Bæjarins besta - 19.12.1991, Qupperneq 10
10
BÆJARINS BESIA • Fimmtudagur 19. desember 1991
Óskum
starfsfólki okkar
og viðskiptavinum
gleðilegra jóla, árs
ogfriðar, og þökkum
jafnframt samstarfog viðskipti
á líðandi ári.
RAFSJÁ • RAFMAGNSVERKSTÆÐI • VERSLUN HÓLASTlG 6 • 415 BOLUNGARVtK • ® 7326 • ® 985-25959 • KT. 230658-2269 • VSK. NR. 5304
Arína Snvrtistofa
Hólastíg 6 • 415 Bolungarvík • 0 7326
Kaupfélag
Steingrímsfjarðar
Hólmavík
MSparisjóður
Þingeyrarhrepps
Ferðaskrifstofa Vestfjarða
Sími 94 3457
Djúpfang sf. Bolungarvík
Hárgreiðslustofa
“iSiggu Þrastar
Sími 4442
IVRHMmÚPURHF.
F4FNIR HF
ÞINGEYRI SlMAR 8200 - 8201
Kaupfélag Dýrfirðinga
FLUGLEIDIR
Bílaleigan Ernir
Sími4448
VÉLSMIÐJA ÍSAFJARÐAR
Studio Dan
Sími4022
Vestfirðir:
Sameining sveitarfélaga á
norðanverðum Vestfjörðum
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA, Jóhanna Sigurðardótt-
ir lagði fram fyrir ríkisstjórnina fyrir stuttu, minnis-
blað um könnun á hagkvæmni sameininga sveitarfélaga á
norðanverðum Vestfjörðum. Samkvaemt minnisblaðinu
bendir allt til þess að ráðherrann ætli sér að hafa forgöngu í
málinu og taka þar með forráðin af sveitarstjórnarmönnum
hér vestra sem hafa að undanförnu fundað um þessi mál og
verið að móta línur í þessum efnum.
Er helst talið að ráðherra þyki málin taka of langan tíma
hjá forráðamönnum sveitarfélaganna og ætli sér því að
taka til sinna ráða til að flýta sameiningunni. En hver eru
viðbrögð þeirra sveitarstjórnarmanna sem þarna eiga hlut
að máli. Blaðið leitaði tii nokkurra stjórnenda sveitarfé-
laga á svæðinu og fyrstur svarar Ólafur Kristjánsson, bæj-
arstjóri í Bolungarvík:
• Ólafur Kristjánsson, bæj-
arstjóri í Bolungarvík.
Hraði Jóhönnu
gengur aldrei
„Ég held að það megi
ekki gefa félagsmálaráð-
herra upp vondan hug í
þessu máli. Umræðan um
samruna sveitarfélaga hefur
verið mjög mikið í umræð-
unni undanfarna mánuði og
nefnd á vegum félagsmála-
ráðuneytisins skilaði hér ít-
arlegri áfangaskýrslu sem
heitir „Skipting landsins í
sveitarfélög". Þessi skýrsla
hefur m.a. verið lögð fyrir
fulltrúaráð Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga og var
ályktað um hana fyrir viku
síðan.
Þar kemur fram að það sé
eðlilegt að það sé skipuð
samráðsnefnd á milli ríkis-
ins og sveitarfélaganna og
að hún fari yfir þessi mál
frekar og skili áliti um ára-
mótin 1992-93. Ég held að
það sé rétt að halda þessari
umræðu áfram og við eigum
að sjá það fyrir okkur,
hvaða ávinning sveitarfélög-
in hafa af slíkri sameiningu.
Ég vil skilja orð félagsmála-
ráðherra á þann veg að hún
sé að reyna að fá fram nýjan
tón í samstarfi og samein-
ingu sveitarfélaga og að hún
vilji bara byrja hér fyrir
vestan.
Það er alveg ljóst að
Byggðastofnun á fjölmargar
tillögugerðir í sínum fórum
og það ætti því að vera til-
tölulega auðvelt að setja
fram, hvernig þetta virkar
sem eitt atvinnusvæði og
hins vegar sem félags- og
menningarsvæði. Að mínu
viti eigum við að taka þessu
ákaflega vel en forsenda
þess að þetta gangi upp er sú
að við náum saman þannig
að atvinnusókn geti orðið
eðlileg og ég hygg að það
þurfi að gera meira en að
bara sveitarfélögin ræði um
þessa sameiningu. Mér
finnst að atvinnufyrirtæki á
þessu svæði, frá Þingeyri og
norður í Djúp verði líka að
horfa til breyttra hátta með
bættum samgöngum.
Þá hef ég í huga atvinnu-
sókn og aflamiðlun milli
staða, samnýtingu og sam-
rekstur hafna, betra skipu-
lag og heildaryfirsýn í heil-
brigðismálum og
skólamálum. Þetta eru allt
saman þættir sem við þurf-
um að hafa fyrir framan
okkur og við verðum líka að
geta sannfært fólkið í okkar
byggðarlögum um það að
við séum að stíga skref til
réttrar áttar en allt ofansagt
byggir á því að við náum
saman samgöngulega og þar
á ég við greiðar og öruggar
samgöngur árið um kring“
segir Olafur Kristjánsson
bæjarstjóri í Bolungarvík.
Ölafur sagði einnig að
samfara þessum breytingum
yrði að endurskoða tekju-
stofnalögin og verkaskipt-
ingu á milli ríkis og sveitar-
félaga. Þá þyrfti að skoða
þjónustuumdæmi og fjölda
þingmanna, jafnvel að
fækka þeim í leiðinni en
hann tók fram að það væri
hans persónulega skoðun.
En hvernig líst Ólafi per-
sónulega á þessar samein-
ingar hugmyndir?
„Ég vil hvorki segja já
eða nei, því ég vil vita að
hverju ég geng áður en ég
svara þessari spurningu.
Umræðan verður að eiga sér
stað og það er hvorki hægt
að játa þessu né neita vegna
þess að fyrst verðum við að
vita hvað við erum að tala
um. Þessi hraði sem Jó-
hanna er að tala um gengur
aldrei eftir. Það tekur svona
tvö til þrjú ár að ná niður-
stöðu, því get ég ímyndað
mér að eftir svona fimm ár
geti þessi sameining komið
til greina ef niðurstaðan
verði svo að menn telji þetta
hagkvæmt“ sagði Ólafur.
• Snorri Sturluson, sveitar-
stjóri á Suðureyri.
Fagna þessari
tillögu
félagsmála-
ráðherra
Snorri Sturluson, sveitar-
stjóri á Suðureyri sagðist í
samtali við blaðið fagna
þessari hugmynd Jóhönnu
Sigurðardóttur, félagsmála-
ráðherra.
„Mér líst bara mjög vel á
þetta. Ég hef verið mjög
hlynntur þessari sameiningu
og tel að þetta sé sú leið sem
verður að fara ef að byggð-
arlögin á þessu svæði eiga
að geta haldið velli. Ég
fagna þessu. Ég geri mér
líka alveg grein fyrir því að
þetta mál verður erfitt fyrr