Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1991, Síða 8

Bæjarins besta - 19.12.1991, Síða 8
8 BÆJARINS BESTIA • Fimmtudagur 19. desember 1991 Óskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla, ársL ogfriðar, og þökkum jafnframt samstarf og viðskipti á líðandi ári. Leggur og skel Ljóninu Skeiði - Sími 4070 Krisma Ljóninu Skeiði - Sími 4414 Jón og Gunna Ljóninu Skeiði - 3464 Póllinn hf. Aðalstræti 9, ísafirði Reiknistofa Vestfjarða hf. AðaLstræti 24 - Pósthólf 153 - 400 ísafjörður Þröstur Marsellíusson Ásgarði - Sími 3349 Blikksmiðja Erlendar Sími 4488 ESSO Olíufélagið hf Kaupfélag Isfírðinga Blómabúðin Elísa ísafirði Finnabær Bolungarvík - Sími 7254 Fiskvinnsla Jakobs Valgeirs Bolungarvík - Sími 7584 SUNDSTRÆTI 36 - POSTHOLF 140 - 400 ISAFJORDUR — SIMI <941 4000 Hljómborg Sími3072 Sr. Baldur Vilhelmsson prófastur í Vatnsfirði: Jólahugvekja Nóttin var sú ágæt ein, í allri veröld Ijósið skein, það er nú heimsins þrautar mein að þekkja ei hann sem bæri. Með vísnasöng ég vögguna þína hræri. Skammdegið grúir nú yfir byggðum manna og við skynjum betur en endranær þörfina fyrir birtu og y/. Og mitt í myrkrinu skín Ijósiðfrá Betlehem og lýsir þér. Hugblær jólanna seytlar inn í innstu veru þína, hugblær er á sér enga hliðstæðu á þess- ari jörð. Friður, kyrrð, vitund um helgi þessa lífs þrátt fyrir allan gráan hversdagsleika, helgi vegna tilkomu mannssonarins af guðlegri náð á þessa jörð. Við erum minnt á komu frelsarans með I Ijósum og skrauti á götum úti og uppljómuðum híbýlum, gleðin ríkir. En fleiri eru farvegir Ijóss- ins ogfagnaðarins, einnig um þennan gamla sálm sr. Einars í Heydölum liggur leið Ijóss ogfriðar, | kærleika og helgi til hjartna okkar. Nóttin helga | kemur og fer. En hún skilur eftir í vitund okkar i hljóðláta gleði yfir lífinu og töfrar hennar óma innra með okkur í bland við gömul minni frá bernskudögum. Myrkur og sorg í mannheimi. Ekki er það nýtt. En sálmurinn bendir okkur á lausnina: það er mein heimsins að þekkja Hann ei sem vert væri og lifa honum. Og vissulega eru ýmis teikn á lofti, er gefa okkur vonit um að þjóðir heims og leiðtogar þeirra hafi í framtíðinni meir í hávegum I frið og kærleika en stríð og hatur. Jólaljósið lýsir I okkur fram til þess vegar. Jólagleðin kemur til þín í fjölmenni, í faðmi fjölskyldunnar, meðal vina. Hún verður þér I minnisstæð, býr í þér og tengir þig undrinu mikla I er varð á jólanótt endur fyrir löngu. Og þín jóla- I nótt, vinur minn, er einn ert á veginum, líka þín vitjar Ijós og helgi hennar. Hún er sú sem lætur | þig leita að orsökum einsemdar, er þú horfir í Ijós- ið á borðinu og gerir upp hug þinn til guðs og til- veru. Guð hefur eftil vill ekki verið þér ofarlega í huga í vafstri hversdagsins, en þetta erhátíð hans. Pið mætist nú. Opna þú hug þinn og hann vinnur verkið. Jólin færi okkur öllum frið, og rósemd og von í hjörtu þeirra er nú eiga um sárt að binda. Gleðileg jól!

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.