Tölvumál - 01.01.2018, Qupperneq 37
37
Hann situr nú í menntamálanefnd VFÍ. Arnlaugur var formaður Íbúa-
samtaka Vesturbæjar í tvö ár (1984-1986) og er nú formaður ritnefndar
um sögu upplýsingatækninnar sem er í skrifum á vegum Öldungadeildar
Skýrslutæknifélags Íslands.
Frosti Bergsson lauk prófi sem rafeindatæknifræðingur frá Tækni-
háskólanum í Arhus 1974. Hann hóf þá störf hjá Kristján Ó. Skagfjörð
(KOS) hf. við að koma á laggirnar tölvudeild. Tveim árum síðar var félagið
komið með umboð fyrir Digital tölvur (DEC) og hann orðin deildarstjóri
ört vaxandi deildar og aðal keppinauturinn var IBM.
Frosti setti sér snemma markmið sem byggist á þeirri sýn að tölvutækninn
myndi hafa gífurleg áhrif á rekstur fyrirtækja og líf fólks almennt. Sem
hluti af þeirri sýn var að geta boðið heildarlausnir sem hentuðu íslensku
atvinnu lífi. Íslenskir stafir á skjái og prenta var eitt þeirra verkefna sem
þurfti að leysa og starfaði Frosti á vegum Skýrslutæknifélagsins, m.a. í
nefndum varðandi útfærslu á íslensku lykilborði og ASCII – kóðun (7 bita).
Frosti stafaði hjá KOS til ársins 1984 en hóf þá að vinna fyrir Hewlett
Packard sem opnaði útibú á Íslandi í maí 1985. Árið 1991 þá var útibúinu
breytt í Íslenskt hlutafélag , HP á Íslandi hf. og síðar Opin Kerfi hf. 1995.
Frosti varð Forstjóri félagsins og annar stærsti hluthafi. Það var síðan
skráð á Verðbréfaþing Ísland 1995 og var strax verðmætasta
upplýsingatæknifyrirtækið í Kauphöllinni eða til ársins 2004. Þá var það
afskráð þegar Kögun keypti öll hlutabréf í félaginu og hætti Frosti störfum
fyrir félagið.
Frá 1995 til 2004 var Opin Kerfi mjög virkur fjárfestir á upplýsingatækni
markaðnum og meðal félaga sem fjárfest var í má nefna : Tæknival hf.,
Teymi hf. (Oracle á Íslandi) , ACO hf., Skyrr hf (Skýrsluvélar ríkisins og
Reykjavikurborgar), Element hf., Hugur hf., Þróun hf., AX hugbúnaðarhús
hf., Grunnur Gagnalausnir hf., Hans Petersen hf., Columbus IT Parner
A/S., Datapoint AB., VIRTUS AB og Enterprice Solution A/S. Á þessum
tíma breyttist félagið í OKG (Opin Kerfi Group) og urðu stærstu dótturfélög
þess Skyrr hf., félög í Svíþjóð sem voru sameinuð undir nafninu Kerfi A/B
og síðan Opin kerfi hf. (HP umboðið) .
Í dag eru Skyrr hf. og reksturinn í Svíþjóð hlut af Advania samsteypunni
en Frosti keypti Opin Kerfi hf. til baka 2007 og hefur verið stjórnarformaður
þess félags síðan. Frosti var stjórnarformaður í flestum félögum sem
tilheyrðu OKG en eftir 2004 þá stofnaði Frosti eigið Fjárfestingafélag F.
Bergsson eignarhaldsfélag ehf. og hefur verið virkur fjárfestir t.d. má
nefna: Invent Farma SL (Lyfjafyrirtæki á Spáni), Bílaumboðið Askja hf.,
Eik hf. (fasteignafélag) , Humac hf. (Apple á Íslandi ) og VBS fjárfestingabanki
hf. Einnig hefur Frosti verið stjórnarformaður í Sjóvá hf. (2010 - 2011) og
setið i nokkrum nefnum á vegum ríkisins svo sem Fjárfestingu erlendra
aðila á Íslandi og greiningu á samkeppnisstöðu Póst og Síma hf.
Sigurður Bergsveinsson lauk farmannsprófi 3. stigs frá Stýrimanna-
skólanum í Reykjavík 1974 og prófi í útgerðartækni (rekstrarfræði) við TÍ
1978 og námi í markaðs- og útflutningsfræði við EHÍ 1999. Sigurður
Bergsveinsson hóf sjómennsku 16 ára vorið 1966 og starfaði við hana
um árabil. Var stýrimaður á fiskiskipum við ýmsar veiðar. Hann var og
stýrimaður á farskipum.
Sigurður var ráðinn sem kerfisfræðinemi til IBM á Íslandi í júlí 1978 og
starfaði hjá IBM til ársloka 1989 fyrst sem kerfisfræðingur og deildarstjóri
hugbúnaðardeildar og síðar sem markaðsfulltrúi og viðskiptastjóri. Á
starfstíma sínum hjá IBM á Íslandi kom Sigurður að verkefnum fyrir fjöldann
allan af fyrirtækjum stórum og smáum í flestum atvinnugreinum landsins.
Á árunum 1990-1995 starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Tölvutækni
ehf., hugbúnaðarfyrirtæki, sem sérhæfði sig í verkefnum á sviði
upplýsingakerfa fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Árin 1996-1997 var hann
framkvæmdastjóri hjá Tölvur og tækni ehf og sinnti ýmsum verkefnum
tengdum ráðgjöf og stjórnun m.a. fyrir Nýherja h.f, Tæknival hf. o.fl.
Árið 1998 hóf Sigurður störf hjá Tölvumyndum hf. og starfaði sem
markaðs stjóri og framkvæmdastjóri hjá dótturfyrirtækjum félagsins,
Forritun ehf, Forritun AKS hf. og Vigor ehf. Þessi fyrirtæki sérhæfðu sig
í viðskiptalausnum og lausnum fyrir orkuveitufyrirtæki. Tölvumyndir hf.
sameinuðust Nýherja hf. árið 2008 og starfaði Sigurður sem
framkvæmdastjóri Vigor ehf. til ársins 2011. Árin 2011-2013 starfaði