Tölvumál - 01.01.2018, Side 43

Tölvumál - 01.01.2018, Side 43
43 hugbúnaðarverkfræði við og svo tölvunarstærðfræði. Til að halda áfram að mæta þörfum atvinnulífsins hafa á síðustu árum bæst við brautir sem tengja tölvunarfræði og viðskipti, en í boði eru bæði grunnnám í tölvunarfræði með áherslu á viðskiptafræði og meistaranám í upplýsinga- stjórnun. Enn fremur er nú boðið upp á nám í tölvunarfræði á Akureyri í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Háskólinn í Reykjavík hefur útskrifað yfir 1250 einstaklinga í tölvunar- fræðigreinum frá upphafi náms árið 1998. Af þeim hafa yfir 80 lokið meistaragráðu og 10 doktorsgráðu. Fjöldi útskrifaðra hefur sveiflast verulega í gegnum árin og þegar fjöldi útskrifaðra var kominn niður undir 60 árið 2007 var farið í átak til að efla áhuga á námi í tölvunarfræði, í samstarfi við atvinnulíf og atvinnulífssamtök. Það hefur skilað sé í mikilli fjölgun og á síðasta ári útskrifaði HR um 220 nemendur í upplýsingatækni. Í gegnum tíðina hafa karlar verið meirihluti nemenda og svo er ennþá. Töluvert hefur þó áunnist í að jafna kynjahlutföllin á síðustu árum og er hlutfall kvenna meðal nýnema í tölvunarfræði við HR komið í um þriðjung í dag. Félag kvenna í tölvunarfræðinámi við HR, /sys/tur, og verkefnið Stelpur og tækni hafa lagt mikið til þessa árangurs. Kennsla og rannsóknir í tölvunarfræði við HR hafa skilað samfélaginu miklu í gegnum árin og má þakka það því frábæra starfsfólki sem vinnur í tölvunarfræðideild HR og í öðrum deildum og sviðum HR sem koma að kennslu og veita nemendum þjónustu og stuðning. ---- Í valnefnd voru Guðbrandur Örn Arnarson hjá SAReye, Jóhannes Jónsson hjá Ríkisskattstjóra, Steinunn Gestsdóttir hjá Háskóla Íslands, Svana Gunnarsdóttir hjá Frumtaki Ventures, Snæbjörn Ingi Ingólfsson hjá Origo og Arnheiður Guðmundsdóttir hjá Ský. Verðlaunagripurinn er glerlistaverk eftir Ingu Elínu. Valnefndin hafði skv. reglum að leiðarljósi að verðlaunin væru veitt fyrir framúrskarandi framlag á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni. Áhersla er lögð á að framlagið hafi þegar sannað sig með afgerandi hætti. TÖLVUVÆÐING Í HÁLFA ÖLD - UPPLÝSINGATÆKNI Á ÍSLANDI 1964-2014 Í tilefni þess að árið 2014 voru 50 ár frá því að fyrsta alvöru tölvan kom til Íslands árið 1964 var ákveðið að ráðast í það verkefni að taka saman sögu tölvuvæðingar á Íslandi. Sagan var birt í vefútgáfu vorið 2016 en ákveðið var að halda verkefninu áfram og gefa söguna út í prentformi og kom hún út þann 6. apríl 2018. Bókin ber heitið: „Tölvuvæðing í hálfa öld - Upplýsingatækni á Íslandi 1964-2014“ og er skrifuð af Önnu Ólafsdóttur Björnsson en í ritnefnd voru Arnlaugur Guðmundsson (formaður ritnefndar), Sigurður Bergsveinsson, Þorsteinn Hallgrímsson, Frosti Bergsson, Gísli Már Gíslason, Gunnar Ingimundarson, Vilhjálmur Þorsteinsson og Sigríður Olgeirsdóttir. Ritsjóri var Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský. Það er skemmst frá því að segja að bókin er skemmtileg aflestrar og full af skemmtilegum sögum og staðreyndum um tölvuvæðingu á Íslandi en rétt að taka strax fram að þetta er ekki bók með upptalningu á fyrirtækjum, tækjum eða hugbúnaði á Íslandi. Hægt að nálgast söguna eins og hún fór á vefinn www.sky.is en í bókinni er búið að umorða texta og kafla á mörgum stöðum og myndskreyta. Stefnan er svo að halda áfram að halda utan um þessa merkilegu sögu á vefnum og því tekið við nýju efni til birtingar þar í framtíðinni. Bókin er seld í völdum verslunum hjá Penninn/Eymundsson og einnig í Bóksölu stúdenta á Háskólatorgi ásamt Bókabúð Forlagins. ANNA ÓLAFSDÓTTIR BJÖRNSSON Upplýsingatækni á Íslandi 1964–2014 Tölvuvæðing í hálfa öldTölvuvæ ðing í hálfa öld

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.