir bæklingar voru gefnir út í nóvember sl. sem vert er að kynna sér. Þá kemur einnig fram að verið er að undirbúa fræðslufundi með EÐLI STARFSINS VEGNA ER HÆTT VIÐ AÐ ÞJÓNUSTA LÖGMANNA SÉ MISNOTUÐ TIL AÐ ÞVÆTTA FJÁRMUNI. AÐ SAMA SKAPI ERU LÖGMENN Í KJÖRAÐSTÖÐU TIL AÐ KOMA Í VEG FYRIR AÐ ÞAÐ GERIST.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.