Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1991, Qupperneq 11

Bæjarins besta - 19.12.1991, Qupperneq 11
BÆJARINS BESIA • Fimmtudagur 19. desember 1991 11 en að göngin eru komin í gagnið og Jóhanna er eflaust að pressa á þessi mál núna vegna þess hversu erfitt er í atvinnumálum þessa svæðis. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir sveitarfélag eins og Suðureyri. Það er erfitt fyrir okkur að halda uppi allri þeirri lögbundnu þjónustu sem lög gera ráð fyrir í svona fámenni. Því á ég von á að ef af sameining- unni verður, verði dæmið miklu léttara fjárhagslega“. Er hver er óskatímasetn- ing Snorra á sameining- unni? „Ég vona bara að, af þessu geti orðið sem fyrst. Ég geri mér alveg grein fyrir því að þessi mál hljóta að taka töluverðan tíma því að þetta verður ekki gert fyrr en að búið sé að ræða málin mjög vel heima í héraði og kynna það, þannig að það verði fólkið sjálft sem taki ákvörðun í sátt, þannig að ég held að eitt ár sé kannski stuttur tími“ sagði Snorri Sturluson, sveitarstjóri á Suðureyri. Hugmyndir Jóhönnu ekki tímabærar „Ég held að það sé ekkert sniðugt að ætla rjúka til og klára þessi mál á einu ári. Þessi mál verða að fá að þróast af sjálfsdáðun. Mér líst illa á hvernig þetta er sett fram. Hér er verið að segja fólkinu að þið eigið að sameinast í eitt sveitarfélag“ sagði Sigríður Hrönn Elías- dóttir, sveitarstjóri í Súða- vík. • Sigríður Hrönn Elías- dóttir, sveitarstjóri í Súða- vík. Sigríður Hrönn sagði að hennar ósk væri sú að sam- starf á milli sveitarfélaganna myndi aukast til muna mið- að við hvað væri í dag og að þróunin yrði þannig að hér- aðsnefndin yrði yfirstjórn sveitarfélaganna. Hug- myndir Jóhönnu væru því ekki tímabærar. „Það hefur ekkert verið rætt hvaða aukin verkefni eigi að færa til þessa nýja sveitarfélags, það hefur heldur ekki verið rætt um auknar tekjur til að mæta auknum verkefnum. Fyrst vil ég því sjá hvað er verið að tala um, ekki að sameina og heyra svo: Nú eru þið orðin 5 eða 6000 og nú getið þið gert þetta og fengið hitt og þetta. Þetta verður allt að fá að þróast með eðlileg- um hætti með aukinni sam- vinnu, þannig að grundvöll- ur myndist til að sameina sveitarfélögin og slík þróun tekur meira en eitt ár“ sagði Sigríður Hrönn. —sjá næstusíðu... • ísafjörður. • Súðavík. • Flateyri. • Suðureyri. • Þingeyri. Sjómannafélag ísfirðinga óskar sjómönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla, árs og friðar. Aðalfundur Aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtu- daginn 26. desember (annan dag jóla) og hefst kl. 14.00. Fundarstaður: Pólgata 2. Dagskrá samkv. 28. grein laga félagsins. Stjórnin.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.