Málfríður - 15.11.1990, Side 30

Málfríður - 15.11.1990, Side 30
FRETTIR - FRETTIR - FRETTIR Frá félagi þýskukennara Dagana 27,—30. ágúst sl. var hald- ið á Selfossi námskeið fyrir þýsku- kennara. Leiðbeinendur voru tveir, Prof. Margarete Scháttle frá Vín sem talaði um austurríska ,,Landeskunde“ og Stefan Pflaum frá Freiburg í Þýska- landi sem fjallaði um ýmis málfræðiat- riði þýskunnar, s.s. notkun viðteng- ingarháttar í óbeinni ræðu, notkun ákveðins og óákveðins greinis, mis- munandi notkun þátíðar og núliðinn- ar tíðar. Alls sótti 21 félagi nám- skeiðið og sneru þeir ánægðir heim. Af því sem er á döfinni hjá félaginu má nefna að í nóvember er von á „Fachberater", sem mun dveljast hér í u.þ.b. viku. Fyrirhugað er þá að halda helgarnámskeið, þar sem hann mun m.a. fjalla um þær breytingar sem verða við sameiningu þýsku ríkj- anna. Auk þess mun hann heimsækja skóla. í apríl sl. voru liðin tuttugu ár frá stofnun Félags þýskukennara og er í undirbúningi að halda upp á þau tímamót áður en afmælisárið er úti. Oddný G. Sverrisdóttir formaður Frá félagi enskukennara 10. september Á aðalfundi Félags enskukennara sem haldinn var 28. maí síðastliðinn kom fram að menntamálaráðuneytið hefur lagt niður störf fagnámsstjóra og þar með talda stöðu námsstjóra í ensku. Fundurinn samþykkti að fela stjórn fé- lagsins að athuga þetta mál og var það gert. Eftir að hafa rætt við fulltrúa menntamálaráðuneytisins sendi stjórn- in formleg mótmæli til ráðuneytisins, þar sem ljóst var, að nú hafa grunn- skólakennarar í ensku engan faglegan ráðgjafa í ráðuneytinu eins og verið hefur. Á fyrsta fundi vetrarins verður kynnt efni til enskukennslu í eigu Ameríska bókasafnsins. Á næsta fundi segir Rannveig Jóns- dóttir, kennari við FÁ, frá námsorlofi sínu og heimsókn f hollenska skóla síðastliðinn vetur. Gestur okkar á síðasta félagsfundi árs- ins verður Auður Torfadóttir, lektor við KHÍ Hún ætlar að ræða spurninguna: „Eru nemendur nógu vel læsir á ensku þegar þeir koma úr skóla?“ og byggir hún þar á niðurstöðum könnunar sem hún hefur gert. Þessi fundur verður laugardaginn 24. nóvember kl. 10.30—12.20 í kennslugagnamiðstöð- inni Laugavegi 166. Að venju býður Evrópuráðið upp á ýmis námskeið og þeim sem vilja kynna sér þau nánar er bent á bæklinga sem liggja f kennslugagnamiðstöðinni. Stjórnin vill ennfremur minna á ráð- stefnu 1ATEFL sem verður haldin dag- ana 2.—6. apríl 1991 íExeter. Formaður félagsins veitir nánari upplýsingar (heimasími 24509). Halla Thorlacius fonnaður Fjölritunar og prentþjónusta! Við fjölritum, prentum og Ijósritum í stóru og smóu upplagi og bjóð- um upp ó einsfaka fréttabréfa- þjónustu. Þú kemur með uppkast af frétta- bréfinu til okkar. Við ritvinnum það, setjum það upp, fjölritum það eða prentum og merkjum síðan með nöfnum viðtakanda ó iímmiðum. Að endingu getum við farið með fréttabréfið í póst. Hjó okkur fœrðu góða og persónulega þjónustu! 30

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.