Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1991, Blaðsíða 12

Bæjarins besta - 19.12.1991, Blaðsíða 12
12 BÆJARINSBKIA • Fimmtudagur 19. desember 1991 Q s Oskum starfsfólki okkar og viðskiptavinum gleðilegra jóla, árs i tí? ogfriðar, ogþökkum' jafnframt samstarf og viðskipti á líðandi ári. Olfufélag útvegsmanna h.f. Pensillinn Mjallargötu 1, ísafíröi Hraðfrystihúsið hf. Hnífsdal ísafjarðarleið hf. Lífeyrissjóður Vestfíröinga Miðfell hf. Hnífsdal Kjöt & fiskur Patreksfirði Oddi hf-Vestri hf. Patreksfirði Byggingafélagið Byggir hf. Patreksfirði 'o. sc |> BILAVERKSTÆÐI vc^ ÍSAFJARÐAR * Félagskaup Flateyri JR-Videó Kaupfélag ísfirðinga útibúið í Súðavík H Föndurloftið dD ísafjaröar Apótek • Smári Haraldsson, bæj- arstjóri á ísafirði. Vestfirðingum er illa við valdboð að ofan „Ég óttast það dálítið að þessi hugmynd félagsmála- ráðherra geti spillt fyrir sameiningarmálunum. Þess- um hugmyndum um samein- ingu hefur greinilega vaxið mjög fylgi á síðastliðnu ári og ég held reynar að þær hafi verið í eðlilegum far- vegi. Sameining sveitarfé- laga er svolítið flókið mál, bæði fjárhagslega og ekki síst tilfinningalega og því þarf mikla umræðu. í annan stað, þá eru ýmis praktísk atriði sem þarf að taka á og leysa svo sem t.d. hvaða þjónustu á að bjóða fólki upp á við sitt sveitarfélag" segir Smári Haraldsson, bæjarstjóri á ísafirði. „Svo eru ýmisleg fjár- hagsleg atriði tengd þessu. Við getum t.d. ímyndað okkur að sameina sveitarfé- lag sem er tiltölulega illa statt fjárhagslega og hins vegar annað sem er vel statt. Það getur verið erfið- leikum bundið að ná samn- ingum í þannig tilfellum. Ég tel að þetta mál sé þess eðlis að það þurfi að setja um það rammalöggjöf um samein- ingu sveitarfélaga þar sem tekið er á því hvernig sveit- arfélögin verða stjórnskipu- lega uppbyggð, það verði tekið á því hvaða hlutverk þau hafa, hvaða ný verkefni þau fá og þá jafnframt tekjuhliðina. Það atriði að sameina sveitarfélög, ég tala nú ekki um í eins stóru samhengi og rætt er um í þessu tilfelli, til þess að bjarga tímabundn- um erfiðleikum, það tel ég að komi í raun ekki til greina. Tímabundnum eða staðbundnum erfiðleikum verður að mæta á annan hátt. Ég get ekki séð þetta sem ástæðu sameiningar í sjálfu sér. Hins vegar held ég að við getum lært margt af sameiningu ísafjarðar og Eyrarhrepps á sínum tíma. Við eigum að passa okkur á því að gera ekki þau mistök sem þá hafa hugsanlega ver- ið gerð. Eitt er þó sem skipt- ir öðru fremur máli þar, það er það að við hættum að líta á sveitarfélag og byggð sem eitt og hið sama, þannig að ef sveitarfélög verða sam- einuð t.d. hér í Isafjarðar- sýslu, þá verður Þingeyri til sem Þingeyri, Bolungarvík sem Bolungarvík o.s.frv. Þessar byggðir verða til þó stjórnskipulega verði þær í sama sveitarfélagi. Þetta er ákaflega mikilvægt. Mér líst því ákaflega illa á þau áform félagsmálaráð- herra að flýta sameining- unni. Ég held að umræða og nauðsynlegur undirbúning- ur sé ekki nægur. Það má kannski segja það að það sé eðlilegt að þessu máii sé flýtt eins og hægt er en ég óttast að þarna sé farið offari. Og í annan stað ótt- ast ég það öllu meira að fólk hér vestra taki þessu sem valdboði að ofan og ef ein- hverjum er illa við valdboð að ofan þá er það Vestfirð- ingum“ sagði Smári Har- aldsson. • Kristján Jóhannsson, sveitarstjóri á Flateyri. Jarðgöngin verða að koma fyrst „Mér líst í sjálfu sér ekkert illa á einhverja sam- einingu og samvinnú en það er hlutur sem ég held að menn verði að skoða mjög gaumgæfilega. Ég get nú ekki séð að slík áform séu ekkert á dagskrá fyrr en eft- ir að jarðgangagerð er lok- ið. Það held ég að sé for- senda fyrir sameiningunni" sagði Kristján Jóahnnsson, sveitarstjóri á Flateyri. Kristján sagði ennfremur: „Auðvitað getum við tekið upp einhverja samvinnu fyrr en ég kem ekki auga á að slíkt verði gert fyrr en jarð- gangagerðin er í sjónmáli. Því finnst mér alveg út í hött að félagsmálaráðherra skuli vera að ræða um flýtingu sameiningu sveitarfélaga á sama tíma og verið er að ræða um að fresta jarðgöng- unum. Suðureyri er eitt af þessum sveitarfélögum sem myndu sameinast og því er það alveg út í hött að ræða flýtingu á sama tíma og rætt er um að fresta göngunum til Súgandafjarðar“ sagði Kristján. -s. íslandsdætur s UT ER komin hjá Erni og Örlygi bókin „ís- landsdætur“ eftir þau Símon Jón Jóhannsson og Ragn- hildi Vigfúsdóttur. Bókinni er ætlað að bregða Ijósi á líf íslenskra kvenna á árunum 1850-1950. Mikill fjöldi ljósmynda prýðir bókina og gefur les- endum lifandi innsýn í horfna veröld. Myndritstjóri er ívar Gissuarson. Samfé- lagsleg staða íslenskra kvenna er skoðuð, lýst bætt- um lífskjörum og sagt frá þeim viðhorfum sem ríktu í garð kvenþjóðarinnar. íslandsdætur segja frá tímamótum og viðburðum á ýmsum æviskeiðum kvenna. Hverjar voru helstu skemmtanir og gleðistund- ir? Hvaða siðir voru hafðir frammi við trúlofanir og giftingar? Hvernig var að vera ung og ástfangin í Reykjavík. íslandsdætur er einnig víðfemt verk um ís- lenskar konur og þjóðtrú, kreddur og kerlingabækur og hlutverk kvenna í þjóð- sögum. í bókinni eru enn- fremur raktir helstu áfangar í menntunarsögu íslenskra kvenna. Leyndarmál gamla hússins AKA-HLGAFELL hefur sent frá sér bók- ina „Leyndarmál gamla hússins". Leyndarmál gamla hússins er titill nýrrar skáldsögu fyrir börn og ung- linga eftir Heiði Baldurs- dóttur. Þetta er þriðja bók Heiðar, en fyrsta bók henn- ar, Álagadalurinn, hlaut ís- lensku barnabókaverðlaun- in árið 1989. Á bókarkápu Leyndar- máls gamla hússins segir svo: Guðrún er nýflutt í borgina úr litlu þorpi utan af Tandi. Þar kynnist hún fljótt krökkunum Björk, Gunn- ari, Jóhönnu og Arnari og fyrr en varir lenda þau í dul- arfullum atburðum. Leynd- armál gamla hússins er spennu- og ævintýrasaga fyrir börn og unglinga eins og þær gerast bestar. Staðið í ströngu FRÓÐI hefur geFið út bókina „Staðið í ströngu“, æviminningar Er- lendar Einarssonar eftir Kjartan Stefánsson. Erlend- ur Einarsson stóð um langt árabil í fylkingabrjósti ís- lenskra samvinnumanna og var forstjóri Sambands ís- lenskra samvinnufélaga í um hálfan fjórða áratug. Undir hans stjórn reis veldi samvinnuhreyfingarinnar á íslandi hæst og Sambandið varð stærsta og umfangs- mesta fyrirtæki landsins, sannkallað stórveldi sem kom víða við sögu í íslensku samfélagi.. í bókinni rekur Erlendur Einarsson ævi- og starfsferil sinn. Hann kynntist sam- vinnuhreyfingunni þegar á unga aldri og hóf starfsferil sinn þar sem innanbúðar- maður í kaupfélaginu í Vík í Mýrdal. Leiðin lá síðan í Samvinnuskólann en að námi þar loknu gerðist Er- lendur starfsmaður Lands- banka íslands og hugðist leggja bankastörf fyrir sig. En margt fer öðruvísi en ætlað er. í bókinni segir Er- lendur frá kynnum sínum af Vilhjálmi Þór og hvernig hann olli straumhvörfum í lífi Erlendar. Vilhjálmur fékk hann til þess að setja Samvinnutryggingar á stofn og taka að sér stjórn þess fyrirtækis en þaðan lá leið Erlendar síðan í forstjóra- stól Sambands íslenskra samvinnufélaga árið 1954. Var Erlendur síðan forstjóri þessa umfangsmikla fyrir- tækis fram til ársins 1987. CAMILO JOSÉ CELA BÝKÚPAN Býkúpan Yaka-helgafell hefur gefið út skáld- söguna „Býkúpuna" eftir spænska nóbelsskáldið Camilo José Cela, sem er eitt viðkunnasta verk þessa höfunar og er bókin oft nefnd „fyrsta spænska ný- tískuskáldsagan“. Býkúpan er stórbrotið og margþætt verk er lýsir Ma- drid þrjá kalda vetrardaga í byrjun fimmta áratugarins þegar myrkur skuggi spænska borgarastríðsins (1936-1939) setur enn mark sitt á líf borgarinnar og til- veru íbúanna. Gull- brúðkaup ANN 24. desember nk. eiga hjónin Karl Sigurðsson og Kristjana Hjartardóttir, Skólavegi 9, Hnífsdal, gullbrúðkaup.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.