Tölvumál - 01.01.2018, Page 45

Tölvumál - 01.01.2018, Page 45
45 Félagið vinnur náið með ráðuneytum og fyrirtækjum landsins og er Ský með fulltrúa í stjórn Persónuverndar skv. lögum en auk þess eru félagsmenn oft kallaðir til verkefna svo sem vinnuhóp um landsumgjörð og fleira í þeim dúr. Það er mikilvægt að halda fagmennsku félagsins áfram enda er Ský óháð „non-profit“ félag stofnað árið 1968 og hefur síðan þá verið í forsvari og fararbroddi sem málsvari allra þeirra sem vinna að eða hafa áhuga á tölvumálum. Langar mig að þakka sérstaklega þeim sem taka þátt fyrir hönd félagsins í verkefnunum því oftar en ekki er um ólaunað starf að ræða. Að lokum er vert að nefna að stjórnir faghópa, orðanefnd og ritnefnd vinna ötull starf sem heldur félaginu gangandi og mikill hugur í fólki. Allt starf Ský er unnið undir dyggri stjórn félagsins en þar er úrvalslið sem er mjög vel tengt í tölvugeirann og stútfullt af skemmtilegum hugmyndum um félagsstarfið. Stjórn Ský 2018-2019 Hér sjáið þið mynd af þeim sem skipa stjórn Ský 2018-2019 Ég hvet ykkur til að vera í sambandi ef eitthvað er og einnig að tengjast Ský á Facebook, LinkedIn og Twitter í gegnum forsíðu sky.is og taka þátt í umræðum þar. Sjáumst á viðburðum í vetur! Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóri Ský GAMLAR MYNDIR

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.