Málfríður - 15.04.1990, Síða 16

Málfríður - 15.04.1990, Síða 16
NÁMSKEIÐ Í NORWICH — seinni hluti — Tungumál og menning (Language and Culture) Fyrsta daginn á námskeiðinu völd- um við efni kennslustundanna sem voru kallaðar á stundaskrá „Langu- age and Culture". Peter Maingay heitir kennarinn sem sá um þennan hluta námskeiðsins. Aðalviðfangs- efnin urðu eftirfarandi flokkar: I. Vocabulary Activation (vinna með nýjan orðaforða). II. Ritual Teaching — Formulaic Teaching (kennsluaðferðir notaðar af gömlum vana — ósjálfráðar kennslustundir). III. Teaching Real Conversation: Is it possible? (samtalsæfingar færðar nær raunverulegum aðstæðum.) IV. Preparing Students for Texts (undirbúa nemendur fyrir texta). Við skrifuðum athugasemdir við hverja kennslustund (Language and Culture) og gerðum grein fyrir hvað hefði gerst í kennslustundinni, hvern- ig við hefðum upplifað kennsluna sem nemendur, og hvort við gætum not- að eitthvað af þessu í eigin kennslu. Þessum athugasemdum skiluðum við inn á hverjum degi. Þetta var þáttur í rannsókn fyrir doktorsritgerð sem einn kennarinn var að gera um hvern- ig erlendir kennarar upplifa kennsl- una sem fer fram í Bell Schools (action research). I. Orðaforði Á öðrum degi var byrjað á fyrsta efn- inu sem var ,,orðaforði“ og athugað hvernig hægt er að hjálpa nemendum að muna orð betur með ýmsum ein- földum leikjum. Þá er reiknað með að hver nemandi hafi glósur í möppu, skipulagðar eftir stafrófsröð. Síðan eru nemendur beðnir um að fara yfir glósur sínar og finna öll orð sem tengj- ast t.d. mat, dýrum, fatnaði eða öðru og skrifa þau niður. Þá er einnig hægt að fara lengra með þessa æfingu og biðja nemendur að flokka orðin, t.d. matur í undirflokka eins og ávextir, grænmeti, kjöt og annað það sem kemur úr glósum nemenda. Þessa að- ferð er einnig hægt að nota með flókn- ari hugtök yfir hugmyndir, tilfinn- ingar o.s.frv. Dæmi um annan ,,leik“ sem hjálp- ar nemendum að muna ný orð er þegar mörg orð sem hafa svipaða þýð- ingu eru flokkuð eftir t.d. styrkleika (lýsingarorð). Þá eru nemendur t.d. beðnir að finna öll orð sem þýða ,,að vera reiður" og númera þau síðan eftir styrkleika (angry, annoyed, cross, displeased, furious). Skoðanir nemenda eru oft skiptar á stigsmun orðanna og geta því spunnist líflegar umræður þeirra á milli. Einnig benti Peter okkur á að nota orðaforðaæf- ingar úr kennslubókinni The Words You Need fyrir nemendur komna á efri stig, en þessi bók er notuð í skól- um hér á landi. II. Kennsluaðferðir Peter talaði um tvær hliðar kennsl- unnar sem nauðsynlegt væri fyrir kennara sjálfa að skoða og íhuga. Þar er annars vegar um að ræða kennslu- aðferðir sem notaðar eru af gömlum vana, sem við vitum ekki af hverju við notum (ritual teaching). Nauðsyn- legt er að kennarar spyrji sjálfa sig hvers vegna þeir noti þær aðferðir sem þeir nota. Er það vegna þess að þær gefast vel og skila góðum árangri eða vegna þess að þannig hafa þeir bara alltaf kennt? Hins vegar er hegðun eða fram- koma kennara sem er ósjálfráð, lærð af reynslu í starfinu (formulaic teach- ing), þ.e.a.s. hvernig kennarinn kemur fram í skólastofunni og hvern- ig hann bregst við hinum ýmsu að- stæðum. Þessi framkoma er ósjálfráð inni í skólastofunni en þarfnast endur- skoðunar engu að síður. Þessi atriði í fari sínu þarf kenn- arinn að reyna að koma auga á og bæta úr. Til að hjálpa kennurum við að gaumgæfa og bæta kennslu sína mælir Peter með að þeir: 1. Fari á námskeið. 2. Fái aðra kennara til að koma inn og fylgjast með kennslustund hjá sér eða taki kennslustundir sínar á myndband. 3. Lesi mikið alls konar bækur. Ekki einungis bækur um kennslufræði- leg efni. 4. Brjóti hefðir (breaking rules). Geri eitthvað inni f kennslustund sem er ólíkt því sem þeir hafi áður gert. Það getur verið allt frá því að nota leik eða kennsluaðferð sem þeir hafa ekki treyst sér áður til að reyna, til þess að mæta í skringilegum föt- um eða þykjast hafa misst mál og heyrn og láta nemendur skrifast á við sig um allt sem þarf að segja! Árangurinn af þessari athugun á kennsluaðferðum er sá að annað- hvort sér kennarinn nýjar og betri leiðir að takmarkinu eða að hann styrkist f þeirri trú að hann sé að gera góða hluti. III. Samtalsæfingar Þegar verið er að þjálfa nemendur í að tala á erlendu tungumáli koma upp margvísleg vandamál, t.d. að um- ræðuefnið og kringumstæðurnar verða alltaf þvingaðar eða settar á svið. Einnig er óhjákvæmilegt að móðurmál nemandans, siðir og venjur hafi truflandi áhrif á munnlega þjálf- un hans í erlendri tungu. Til þess að draga úr þessum vanda leggur Peter til að mikil áhersla sé lögð á orð og setningar sem merkja að viðkomandi hafi ekki skilið það sem sagt var. Dæmi: „Can you repeat?“, „Pardon", „Will you say that again, please?“ í stað „Ha!“ sem hvetur ekki 16

x

Málfríður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.