Tölvumál - 01.01.2018, Page 16

Tölvumál - 01.01.2018, Page 16
16 Margar áskoranir bíða okkar á næstu árum. Handlestur af mælum, takmörkuð sýn svæða og skortur á sjálfvirkni, eru allt viðfangsefni sem Veitur þurfa að kljást við. Tækninni fleygir fram og kallið eftir meiri upplýsingum verður alltaf meira. Snjallnemar, gervigreind og vitvélar eru komnar til að vera og við þurfum að hugsa okkur hvernig við nýtum alla tæknina til að sjálfvirknivæða okkur betur. Meiri sýn á vatnsöflunarsvæði, notendur og dreifikerfi munu gefa okkur öflugt gagnasafn til að lágmarka kostnað, hámarka afköst, auka öryggi og bæta yfirsýn. Ef allar lagnir rafmagns- og vatnslagnir Veitna væru settar saman myndi lengjan ná í hátt i 9000 km eða svipuð vegalengd og loftlínan milli Keflavíkur og Kyoto samkvæmt www.Distance.to. Það lýsir umfangi veitukerfis okkar. SJÁLFVIRKNIVÆÐING VEITNA Hendrik Tómasson, MSc í rafmagnsverkfræði og þróunarstjóri snjallkerfa hjá Kerfisþróun og stýringu Hitaveita Vatnsveita Fráveita Háspenna Lágspenna Lagnir rafveitu og vatnsmiðla á höfuðborgarsvæðinu TEIKNIMYNDASAGAN VEITUR Ímyndum okkur nú að í teiknimyndasögunni um Veitur væru aðstæður þannig að hver notandi væri með snjallmæli sem gæfi Veitum mynd af hitastigi, þrýstingi og rennslismagni af heitu og köldu vatni. Bara upplýsingarnar um þrýstinginn kæmu svo í landupplýsingakerfi sem Veitur nota og þannig væri hægt að sjá myndrænt hvernig staða á þrýstingi í kerfinu öllu væri. Sjáum svo fyrir okkur að til væri hitakort/hæðarkort af höfuðborgarsvæðinu sem sýndi á mjög skilmerkilegan máta hvar þrýstingur er eðlilegur og hvar ekki. Þessar upplýsingar myndu ekki bara bæta öryggi t.d. við brunastörf, heldur gætu Veitur mögulega lágmarkað kostnað við rekstur dælustöðva m.t.t. þess þrýstings sem þarf að vera í kerfunum. Auðveldara væri að finna leka og auðveldara væri að segja til um það hvort verið væri að offramleiða/vanframleiða vatn. Allt þetta væri bara aukaafleiðing af því að losna við handmælingar og mannlegt eftirlit við notkun vatns á heimilum og fyrirtækjum. Hinsvegar kemur sú spurning upp hvort Veitur mega nota þessar upplýsingar vegna persónuverndarlöggjafarinnar en það er sér kafli í sögunni sem verið er að skrifa. SNJALLIR BRUNAHANAR Ef Veitur mega ekki nota þessar upplýsingar til neins annars en að bæta ferlið við reikningagerð þá þarf að hugsa þessa sýn á stöðum utan heimila. Þá hafa komið upp hugmyndir um t.d. snjalla brunahana. Á höfuð- borgarsvæðinu eru um 1800-1900 brunahanar og eru þeir dreifðir nokkuð jafnt yfir svæðið. Það vill svo til að þeir eru beintengdir við vatnslagnir. Til eru brunahanar sem hægt er að nota sem aðgangspunkta til þrýstings- mælinga. Þar er hægt að mæla hljóð í vatni sem getur hugsanlega hjálpað til við að staðsetja leka. Spurning er svo hvort hægt sé að nota sömu aðferð við leit að lekum í hitaveitu, þ.e.a.s. nota þrjá mælipunkta til að staðsetja hvar lekarnir eru og þ.a.l. sjálfvirknivæða lekaleit að einhverju leyti. BORHOLUR Á höfuðborgarsvæðinu eru hátt í 50 borholur bara í hitaveitukerfinu. Þeim er stýrt í dag af bestu getu út frá mismunandi miklum upplýsingum. Þar sem margar borholurnar eru frekar gamlar er tæknin sem til er í dag oft ekki til staðar. Segjum sem svo að borholur væru sjálfstæðari ásamt því að sýn á rafmagnsnotkun og rennsli væri skilmerkilegri. Veitur gætu þá lágmarkað rafmagnskostnað með því að keyra þær holur sem væru hagstæðastar hverju sinni. Eftirlit gæti orðið meira sjálfvirkt þ.e.a.s. myndgreining og vitvélar væru notaðar til að finna út hvar holur eru öðruvísi. Gervigreind getur tekið inn utanaðkomandi þætti ásamt keyrslu stuðlum og valið þær holur í rekstur sem eru hentugastar með það að markmiði að lágmarka kostnað og hámarka nýtni. FRÁVEITA Hvernig snjallvæðum við fráveitukerfin okkar? Getum við notað veðurgögn, rennslisupplýsingar og mælingar til að sjá betur hversu hátt hlutfall fráveitu er einfaldlega heitt vatn eða rigning? Væri ekki ákjósanlegt ef við gætum séð fyrirfram að ákveðin fráveitustöð lendi í vandræðum m.v. veðurspá? Að við gætum undirbúið hana eftir bestu getu. t.d. með því að vera fullviss um að engar stíflur séu til staðar eða að lágt væri í þró til að hafa meiri möguleika á að taka við allri rigningu sem kæmi. Einnig væri hægt að mæla betur hita og rennsli í fráveitukerfinu til að staðsetja hvar heitt vatn

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.