Málfríður - 15.04.1990, Side 6

Málfríður - 15.04.1990, Side 6
listrænar þýðingar séu um sumt öfug- snúnir. Ég á ekki við að um þetta gildi neinar fastar reglur. Það hafa til dæmis sprottið afbragðsverk af þýð- ingum sem sýna frumtexta lítinn form- legan trúnað; nefna má sumar ljóða- þýðingar Magnúsar Ásgeirssonar. Þeg- ar lengst er gengið í þessa átt er frum- textinn líkt og hráefni sem þýðandinn getur farið með allt að því eins frjálslega og skáld með viðfangsefni sitt þegar frumort er. Slik þýðing getur jafnvel orðið að sjálfstæðu klassísku verki sem þá er jafnvel tekið að þýða á önnur mál. Eitt þekktasta dæmi þessa í bókmenntum er hin frjálslega þýðing Bretans Edwards Fitzgeralds á kvæðabálkinum Rubáiyát eftir Persann Omar Khayyám; ýmsir ís- lendingar hafa fengist við að þýða þá þýðingu á íslensku, m.a. Magnús Ás- geirsson. En sköpunarstarf þýðenda má ekki vera of háð viðmiðunum frumsamins skáldskapar á máli þýðandans og þess frelsis sem sá skáldskapur nýtur. Yfirleitt er það svo að frumtextinn er ekki bara uppspretta skáldlegra um- svifa heldur forsenda þeirra. Við þýð- um til að koma einhverju tilteknu bókmenntaverki yfir á annað mál. Sköpun þýðandans hljótum við því oftast að meta með hliðsjón af frum- textanum, þótt furðumargir virðist fyrst og fremst sjá frumtextann sem hemil á þýðandann. Við erum oft blind á það hvernig þýðandi fær nálgast frumtextann með formlegu og merk- ingarlegu jafngildi sem ögrar hinu nýja tungumáli og opnar jafnvel ný tjáning- arform innan þess, en tekst um leið að sneiða hjá staglsemi „orðabókar- þýðinga". En á bakvið lánsamar bókmennta- þýðingar af því tagi sem ég er að tala um býr auðvitað mikil ögun og skarp- skyggni og gjarnan nokkur dirfska. Þetta gildir að sjálfsögðu einnig um ýmsar þýðingar aðrar. Hafa þarf all- mikla reynslu að baki í þýðingum eða umhugsun um þær til að sjá að ná- kvæmni í þýðingum er ekki aðskorinn stakkur heldur skapandi úrvinnsla fjölmargra möguleika. Vart er hægt að ætlast til að þeir sem eru að koma saman sínum fyrstu þýðingatextum geti haft nákvæmni eða fágun hins heilsteypta verks að markmiði. Því lít ég svo á að þegar um er að ræða þýð- ingaræfingar í skólum, þar sem þjálf- un, spyrjandi viðhorf og skapandi þreifingar ættu að sitja í fyrirrúmi, geti undirgefni við frumtexta verið bæl- andi og leitt til daufrar hugsunar og málskynjunar nemandans. Enda er það svo að andstaðan, sem orð-fyrir- orð þýðingar hafa mætt í nafni náms og menntunar, á sér langa sögu. Staða þýðinga Um hálfri öld fyrir Krists burð ráð- lagði Ciceró þýðandanum Kató yngri að hafa ekki áhyggjur þótt hvert ein- stakt orð í grískum texta ætti sér ekki beina samsvörun í latínu; oftar en ekki væri hægt að koma merkingunni til skila eftir öðrum leiðum.2 Skömmu síðar talar Hóras í riti sínu Skáldskap- arlistinni um að ekki fari vel að skila texta orð-fyrir-orð eins og þrælslegur þýðandi.3 Við sjáum því að hin stagl- kennda og ófrjóa „orðabókarþýðing" var velþekkt fyrirbæri þegar í árdaga þýðingarumræðu. Sú umræða snerti einmitt mjög hlut þýðinga í menntun. Meðal Rómverja voru þýðingar meginþáttur í allri orð- ræðuskólun, þ.e. jafnt í skáldskap sem hverskonar mælskulist og mál- uppeldi. Að fást við þýðingar var leið til þess í senn að temja sér tungumál- ið og að temja tungumálið. En um leið helgaðist mikilvægi þýðinga af ná- inni snertingu við önnur mál- og menningarsamfélög. Andspænis þeirri grósku sem sjá má í kringum þýðingar í menntakerf- inu fyrir tvö þúsund árum má spyrja um ástandið í dag. Hafa skólaþýðing- ar koðnað niður í staglkennt og and- laust orðahjakk í tímans rás? Og er þá nema von að ýmsir vilji bara skera niður þennan námsþátt? En það sem ég sagði um nána snertingu við önn- ur mál- og menningarsamfélög ætti að stugga við okkur hér. Mannkynið hefur aldrei verið eins háð þýðingum og einmitt nú, og á þetta ekki síst við um smáþjóð eins og íslendinga. Að draga úr þýðinganámi er því ekki í minnsta samræmi við stöðu þýðinga í lífi okkar og umheimi. Eftir því sem við komumst í nánari og fjölþættari snertingu við umheiminn þurfum við í fyrsta lagi að reiða okkur æ meir á þýtt efni og í öðru lagi erum við í sí- aukinni snertingu við erlend mál (hér á landi einkum ensku). Þarf þá ekki einmitt að auka um- ræðu og íhugun um þýðingar, og jafn- framt að útvíkka það umræðusvið sem lýtur að þýðingum? Um leið og við hverfum frá einhlítri aðferð í ,,þrælslegum“ skólaþýðingum má glíma við ýmsan vanda, sem kemur inn á sjónarsvið þýðinga, þótt ekki sé um þýðingar í þrengsta skilningi að ræða. Spyrja má hvort ekki sé orðið úrelt að læra einstök tungumál á for- sendum þeirra hvers í sínu lagi. Um leið og nánari tengsl skapast milli menningarsamfélaga hlýtur að skipta miklu hvernig ferðast er milli mála. Mér finnst tímabært að spyrja hvort nám í erlendum tungumálum, bókmenntum og menningu þurfi ekki að setja í nánara og lífrænna sam- band við fræðslu í móðurmálinu, tján- ingarháttum þess og tjáningarað- stæðum. Þegar þýðingar eru gaum- gæfðar kemur nefnilega upp á yfir- borðið sú mikla „samræða" ólíkra mála og menningarhópa sem ætíð býr að baki þegar margskonar efni, hin ýmsu brot heimsmyndar okkar, er flutt yfir landamæri. Gráa svæðið En hverskonar merkingarfærsla er fólgin í því að þýða? Málvísindamað- urinn og bókmenntafræðingurinn Roman Jakobson flokkar þýðingar í þrennt: 1. Þýðing innan tungumáls- ins („intralingual translation“), þ.e. þegar tiltekin boð eru endurflutt í sama málkerfi, t.d. þegar ég endur- segi einhverja sögu og laga hana að breyttum aðstæðum en nota sama tungumál. 2. Þýðing milli mála („inter- lingual translation"), þ.e. það sem við venjulega skiljum með hugtakinu „þýðing". 3. Þýðing milli táknkerfa („intersemiotic translation"), þar sem boð eru endurflutt með öðrum tákn- miðli, t.d. þegar skáldsaga er kvik- mynduð.4 Þessi nytsama þrígreining gagnast okkur ekki síst ef við röskum svolítið greinamörkum hennar. Því frjótt get- ur verið að athuga þessi svið hvert í ljósi annars þegar við reynum að nálg- ast lögmál þeirra. Raunar býr slík sýn að baki sjálfri flokkun Jakobsons, þ.e. í útvíkkun hans á sjálfu þýðingarhug- takinu. Það opnar nýtt sjónarhorn á hvers konar endurvinnslu eða umrit- un efnis að líta á hana sem þýðingu, þótt hún fari fram innan eins tungu- máls. Slíkt varpar síðan einnig nýju ljósi á þýðingar milli mála. Hið sama 6

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.