Tölvumál - 01.01.2018, Page 46

Tölvumál - 01.01.2018, Page 46
46 Upplýsingatæknin er allt í kringum okkur. Hún einfaldar lífið og sparar dýrmætan tíma. Á hverjum degi nota fyrirtæki af öllum stærðum, í öllum greinum, um land allt upplýsingatæknilausnir frá okkur til að veita framúrskarandi þjónustu. www.advania.is Guðrúnartún 10 | 105 Reykjavík | Sími 440 9000 | advania@advania.is Samstarfsaðili þinn í upplýsingatækni Á þessu ári fagnar Ský 50 ára afmæli. Afmælinu hefur verið fagnað með ýmsum hætti í gegnum tíðina en stjórn Ský ákvað að hafa nokkra viðburði á árinu til að fagna hálfrar aldar afmæli félagsins. UTmessan kom afmælisárinu heldur betur af stað en í apríl fylgdi útgáfa bókarinnar “Tölvuvæðing í hálfa öld - Upplýsingatækni á Íslandi 1964-2014” sem unnið hefur verið að í nokkurn tíma. Þann 6. apríl var félagsmönnum boðið til afmælisveislu og útgáfuhófs á Grand hóteli og þar voru UT- verðlaunin veitt og í byrjun september var haldin vegleg afmælisráðstefna til að koma vetrarstarfinu í gang. Framundan eru svo fjölmargir viðburðir og verður dagskráin glæsileg að venju. Tímaritið Tölvumál verður einnig veglegra en áður í tilefni af afmælisárinu. Frá því að Skýrslutæknifélag Íslands leit dagsins ljós árið 1968 hefur tækniheimurinn gjörbreyst og þróast. Tölvur hafa farið frá því að vera sjaldgæfar yfir í að vera margar á hverju heimili. Það hefur þó ekki breyst að Ský sinnir áhugafólki um upplýsingatækni með öflugu funda- og ráðstefnuhaldi. Hvort Ský verði jafn öflugt félag næstu 50 árin skal ósagt látið. En það verður gífurlega spennandi að fylgjast með þeim breytingum sem tækniheimurinn mun ganga í gegnum á þessum tíma. Guðjón Karl Arnarson, formaður stjórnar Ský 50 ÁRA AFMÆLI SKÝ

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.