Málfríður - 15.04.1990, Blaðsíða 17
beinlínis til frekari samræðna þegar
komið er til enskumælandi lands.
Síðan er nauðsynlegt að benda nem-
endum á (eða láta þá koma auga á) ís-
lenskar siðvenjur, sem dæmi má
nefna að „takk fyrir mig“ verður ekki
„Thank you for me!“ en segja má
„Thank you for the dinner“ o.s.frv.
Peter nefndi fjögur atriði sem skipta
mestu máli í samtalsþjálfun þeir>-a
sem lengra eru komnir:
1. Að átta sig á raunverulegri merk-
ingu setningar. Þetta varðar venjur
og hefðir viðkomandi þjóða og í
mörgum tilfellum ítónun orða.
Dæmi: „Let’s have lunch some-
time!“ Þýðir þessi setning það
sem hún segir eða er hún bara vís-
bending um að viðkomandi vilji
ljúka samtalinu?
2. Að hafa tilfinningu fyrir hvernig á
að halda uppi samræðum, vita
hvaða orð eru notuð til að tengja
við það sem viðmælandinn var að
segja. Að vita hvenær er óhætt að
grípa fram í (overlap) tal viðmæl-
anda á kurteislegan hátt.
3. Að vera fljótur að ná samhengi í
því sem verið er að tala um, koma
inn í mitt samtal margra og átta
sig fljótt á samtalsefninu.
4. Að kunna að byrja og enda samtöl
og skipta um umræðuefni á viðeig-
andi hátt.
Peter hafði á reiðum höndum ótal
hugmyndir um það hvernig þjálfa
mætti þessi atriði og fjallaði hann t.d.
um:
a) Að kasta sprengju (bombshell-
ing). Þá eru nemendur látnir æfa sam-
tal sem þeir svo flytja fyrir kennarann
en síðan tekur kennarinn að sér annað
„hlutverkið" og svarar á annan hátt
en kemur fram í æfða samtalinu. Þá
þarf nemandinn að hugsa upp ný
svör um sama efni.
b) Láta nemendur finna svör við
setningu eins og „Your shirt looks
nice“ og ræða síðan með þeim hvenær
hvert svar á best við. Nemendur finna
alls konar svör við svona setningu og
geta rætt sín á milli og ráðfært sig við
kennarann um hvað er viðeigandi og
hvað ekki og hvers vegna!
c) Ein hugmynd Peters var að kenn-
arar gætu komið saman og talað inn á
segulband um hversdagslega hluti á
ensku eins og um venjulegt samtal
enskumælandi fólks væri að ræða og
spilað síðan fyrir bekkinn. Nemendur
ættu síðan að reyna að geta hvert um-
ræðuefnið væri og spreyta sig á að
skilja þegar margir eru að tala í hóp.
Þessa æfingu er hægt að aðlaga hvaða
skólastigi sem er. Fyrir nemendur á
lægri stigum þyrfti að tala hægt og ef
til vill um efni sem þeir hafa áhuga á
en fyrir lengra komna mætti tala með
eðlilegum hraða og skipta oft um um-
ræðuefni eða tala í kringum hlutina
án þess að nefna hið eiginlega um-
ræðuefni.
d) Síðast en ekki síst talaði Peter
um mikilvægi þess að tala ensku í
kennslustundum. Nemendur heyra
hvað er viðeigandi við vissar kringum-
stæður, þó svo að þær séu óneitanlega
takmarkaðar, og venjast því að hlusta
á tungumálið.
IV. Að búa nemendur undir lestur
á texta.
Fyrst voru nefnd þau atriði sem
gera fólki erfitt að lesa texta. Þau
helstu eru: óþekktur orðaforði, flókin
bygging textans, flókið samhengi og
efni sem lesandi þekkir ekki og sfðast
en ekki síst áhugaleysi lesandans.
Ýmislegt má gera til þess að auka
áhuga nemanda á texta sem hann á að
lesa. Hér koma tillögur Peters:
1. Að gefa nemendum ástæðu til að
lesa textann. Þá er hægt að biðja
nemendur að leita að einhverju
ákveðnu í textanum þannig að þeir
lesi hluta hans vandlega en hrað-
lesi aðra hluta. Þessi aðferð á ekki
við alla texta en er góð tilbreyting
öðru hverju til að nemendur sjái
að það er ekki nauðsynlegt að
skilja hvert einasta orð til þess að
ná nefninu.
2. Kynning á textanum. í mörgum til-
fellum er kynning óþörf. Hún getur
þó verið gagnleg ef rétt er að farið.
Hins vegar getur röng kynning ver-
ið verri en engin. Dæmi um ranga
kynningu:
a) Of löng. Tekur of mikið af dýr-
mætum tíma.
b) Segir of mikið um efni textans.
c) Skiptir ekki máli fyrir innihald
textans og ruglar þess vegna frekar
en að varpa ljósi á efnið.
d) Of mikið eintal kennara án þátt-
töku nemenda.
Ef fjalla á um texta sem kennara
finnst þurfa að kynna er áríðandi
að láta nemendur hjálpa til. Með
því að spyrja réttu spurninganna
getur kennari oftast nær fengið
nemendur til að giska á efni text-
ans. Þetta vekur meiri áhuga hjá
nemendum en eintal kennarans.
3. Skipting á löngum texta í smærri
einingar. Kostir við að hluta texta
niður og taka fyrir styttri einingar
eru þeir helstir að hraðlæsir nem-
endur fá ekki eins mikinn tíma til
að trufla eins og ef allir ættu að lesa
textann í heild. Það er auðveldara
að vinna á nákvæman og skipu-
legan hátt með stuttan texta, og það
er fljótlegra að finna orð og setn-
ingar til umfjöllunar. Einnig helst
áhugi nemenda betur þegar unnið
er með stuttan texta.
Ekki má þó gleymast að fjalla
um textann sem eina heild þegar
umfjöllun um hluta hans er lokið.
4. Kennsla á nýjum orðaforða. Yfir-
leitt er nóg að kenna aðeins nokk-
ur lykilorð úr textanum til að nem-
endur skilji aðalatriðin, mörg önn-
ur orð skýra sig sjálf vegna sam-
hengisins. Ef orðin sem skýra þarf
eru of mörg er ef til vill verið að
vinna með of þungan texta.
5. Lykilspurningar (signpost ques-
tions). Þær hafa það hlutverk að
leiða lesandann áfram í lestrinum,
benda honum á hluti sem hann á
að leita eftir í textanum. Til þess
að nemendur lesi ekki aðeins svör-
in við spurningunum þarf kennar-
inn að gera þeim ljóst að hann
muni spyrja fleiri spurninga þegar
lestrinum lýkur. Hann þarf að hafa
spurningarnar þannig að ekki sé
hægt að svara þeim fyrr en búið er
að lesa allan textann eða hluta
hans. Spurningarnar þurfa einnig
17