Málfríður - 15.11.1990, Blaðsíða 31

Málfríður - 15.11.1990, Blaðsíða 31
Frá félagi frönskukennara 2. október. Félag frönskukennara hefur nú fengið aðgang að Námsgagnastofnun og hefur þegar verið komið þar fyrir um 200 bókum í eign félagsins. Þessi bókaeign er að mestum hluta fyrrver- andi sýniseintök sem Bókaverslun Sig- fúsar Eymundssonar var svo vinsam- leg að eftirláta okkur. Ráðgert er að bæta gagnabanka og tímaritum við þetta safn ásamt öðrum bókum. Mál- fræðimyndböndin okkar hafa skipt um stað og eru nú hjá Myndbanda- vinnslunni, Suðurlandsbraut 6 (sími: 688235) og geta kennarar pantað þar bönd núna samkvæmt póstkröfu fyrir sína skóla. I janúar síðastliðnum var haldinn deildarstjórafundur og var umræðu- efnið nýjar aðferðir og nýtt kennslu- efni. í tengslum við þennan fund var haldið stutt kennaranámskeið. Það var haldið í samvinnu við Háskóla Is- lands og á því kenndu háskólakennar- ar frá Montpellier, sem einnig voru með kennslu fyrir frönskudeild H.í. Góð aðsókn var bæði að deildarstjóra- fundinum og námskeiðinu. Félagið hefur lengi haft áhuga á gerð nýrrar fransk-íslenskrar, ís- lensk-franskrar orðabókar og skipaði fyrir einu og hálfu ári nefnd til að vinna að því máli. Nú er loksins kom- inn skriður á málið, ekki síst eftir heimsókn Jacques Lang, menningar- máiaráðherra Frakka, hingað til lands í ágúst síðastliðnum og mun vinna við orðabókina að öllum líkindum hefjast um næstu áramót. Þrír kennarar sóttu um kennara- styrki til námskeiða í Frakklandi í ár, en í ljós kom að styrkir frá franska ut- anríkisráðuneytinu féllu niður þetta ár. Stjórn félagsins bauð því þessum þrem umsækjendum nokkurn fjár- styrk frá félaginu, ef þeir vildu fara eigi að síður og þáði einn umsækjenda styrkinn. Dagana 18.—22. september var svo enn haldið námskeið á vegum félags- ins og voru kennarar frá FLE (Fran^ais langue étrangére) við Háskólann í Montpellier. Aðalfyrirlesari var Mme Michélle Verdelhan en hún er m.a. aðalhöfundur nýrra kennslubóka sem heita „Sans frontiéres" og vi'ða eru kenndar. Þetta námskeið var að mestum hluta fræðilegt, enda hugsað sem hið fyrsta í röð fjögurra námskeiða. Aðsókn að námskeiðinu var ágæt eða 29 manns, sem verður að teljast gott þegar þess er gætt að félagsmenn eru aðeins 37 alls. Guðný Sigurðardóttir formaður ☆ STJÓRNARSKIPTI í FÉLAGI ENSKUKENNARA Á aðalfundi FEKÍ í maí síðastliðnum var kjörin ný stjórn. Nýja stjórnin er skipuð sem hér segir: Halla Thorlacius formaður, Kristín Guðmundsdóttir vara- formaður, Þórunn Snorradóttir ritari, Helga Jensdóttir gjaldkeri og Julian Meldon D’Arcy meðstjórnandi. Úr stjórn gengu Guðrún Jónsdóttir og Kolbrún Valdemarsdóttir. Nýkjörinn formaður lauk prófi frá KHÍ árið 1984. Sama ár hóf hún kennslu við Garðaskóla í Garðabæ. Halla hefur sótt ýmis námskeið bæði heima og erlend- is. Hún hefur verið í stjórn FEKÍ síð- astliðin tvö ár. 31

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.